Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 Fréttir DV Stefnir í stórátök sjómanna og útgerðarmanna: Þetta verður gífurlegt tjón fyrir þjóðarheildina - segir formaður utvegsmanna a Norðurlandi - lausnin allan fisk um markað, segja sjómenn „Mér er þessi verkfallsboðun óskiljanleg. Miðað við þann tón sem maður heyrir virðist allt stefna í verkfall. Maður vill þó ekki trúa öðru en að menn nái lendingu í málinu áður en til þess kemur að flotinn stöðvist," segir Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norð- urlands og útgerðarmaður á Akur- eyri, vegna boðaðs verkfalls sjó- manna þann 25 maí nk. „Sannleikurinn er sá að þessi krafa þeirra um að allur fiskur fari um markað er ekki raunhæf. Við getum tekiö dæmi eins og Útgerðarfélag Akureyringa hf. Þar hefur fyrirtækið samið beint við sína sjómenn um verðlagningu á sínu sjávarfangi til tveggja ára. Þannig á þetta að gerast; með samkomulagi en ekki með ein- hverjum látum. Það er frjálst fisk- verð í landinu, byggt á samkomu- lagi, öðruvísi er þetta ekki hægt,“ segir hann. Forsætisráðherra sagði á aðalfundi SH að verkfallsboðunin beindist að stjórnvöldum en ekki útgerðar- mönnum. Ertu sammála þessu mati hans? „Ef krafan er sú að það fari inn í reglugerð að allur fiskur fari um markað þá er það rétt mat að verk- fallið beinist að stjórnvöldum. Þetta verður gífurlegt tjón fyrir þjóðar- heildina. Það stöðvast ekki aðeins flotinn heldur stöðvast allt þjóðfélag- ið og lamast," segir Sverrir. „Við vísum því algjörlega á bug að kröfur okkar séu óskýrar. Kröfugerð okkar hefur legið fyrir síðan í des- ember 1993. Við erum að taka á þátt- um eins og kvótabraski og fleiri atr- iðum,“ segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafiarð- ar. Hann segir vanda sjómanna snú- ast um það að verðlagning á sjávar- fangi sé í ógöngum og sjómenn verði að sæta afarkostum við sölu á afla sínum. „Leiðin að lausn þessa máls er sú að allur fiskur fari um markað," seg- ir Konráð. -rt ■ Vorverk í snjónum Starfsmenn Akureyrarbæjar eru komnir í vorverkin þótt enn séu stórir snjóskaflar við götur bæjarins. Þessir urðu á vegi DV þar sem þeir voru að vinna við undirbúning að malbikun á Hjalteyrargötunni. Þar, eins og víðar, þarf að gera við marga slæma bletti eftir harðan vetur. DV-mynd gk Sameining þriggja fyrirtækja Þórhailur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Nú um mánaðamótin var gengið frá sameiningu þriggja fyrirtækja í sjávar- útvegi á Sauðárkróki; Fiskiðju Sauðár- króks, Skagfirðings hf. og Djúphafs hf. Að sögn Einars Svanssonar, fram- kvæmdasfióra FISK, mun sameining fyrirtækjanna þriggja engar breyting- ar hafa í fór með sér varðandi starfs- mannahald. Hann segir markmiðið með sameiningunni að skapa sterka heild til að standast þá samkeppni sem fram undan er í sjávarútveginum. Fegurðardrottning íslands með tvær ferðatöskur á leið í keppnina Ungfrú alheimur: Varð að greiða 87 þús- und kr. fyrir yf irvigt - annað hvort þetta eða engin taska, sagði Skúli Sigurz, faðir hennar „Þegar við komum út á flugvöll var Margrét með tvær ferðatöskur, enda átti hún fyrir höndum mánað- ardvöl úti. Auk þess er ekki hlýtt á þessum árstíma í Namibíu heldur kalt. Okkur var sagt aö hún væri með rúm tuttugu og fiögur kíló í yfir- vigt. Við urðum alveg gáttuð og urð- um að borga rúmar 87 þúsund krón- ur - og þetta er aðeins fyrir aðra leiö- ina,“ sagði Skúli Sigurz, faðir Margr- étar Skúladóttur Sigurz, fegurðar- drottningar íslands, en hann fylgdi dóttur sinni út á Keflavíkurflugvöll þegar hún lagði í hann til Namibíu þar sem keppnin Ungfrú alheimur fer fram. Skúli þurfti að taka upp veskið og leggja út hátt í eitt hundrað þúsund krónur og kvaðst hann óhress, eftir á að