Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA* AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGAROAGS- OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995. Nauðlenti við Geysi - vélarbilun orsökin Flugmaður nauðlenti lítilli eins 'hreyfils flugvél um kvöldmatarleytið á laugardag við Geysi vegna vélarbil- unar og tókst lendingin giftusamlega. í ljós kom við eftirgrennslan að vent- ill í vélinni hafði gefið sig, skemmt út frá sér og þá hafði stimpill í hreyfli brotnað og flugmaðurinn neyðst til að nauðlenda. Hann lenti vél sinni á veginum upp að Geysi, um 5 km frá hvernum. Mikil mildi þótti að umferð upp að Geysi var lítil þegar atvikið gerðist. Vélin er frá Keflavíkurflugvelli en um borð voru flugmaður og farþegi. Þeir voru á leið á ættarmót og ætluðu sér að lenda á litlum flugvelli að Ein- holtsmelum. -ÍS Geitahlíð: Lélegt skyggni orsök flug- slyssins Flugvélin sem brotlenti í Geitahlíð, sunnan Kleifarvatns, á fostudaginn var tveggja hreyfla háþekja af gerð- inni Partenavia P68 frá Selfossi. “Flugmaðurinn sem lést hét Gunn- laugur Jónsson, til heimilis að Heið- mörk 1 á Selfossi. Hann var þrítugur og starfaði sem flugmaður hjá Flug- félagi Vestmannaeyja. Hann lætur eftir sig unnustu og níu ára dóttur. Mikil þoka var og lélegt skyggni á þessum slóðum þegar slysiö varð og líklegt er talið að orsakir slyssins megi rekja tii þess. Það var fjögurra manna leitarflokkur Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði sem fann vélina. -ÍS Slys á Reykjanesbraut: Ekki í beltum ■’ í aftursæti Laust fyrir klukkan hálfsjö í gær- morgun keyrði fólksbifreið yfir á öfugan vegarhelming við Strandar- heiðina á Reykjanesbrautinni og skall þar framan á annarri fólksbif- reið með þeim afleiðingum að fjórir slösuðust, þó enginn lífshættulega. Þeir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús og báðar bifreiðarnar eru taldar ónýtar. Farþegar bifreiðanna voru í beltum í framsætum en þeir sem sátu í aftur- sætum voru ekki í beltum og hentust þeir á framsætin við áreksturinn með þeim afleiðingum að sætin brotnuðu. Þeir slösuðu voru allir í - -*framsætum bifreiðanna. -ÍS LOKI Góð íþrótt er gulli betri! Einbýlishús úr timbri að Holtsbúð 10 í Garðabæ nær gjöreyðilagðist í eldi, sem kviknaði sennilega út frá raf- magni, aðfaranótt sunnudagsins. Eigendur hússins voru að heiman. DV-Sveinn Keflavíkurflugvöllur: Tollvörðurinn var sleginn i andlitið - við leit í farangri leikmanna knattspymuliðslns Keflavik „Viðtollafgreiösluhjáleikmönn- tvö vel útilátin högg frá leikmann- „Tollvörðurinn, sem varð fyrir um knattspymuliðsins Keílavik, inum og það sér á honum,“ sagði högginu, fékk áverkavottorð og ég sem var að koma frá Skotlandi, var Einar Birgir Eymundsson, deildar- held að það liggi ljóst fyrir að hann gerð tollleit hjá einum leikmanna stjóri í flugstöð Leifs Eiríkssonar muni kæra þennan verknað. Lög- liðsins. I Jjós kom of mikið magn við DV. reglan var kölluð tíl og hún róaði af áfengi hjá einum leikmanni. Keflavíkurliðiö i knattspyrnu var leikmanninn og fjarlægöi af staðn- Hann var ekki sáttur viö að höfð á heimieið frá leik við skoska liðið um. Það mun ljóst vera að ölvun yröuafskiptiafþessuogvildileysa Partik Thistle í Evrópukeppni í mun hafa veriðmeð í spilinu, svona málin með handafli. Ungur toll- knattspyrnu. Atburðurinn gerðist nokkuðgerirvarlanokkurallsgáð- vöröur, sem sinntí tollskoðun á um miðnættið aðfaranótt sunnu- urmaður,“sagðiEinar. -ÍS vamingi mannsins, fékk eitt eða dagins. Sauðárkrókur: við f ram- úrakstur Níu manns vom fluttir á slysadeild tíl aðhlynningar eftir óhapp sem varð við framúrakstur á nýlagðri klæðingu rétt sunnan Sauðárkróks. Slysið varð klukkan rétt rúmlega íjögur aðfaranótt laugardagsins 1. júlí. Tildrög slyssins eru nokkuð óljós en svo virðist sem BMW-bifreið hafl verið ekið fram úr Mazda sendibif- reið rétt við bæinn Messuholt, um 4 km sunnan Sauðárkróks. Báðar bif- reiöirnar fóru út af og vait Mazda bifreiðin og lenti á hvolíi niðri í skurði. Allir sem í sendibílnum voru, 9 talsins, hentust úr úr bílnum viö veltuna og urðu þeir allir fyrir meiðslum, þó mismikið. Farþegar í BMW bifreiðinni sluppu allir við meiðsl. Enginn farþeganna í Mözd- unni var í bílbeltum en allir í BMW bifreiðinni. Mazda bifreiðin er skráð fyrir 7 manns. Tveir farþeganna voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavík- ur, einn tíl Akureyrar en hinir, sem reyndust minna slasaðir, fengu að- hlynningu á sjúkrahúsi Sauðár- króks. -ÍS Vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann um miðnæturbil að- faranótt sunnudagsins í Kerlingar- fjöll og flutti hann til Reykjavíkur á sjúkrahús. Þyrlan kom með mann- inn á Borgarspítalann um klukkan tvö eftir miðnættið en hann hafði slasast í baki við vélsleðaakstur. -ÍS Einbýlishús brann: Vegfarandi gerði slökkvi- liði viðvart Vegfarandi, sem átti leið fram hjá einbýlishúsi aö Holtsbúð 10 í Garðabæ, gerði lögreglu og slökkvi- liði viðvart um að kviknað hefði í húsinu. Þaö var um klukkan 3:55 að morgni sunnudags sem vegfarand- inn varð var reyksins sem lagði frá húsinu. Húsiö var úr timbri, svokallað við- lagasjóðshús. Slökkvistarf tók á ann- an tíma og er húsið og allt innbú mikið skemmt, ef ekki ónýtt. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Húsið var mannlaust er eldurinn kviknaði, eigendur þess voru staddir á Akureyri. -ÍS Veöriö á morgun: Vaxandi suðaustanátt Á morgun verður hægt vaxandi suðlæg átt, skýjað suðvestan- og vestanlands en annars víðast létt- skýjaö í fyrstu. Vaxandi suðaust- anátt verður þegar líður á daginn. Hitinn verður mestur á Austur- landi, þar sem hann getur náð 20 stígum, en minnstur á Vestur- landi og Vestfjörðum, í kringum 9 gráður. Veöriö í dag er á bls. 44 Ertu búinn að panta? P 32 P dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIÐIR Innaniandssími 5050 200 LGTH alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.