Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995
31
dv_________________Meiming
Leikrit Ibsens
Þaö eru stórtíðindi aö nú hefur birst á íslensku mik-
ið safn leikrita eins frægasta leikskálds heims, Norð-
mannsins Henriks Ibsens. Hann var uppi á árunum
1828-1906. í tveimur þykkum bindum eru hér tólf leik-
rit, það er rúmur helmingur leikverka Ibsens. Nánar
tiltekið eru þetta öll svokölluð samtímaleikrit hans,
en þau birtust á síöasta fjórðungi 19. aldar og hlutu
þegar heimsathygli, umbyltu leikhúslífl í Bretlandi,
m.a. og enn eru þau fastur liður á verkefnaskrám
helstu leikhúsa um heim allan.
Afhjúpun
Þetta eru svokölluð stofuleikrit, mest ber á átökum
fáeinna persóna í stássstofu. Litlu breytir þótt einstök
atriði fari fram utanhúss, eða stofan sé ekki alltaf rík-
mannleg. Hér ber mest á „máttarstólpum þjóðfélags-
ins“, auðborgurum og fjölskyldu þeirra, vinum og
þjónum. Stéttaandstæður eru þó áberandi í leikritun-
um, en alls ekki aðalatriðiö. Átökin snúast mikið um
Bókmenntir
Örn Ólafsson
þessa heims gæði, en einkum er mikilvægt atriði dreg-
ið fram úr fortíö lykilpersóna, í því birtist þá grund-
völlur sambands þeirra. Þessi leikrit snúast fyrst og
fremst um heilindi. Mikilvægasta spurningin er hvort
persóna þori að vera sjálfri sér samkvæm, gegn þrýst-
ingi almenningsálits - sem oft er beinlínis banvænt
afl; og gegn fulltrúum hræsni og fals. En þeir eru eink-
um kirkjunnar menn, kennarar og aðrir siðapostular.
Vissulega hafa áðstæður eitthvað breyst á hundrað
árum, en þetta er sígilt vandamál. Lífslygin er mis-
kunnarlaust afhjúpuð hér, en merkilegt er að sjá í
Villiöndinni hve lífshættuleg shk afhjúpun getur ver-
ið, og bitnar á þeim sem síst skyldi.
List
Leikrit mega helst ekki taka nema 2-3 tíma í flutn-
ingi, og því er svigrúm til persónusköpunar miklu
minna en í skáldsögum. Áhorfendur verða því helst
aö bera kennsl á persónurnar allt frá upphafi. Og það
er aödáanlegt á hvern hátt Ibsen notar tuggur (klisj-
ur) og staðlaðar manngerðir. í Heddu Gabler birtast
þannig „vampýran", kvendið, sem öllu snýr til ills, enn
fremur andstæða hennar, ljóshærð, bláeyg og fórnfús,
einnig góða frænkan roskna. Meðal karlmanna ber
mest á viðutan smámunasömum prófessor og and-
stæðu hans, skapandi anda, sem naumast ræður sér
sjálfur. Andstætt því er svo dómarinn, sem fylgist vel
með, og reiknar út af kulda hvernig hann geti hag-
nýtt sér annað fólk. Sem sjá má er þetta allt margtugg-
ið, en úr því skapar Ibsen magnað listaverk. Það næst
m.a. með táknum, munir sem virðast mættu þýðingar-
litlir í sjálfu sér birta átök persónanna í umbreyttri
mynd. En þau átök þróast í magnaða spennu með afar
markvissri uppbyggingu leikritanna, sem eru mjög
samþjöppuð, aldrei dautt augnablik. Vissulega eru
ekki öll leikritin tólf svo stórkostleg sem þau tvö sem
nú hafa verið nefnd. Vægðarlaus afhjúpun lætur Ibsen
best, en hún byggist á ríkri samúð. Verr fer þegar
Henrik Ibsen.
hann styttir sér leið og er beinlínis uppbyggilegur,
sýnir áhorfendum hvemig þeir eigi að bregðast við
(t.d. í Stoðir samfélagsins, Eyjólfur litli, Frúin við haf-
ið).
Þýðingin
Samanburður (takmarkaður) við frumtexta bendir
til að öllu sé skilað, og á eðlilegri íslensku, yfirleitt á
fremur upphöfnu talmáh, svo sem hæfir fyrrnefndum
þjóðfélagsbroddum. Persónur af öðrum stéttum tala
þá nokkuð á annan hátt, og þessum mismun er vel
skilað í íslensku þýðingunni. Verður hún því að telj-
ast mjög gott verk. Að sjálfsögðu koma þó fyrir álita-
mál, jafnvel ágahar. Ekki er hér rúm til að víkja að
öðru en ofnotkun hjálparsagnarinnar „munu“, svo-
sem: „bráðlega mun aht verða eins og fyrr“ (í stað:
bráðlega verður allt eins og fyrr). Skólabækur um ís-
lenska málfræði segja að framtíð sé mynduð með
„munu“. En þar þröngva þær íslensku máli í stakk
latínu, þar sem framtíð er sérstök beygingarmynd
sagna. I íslensku og öðrum germönskum málum er
framtíð mynduð á margvíslegan hátt, allt eftir því
hvort um er að ræða vilja, löngun, ætlun, skyldu, vissu
eða nauðsyn (með skulu, vilja, ætla og nútíð aðalsagn-
ar). Það er reginhneyksli að kennslubækur í íslensku
skuh vera uppspretta málspjaha. Vissulega hafa þeir
íslendingar sem vildu getað lesið þetta á frummálinu.
En miklu fleiri munu gera það nú, ekki síst vaknandi
unghngar.
Henrik Ibsen:
Leikrit Hl.
Ibsenútgáfan 1995,
Þýðing: Einar Bragi
1120 bls.
Hringiðan
Stjórnin í Laugardalnum
Hljómsveitin Stjómin lék fyrir gesti Fjölskyldugarðs-
ins í Laugardal um helgina þegar Toyotaumboðið bauð
upp á fjölskyldudag þar. Sigríður Beinteinsdóttir
söngkona lék á als oddi eins og venjulega og mátti sjá
á áhorfendum að hljómsveitin er í uppáhaldi hjá mörg-
um, ekki síst ungu kynslóöinni sem söng fullum hálsi.
Gamlir bílar I gömlu umhverfi
Þessi bifreiö hefur sennilega gert sitt gagn á sínum
tíma enda vel komin til ára sinna. Hún var ásamt
fleiri eðalvögnum th sýnis á Árbæjarsafni um helgina
á hinni árlegu eðalvagnasýningu Fornbílaklúbbs ís-
lands. Fjöldi fólks kom til að skoða bílana og ræða
þetta sameiginlega áhugamál, enda margir áhugaverð-
irbílarásýningunni. DV-myndirVSJ
KENWOOD
kraftur, gœði, ending
Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd
ásamt acupunchturmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
HALL
Langholtsvegi 160, sími 568-7702.
I
j
1
:
Stærsti sirkus
Danmerkur
á íslandi
Sýningar
í Laugardal
virka daga kl. 20.
Listamenn frá 8 löndum
sýna listir sínar.
Circus Arena
verður í Reykjavík
til 14. júlí.