Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 SpumLngin Á að aðskilja ríki og kirkju? Jóhann Benediktsson nemi: Ég hef ekki skoðun á því. Kristján Sigvaldason nemi: Já, að sjálfsögðu. Ólafur Ólafsson verkamaður: Já. Ríkið er allt önnur stofnun en kirkj- an. Það á að veita fólki valfrelsi. Ágúst Karlsson skrifstofumaður: Nei, fyrirkomulagið er gott eins og það er. Leifur Brynjólfsson kennari: Nei, nei. Ég held að þetta sé ágætt eins og það er. Lesendur Veiðileyfagjaldid Ekki eru allir á eitt sáttir um þá stefnu sem heppilegast sé að fara i sjávar- útvegsmálum. Konráð Friðfinnsson skrifar: íslenskir stjórnmálaflokkar hafa lagt mismikla áherslu á það í stefnu- skrám sínum að hér verði komið á veiöileyfagjaldi. Segja má að Alþýðu- flokkurinn fari þar fremstur. Veiðileyfagjaldið er hugsað þannig að útgerðin borgi ákveðna upphæð sem síðan renni í ríkissjóð fyrir af- notarétt af miðunum umhverfis landið. Réttlætismál segja sumir. Aðrir telja þetta klúður sem komi til með að bitna illilega á mönnum. Og hví skyldi einhver ein stétt í landinu greiða gjald fyrir það sem búið er að festa í lög aö sé sameiginleg eign allra landsmanna og þegar það er vitað og viðurkennt að sérhver þegn í þessu landi nýtur góðs af? Munum að fiskveiðar og snúningar kringum þær í landi færa þjóðinni 60-70% teknanna. Ef meiningin er svo að setja þetta gjald á, sem síðan leiðir til þess að enginn ærlegur maður getur lengur dýft veiðarfæri í sjó án þess að borga fyrst, hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna þessum „hring“ sé þá ekki alveg lokað, með þeirri aðferð t.d. að láta vinnsluna í landi borga „vinnslugjald", markaðina leggja fram „uppboðsgjald", úflutnings- greinarnar sérstakt „útflutnings- gjald“ og svo framvegis. Þjóðin veit að hún lifir á fiskveið- um. Veiöileyfagjaldið átti m.a. að standa undir auknum rannsóknum sem myndu síðar t.d. leiða til nýsköp- unar í iðnaði og að störfum myndi fjölga. En ég minni á að stærsti hluti þess fjármagns sem lagður hefur ver- Friðrik Sophusson fjármálaráðherra skrifar: Föstudaginn 23. júní birtist í DV lesendabréf frá viðskiptavini Toll- póststofunnar. Það er ávallt gott fyr- ir starfsmenn opinberra stofnana að fá ábendingar um það sem betur má fara í starfseminni. Þá geta slíkar ábendingar komið sér vel fyrir þá sem leita leiöa til að einfalda og bæta ríkisreksturinn en ég legg á það áherslu að m.a. í tollþjónustunni verði reynt að halda áfram á þeirri braut að einfalda tollþjónustuna og gera hana skilvirkari. Ofarir Ökumaður skrifar: Þann 9. nóvember sl. varð ég fyrir því óhappi að lenda í árekstri. Ég var stopp á grænu ljósi á miðjum gatna- mótum Miklubrautar og Hringbraut- ar og beið eftir því að geta tekið vinstri beygju inn á Bústaðaveg. Klukkan var rétt tæplega 18, það var dimmt og mikil umferð. Ég varð því aö bíða eftir gula ljósinu til að kom- ast yfir. Þegar það kom lagði ég af stað á sama tíma og bílarnir úr gagnstæðri átt beygðu inn á Snorrabrautina. Ég er nánast komin yfir báðar akrein- arnar þegar ég fæ högg aftan á bílinn MSBMþjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 ið fram til rannsóknarstarfa