Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Síða 13
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1995 13 Fréttir Quebec Prince Edwards-eyja New Brunswick, höfuöstöövar-. Irving Oil ° Halifax 28" LITASJÓNVARP * Hagœða Surround Nicam-Stereo! • Nicam Stereo Surround-hljómgæði • íslenskt textavarp • Super Planar myndlampi • og margt fleira... ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 69.800 STGR. SlÓNVARPSlVIIÐSTÖÐIN SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 568 9090 Náttúruvænn stubbastokkur - fátt leiðinlegra en sígarettustubbar um allt ÁTVR lét hanna stokk sem ætlaður er undir vindlingastubba og tyggi- gúmmí. Stokkurinn er úr plasti og hefur verið framleiddur í nokkrum litum. Hann er á stærð við ópalpakka og er opnaður að ofan með því að draga frá lok sem á honum er.'Við opið er lítil stálfjöður sem hægt er að nota til að drepa í vindlingum. Vindlingastubbnum er síðan stungið í stokkinn. Fátt er leiöinlegra en vindlingastubbar og tyggjóklessur á víð og dreif þegar gengið er um nátt- úru íslands og því er stokkurinn til- valinn til þess að taka við því arna. ÁTVR bauð Æskulýðssambandi íslands að koma stokknum á mark- að. Honum var dreift í tilraunaskyni á síðasta ári við mjög góðar undir- tektir. íslandsbanki og Olíuverslun íslands gerðust styrktaraðilar átaks- ins og verður honum dreift hjá þeim og hjá langferðabílastöðvum um land aUt. Stokkurinn er íslensk hönnun og var framleiddur hjá Sigurplasti í Mosfellsbæ. -SV Oliuskip sem var í eigu Irving Oil: Lyft af hafsbotni vegna PCB-mengunar - kanadísk stjómvöld borga brúsann Á næstu vikum verður farið í það að lyfta upp af hafsbotni í Saint Lawrence-flóa við Kanada olíuskipi sem var í eigu Irving Oil. Skipið, sem nefnist Hvalurinn, sökk í fárviðri í september árið 1970 við eyjuna Prince Edward. Um borð voru um 3 þúsund tonn af hráolíu, þar af láku um 200 tonn út í umhverflð. Tæplega 3 þúsund tonn af olíu eru því enn í tönkum skipsins. PCB-mengun hefur komið í ljós frá skipinu og hafa um- hverfisverndarsinnar gagnrýnt stjómvöld og ekki síst Irving Oil mjög harðlega fyrir sinnuleysi. Irving Oil hefur ekki viljað fjár- magna björgun skipsins frá hafs- botni þar sem það hafl sokkið á al- þjóðlegu hafsvæði, utan lögsögu Kanada. Fyrir nokkrum árum komst svæðið undir yfirráð Kanadamanna og nú eru það stjórnvöld sem ætla að verja 600 milljónum króna í verk- efnið. Reyndar em ekki allir á eitt sáttir um björgun skipsins því hún er talin stórvarasöm vegna mengaðr- ar olíu í skipinu. Ef tekst að lyfta skipinu upp í heilu lagi verður það dregið til Halifax og olíunni dælt þar út. Þegar skipið sökk norður af Prince Edwards-eyju olli það töiuverðri umhverfismengun þótt ekki hefðu lekið „nema“ 200 tonn út sem dreifð- ust um 400 ferkílómetra svæði. K.C. Irving, faðir Arthurs Irving og afi þeirra Kenneths og Arthurs yngri, sem nú eru aðalstjórnendur Irving Oil, hélt því fram eftir að skip- ið sökk að engin hætta stafaði af þeirri olíu sem ekki lak út, hún myndi á endanum frjósa í tönkunum á hafsbotni. í kanadískum dagblöðum kemur fram að Irving Oil hafi sætt mikilli gagnrýni fyrir sinnuleysi vegna skipsins. Þess var krafist að félagið kostaði sjálft björgun skipsins en Ir- vingarnir harðneituðu, skipið hefði farist á alþjóðlegu hafsvæði og ábyrgðin væri ekki þeirra heldur kanadískra stjórnvölda. í blöðunum kemur jafnframt fram að Irving- ættarveldið hafi haft stjórnmála- menn „í vasanum“ og því hefði ekk- ert gerst í björgun skipsins fyrr en nú, 25 árum eftir að það sökk. Nú hafa umhverfisráðherra Kanada, Sheila Copps, og Brian Tobin sjávar- útvegsráðherra beitt sér í málinu þar sem þau telja lífríki og fiskimið í Saint Lawrence-flóa í hættu vegna skipsins: -bjb ^q....... ..h.. Hér sökk olíuskip Irving Oil I fárviðri í september 1970 Labrador haf KÆRKOMIN NÝJUNC A DISKINN ÞINN ' FLOKKS NORÐLENSK STA N ÁTTÚ RUAFURD I FYRIRRÚMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.