Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 Afmæli_____________________________ Til hamingju med afmælið3. júlí ---------------- Bragi Þorsteinsson, QC Vatnsleysu2. Sigurður Jónsson, Mýrargötu 20, Neskaupstað. 85 ára Hulldóra Þorsteinsdóttir, Smáratúni3, Selfossi. Herdís Jónsdóttir, VarmaMíð 2, Hveragerði. Herdís er að heiman á afmælisdag- inn. Una Guðmundsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. 80 ára Kristin Jóhannesdóttir, Vesturvegi 4, Seyðisfirði. 75 ára Steinunn Sveinsdóttir, Varmá 1, Hveragerði. Sigríður Kristjánsdóttir, Sogavegi 178, Reykjavík. Sigriður Álfsdóttir, Hamraborg30, Kópavogi. Sigurður Guðlaugsson, Hamarsstig36, Akureyri. Ástríður Sigurðardóttir, Vallargötu 9, Keflavik. 70ára Ólafur Sigurgeirsson, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Cýrus Ðaneliusson, Skólabraut3, Hellissandi. Jóhanna Þorgeirsdóttir, Njálsgötu 85, Reykjavík. Katrín Maríusdóttir, Vallargötu 24, Keflavík. 60 ára Páll Ólafsson, Túngötu5,Eskifirði. Baldur Sigurðsson, Byggðavegi lOlg, Akureyri. Erla Magnúsdóttir, Víðihlið 5, Reykjavík. 50 ára Stefán Pálsson, Hvassaleiti 36, Reykjavík. Kristín Gísladóttir, Bakkavegi 15, Hrúfsdal. Steinunn Elíasdóttir, Helgafelli 3, Mosfellsbæ. Sigríður Bjarnadóttir, Tjamarbraut 11, Hafnarfirði. Sigurbjörg Sveinsdóttir, Vörðubrún l.Keflavík. Sóiey Benna Guðmundsdóttir, Uröarholti 1, MosfeUsbæ. Jóhanna Árnadóttir, Vallarási4, Reykjavik. 40 ára Elsa Birna Sveinbjörnsdóttir, Lækjarbergi 15, Hafharfírði. Bjarni Ásgeirsson, Klausturhvammi 4, Hafnarfirði. Árni Þór Helgason, Sjávargötu 16, Bessastaðahreppi. Sólveig Gísladóttir, Fannafold 148, Reykiavik. Ásdís Hinriksdóttir, Heiðarseli l, Reykjavík. Benedikt Viggó Högnason, Grundargötu 43, Grundarfirði. Guðmundur Marinósson, Bláhömrum 15, Reykjavík. Bragi Agnarsson, Fiskakvísl 1, Reykjavik. Dröfn Jónsdóttir, Bæjarsíöu 9, Akureyri. Guðrún Júlíana Ingvarsdóttir, Sælingsdalstungu. Hulda Ingibjörg Einarsdóttir, Sigtúni. Guðbjörg Kristín Haraldsdóttir, Brimnesvegi 2, Flateyri. Jón Jónsson, Stekkjarflötum. Sigurður Marteinsson, Rangárseli 4, Reykjavík. Smári Adolfsson, Kvistabergi 17, Hafnarfirði. Ásgeir Þorsteinsson, Viðarrima 42, Reykjavík. Sólveig Thorarensen, Víðíhvammi 7, Kópavogi. f sleifur Tómasson, SkógarhjaUa 5, Kópavogi. H FORVAL Innkaupastofnun Rcykjavíkurborgar, fyrir hönd Hita- veitu Reykjavíkur, áformar að bjóða út einangrun og frágang samskeyta á hlífðarkápum hitaveitupípna. Útboðið verður lokað að undangengnu forvali. Hlífðarkápurnar, sem ganga skal frá, eru plastpípur, PEH 90 mm til 400 mm í þvermál. Gengið er frá sam- skeytunum niðri í skurði eftir að aðrir verktakar hafa lokið við að sjóða saman stálpípur. Vinnusvæðið er á öllu veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Lögð er áhersla á að væntanlegir bjóðendur hafi reynslu af verkinu þar sem gerðar eru miklar og stöðug- ar gæðakröfur. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að bjóð- endur hafi áður unnið sams konar verk og hér um ræðir. Starfsmenn verktaka þurfa að ljúka námskeiðum í einangrun og frágangi samskeyta áður en vinna hefst. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 4. júlí 1995, gegn 5.000 króna skilatryggingu. Forvalsgögnum skal skila á sama stað fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 12. júlí 1995. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - sími 552 58 00 Unnur Guðmunda Vilhj álmsdóttir Unnur Guðmunda Vilhjálmsdóttir, húsmóðir og skrifstofumaður, Vest- urbergi 27, Reykjavík, varð sextug ígær. Starfsferill Unnur Guðmunda fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í austur- bænum. Hún var í Austurbæjar- skólnum, stundaði nám við Gagn- fræðaskólann við Lindargötu og síð- an við Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1952. Unnur Guömunda stundaði versl- unarstörf í Reykjavík á árunum 1952-61 og aftur frá 1977-84 en hefur stundað skrifstofustörf á Borgar- skrifstofunum í Reykjavík frá 1984. Fjölskylda Unnur Guðmunda giftist 20.9.1961 SigurhirtiPálmasyni, f. 29.1.1926, verkfræðingi í Reykjavík. Hann er sonur Pálma Einarssonar, land- námsstjóra í Reykjavík, og Soffiu Sigurhjartardóttur húsmóður. Synir Unnar Guðmundu og Sigur- hjartar eru Vilhjálmur Örn Sigur- hjartarson, f. 16.3.1962, viöskipta- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Auði Arnardóttur lögfræð- ingi; Pálmi