Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Síða 5
ÞRIÐJUÐAGUR 12. SEPTEMBER 1995 5 dv Fréttir Helgi Sigurðsson, bóndi á Súluholti í Villingaholtshreppi, hefur leyft fyrirtaekjum og einstaklingum að keyra án endurgjalds gömul dekk, felgur og annað drasl á urðunarstað í námum í landi Súluholts í trássi við heilbrigðiseftirlitið á Suðurlandi og blasir ófögnuðurinn við vegfarendum. Ruslið ætlar Helgi að nota til uppfyllingar undir beitiland eða tún og segist hann keyra reglulega jarðveg ofan á ruslið. DV-mynd GVA Fyrirtæki og einstaklingar keyra rusl til urðunar fyrir austan flall: Ryðgað járn og dekk notuð undir beitiland - biðjum bondann að fjarlægja ruslið, segir heilbrigðisfulltrúinn á Suðurlandi „Ég fer reglulega á þetta með trakt- orsgröfu, keyri möl og jarðveg ofan á ruslið og fylli upp í eins og gert er á öðrum ruslahaugum. Ég hef leyft þremur til fjórum aðilum, fyrirtækj- um og einstaklingum, að koma með rusl en ekki tekið greiðslu. Þetta er aðallega til að fylla upp í gryfju sem möl hefur verið tekin úr. Þetta verð- ur sléttað út og sáð í jarðveginn. Þessi staður verður svo bara beitiland eða tún eða hvað sem vera skal. Jarðveg- urinn ofan á þessu verður það þykk- ur að það skiptir engu máh,“ segir Helgi Sigurðsson, bóndi á Súluholti í Villingaholtshreppi. Undanfarin ár hafa bændur í Súlu- holti leyft Vegagerðinni og fleiri aðil- um að taka möl úr námum í landi Súluholts og hafa nú komið upp urð- unarstað fyrir fyrirtæki og einstakl- inga, til dæmis af höfuðborgarsvæð- inu, í djúpum gryfjum. Þegar keyrt er fram hjá Súluholti má sjá ónýta hjólbarða, ryðgaðar felgur, gaddavír, spýtnarusl og annað drasl og blasir ófógnuðurinn við vegfarendum. Helgi segist ekki hafa fengið leyfi fyrir urðuninni frá heilbrigðiseftir- litinu á Suðurlandi enda sé langt síð- an byijað var að fylla gryfjumar. „Að hluta til er hægt að fylla upp í gryfjumar með mold en þaö er ágætt aö hafa svona dót þar sem dýpst er. Þetta er búið að vera svona í mörg ár en gengið hægt því að það fellur svo lítið til héma. Ég hef ekk- ert velt fyrir mér að fá leyfi fyrir þessu. Mér skilst að reglugerð um uröunarstaði sé nýtilkomin en það er mjög langt síðan farið var að setja þarna drasl,“ segir Helgi. „Hann hefur ekki sótt um leyfi fýr- ir urðun enda era bara tveir urðun- arstaðir með slíkt leyfi á Suðurlandi. Til að geyma úrgangsefni, brota- málma og fleira á einkajörðum þarf líka leyfi og hann hefur ekki sótt um það. Ég ætla að skoða urðunarstað- inn og fara fram á að hann fjarlægi rashð. Ef hann gerir ekkert í þessu þá gæti komið til þess að ég kærði hann,“ segir Birgir Þórðarson, heil- brigðisfuUtrúi á Suðurlandi. „Sveitarfélagið er búið að auglýsa að þaö taki á móti jámarasU í aðra námu í Breiðholtslöndum og sjái um að fjarlægja það eins og lög gera ráð fyrir en við erum ekki tilbúnir til þess að taka við rasU frá öðram sveit- arfélögum. Okkur ber ekki skylda tU að sjá um urðun á því,“ segir Bjarki Reynisson, oddviti í ViUingaholts- hreppi. -GHS Gódit bamaskór St. 20-32 Verö frá 3590 Margar aörar geröír smáskór í biáu húsi við Fákafen Sími 568 3919 ÞVOTTA • Þvottamagn 1 til 5 kg. • Regnúðakerfi • 18 Þvottakerfi • Ullarkerfi • íslenskur leiðarvísir • Dýpt frá 33 cm ! • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR CXLg)C°l>^ RAFVORUR 1 ARMULI 5 • 108 RVK • SIMI 568 6411 Verslunin Ég og þú er fíutt í rúmbetra húsnæði að Laugavegi 66. UncLrabrj óstahaldarar aðeins kr. 1.490 Samfellur frá kr. 990 Ótal önnur frábær tilboð í nokkra daga. Ég og þú Laugavegi 66 • Sími 551 2211 Sendum í póstkröfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.