Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Page 17
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995
17
Hressu krakkarnir, sem hér eru á myndinni ásamt fararstjóra sinum, eru frá Gvatemala.
- Alþjóðlegar sumarbúðir barna á íslandi:
Ellefu ára börn ekki
með áunna fordóma
- segir Gunnar Kr. Sigurjónsson
„Ellefu ára börn eru orðin nógu
gömul til þess að fara að heiman í
fjórar vikur en þau eru samt ekki
komin með áunna fordóma. Yfir-
skrift Alþjóðlegra sumarbúða barna
(CISV) er friður og skilningur og
samtökin eru óháð trúmálum,
stjórnmálum og kynþætti. Dagskráin
er mjög fjölbreytt og við reynum að
skemmta hvert ööru með hefð-
bundnum og óhefðbundnum leikjum
þar sem enginn vinnur og enginn
tapar. Það er gaman að fylgjast með
því hversu íljót börnin eru að kynn-
ast og eftir stuttan tíma eru þau farin
að tala saman á ensku, jafnvel þótt
þau hafi aldrei talað hana áður,“
sagði Gunnar Kr. Sigurjónsson,
stjórnarmaður í Alþjóðlegum sam-
tökum barna, en hér á landi dvelja
nú um 50 manns frá 11 löndum á
vegum samtakanna. Gunnar sagði
fjögur börn koma frá hverju landi
ásamt einum fararstjóra, tveir piltar
og tvær stúlkur, og svo þegar allur
hópurinn sé kominn saman sé hon-
um skipt upp í fjóra hluta þannig a'ð
krakkar frá sama landi séu ekki sam-
an í hópi.
„Þetta er í fimmta skipti sem búð-
irnar eru haldnar hér á landi síöan
1984 en 60 búðir eru haldnar árlega
vítt og breitt um heiminn. Við send-
um íslensk börn til tíu landa og fyrir
hefur komið að við höfum þurft að
hafna umsóknum vegna þess að við
verðum að takmarka okkur við
ákveöinn íjölda. Þá er venjulegast
bara dregið,“ sagði Gunnar. Hann
sagði að nú um helgina hefðu börnin
búið tvö og tvö hjá íslenskum fjöl-
skyldum til þess að fá aö kynnast
íslensku íjölskyldulífi.
„Börnin kynnast mjög vel siðum
og venjum hvers lands. Þau halda
kynningu, koma fram í þjóðbúning-
um landa sinna og syngja og dansa
auk þess sem þau segja frá því merki-
legasta úr menningu þeirra. Um
næstu helgi, á laugardaginn kl. 14,
ætlum viö síðan að hafa opið hús í
Álftanesskóla. Þar syngja börnin og
dansa, klæðast þjóðbúningum og
boðið verður upp á kaffiveitingar.
Nú eru liðnar tvær vikur af dvöl
barnanna á íslandi en þær verða íjór-
ar,“ sagði Gunnar Kr. Sigurjónsson.
-SV
Hluti hópsins sem hér dvelur í Alþjóðlegum sumarbúðum barna.
uv-myna!
Stal 90 þúsund
krónum í Hrísey
„Þetta var mjög rausnarlegur mað-
ur. Hann kom á fimmtudag og borg-
aði fjórar nætur fyrir fram. Aðfara-
nótt fóstudagsins vakti hann upp eig-
andann hér, en hann vinnur á ferj-
unni, og sagðist vera svo kvalinn að
hann þyrfti að komast í land. Hann
var fluttur í land og þar beið leigu-
bíll eftir honum. í ljós kom síðan að
hann hafði brotið upp lása og haft á
brott með sér talsvert fé,“ sagði kona
á veitingahúsinu Brekku í Hrísey við
DV.
Maðurinn var ófundinn þegar DV
hafði samband við lögregluna á Ak-
ureyri en menn telja sig hafa vissu
fyrir því hver þar sé á ferð. Hann
mun hafa stolið um 90 þúsund krón-
um í Brekku og telur lögreglan víst
að hann hafi komið víða við á ferð
sinni um Norðurland síðustu daga.
-sv
Fréttir
Lagning Fljótsdalslínu:
Skipulag ríkisins
lýkur f rumathug-
un í lok ágúst
Skipulag ríkisins mun efna til
kynningar á legu Fljótsdalslínu 1. frá
5. júlí til 10. ágúst næstkomandi.
Lagning línunnar frá fyrirhugaðri
Fljótsdalsvirkjun við Teigsbjarg í
Fljótsdal aö Veggjafelli norðan
Heröubreiðaríjalla, er nú í frumat-
hugun hjá Skipulagi ríkisins og er
úrskurðar skipulagsstjóra að vænta
í síöasta lagi í lok ágúst. Kynningin
mun fara fram hjá Skipulagi ríkis-
ins, skrifstofu Egilsstaðabæjar, skrif-
stofu Skútustaðahrepps, Dalakaífi,
Skjöldólfsstaðaskóla og Jökuldal.
Samkvæmt heimildum í lögum
ráðgerir Landsvirkjun að reisa 210
MW virkjun í Jökulsá í Fljótsdal
vegna áætlaðrar aukningar orku-
markaðar landsins á næstu árum. í
núverandi áætlun Landsvirkjunar
er gert ráð fyrir því að þörf geti orð-
ið fyrir raforku frá virkjuninni um
eða eftir aldamótin, að því gefnu að
rekstur nýs álvers hefjist á Suðvest-
urlandi. Tillaga að legu línunnar frá
virkjuninni að Veggjafelli var aug-
lýst í Lögbirtingablaöinu snemma í
maí.
Að mati Skipulags ríkisins mun
lega línunnar hafa áhrif á útsýni á
ýmsum viðkvæmum stöðum, eink-
um þar sem hún fer yfir vegi. Sjón-
mengun verður mest áberandi í
Norðurdal, þar sem hún fer upp á
brún Teigsbjargs, í Jökuldal. við
Möðrudal og á hluta Öskjuvegar.
Línan mun sjást á stöku stað frá þjóð-
veginum á Jökuldalsheiöi og Mööru-
dalsöræfum. Á hinn bóginn er- taliö
að ekki verði mikil sjónræn áhrif af
linunni á Fljótsdals- og Jökuldals-
heiði. -kaa
Góður aðbúnaðurbarna
Lögreglan á Eskifirði stoppaði í
fyrradag 17 bifreiöar vegna umferð-
arátaks sem Umferðarráð stendur
fyrir um þessar mundir. Bílstjórar
voru látnir svara spurningum og all-
ur aðbúnaður kannaöur. í 99% til-
vika voru notuð belti og ljós og að-
búnaður barna var til fyrirmyndar.
-sv
Datt á bifhjóli
Stúlka datt á bifhjóli á Mýrdals- í Skaftártungur, rann til í lausamöl,
sandi sl. fostudag. Hún var á leið upp dattoghandleggsbrotnaði. -sv
(*
54-490, "stgr
57.358,-
afb.
GSEl'
Þú hefur tæplega séð jafn
skemmtilegan GSM farsíma
og Flare. Hann fæst í 3
litum og vegur aðeins
212 grömm.
Sendistyrkurinn er
2 wött og símanum
fylgir fullkomið
hleðslutæki.
Flare -
meiriháttar sími
MOTOROLA