Jósef Sigurhjartarson, f. 25.10.1965, tónlistarmaður í Reykjavík, en sambýliskona hans er Helga Kwam tónlistarmaður. Systkini Unnar eru Angantýr, f. 15.9.1938, bakarameistari, búsettur í Kópavogi, kvæntur Ásu Bjarna- dóttur verslunarmanni; Elsa Guð- björg, f. 5.11.1942, fasteignasali í Virginiu í Bandaríkjunum, gift Leifi Péturssyni vélvirkja; Hafsteinn, verslunarmaður á ísafirði, kvæntur Höllu Sigurðardóttur skrifstofu- manni; Guðrún, bankamaður í Hafnarfirði, gift Karli B. Guð- mundssyni rafeindavirkja. Unnur Guðmunda Vilhjálmsdóttir. Foreldrar Unnar: Arngrímur Vil- hjálmsson, f. 15.11.1906, d. 16.8.1984, sjómaður og verkamaður í Reykja- vík, og Aðalbjörg Júlíusdóttir, f. 20.1.1914, húsmóðir. Sóley Benna Guðmundsdóttir Sóley Benna Guðmundsdóttir sjúkraliði, Urðarholti 1, Mosfellsbæ, erfimmtugídag. Starfsferill Sóley Benna fæddist á Akureyri en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk prófum frá Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar, stundaöi nám við Banka- mannaskólann, við Húsmæðraskól- ann á Varmalandi og við Sjúkraliða- skóla íslands. Sóley Benna vann í fimm ár hjá Heildverslun H. Ólafssonar og Bernhöft og í fjögur ár hjá Fram- kvæmdabanka íslands. Þá stundaði hún barnagæslu hjá Reykjavíkur- borg en hefur nú seinni árin einkum stundaö verslunar- og hjúkrunar- störf. Fjölskylda Börn Sóleyjar Bennu eru Guð- mundur Ingi Bergþórsson, f. 1.9. 1968, húsasmíöameistari og nemi við HÍ, búsettur í Reykjavík en sam- býliskona hans er Erla Sigurgeirs- dóttir og á hún einn son; Rósa Guð- rún Bergþórsdóttir, f. 13.6.1971, nemi við HÍ, búsett í Mosfellsbæ. Systir Sóleyjar Bennu eru Fjóla Guðmundsdóttir, f. 2.1.1956, ljós- móðir í Reykjavík, gift Guðmundi Ólafssyni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Sóleyjar Bennu: Guð- mundur Sigurgeirsson, f. 27.11.1921, d. 14.11.1970, lögregluþjónn í Reykjavík, og Rósa Guðrún Stefáns- Sóley Benna Guðmundsdóttir. dóttir, f. 29.12.1924, húsmóðir. Sóley Benna verður stödd í út- löndum á afmælisdaginn. Menning Mitt auga leit tvo annarlega skugga Tónlistarhátíð, sem ber ofangreint heiti, er nú hald- in í Borgarleikhúsinu. Tilefnið er hundrað ára fæðing- arafmæli Paul Hindemiths og hundraö og fimmtiu ára fæðingarafmæli Gabriels Fauré. Hátíðin hófst á fimmtudaginn var með tónleikum þar sem verk beggja höfundanna prýddu efnisskrána en á tónleikum sl. sunnudag voru eingöngu verk eftir Fauré. Ætlunin var að Jón Þorsteinsson tenór myndi syngja nokkur sönglög Faurés en hann forfallaðist og í stað hans söng Þórunn Guðmundsdóttir. Viö flygilinn var Gerrit Schuil. Þórunn kynnti fyrst höfundinn og las síöan íslenska þýðingu textanna. Gerði hún þaö einkar skemmtilega. Tónlist Áskell Másson Fyrsta lagið, sem hún söng, var Au Bord de I’Eau og var það fallega flutt, með öruggri og fylltri röddu og af næmi fyrir innihaldi textans. Síðan komu lögin Aprés un Réve og Nell og þá Les Bercaux. Öll voru þessi lög flutt af öryggi og listrænni tilfinningu. Síð- ustu tvö lögin söng Þórunn aíbragðsvel en það voru Le Secret og Clair de Lune. Gerrit Schuil lék skáldlega á hljóðfærið og fylgdi Þórunni vel eftir. Einhverjar tilraunir voru gerðar með lítillega mögn- un hljómsins í salnum og virðast þær hafa tekist nokk- uð sæmilega, utan að efsta tíðnin hljómar fremur málmkennd og ekki fyllilega sannfærandi. Eftir hlé var fluttur Píanókvintett Faurés, nr. 2 op. 115. Verkið er í fjórum þáttum og þrátt fyrir aö Fauré hafi verið kominn undir áttrætt þegar hann skrifaði það er enginn skortur á krafti, andstæðum og ljóðræn- um línum í því. Flytjendur voru þau Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Guðmundur Krist- mundsson á víólu, Sigurður Halldórsson á selló og Daníel Þorsteinsson á píanó. Þessi kvintett Faurés er sannkölluð eðal-kammer- tónlist, margbrotin og þéttofin og hlaðin þrótti. í öllum fiórum þáttunum hefst strengjavefnaðurinn í víólunni en annað einkenni er geysistórt píanóhlutverkið. Flytj- endur náðu frábærri einbeitingu og léku sem sannfær- andi órofa heild. Á engan er hallað þótt nefndur sé sérstaklega leikur Sigurlaugar i þriðja þættinum en hann var svo tilfinningaríkur og vel fram færður að unun var á aö hlýða. Hópurinn allur náði svo vel sam- an að úr varð eftirminnilegur flutningur á þessu frá- bæra verki Faurés.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.