Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Page 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 17 íþróttir Golf: „Hvíti hákariinn" enn langbestur Tvennt er þaö sem vekur at- hygli á nýjum llsta yfir bestu kylfinga heims sem gerður var opinber í gær. Annars vegar miklir yfirburðir Gregs Normans frá Ástralíu og hins vegar afar slakar staðsetningar bandariskra kylfinga á listanum. Greg Norman, oft nefndur hvíti hákarlinn, er í efsta sæti með 22,04 stig. Nick Price frá Zimbabwe er annar með 16,76 stig og Ernie Els frá Suður-Afríku þriðji með 15,31 stig. Næstir á list- anum eru Nick Faldo, Bemhard Langer og Colkin Montgomerie, allt Evrópubúar, og efsti banda- ríski kylfingurinn á listanum er Corey Pavin 1 7. sæti. Tennis: 160milljönir Andre Agassi og Pete Sampras eru í tveimur efstu sætunum á heimslistanum yfir tekjuhæstu tennisleikarana í karlaflokki en þeir félagar léku til úrslita á opna bandaríska meistaramótinu um helgina og þá hafði Sampras bet- ur. Andre Agassi hefur yfir vænsta bankareikningnum aö ráða. Hann hefur unnið sér inn 160 milljónir króna á yfirstandandi tímabili. Sampras kemur skammt á eftir með 152 miiljónir króna. í þriðja sæti er Þjóðveij- inn Thomas Muster með 133 milljónir. Tennisiþróttin getur gefiö vel af sér. Svíinn Jonas Björkman, sem er í 20. sæti á líst- anum, hefur unnið til 40 milljóna króna á keppnistímabilinu. Golf-Ryder Cup: Woosnamtekur sæti Olazabals Breytingar hafa verið gerðar á Ryder-cup liði Evrópu sem mætir liði Bandaríkjanna í næstu viku. Spánverjinn Jose Maria Olazabal getur ekki spilað vegna meiðsla á fætí og hefur Bretinn Ian Wooss- nam verið valinn i hans stað. Woosnam hefur leikið í síðustu sex keppnum með liöi Evrópu. „Auðvitað er mjög slæmt að missa Olazabal úr liðinu en björtu hliðarnar eru þær að geta valið einn stórmeistara í golfinu þegar annar fellur út,“ sagði Bernard Gallacher, fyrirliöi Evr- ópuiiðsins, í gær. Knattspyma: Kristinn valdi 18stúlkurfyrir Rússaleikinn Kristinn Björnsson, landsliðs- þjálfari kvenna í knattspymu, hefur valið 18 leikmenn fyrir leik íslands gegn Rússlandi næstkom- andi sunnudag á Laugardalsvelli. Liðið er þannig skipað: SigríðurF. Pálsdóttir.........KR Sigfríður Sophusdóttir ....................Breiðabliki Guðlaug Jónsdóttir............KR Ásgerður Ingibergsdóttir.....Val Ragna Lóa Stefánsdóttir .....................Stjömunni Katrin Jónsdóttir....Stjömunni Margrét Ólafsdóttír ....Breiðabliki HelgaÓ. Hannesdóttir ...................Breiðabliki Vanda Sigurgeirsd....Breiðabliki Laufey Siguröardóttir.........íA Guörún Sæmundsdóttir.........Val Kristbjörg Ingadóttir........Val Auður Skúladóttir....Sljörnunni ÁsöaÉur Helgadóttir Breiðabliki SigrúnOttarsdóttir ....Breiöabliki Erla Hcndriksdóttir ...Breiðabliki Jónína Víglundsdóttir.........ÍA Ingibjörg H. Ólafsdóttir......tA Iþróttir Fyrri leikur Raith Rovers og ÍA1 Skotlandi í kvöld: Spilar Nicholl sjálfur gegn Skagamönnum? - er til taks 1 kvöld vegna veikinda Jim McInaUy Víðir Sigurðsson, DV, Skotlandi: Jimmy Nicholl, framkvæmdastjóri skoska knattspyrnufélagsins Raith Rovers, er tilbúinn aö taka fram skóna og spila með liði sínu gegn Skagamönnum í UEFA-bikarnum í kvöld. Skoska blaðið Dundee Courier skýrði frá þessu í morgun. Nicholl er orðinn 38 ára og margir muna eftir honum sem bakverði hjá Manchester United og norðurírska landsliðinu um árabil en hann spil- aði einnig með Sunderland og