Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 Fréttir Nýr meirihluti tekur viö í Hafnarfirði á morgun: Ingvar Viktorsson aftur í bæjarstjórastólinn Ellert Borgar verður forseti bæjarstjómar „Þaö má segja að svo til allt sé frágengið. Það eru örfá atriði sem þarf að ganga betur frá. Ég á því von á að nýr meirihluti taki við hér í Hafnarfirði á bæjarstjórnarfundi á morgun," sagði Tryggvi Harö- arson, foringi krata í Hafnarfirði, í samtali viö DV i gær. Þá er þaö frágengiö að Ingvar Viktorsson kennari taki aftur viö sem bæjarstjóri. Hann tók við bæj- arstjóraembættinu þegar Guð- mundur Ámi Stefánsson fór á þing á miðju síðasta kjörtimabili og hætti þá sem bæjarstjóri. Þá hafði Alþýðuflokkurinn hreinan meiri- hluta í Hafnarfirði. Nokkur átök hafa verið hjá kröt- um aö undanfórnu vegna bæjar- stjóraembættisins. Tryggvi Harð- arson hafði áhuga á starfinu og ghmdi því nokkuð við Ingvar sem sótti það mjög fast að verða bæjar- stjóri. Ýmsir óttuðust klofning í flokki Hafnarfjarðarkrata. Margir þeirra vildu að Guömundur Árni tæki aftur við embættinu til að setja niður deilur. Guömundur Ámi staðfesti í samtali við DV fyr- ir nokkru að við sig hefði verið rætt um þetta. Hann var því ekki fráhverfur að taka við embættinu ef það heföi leyst deilurnar. En til þess kom ekki, samkomulag hefur náöst. Þá mun það einnig frágengiö að Ellert Borgar verði forseti bæjar- stjórnar. Svo vill til að hann gegnir því embætti líka í samstarfi Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags sem nú er senn á enda. Tryggvi Harðarson sagðist ekki vilja fara að ræða þann samstarfs- sáttmála sem geröur hefur verið við þá Ellert Borgar og Jóhann Bergþórsson. Hins vegar væri ljóst að langstærstu máhn, sem taka þyrfti á i nánustu framtíö, væru atvinnumáhn og fjármál bæjarins. Búðagleði Á annað hundrað ungmenni dvöldu í tjöldum í sólskini og blíðu um helgina að Búðum á Snæfellsnesi. Eins og glöggt má sjá á þessari mynd voru menn kátir og glaöir, blótuðu Bakkus en ærðust ekki. Þvi fór allt friðsamlega fram og vandræði í lágmarki. Þessir ungu menn sögðust heita Palli, Matti, Nasi og Nonni, frá vinstri talið. DV-mynd ÞÖK Hinrik Bragáson hættur í bili vegna Gýmis-ákæru: Tek ákær- unni ekki fagnandi - mun keppa á heimsleikunum í Sviss Hinrik Bragason keppti ekki í skeiði á fjórðungsmótinu eins og til stóð en lét eiginkonunni, Huldu Gústafsdóttur, það eftir. „Guðmund- ur Jónsson, formaður Landssam- bands hestamannafélaga, hringdi í Hinrik og bað hann að keppa ekki og það varð úr aö Hinrik dró sig í hlé í þetta skipti," segir Hulda. „En þetta hefur ekkert með keppnisbann að gera. Hinrik er á leið til Austurríkis aö halda námskeiö og þaðan fer hann að keppa á Eitli frá Akureyri á þýska meistaramótinu og svo heimsleikun- um í Sviss,“ segir hún. „Ég tek þessari ákæru vegna Gýmismálsins ekki fagnandi. Það hefur ekkert nýtt komiö fram. En þetta fer þá sína leið og hlutirnir koma í ljós,“ segir Hinrik Bragason. „Annars er ég enn aö melta þetta, því það er skammt síðan ákæran kom. Þá sé ég ekki á hvaða forsendum ætti að setja mig í keppnisbann. Ég mun halda mínu striki og keppa áfram í sumar og á heimsleikunum í Sviss." í dag mælir Dagfari Það er ekki heiglum hent að lenda í