Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1995 Skrifstofuhúsnæði Til leigu húsnæði á besta stað í Múlahverfi. Húsnæðið er ca 50 m2 brúttó og skiptist niður í tvö góð herbergi. í húsinu eru verkfræðistofur, hugbúnaðarfyrirtæki og þ.h. starfsemi. Boðið er upp á aðgang að Ijósritun, faxi og jafn- vel kaffistofu. Upplýsingar í síma 568-7317 á skrifstofutíma. KENWOOD kraftur.; gœði, ending m lom a u nrr? 9 0 4 * 1 7 0 0 kr. 39.90 min. Don't.lose contact with the world. Call 904-1700 and hear the latest in world news in English or Danish. m WtlSum 904*1700 Lokað __ í dag Útsalan hefst á morgun, kl. 7.00 Toppskórinn Veltusundi v/Ingólfstorg Menning Verk eftir Friederike Feldmann. Umferðarniður og yf irborð -íNýlistasafninu Ólíkar sýningar hafa löngum rúmast innan veggja Nýlistasafnsins án þess aö þær taki athygli hver frá annarri. Svo er einnig nú. Um helgina voru opnaöar sýningar fimm ólíkra listamanna í sölum safnsins og hefur hver um sig það nauðsynlega næöi sem þarf til að heildin njóti sín. í anddyri blasa við augum máluð míníteppi Friedrike Feldmanns. Hér er um að ræða átta gróft og þykkt málaðar smækkaðar eftirlíkingar persneskra mynstra í teppum. Því til staðfestingar nefnir Friedrike sýningu sína „Perser". Grófleiki verkanna er í skemmtilegri Myndlist Verk eftir Gunillu Bandolin. Ólafur J. Engilbertsson andstöðu við smæð þeirra og þó svo að mynstrin renni út í úfið haf yfirborðsins í návígi virka þau samt sem áður sannfærandi í fjarlægð. Frágang verkanna hefði þó mátt vanda betur til að heildarmyndin yrði skilvirk- ari og hefði afmörkuð svæðalýsing þar haft mikið að segja. Vannýttir útfærslumöguleikar í gryfju gefur að líta innsýn í borgarinnsetningu þeirra Franks Reitenspiess og Markusar Strieders. Þeir hafa komið fyrir skýlum með hljóðupptöku- og sendibúnaði undir þremur umferðarbrúm í Reykjavík og tengt búnaðinn við þijú símtæki sem eru í gryfju Nýhstasafnsins. Þegar gesturinn lyftir tólinu heyrir hann þann umferðarnið sem er við eina hina tilteknu brúa á sama augnabliki og tólið er tekið upp. Þessi hugmynd um tengingu við heim borgarinnar utan dyra er góðra gjalda verð, en það hefur verið talsvert um slík verk á alþjóðlegum sýningum síðustu árin. Þar er oft um að ræða tengingar landa á milh, ýmist meö tilstyrk tækninnar eða með sýnishornaskiptum af jarðvegi o.fl. Hér er hins vegar eins og listamennirn- ir hafi hætt að þróa hugmynd sína í miðju kafi. Hug- myndin gefur marga útfærslumöguleika í Nýhstasafn- inu, eins og t.d. að hafa yfirhtsmynd frá hinni tilteknu brú eða beina myndbandsupptöku. Eða hreinlega að setja bíl inn í gryfjuna og láta niðinn heyrast í far- síma! En hér er ekki sótt nógu djarflega fram í fram- kvæmdinni og því nær uppsetningin ekki þeirri skil- virkni sem hún hefur annars burði til aö ná. Sköpun og hverfulleikl Á palli og í Súm-sal sýnir Gunilla Bandohn verk sem að hennar eigin sögn fjalla um mannlega þörf, „um sköpunina og það að gera efnið undirgefið forminu". Gunilla leggur áherslu á að hún sé ekki að fjalla um handverk með verkum sínum, heldur hina frumstæðu þörf að setja mark sitt á umheiminn. Á pallinum eru sýndar htskyggnur af umhverfisverki hennar við Norræna húsið á sýningunni Norrænir brunnar. Það verk hefur vakið nokkra eftirtekt og byggist á hring- formun túnþaka sem mynda skál í túnið. Verk Gun- ihu í Súm-sal byggjast einnig á hringforminu. Þar er um að ræða fimm gifssteypta hringi á veggjum sem hafa formast af móti sem er fest í miöpunkt hringj- anna. Á gólfi er svo sjötti og stærsti hringurinn sem er einungis formaður úr mótatimbri. Hér er um að ræða kraftmikla og útsjónarsama sýningu þar sem sköpunin er vissulega rauður þráður. Loks má benda á að í setustofu Nýhstasafnsins sýn- ir um þessar mundir Harpa Ámadóttir þrjú gegnsæ verk unnin úr plexigleri og fleiri efnum sem byggjast á flögnun og „sem er okkur eitt órækasta vitniö um hverfulleik allra hluta“, líkt og Eyjólfur Kjalar Emils- son bendir á í sýningarskrá. Verk Hörpu koma þeirri hugmynd til skila, en litlu þess utan. Sýningamar í Nýhstasafninu standa til 13. ágúst. Glæsileg veisla Fjöldi samstarfsfólks, vina og vandamanna kom saman að heimili þeirra Rósu Guðbjartsdóttur fréttakonu og Jónas- ar Sigurgeirssonar þegar þau giftu sig á laugardaginn. Þau slógu upp glæsilegu veislutjaldi í garðinum við heimili sitt á Kirkjuvegi í Hafnarfirði og eins og sjá má nutu gestir gestrisni þeirra hjóna til fullnustu í rómantísku umhverfi ásamtglæsilegmnveitingum. DV-myndVSJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.