Glasgow Rangers. Nicholl lék 16 leiki af 36 með Raith í 1. deildinni í fyrra en hafði hugsað sér að hætta að spila og einbeita sér að stjórnuninni. Mclnally veikur Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum Nicholls er sú að miðjumaðurinn Jim Mclnally hefur átt við veikindi að stríða og ólíklegt er aö hann geti leik- ið gegn ÍA í kvöld. Mclnally er lykil- maður á miðjunni hjá Raith og eini leikmaður liðsins með reynslu úr Evrópukeppni en hann lék þar mikið með Dundee United, meðal annars gegn FH fyrir fimm árum. Mclnally er með vírussýkingu og hefur lést um hálft íjórða kíló á nokkrum dögum. Hann var tekinn út af í hálfleik þegar Raith lék viö Rangers í úrvalsdeildinni á laugar- daginn. Fari svo að Mclnally geti ekki leikið mun Nicholl spila á miðj- unni í hans stað. Dennis verður með þráttfyrir brjósklos Að öðru leyti mun Raith teíla fram sínu sterkasta liði. Shaun Dennis, besti vamarmaður Raith, spilar þrátt fyrir að vera með brjósklos í baki. „Ég finn ekkert fyrir þessu eins og er en um leið og þetta fer aftur verð ég skorinn upp og það kostar 12 vikna fjarveru," sagði Dennis við Dundee Courier. Um lið ÍA sagði Dennis: „Akranes er frambærilegt lið með mjög góðan árangur á heimavelli í Evrópu- keppni. Þess vegna er gífurlega mik- ilvægt fyrir okkur að vinna heima- leikinn, helst án þess að fá á okkur mark. Við getum ekki leyft okkur frammistöðu eins og í seinni leiknum við GÍ í Færeyjum sem endaði 2-2.“ Akranes erfiðari prófraun en GÍ Jimmy Nicholl segir í samtali við sama blað: „Þessi leikur er okkur gífurlega mikilvægur og Akranes verður okkur erfiðari prófraun en GÍ. Við megum ekki hleypa íslenska liðinu inn í leikinn og verðum að kæfa allar aðgerðir þess í fæðingu." Leikur Raith og ÍA fer fram á Stark’s Park, heimavelli Raith, í bænum Kirkcaldy í kvöld og hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Búist er við troðfullum velli en að- eins 5.400 áhorfendur komast þar að í Evrópukeppni. Jason Williford mátaði Haukabúninginn i gær ásamt verðandi samherja í Hafnarfjarðarliðinu, Jóni Arnari Ingvars- syni. DV-mynd S MiMll liðsstyrkur til Hauka í körfuknattleik: Kröftugur Kani - kemur frá einu sterkasta háskólaliði Bandaríkjanna Körfuknattleiksdeild Hauka í Hafn- arfirði hefur samið við bandaríska körfuknattleiksmanninn Jason Willi- ford og mun hann leika með liðinu í úrvalsdeildinni næsta vetur. Jason þessi á óvenju glæsilegan fer- il að baki. Hann kemur frá háskól- anum í Virginíu sem telst vera með eitt besta skólaliðið í keppni banda- rísku háskóladeildarinnar. Lið Virgi- níu leikur í ACC-riðlinum sem er sá besti. í honum leika meðal annars lið frá North Carolina og Duke. Á síðasta leiktímabili komst lið Virginíu alla leið í 8-liða úrslit þar sem það tapaði naumlega fyrir liði Ark- ansas sem varð meistari 1994. Lið Virginíu lék gegn Arkansas án síns besta leikmanns, Corys Alexander, sem valinn var í fyrstu umferð há- skólavalsins af San Antonio Spurs. Hefur leikið alla leiki Virginíu í þrjú ár í þessu sterka liði Virginíu hefur Ja- son Williford verið sterkur hlekkur. Hann hefur leikið alla 96 leiki liðsins síðustu þrjú árin og verið í byrjunarl- iðinu í 83 þeirra. Hann er fyrst og fremst þekktur fyrir frábæran varn- arleik og þótti einn allra besti varnar- leikmaður ACC-riðilsins. Þar þurfti hann að gæta leikmanna eins og Grant Hill og fleiri. Williford er mjög sterkur í fráköstum og hefur verið annar