Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Side 36
 SIMATORG DV 904 1700 FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN AUGLVSINOAP ASKRiFT - OREiFING. 563*2700 BLAÐAAFGREIBSLA OG ÁSKRtFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLADA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGARDAGS 0G MÁNUDAGSMORGNA Höfn, Homafirði: Réðst á konu og skallaði Maður réðst á konu þar sem hún var að ganga heim af skemmtistað á Höfn í Hornaflrði aðfaranótt laugar- dagsins og skallaði hana illa með þeim afleiðingum að hún þurfti aö leita lækningar. Saumuð voru sex spor í augabrúnir konunnar. Árásin var gjörsamlega tilefnislaus. Konan var á heimleið ásamt sam- býlismanni sínum þegar maður veitti þeim eftirför. Til einhverra orða- hnippinga kom sem enduðu þannig að maðurinn réðst á konuna. Hún hefur nú kært manninn og vinnur lögreglan á Höfn aö rannsókn máls- ins. Þá slasaðist maður nokkuð þegar hann réðst á spegil, braut hann og hlaut sár. Var hann fluttur á slysa- deild til aðhlynningar. Ekki kunni lögreglan skýringar á háttalagi mannsins en eflaust hefur honum ekki líkað spegilmynd sín. Umferðin stöðvaðist í tvo tíma í Hvalfirði - kona festist í bílflaki Kona slasaðist illa í mjög hörðum árekstri þriggja bifreiða í Hvalfirðin- um á sjöunda tímanum í gær. Tækja- bílar frá Reykjavík og Akranesi komu á staðinn til að klippa konuna úr bílnum og þurfti nánast að fjar- lægja aðra hliðina úr bíl hennar. Hún mun þó ekki lífshættulega slösuð. Mildi þykir að ekki hafi fleiri slasast en íjórtán manns voru í bílunum. Allir voru þó fluttir á slysadeild Borgarspítalans. Að sögn lögreglu er ekki fyllilega ljóst hvernig áreksturinn átti sér stað en jeppabifreið sem var á leið norður mætti öðrum fólksbílnum í beygju austan við olíustöðina í Hvalfirði og rákust þeir saman. Jeppinn snérist á götunni og í veg fyrir annan bíl sem kom á eftir fólksbílnum og lenti í honum miðjum. Það var í þeim bíl sem konan, sem var ökumaður, slas- aðist. \ Þrír sjúkrabílar komu á staðinn auk tækjabíla og lögreglu og stöðvað- ist umferð, sem var allmikil, um Hvalfjörð í um tvo tíma vegna þess. Að sögn lögreglunnar voru sumir bílstjórar orðnir talsvert pirraðir að komast ekki leiðar sinnar. Mjög mik- il umferð hefur verið um Hvalfjörð og sagði lögreglan að það væri hrika- legur glannaakstur á ökumönnum. Hann vildi þó ekki segja að það hafi átt við með þá bíla sem lentu í árekstrinum. Gæti upplýst mörg innbrot - imbrotsþjóforinn í gæsluvarðhald til 17. ágúst Þýfi, hundraða þúsunda króna virði, fannst á heimUi þekkts af- brotamanns nánast fyrir tiMljun á laugardag. Lögreglumenn voru að sinna öðru erindi í nærliggjandi húsi í vesturbænum. Þeir sáu þar hvar útidyr stóðu upp á gátt og Utu inn. Þar blöstu þá við þeim margir Wutir sem ætla mætti að tengdust innbrotum. í samtali við húsráð- anda kom það á daginn. Meðal þess sem við blasti voru aUmargar tölvur, geisladiskar, hijómflutningstæki, bíltæki, bor- vélar og alls kyns dót sem tengist innbrotum undanfarhma vikna og mánaða. RLR fékk máhð tii rannsóknar og var maðurinn dæmdur í gæslu- varðhald til 17. ágúst meðan sú rannsókn fer frarn. Að sögn lög- reglu er óskandi að þar upplýsist mörg þeirra innbrotsmála sem ver- ið hafa í rannsókn hjá RLR undan- farið. Oft hefur það gerst að mönnum sem teknir eru fyrir þjófnað er sleppt um leið og þeir hafa játað glæpinn og þá geta þeir haldið áfram fyrri iðju. Margir munu leika á kerflð þannig að best sé að játa um leið og þar með séu þeir sloppnir. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á dómskerfið vegna þess að langur tími líður frá því menn sleppa þar til þeir eru dæmd- ir. Að sögn lögreglu, sem DV ræddi við, væri best að maðurinn fengi dóm strax að loknu gæsluvarð- haldinu þannig að hann færi ekki strax út í þjóðfélagið á nýjan leik til að halda áfram innbrotum. Umferð stöðvaðst í tvo tíma i Hvalfirði í gær vegna áreksturs þriggja bíla. Fjórtán voru í bílunum og þykir mildi að ekkifór verr. DV-myndJAK LOKI Þeir eru bráðþroska, kaupa- mennirnir! Veðriðámorgun: Skúrir um landið vestanvert Á morgun er gert ráö fyrir suð- vestan- og vestanátt. Sums staðar verður strekkingur vestan til á landinu. Skúrir verða um landið suðvestan- og vestanvert en bjart veður lengst af norðaustan- og austanlands. Hitinn verður mest- ur á því svæði eða 16 til 18 stig. Á suðvesturhorninu verður 11 til 13 stiga hiti. Veðrið í dag er á bls. 45. Tólfárastrauk: Tók gamla og ók áleiðis til Reykjavíkur Tólf árá ökumaður á gömlum núm- erslausum Rússajeppa reyndi að komast undan lögreglunni á Blöndu- ósi á nokkurri ferð um hádegið á laugardag. Drengurinn hafði verið í sveit á nálægum sveitabæ og var far- ið að leiðast sveitastörfin og líklegast með mikla heimþrá því hann ætlaði ekki að láta lögregluna ná sér. Eftir nokkra eftirför náði lögreglan að stöðva bílinn en þá hljóp sá stutti á fullum krafti yflr móa og mýrar áður en yfivaldinu tókst að hafa hendur í hári hans. Stráksi, sem er búsettur í Reykja- vík, hafði hugsað sér að komast heim til sín. Að sögn lögreglu var merki- legt hversu seigur sá stutti var í akstrinum en heppinn að hafa slopp- ið svo vel því þetta var mikill glæfra- akstur. Strákurinn hafði vafalaust fengið einhverja reynslu af akstri dráttarvéla í sveitinni og taldi sig fullnuma í ökufræðunum. Hann reynir þó tæpast að strjúka úr sveit- inni aftur akandi. ísafjörður: Maðurbeif mann Maður réðst á annan mann og beit hann illa í fingur á dansleik á ísafirði aðfaranótt laugardagsins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Önnur slagsmál brutust út á sama balli því maður var sleginn illa í andlit. Hann var einnig fluttur á slysadeild, blóðugur og með lausar tennur. Hvorugt fórn- arlambið hafði þó lagt fram kæru í málinu til lögreglunnar. Sautján ung- menni í gæslu lögreglunnar Um tvö þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laug- ardagsins og voru sautján unglingar undir sextán ára aldri færðir í at- hvarf lögreglunnar. Hringt var heim til foreldra þeirra og beðið um að unglingarnir yrðu sóttir. Þá var allmiklu magni af áfengi hellt niður sem tekið var af fólki undir tvítugu. Að sögn lögreglu kemur þó einnig fyrir að tekið sé áfengi af eldra fólki ef það veifar flöskunum á almanna- færi. Aðfaranótt sunnudagsins voru á milli tvö og þrjú þúsund manns í miðbænum eftir að börum var lokað. Ertu búinn að panta? P 4 P dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIÐIR Innanlandssimi 5050 200 K I N G L@TT* alltaf á Miövikudögriin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.