hefur komið frá „sjávarútvegshringnum". Og hvað hef ég fyrir mér í því? Jú, þjóðin lifir á fiskveiðum. Það er fyrir þær sakir fullkomlega eðlilegt að bera málið fram með þessum hætti. En málið er hins vegar að talsmenn þessarar varhugaverðu skattlagn- ingar á íslenskan sjávarútveg eru í raun að segja: Við krefjumst þess að stærri sneið sé tekin af þessari tertu og færð í önnur verkefni - blóð- mjólka „kerfið" sem sagt til síðasta dropa. Hvenær ætlar mönnum að skiljast það að ekki er unnt að leggja of mikl- I lesendabréfinu, sem hér er vitnað til, kvartar viðskiptavinur Tollpóst-, stofunnar yfir því að þurfa að greiða 500 krónur fyrir tvær geislaplötur sem sendar voru honum til kynning- ar. Að sögn bréfritara var önnur platan „götuð“ þannig að ekki var hægt að skipta henni í verslunum. Það getur reynst vandkvæðum bundið fyrir tollstarfsmenn að ákveða hvaða vara sé verðlaus og eigi ekki að bera gjöld. Slíkt er auð- vitað ekki auövelt, ekki síst í ljósi þess að allir verða að sitja við sama borð í þessum efnum. Starfsfólk Toll- og missi hann inn á umferðareyju til hægri. Ungur maður á dökkleitri, lít- illi Renault-bifreið hafði ekið (m.a.s. á ólöglegum hraða) úr vestri eftir Hringbraut og keyrði á afturenda bifreiðar minnar (hvítur Toyota Co- rolla). Þegar ég spurði ökumanninn hvort hann hefði ekki farið yfir á rauðu ljósi viðurkenndi hann að það hefði kviknað þegar hann fór yfir gangbrautina (sem er auðvitað fyrir framan gatnamótin sjálf) en þegar lögreglan tók síðar skýrslu var ljósið skyndilega orðið gult. í kjölfarið var ég dæmd í 100% órétt og þeirri niður- stöðu get ég ekki unað vegna þess ar byrðar á þessa undirstöðuat- vinnugrein landsmanna? Að ekki er endalaust hægt að ganga á hana og heimta eitthvað sem engin glóra er í? Kvótinn og skrípaleikurinn kring- um hann, einkum þá sölurnar á kvót- anum, á að vera mönnum víti til varnaðar. Þar standa að vísu útgerð- armenn í „braski". En hver undirbjó þann jarðveg fyrir þá? Stjórnvöld og hæstvirt Alþingi. Ef einhver heldur að veiðileyfagjaldiö sé betri kostur tel ég að sá hinn sami fari villur veg- ar. Þaö er enda ávísun á ófrið og auðsöfnun á fárra hendur. póststofunnar er einungis að fram- fylgja þeim reglum sem settar eru á ábyrgð stjórnvalda. Þær reglur mið- ast við að koma í veg fyrir mismunun og misnotkun. Þess má svo geta að í undirbúningi er að bæta þjónustugæði ýmissa stofnana ríkisins eins og tollþjón- ustunnar. Um leið verður aö skoöa sérstaklega þær reglur sem gilda og reyna að einfalda þær án þess þó að missa sjónar af því markmiði að al- menningi sé ekki mismunað. að ég veit aö hinn aðilinn er einn af þessum ökumönnum sem gefur í til að ná yfir á gulu og skapar þannig mikla hættu í umferðinni. Mig vant- ar vitni til að leiðrétta minn hlut og þar sem umferðin var mikil er ég viss um aö einhver ökumaöur veit hið rétta í málinu. Ég bið vinsam- legst alla þá sem þetta lesa og sáu atburðinn að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík og gefa skýrslu. Að lokum harma ég það að niður- staðan í þessu máli er til' þess fallin að hvetja ökumenn til að gefa í til að ná gulu ljósi í stað þess að