frákastahæsti leikmaður liðs- ins síðustu tvö ár. Þá er hann talinn mikilvægur hverju liði hvað það varð- ar að hvetja menn áfram. Býðst ekki svona leik- maður á hverjum degi „Williford hefur mætt á eina æfmgu hjá okkur og mér líst mjög vel á hann. Þaö er greinilegt að hér er mjög sterk- ur leikmaður á ferð. Hann er 1,95 metrar og 100 kíló. Það er búið að semja við hann. Það tók ekki langan tíma enda ekki á hverjum degi sem okkur býðst leikmaður erlendis frá með álíka bakgrunn,” sagði Jón Arn- ar Ingvarsson, leikmaður Hauka, í samtali við DV í gær. Breytt stefna hjá Haukunum - Þið hjá Haukum hafið greinilega breytt um stefnu frá því í fyrra. Þá lékuö þið án erlends leikmanns. Hvað breyttist? „Við settumst niður og ræddum málin. Niðurstaðan varð sú að með einum erlendum leikmanni myndum við komast í fremstu röð og verða á ný með í toppbaráttunni. Að öðrum kosti hefði það eflaust tekið mun lengri tíma,“ sagði Jón Arnar. Logi Ólafsson, þjálfari ÍA: Tel að við getum sigrað - mun sterkara liö en Shelboume „Lið Raith Rovers er mun sterkara en írska liðið Shelbourne sem við sigruðum um daginn. En ef við spil- um þann varnarleik sem við getum hef ég ekki miklar áhyggjur, færin munu koma og ég tel að við getum sigrað ef við spilum af skynsemi og krafti, þótt jafntefli yröi vissulega mjög ásættanleg úrslit," sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, viö DV í gær- kvöldi. Spilaðgegnog undan brekku Skagamenn hafa dvalið í Skotlandi síðan á laugardag til að búa sig und- ir leikinn við Raith Rovers í kvöld. Þeir æfðu á velli Raith, Stark’s Park, í gærkvöldi og Logi sagði að völlur- inn sem slíkur væri mjög góöur en stæði þó í merkilega miklum halla þannig að menn lékju gegn brekku annan hálfleikinn en undan henni hinn! „Ég sá Rangers vinna Raith, 4-0, í úrvalsdeildinni á laugardaginn. Ra- ith spilaði vel fyrstu 20-25 mínútum- ar en átti síöan ekki svar við mönn- um á borð við Paul Gascoigne, Brian Laudrup og Oleg Salenko. En leik- menn Raith sýndu virðingarverða baráttu og reyndu að spila fótbolta allan tímann," sagði Logi. Hann hefur enn fremur skoðað upptökur frá leik Raith við GÍ í Fær- eyjum í forkeppninni og úrslitaleik liðsins við Celtic í deildarbikar- keppninni í fyrra, auk þess aö hafá séö styttri glefsur úr leikj um liðsins. „Lið Raith er vel skipulagt með ágæta vörn og hættulega menn frammi, Crawford, Rougier og Gra- ham. Við fórum varlega til að bypja með, munum pressa þá hæfilega og ekki hleypa þeim of nálægt okkar marki og sjá hvar við stöndum.” sagði Logi. Þórður rúmfastur allan tímann Markvarslan er helsta áhyggjuefni Loga því Þórður Þórðarson hefur leg- ið veikur á hótelinu síðan Skaga- menn komu til Skotlands. „Hann var slappur í dag en þó á batavegi og verður vonandi tilbúinn í slaginn,” sagði þjálfarinn. Bjarki Gunnlaugsson hefur verið meiddur í læri en hefur æft eðlilega með ÍA ytra og getur leikið með þannig að Skagamenn munu stilla upp sínu sterkasta liði í Kirkcaldy í kvöld. Slá Skagamenn Raith út úr Evrópukeppnínni? Jimmy Nicholl, framkvæmda- stjóri Raith Rovers, þekkir vel þá Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Þeir fóru fyrir nokkrum árum með unglingaliöi Glasgow Rang- ers á mót á Ítalíu og þá var Nic- holl einmitt þjálfari unglingaliðs- ins. Eftir mótið mælti Nicholl meö því við stjóm Rangers að félagið semdi við tvíburana sem fyrst. Þaö gekk ekki eftir og úr varð aö þeir fóru til Feyenoord