Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 Fréttir Haraldur og Eyþór við gróðursetningarstörfin. DV-mynd gk Eyðum kaupinu í geisladiska Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Viö erum meö 175 krónur á tím- ann. Þaö er ekkert sérstakt kaup en allt í lagi,“ sögöu þeir Haraldur Björnsson og Eyþór Guölaugsson, tveir 13 ára töffarar sem voru að setja niður sumarblóm í reit við aðalgöt- una á Sauðárkróki. Þeir félagarnir báru sig fagmann- lega að en gáfu lítíð út á það hvort þetta væri ekki stelpuverk. „Við ger- um ýmislegt annaö, ef við erum ekki að gera þetta þá erum við annað hvort að reyta arfa eða tína rusl í bænum.“ Og þegar þeir voru spuröir i hvað kaupið færi var svarið: „Við kaupum okkur aðallega geisladiska og svo líka tölvuleiki." Siglufjörður: Sorpið flutft burt Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Bæjarráð Siglufjarðar samþykkti fyrir skömmu að ganga til samn- inga við Ómar Kjartansson á Sauð- árkróki um að hann taki að sér sorphirðu og ílutning sorps frá Siglufirði frá og með miðju næsta ári. Sorpið verður urðað en ekki er enn ákveðið hvar. Ákvörðun um að fara þessa leið við sorpeyðingu á Siglufirði er tek- in í kjölfar úttektar sem Gunnar Björn Björgvinsson, garðyrkju- maður bæjarins, vann í vetur. Menn á vegum Sigluíjarðarbæjar munu sjá um að safna saman sorpi til brottflutnings í pressubíl á veg- um Ómars. Jafnframt verður kom- ið upp sorpgámum og er reiknað með að fyrirtæki í bænum nýti sér þessa þjónustu. Þar með mun allri sorpbrennslu í firðinum verða hætt og sú mikla lyktar- og sjónmengun sem henni fylgir heyrir nú brátt sögunni tíl. Hvammstangi: Kaupin á Sigurborgu hafa rey nst farsæl rækju og útgerð skipsins hefur geng- ið vel. „Fram að þessu fór aðalhrá- efnisöflun Meleyrar hf. fram með bát frá ísafirði en við teljum okkur hafa verið að skjóta styrkari stoðum und- ir reksturinn og hráefnisöfiunina hér,“ segir Guðmundur sveitarstjóri. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við höfðum tapað héðan úr byggð- arlaginu 86% af þeim fiskkvóta sem hér var og það var orðiö mjög brýnt að snúa þeirri þróun sem hér var upp í sókn,“ segir Guðmundur Guð- mundsson, sveitarstjóri á Hvamm- stanga, en kaup hreppsins á Sigur- borgu, 220 tonna skipi frá Vest- mannaeyjum í vetur, vöktu nokkra athygli og allt annað en ánægju í Eyjum. Að kaupunum stóðu auk Hvsmmstangahrepps, Meleyri hf. og Kaupfélag V-Húnvetninga. Skipinu fylgdi nokkur kvóti en síöan það kom norður hefur það verið gert út á Sirkustilþrif í hermannagöllum Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: í smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík máttí halda að veriö væri að taka upp rosalegt atriði í kvik- mynd fyrir skömmu. Þar sýndu fjór- ir vaskir strákar, klæddir her- mannabúningum, sirkustilþrif áöur en þeir stungu sér í sjóinn. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þeir voru að leika sér og höfðu greinilega gaman af. Þeir sögðu að þeim væri ekki kalt þrátt fyrir að búningarnir væru bara venjulegir hermannagallar. Strákarnir, sem heita Andrés Þórarinn Eyjólfsson, Dalbert Þór Arnarsson, Brynjar Guðmundsson og Ólafur Már Krist- jánsson, allir 15 ára, stungu sér á þriðja tug ferða í sjóinn með alls konar kúnstum. NÁÐU ÞÉR i FARMIM i SUMARLIIK HAPPAÞREHNUNNAR 0G DV 28 borgarferðir fyrir tvo til New York, Baltimore, Frankfurt, London eða París 150 stk. „My First Sony" hljómtæki DRAUMAFERÐ OG FARAREYRIR Meö Farmiða ert þú kominn I spennandi SUMARLEIK Happaþrennunnar og DV Farmiðinn er tvlskiptur og gefur tvo möguleika á vinningi. Á vinstri helmingi eru veglegir peningavinningar, sá hæsti 2,5 MILUÓNIR, og á þeim hægri eru glæsilegir ferðavinningar og ,My First Sony" hljómtæki. GLÆSILEGIR VINNINGAR! Auk peningavinninga eru I boði: Fjölskylduferð fyrir fjóra til Flórída HAPPATÖLUR DV Daglega frá þriðjudegi til föstudags birtast happatölur í DV. Par getur þú séð hvort númer á Farmiðanum þlnum hefur komið upp. Pú skalt geyma vandlega hægri helming Farmiðans þar til sölu upplagsins lýkur og öll vinningsnúmerin hafa birst þvl þú átt möguleika (allt sumar. Uppsöfnuð vinningaskrá birtist í DV 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 2. október 1995. FLUGLEIDIR^Br SONY Strákarnir stinga sér með tilþrifum. DV-mynd ÆMK Hverageröi: Eina vöru- bflaleiga landsins Signin Lovísa, DV, Hveragerði: Bílaleigan Bergreisur hf. hefur flutt aðsetur sitt af Suðurnesjum tíl Hveragerðis. Bergreisur voru eingöngu með húsbíla en hafa nú bætt vörubílum og fólksbílum, stórum og smáum, viö flota sinn. Er þetta eina bílaleiga landsins sem leigir út vörubíla og hefur þessi þjónustu mælst mjög vel fyrir. Vö- rubílarnir eru bókaðir langt fram í tímann. í tengslum viö bilaleiguna er rekið bifreiða- og dekkjaverk- stæði og Esso er með smurstöð á staðnum. Bílaleigan hefur á vetr- um tekið á móti erlendum ferða- mönnum til ferðalaga um hálendið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.