Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Side 4
4 MÁNUDAGUR 31. JÚLf 1995 Fréttir Ferðamenn í vandræðum í hvassviðrinu í gær: Aldrei kynnst slíku veðri - sagði bandarískur hjólreiðamaður sem kom til landsins 1 gær „Ég hef aldrei kynnst slíku veðri, snörpum vindhviðum og logni inn á milli,“ sagði Peter Finn, hjólaferða- langur frá Bandaríkjunum, sem var að basla við að koma'upp tjaldi sínu í sviptivindunum í gær á tjaldsvæð- inu í Laugardal þegar blaðamann og ljósmyndara DV bar að garði. Fjöl- margir útlendingar voru að baksa við að festa betur tjöld sín í veður- hamnum sem geisaði í gær. „Ég kom til íslands í dag með hjól- iö mitt meðferðis og hjólaði frá Kefla- víkurflugvelli og til Reykjavíkur. Það var vægast sagt erfitt í rokinu og í verstu vindhviðunum fauk ég marg- sinnis út af Reykjanesbrautinni. Ég verð hérna á íslandi í 18 daga og mér líst ekki á blikuna ef veðrið verður eitthvað í líkingu við þetta. Mér er sagt að vindar geti verið ansi hvassir uppi á hálendinu hér á íslandi en ég hafði einmitt ætlað mér aö hjóla upp á hálendið á stuttri dvöl minni hérlendis. Ef veðrið er svona slæmt í Reykjavík, hlýtur það að vera miklu verra inni í landi,“ sagöi Peter. Hann varð samt miklu rólegri þegar blaðamaður fræddi hann um að veður sem þetta heyrði fremur til undantekninga en reglu. Nokkrir af þeim útlendingum sem blaöamaður ræddi við virtust þó alls ekki neitt uppnæmir yfir veðrinu. Antonio Boiifiglio frá Sikiley, einn tjaldbúanna í Laugardal virtist hæst- ánægður með veðrið. „Það er nóg af sól og góðu veðri á Sikiley og því er ég bara feginn ef ég get fengiö ein- hvern kulda og smávegis rok skaðar mig ekki,“ sagöi Antonio og var hinn hressasti. -ÍS Peter Finn, sem kom i gær til landsins frá Bandarikjunum, hjólaði í hávaðaroki frá Ketlavíkurflugvelli ur og sviptivindarnir feyktu honum margsinnis út af Reykjanesbrautinni. til Reykjavik- DV-mynd JAK Vandræði hjá Emerald Air: Ekkert uppgjafarhljóð í okkur - segir Karl Sigurhjartarson sem segir vandamálin tímabundin „Viö erum búnir aö búa við það frá upphafi flugs í ár að þurfa að vera með skammtímalausnir á fluginu," sagði Karl Sigurhjartarson, fulltrúi hjá Emerald Air, í samtali við DV. Á fostudaginn varð rúmlega fjögurra tíma seinkun á flugi félagsins þegar flugfélagið var að leita að vél til leigu í bókað flug sitt. Á endanum fékkst leigð Fokker-vél hjá Flugleiðum sem flaug með hópinn til írlands. í fram- haldinu hafa verið uppi getgátur um slæma stöðu Emerald Air, sérstak- lega í ljósi þess að tvær íslenskar ferðaskrifstofur kusu að hætta við- skiptum sínum við félagiö. „Það er ekkert uppgjafarhljóð í okkur hjá Emerald Áir þó að við höfum verið í vandræðum með flug fram að þessu. Vandræðin eru til komin vegna þess að Emerald Air gerði í fyrra mjög hagstæðan samn- ing við breska fyrirtækið European Aviation um leigu á flugvél. En síðan gerist það að markaðsverð á leigu á vél þeirra hækkar mjög og þeir ákváðu að rifta samningnum og stungu af úr samstarfmu. European Aviation er að sjálfsögðu stórlega skaðabótaskylt vegna þessa samn- ingsrofs og hefur þegar borgað tölu- vert í bætur. Þessi ákvörðun gerði það að verk- um að í byijun júní stóðum við frammi fyrir því að fara að fljúga hingað til íslands, hafandi enga vél. Við fundum vél í Frakklandi, Boeing 737-200, og gerðum samning um leigu á henni og búist var við því að hún yrði tilbúin til notkunar í byrjun júlí í ár. En afhending hennar hefur dregist endalaust. Við erum þegar búnir að láta þjálfa allar áhafnir í hana og vélin er komin til Bretlands. Við bíðum nú einungis eftir stimpli frá breskum flugmálayfirvöldum að hún megi fljúga. Ég vonast eftir því að hún verði komin hingað á þriðju- dag og ég þori að veðja ansi miklu um það að hún verði komin í gagnið í síðasta lagi fóstudaginn 4. ágúst. Þá verður málum loks kippt í lag hjá okkur,“ sagði Karl. -ÍS FáskrúðsQörður: Þjóðverji velti bílsínum Þjóðveiji velti jeppabifreið inn- an við Kleif nálægt Fáskrúðsfirði í gærdag. Lítils háttar meiðsl urðu á fólki en bíllinn var mjög illa farinn, Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í beygju þar sem var nokkur lausamöl. Fólkið var flutt á heilsugæslustöðina á Eg- ilsstöðum. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðsflrði er Þjóðveijinn fjórði útlendingurinn á tveimur vikum sem veltir bíl sínum í umdæmi hennar. Verslunarmannahelgin: Fíkniefnagæsla á útihátíðum Tvö sýslumannsembætti, í Vík og Vestmannaeyjum, hafa óskaö eftir við lögreglustjórann í Reykjavík að fá fikniefnagæslu á útihátiðunum sem verða um næstu helgi í umdæmum þeirra. Ákveðið hefur veriö að verða viö þeirri ósk og mun því fíkniefna- deild lögreglunnar verða að störf- um á þessum stöðum. Að sögn Björns Halldórssonar, yfírmanns fíkniefnadeildarinnar, verður fylgst með öllum þeim stöðum þar sem einhveijir hópar verða um næstu helgi, eins og tíðkast hefur árum saman um verslunar- mannahelgi. I dag mælir Dagfari Myndin af Bjarna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur gegnt borgarstjórastöðu sinni í rúmlega eitt ár. Ingibjörg hefur komist klakklaust frá flestum mál- um og sjálfstæðismennirnir í minnihluta borgarstjórnar hafa átt í mestu erfiðleikum með aö finna á henni höggstað. Hún hefur kom- ist upp með holræsaskatt og mannaráðningar og henni hefur jafnvel tekist að klína allri skulda- súpunni hjá borginni á fyrrverandi meirihluta. Sjálfstæðismennirnir hafa reynt að malda í móinn og Árni Sigfússon hótaði um tíma að reka alla þá sem Ingibjörg ræður til starfa hjá borg- inni en hefur dregið í land með þá hótun sína þegar almenningur fór að hneykslast á hótuninni, sem Árni sagði að hefði ekki verið hót- un, heldur misskilin hótun, af þvi hann hefði ekki verið að mótmæla ráðningunum heldur aðferðunum sem voru notaðar í ráðningamar. Þannig fór um sjóferð þá og Ingi- björg hefur staðið með pálmann í höndunum og menn hafa beöið eft- ir að hún gerði mistök sem hefðu almennilega og alvarlega pólitíska þýðingu. Og svo kom að því. Borgarstjór- inn hefur geflö fyrirmæli um aö breyta húsakynnum í Höfða og al- varlegasta framkvæmdin og sú sem mun hafa mestu pólitísku af- leiðingarnar er að búið er að taka niður málverkið af dr. Bjarna Benediktssyni. Málverkið af Bjarna hékk uppi á vegg í sama herbergi og þeir Reagan og Gorb- atsjov sátu í þegar heimurinn fylgdist með hurðarhúninum á því herbergi, sællar minningar. JVIagnús Óskarsson, fyrrum borg- arlögmaður og varaborgarstjóri í tíð Davíðs Oddssonar, hefur lýst því hvemig hann fékk æðstu valda- menn veraldar til að skilja þýöingu þess aö málverkið af Bjarna Bene- diktssyni héngi á veggnum aftan við Ronald Reagan, þar sem Bjarni gat horft yfir öxl hans og fylgst með fundinum. Staðsetningin var sem sagt þaulhugsuð strategía af hálfu borgarlögmanns, enda þessum tveim þjóðarleiðtogum ekki treyst- andi fyrir fundahaldi nema andi dr. Bjarna svifi þar yfir vötnunum. Nú er þessum fundi löngu lokiö og þeir Reagan og Gorbi sestir báð- ir í helgan stein en Höfði er enn á sínum stað og málverkiö af Bjarna hefur áfram verið á sínum stað og nú hefur Ingibjörg drýgt þá synd að láta taka niður þetta sama mál- Í5íxv»1»- Hrt-a a mywF umnvern íeiotoga- fundarins breytt ywtiw HÍN myná tcm %-nt út Idðtoítafuudlaum I októWr 'tML Máh-frkið Hjnms öeacdMii.>uí *r i fyrtr amíi vn M Mur n6 vcrtó Hm- ÍÍPgt ítf Hðfðímt{ «!U t ifHjvníÍM, Andt lujdm l>er ,-rfláte verk. Henni verður margt fyrirgefið í stjóm borgarinnar, en aldrei, aldr- ei mun minnihlutinn í borgarstjórn sætta sig við þá lítilsvirðingu sem Ingibjörg sýnir minningu dr. Bjarna. Hvað þá borgarbúar al- mennt, sem vilja að málverkið verði á sínum stað og eru arfareið- ir út í borgarstjórann fyrir þessa smekkleysu. í fyrstu mátti ætla að þetta hefði verið gert í hugsunarleysi, en nú hefur komið á daginn að Ingibjörg tekur málverkið niður af pólitísk- um ástæðum, af því að henni er illa viö sjálfstæðismenn, lífs og liðna, og sennilega líka illa við Bjarna Benediktsson, þótt hann hafi aldrei gert henni neitt svo vit- að sé. Ef Ingibjörg sér ekki að sér og hengir málverkið aftur upp á sinn stað, segir Dagfara svo hugur um að hér sé risið það mál sem hæst mun bera í næstu kosningabaráttu. Ingibjörg má lemja á Árna Sigfús- syni og minnihlutanum. Hún má kýta við alla núlifandi sjálfstæðis- menn eins og henni lystir. En hún skal ekki komast upp með það að taka málverkið af Bjarna Bene- diktssyni niður af veggnum, þar sem dr. Bjarni gat fylgst með fund- inum hjá Reagan og Gorba, enda er hann brátt einn til frásagnar af því hvað þar fór fram. Þetta mál- verk skal á vegginn aftur, jafnvel þótt nýjar kosningar þurfi til. Reykvískir kjósendur munu standa með sínu málverki og sínum manni og sínum vegg í Höfða og ekki má gleyma því að Ronald Reagan er enn á lífi og mun geta blandaö sér í þessa hörðu deilu og vitna um hversu góð áhrif það hafði á hann að hafa dr. Bjarna að baki sér. Ingibjörg borgarstjóri mun fá til tevatnsins ef hún setur ekki mál- verkið á sinn stað. Pólitík er ekki pólitík nema málverkin séu höfð á þeim stað sem sjálfstæðismenn hafa ákveðið að þau verði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.