því óláni að finna fólgna fjársjóði og láta vita af slíkum fundi. Ómenntað alþýðufólk, sem verður fyrir þvíhkum hremming- um, gerir sér enga grein fyrir því að hlutverk hámenntaðra sérfræð- inga er ekki að þakka fmnendum heldur að bera fram ásakanir um fals og blekkingar. Það verður fólk að sætta sig viö. Þeir sem verður það á að grafa óvart upp forna hluti ættu þó láta það verða sitt fyrsta verk að leita aðstoðar lögfræðinga. Þetta sannast best á silfurmálinu sem kennt er við Miðhús á Héraði. Miðhúsahjónin féllu í þá gryfju að tilkynna silfurfundinn fyrir 15 árum og urðu landsfræg á svip- stundu. Þór Magnússon og Kristján Eldjárn sögðu silfursjóðinn frá vík- ingaöld og allir virtust afskaplega ánægðir. En svo kom í ljós að sum- ir sprenglærðir fræðingar gátu iha sætt sig við þá tilhugsun aö ómenntað sveitafólk hefði fundiö víkingasilfur í garðinum hjá sér. Það væri aðeins til þess menntað fólk sem gæti fundið slíkt við skipulagðan uppgröft. Þeir bentu á að bóndinn í Miðhúsum væri bang- hagur og auk þess menntaður til silfursmíöi. Efasemdir sérfræðing- úr. Það er ekki nóg með að þetta sveitafólk hafi komið hlu af stað meö því að fmna silfrið og koma því í hendur sérfræöinga. Þetta fólk ætlar sér þá ósvífni að draga fræð- inga fyrir rétt. Einn þeirra sem lengst gengu í fólsunarkenning- unni harmar þaö ef menn vilji tengja málið réttarhöldum. Þetta sé allt fjölmiðlum að kenna sem voru svo ósvífnir að birta skjöl sem voru merkt sem trúnaðarmál. Formaður þjóðminjaráðs kveðst líta það alvarlegum augum ef Þjóð- minjasafniö veröi sótt th saka af einstökum mönnum í þjóðfélaginu. Þjóðminjavörður segir ekki ástæðu til að reka nokkurn mann frá safn- inu. Allt ber þetta að sama brunni. Framkoma Miðhúsafólksins er með eindæmum frá upphafi til enda. Það finnur sjóðinn, neitar að hafa falsað hann og þegar það sannast að silfrið er ósvikiö kórón- ar það skömmina með því að fara í meiðyrðamál. Getur ómenntað alþýðufólk gengið lengra í því að vega að æru og heiöri hámenntaðra sérfræðinga? Dagfari Silf urref ir í hár saman anna bárust út fyrir tilverknað fjölmiðla sem aldrei eru langt und- an þar sem von er um ófrið og deil- ur. Gamanið tók að kárna í minja- gripasölu hjónanna í Miðhúsum. Gestir höfðu uppi glósur og spurðu frá hvaða öld hinir og þessir gripir væru sem þar voru á boðstólum. Innan Þjóöminjasafnsins risu úfar með mönnum. Deilur fræðinga komust á það stig að rætt var um lögreglurannsókn, í þeirri von að takast mætti að koma Miðhúsafóls- urunum undir lás og slá. Það varð úr að breskur sérfræð- ingur var fenginn til að líta á sjóð- inn eftir að hafa fengið þaö vega- nesti að vísast væri um fölsun að ræða. Sá breski rýndi í silfrið nokkra dagparta og taldi að þarna væri ekki allt með felldu en málið þyrfti frekari rannsóknar við. Sú rannsókn var framkvæmd en niö- urstöður ekki birtar strax. Stöö 2 skýrði þessa bið þannig að niöur- stöðurnar væru skelfilegt áfall fyr- ir Þjóðminjasafnið og því þyrftu menn tíma til aö undirbúa vörnina. Svo kemur bara í ljós að sjóðurinn er ekta. Miðhúsahjón tilkynna þá aö þau muni höföa meiðyrðarmál á hendur fræðingum þeim sem sök- uðu þau um fölsun. Tók þá steininn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.