hægja á sér og sýna varúð. Tímabært að fáþyriu Kefivíkingur skrifar: Ég óska öllum landsmönnum hjartanlega til hamingju með nýju, glæsilegu björgunarþyrl- una okkur. Það var orðíð löngu tímabært að fá fullkomna þyrlu hingað til lands og þrátt fyrir að hér sé dýrt „tæki“ á ferðinni á hún eftir aö borga sig margfalt. Landhelgisgæslan hefur staðið sig vel í björgunarmálum en hún, eins og landsmenn aliir, hefur verið heppin að hægt hefur verið að leita tii Varaarliðsins á Kefla- víkurflugvelli með aöstoö. Komu nýju þyrlunnar ber að þakka fjöl- mörgum aðilum sem hafa barist lengi fyrir betri björgunarbúnaði. Ingi Björn Albertsson, fyrrver- andi þingmaður, er einn þessara einstakhnga og ég tek undir með Vilhjálmi sem hrósaði honum fyrir frammistöðuna í DV í síð- ustu viku. Og þar sem ég er Keflvíkingur vil ég bæta því við að ég tel for- ystumenn knattspymumála hér í bænum hafa gert mistök viö brottvikningu Inga Björns úr þjálfarastarfi. ÍBK var í þríðja sæti þegar uppsögnin kom og þvi er hún óskiljanieg. Öfgafullverkföll Jóh. B. hringdi: Ég vil lýsa yfir vanþókun minni með þá hrynu verkfalla sem hef- ur skollið yfir landið á undanf- örnum mánuðum. Ég er samt ekki á móti verkföllum og skil að hinir lægstlaunuðu vilji berjast hart fyrir sinum kjörum. Staö- reyndin er hins vegar sú að ekki eru þetta allt saman launþegar á „lúsarlaunum" sem hafa verið að leggja niður vinnu að undanf- örnu. Með slíkum hópum er ekki hægt að hafa samúð. Verkfóll þeirra hljóta að teljast öfgafull. Harðarrefsingar B.S. skrifar: Upp á síðkastið hefur nokkuð borið á þeirri umræðu að taka beri upp refsingarform þar sem afbrotamenn eru látnir þjóna samfélaginu meö éinum eða öðr- um hætti í stað þess að sitja á bak við lás og slá. Hugroyndinni um þjónustu við samfélagið vil ég mótmæla enda gæti hún aðeins átt við í örfáum tiMkum. Nei, alla glæpamenn á skilyrðislaust að loka inni. Refsingar eiga að vera svo strangar að menn hugsi sig alvarlega um áður en þeir brjóta af sér. Fjöldi afbrota sýnir m.a. að glæpamenn svífast einskis og þeir óttast ekki refsingar enda eru þtér alltof vægar í þessu þjóð- félagi. Rekið veður- fræðingana Sóldýrkandi hringdi: Til hvers í ósköpunum er þessi Veðurstofa eiginlega? Það get ég ómögulega skilið. Veðrið í Reykjavík í júní er búið að vera ömurlegt. Það er til lítils að hafa alla þessa veöurfræðinga ef þeir geta aldrei spáð góöu veðri. Væri ekki bara líka upplagt að spara svolítið í leiðinni og láta þá fara? Kannski batnaði þá veðrið. Dýrtaðferðast K. Gunnarsdóttir skrifar: Ég furða mig á þeim ummælum feröamannaforkólfa að íslend- ingar séu ekki nógu duglegir að ferðast um eigiö land. Þeir hafa trúlega aldrei sjálfir farið hring- inn. Það er einfaldlega miklu ódýrara að fara í sólarlandaferð heldur en að feröast um ísland i jafnlangan tíma. Á meöan svo er mun innlend feröamannaþjón- usta gjaldaþess. Fólkið fer frekar til útlanda. Svar fjármálaráöherra til viðskiptavinar Tollpóststofunnar: Tollþjónustan gerð skilvirkari í umferðinni Það er eins gott að fara varlega í umferðinni. Myndin tengist ekki máli bréfritara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.