Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Page 3
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ1995 3 AUKAHLUTIR STAÐGREIÐSLUKJOR 0 - 200.000 kr. 200.000 - 500.000 kr. Allt yfir 500.000 kr. 8% 9% 10% HÚSASMIÐJAN Engin plastkort nauðsynleg. Allir fjölskyldumeðlimir geta - nýtt sér kosti reikningsins. 4% af afslættinum greiðist strax út, afgangurinn er inneign í lok árs. Aukin viðskipti bæta kjör þín. Síðastliðin 10 ár hefur Húsasmiðjan tryggt viðskiptavinum stnum betri kjör með Staðgreiðslureikningi heimilisins Komdu í Húsasmiðjuna og nœldu þér í umsóknareyðublað og við tryggjum þér betri kjör. í kaupbœti er fyrsta flokks þjónusta, rnikið vöruúrval og sterk vörumerki. Úttektarupphæð Afsláttur Fréttir Hænurnar hurfu sporlaust Guðfirmur Fiiuibogason, DV, Hólmavík: 15 hænur hjónanna á Staö í Stein- grímsfirði hurfu á meöan fjölskyldan dvaldi vikutíma í sumarhúsi og hefur ekki sést af þeim svo mikið sem ein íjöður. Sonur þeirra, sem var í vinnu utan heimilis, tók eftir því á þriðja kvöldi að óvenju fáar þeirra skiluðu sér til kvöldverðar. Ólíklegt er talið að þær hafi saknað svo mikið húsbænda sinna að það hafi orðið til þess að þær flúðu að heiman. Marta Sigvaldadóttir bóndi segir ekki líklegt að minkur eigi hér sök, hann sé ekki vanur að leifa þar sem hann komist í hænsnahóp. Helst er hallast aö því að flugvargur hafi ver- ið á ferðinni en hann hefur ekkert látið sjá sig síðan íjölskyldan kom heim. Eru þó 6 hænur eftir sem dug- að gætu honum í nokkrar máltíðir. Laugardalslaugin: Skápurinn tæmdur Dönsk kona sem baðaði sig í Laug- ardalslauginni varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að þegar hún ætlaði að ganga að eigum sínum í fataskápi voru þær horfnar: föt, gleraugu, veski, og hún kom að skápnum læstum. Einhver virðist því hafa fengið lykil sem passaði að skáp hennar. -sv Meðalaldur bænda 51 ár Um fjögur þúsund bændur lands- ins eru aö meðaltali 51 árs gamlir. Þetta er meðal þess fróðleiks sem má lesa í Hagtölum landbúnaðarins fyrir árið 1995. Fjöldi jarða á síðasta ári var 3.777 og ábúendur voru ná- kvæmlega 4.121 talsins. Samkvæmt Hagtölunum eru bændur yngstir í Eyjafirði og Vest- ur-Húnaþingi. Þar er meðalaldurinn 49 ár. Elstu bændurnir eru í Gull- bringu- og Kjósarsýslu með meðal- aldurinn 58 ár. -bjb radiomidun. Grandagarði 9 • Sími 511 1010 Borgarstjóra stefnt fyrir héraðsdóm vegna hundamáls: Borgairáð sakað um að brjóta stjórnsýslulög - Runólfur Oddsson krefst ógildingar og skaðabóta Runólfur Oddsson hefur stefnt Ingi- björgu Sólrúnu Gisladóttur borgar- stjóra fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna afturköllunar borgarráðs á leyfi Runólfs til hundahalds þann 18. október 1994 og þeirri ákvörðun borgarráðs að leyfissviptingin komi til framkvæmda 1. júní 1995. Runólf- ur krefst þess að þessi ákvörðun verði ógilt og hann fái greiddar skaðabætur. Runólfur Oddsson var sviptur leyf- inu vegna skriflegrar kvörtunar íbú- anna að Álakvísl 128,130,132 og 136 til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. í mótmælabréfinu kemur fram að kæran sé vegna hundaskíts á sam- eiginlegri lóð og einkalóð og af hund- inum stafi hætta. Þá kom einnig fram að hundeigandinn hefði veriö ósam- vinnuþýður við aðra íbúa hússins. I stefnu Runólfs kemur fram að borgarráð er sakað um að hafa brot- ið stjórnsýslulög þar sem hann hafi ekki átt kost á að tjá sig um málið áður en ákvörðunin var tekin. Stefna Runólfs er studd sönnunar- gögnum sem eru alls 31. Meðal þeirra er grein í DV þar sem vitnað er í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra. Steingrímur Þormóðsson hdl. rek- urmáliðfyrirhöndRunóIfs. -rt siman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.