hyggja, með að starfsmenn Flug- leiða skyldu ekki benda þeim á að senda farangur hennar í fragt. Þá hefði hann borist til hennar eitthvað seinna en það aðeins kostað hluta af þessari háu upphæð sem vafalaust mjög fáir íslendingar hafa lent í að þurfa að greiöa við brottför. Skúli sagði að starfsmenn Flug- leiða hefðu bent á að best væri að greiða yfirvigtina hér heima þar sem viðbúið væri aö Afríkubúar myndu annars láta Margréti gera það. „Margrét þurfti auðvitað aö koma meö alls kyns fatnað með sér að heiman,“ sagði Skúli, „þjóðbúning, kokkteildress og alls konar standard- föt, skó og margt annað sem fylgir þessu. En það var annaðhvort að greiða þessa upphæð eða engin taska færi.“ Skúli sagði að aörir keppendur í fegurðarsamkeppninni hefðu orðið mjög hissa þegar Margrét greindi þeim frá því að hún hefði þurft að greiða háa upphæð vegna yfirvigtar farangurs. Úrsht í Ungfrú alheimur fara fram næstkomandi laugardag. Strangar æfingar hafa staðið yfir aö undanfömu. -Ótt Formaður SÍM: Líst vel á Hafnarhúsið „Mér líst mjög vel á þetta og ég er mjög ánægð að heyra að málið sé komið á þetta stig. Við höfðum að vísu vonast til að borgin gæti fengið allt húsið undir allsherjarmyndlist- arhús og ég held að það hafi líka verið von menningarmálanefndar þannig að þetta eru vonbrigði hvað það varðar en við verðum bara að vona að hægt sé að fá stærri hluta af húsinu seinna," segir SólveigEgg- ertsdóttir, formaður Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, SÍM. DV greindi frá því nýlega að Sam- starfsnefnd um Hafnarhúsið við Tryggvagötu hefði lagt til að borgin keypti um 3.500 fermetra af húsinu fyrir 110 milljónir og veitti um 300 milljónum króna í breytingar á hús- inu til að hægt væri að hýsa Lista- safn Reykjavíkur og Errósafn þar. Ekki er fyllilega ljóst hvort glerþak verður byggt yfir garðinn í miðju hússins. -GHS HM’95: Bjónbykkjan fór vel fram „Það var mjög mikil eftirspurn en ég fullyrði að það sköpuðust engin vandamál vegna bjórdrykkju. Við útganginn í tjaldið, þar sem bjórsal- an fór fram, voru gæslumenn sem fylgdust með því að engir undir tví- tugu færu út í tjaldið. Ég veit ekki til þess að neinar kvartanir hafi bor- ist enda fór þetta allt vel fram og enginn sem varpberandi drukkinn," segir Örn H. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Handknattleikssam- bands íslands, HSI. Fjöldi handboltaáhugamanna og gesta á HM ’95 notaði tækifærið til að fá sér bjór í veitingatjaldinu fyrir utan Laugardalshöllina milli fyrsta og annars leiks á HM 9Þ5 á sunnudag- inn en htið var um bjórdrykkju í hálfleik. Engin áberandi drykkja var í veitingatjaldinu og þurftu gæslu- menn á HM ’95 ekki að hafa afskipti af neinum vegna ölvunar. -GHS Akureyri: Vélsleðamenn stór- skemmdu golfvöllinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Það er alveg óþolandi að fá þetta yfir sig og 'að viö fáum ekki að vera í friði fyrir þessum ófögnuði," segir Guðbjörn Garðarsson, fram- kvæmdasfióri Golfklúbbs Akur- eyrar, en vélsleðamenn hafa unnið miklar skemmdir á vellinum að und- anfömu. Skemmdimar em mestar á tveimur flötum vallarins sem snjór sest ekki á eins og aðra hluta vallarins þar sem þær eru uppbyggðar. „Þeir hafa notað flatirnar sem stökkpalla fyrir sleðana og einnig hafa þeir ekið þvers og kmss eftir flötunum og skemmt þær með beltunum undir sleðunum. Þá hafa þeir einnig ætt á sleðunum yfir tré og mnna sem stóðu upp úr snjón- um,“ segir Guðbjöm. Hann segir að hér sé um greinilega skemmdarverkastarfsemi að ræða því að flatimar hafi verið auðar. „Það virðist sem menn „flippi út“ þegar þeir koma á þessa sleða og aki yfir hvað sem á vegi þeirra verður," sagði Guðbjörn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.