i Hollandi í staðinn. Þjálfaraskipti hjá Skaganum og Val - Vanda, Hinrik og Eiríkur endurráðin Ingibjörg Hmriksdóttir skrifer: Línur eru nú óðum að skýrast í þjálfara- málum 1. deilar kvenna. Viðræður við Vöndu Sigurgeirsdóttur, Breiðabliki, Hin- rik Þórhallsson, ÍBA, og Eirík S. Sigfús- son, Aftureldingu, munu vera á lokastigi og allar líkur eru á að þessir þjálfarar verði áfram hjá sínum liðum. Þá hefur Sigurlás Þorleifsson verið orðaður við ÍBV. Ragnheiður fer utan Ragnheiður Víkingsdóttir, Val, og Smári Guðjónsson, Akranesi, hafa bæði lýst því yfir að þau muni hætta þjálfun. Ragnheið- ur er á leið til útlanda og Smári sagði í samtali við DV að hann væri búinn að þjálfa Skagastúlkur í 4 ár af síðustu 5 árum og það væri kominn tími til að breyta til. Óljóst hjá Stjörnunni og KR Óljóst er um stöður þeirra Jóns Óttarrs Karlssonar, Stjörnunni, og Einars Sveins Árnasonar, KR, en samkvæmt heimildum DV hafa báðir vilja til að halda áfram með lið sín. Jón Óttarr sagði í samtali við DV að hann væri heitur fyrir endurráðningu en þó ekki að óbreyttu, Stjörnuliðiö vant- aði t.d. frambærilega kantmenn. England: Fyrstisigur- Tvöfalt hjá Reyni og írisi Grindavík sicaraði Hauka inn hjáChelsea Chelsea vann í gærkvöld fyrsta sigur sinn i ensku úrvalsdeild- inni í knattspymu á þessu tíma- bili, 1-3 gegn West Ham á Upton Reynir Guðmundsson og íris Ellertsdóttir úr HSK sigruðu bæði tvöfalt'á fyrsta opna badmintonmótinu í haust sem fram fór í Hveragerði á sunnudag- inn. Reynir sigraði í einliðaleik í A-flokki og í tvíliðaleik með Óskari Braga- syni. íris sigraði í einliðaleik í B-flokki og í tvíliðaleik ásamt Tinnu Sæmunds- dóttur. Þá sigraði Hrafnkell Bjömsson, HSK, í einliöaleik karla í B-flokki. Grindavík er í ööra sæti Reykjanesmótsins í körfuknatt- leik að lokinni fyrri umferð eftir að hafa sigrað Hauka, 97-89, í Grindavík í gærkvöldi. Þegar Park. John Spencer 2 og Dennis Wise skoi-uðu fyrir Chelsea en Óli bestur á Vífilsstaðavelli raotið er hálfnað er Keflavik með 6 stig, Grindavík 4, Haukar 2 en Niarðvík ekkert stig. sem er enn án sigurs. Svíþjóð: JafnthjáÖrgryte Óli Laxdal úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði í keppni án for- gjafar á opna Diamondhead golfmótinu sem haldið var á Vífilsstaðavelli á sunnudaginn. Hann lék á 71 höggi en síðan komu Ingi Rúnar Gíslason, GKG, og Ottó Sigurðsson, GKG, báðir á 73 höggum. Sigurbjörn Kristjánsson, GKJ, sigraði í keppni með forgjöf á 63 höggum nettó. Stórsigrar hjá ÍRogKR ogTrelleborg Rúnar Kristinsson og félagar í Örprvtfi eprftu 0-4) iafntefli á Hamburger vill fá Keegan ÍR vann Leikni, 111-63, og ÍS tapaði fyrir KR, 43-81, í opna Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi. Þar er riðlakeppnin hálfnuð og í heimavelli við Treíleborg í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- - spymu í gærkvöldi. Öster og Hammarby skildu jöfn, 1-1. Ör- gryte er i 8. sæti með 24 stig. Þýska knattspyrnufélagið Hamburger SV vill fá Kevin Keegan, stjóra enska félagsins Newcastle, til að taka við stjórn liðsins. Hamburger hefur gengið afar illa og aðeins fengið þrjú stig í fyrstu fimm leikjunum í úrvalsdeild- inni. Keegan spilaði með Hamburger á árunum 1977-1980 og er félagið til- búið að greiða upp samning hans við Newcastle fyrir rúmar 300 milljónir króna. A-riöli er KR með 4 stig, ÍS 2 en Valur ekkert. í B-riðli er ÍR með 4 stig, Breiðablik 2 en Leiknir ekkert. Kristinn Björnsson segist ekki ætla að fara ótroðnar slóðir með kvennalandsliðið í Evrópuleikjunum framundan. Kristinn Bjömsson, landsliðsþjálfari kvenna, um Evrópukeppnina framundan: „Þurfum að mæta ákveðnum kröfum“ - tekst íslensku stúlkunum að fylgja eftir góðum árangri frá í fyrra? Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar: Evrópukeppni kvennalandsliða hefst fyrir okkur íslendinga næstkomandi sunnudag þegar íslenska liðið mætir Rússum á Laugardalsvelli. íslenska kvennalandsliðið stóð sig frábærlega í fyrra þegar það fór alla leið í átta liða úrslit en beið þar naumlega lægri hlut fyrir Englendingum. Nýr þjálfari tók viö liðinu sl. vetur, Kristinn Björnsson sem síðari hluta sumars hefur leitt Valsmenn á sigur- braut í 1. deild karla. Kristinn til- kynnti 18 manna hóp í gær en hvernig líst honum á leikina framundan? „Evrópukeppnin leggst vel í mig. Ég hef enga ástæðu til að ætla að við eig- um minni möguleika núna en í fyrra. Riðillinn okkar núna er sterkari enda er liðið hærra skrifað og er í 4. sæti á Evrópulistanum. Ég og stelpurnar í liðinu vitum að við þurfum að mæta ákveðnum kröfum því nú vita leik- menn annarra þjóða að við erum engir aukvisar, ganga út frá því sem vísu að við séum lið með einhvern slagkraft. Þau lið sem við mætum verða betur undirbúin þannig aö annað hvort vöx- um við eða komum einhverju veik- lyndi í dæmið og þá er ekki aö sökum að spyrja. Liðið núna er góð blanda af ungum og eldri stúlkum. Við erum með mjög efnilegar stúlkur sem eiga framtíöina fyrir sér og góða eldri leikmenn svó það er gott jafnvægi innan liðsins.” Er ekki ánægður með alla hluti Á sunnudaginn lék liðið æfingaleik við úrvalslið Mizuno-deildarinnar og sigr- aði nokkuð örugglega en annars hefur verið hljótt um landsliðið. „Já, mér fannst leikurinn lofa góðu. Ég hef ekki haft tækifæri til þess aö hafa neitt í gangi og ekki fengiö neina leiki fyrir utan þessa tvo landsleiki gegn Portúgölum í vor og þeir gáfu ákveðinn tón. Síðan kom deildin og þar voru ákveðnir hlutir að þróast. Sumir leikmenn fóru upp og aðrir niður. Eg setti upp ákveðið liö fyrir pressuleik- inn þar sem nokkrir leikmenn eru ekki með. Vanda (Sigurgeirsdóttir) var meidd, Guðlaug (Jónsdóttir) er í Bandaríkjunum og Ásthildur (Helga- dóttir) var veik. Eg gat því ekki sett upp þá mynd sem ég hefði helst viljað sjá. Eg er ekki ánægður með alla hluti. Eg hefði gjarnan viljað fá einn eða tvo leiki í viðbót til að láta hugmyndina smella saman. Ég lét leikinn rúlla svo- lítið til að sjá ákveðnar konur í öðrum stöðum og finna út það sem hentar okkur best, svo við séum með góða og fljóta vörn, trausta og góöa miðju og svo verðum við að hafa einhvern hraða í sókninni. En ég er ekki alveg farinn að sjá hvernig þetta smellur saman. Það er ljóst að liðið frá því í fyrra er svolítið breytt. Olga, sem var lykillinn í sóknaraðgerðum í fyrra að mörgu leyti, hefur til dæmis ekki verið að spila eins vel í sumar og hefur verið að punktera eitthvað á sjálfri sér. Ég er að reyna að finna einhverja sem er heit í það verkefni og hef viku til að að komast einhverri niðurstöðu.” Veit ekkert um rússneska liðið Hefur þú fengið einhveijar upplýs- ingar um rússneska liðið? „ Nei, ég hef engar upplýsingar feng- ið um þetta rússneska lið. Veit ekkert hvernig það leikur.hvort þær eru stór- ar eða litlar, ungar eða gamlar. Það væri betra að vita eitthvaö. Ef við höld- um svipuðum gæðum og í fyrra ættum við að eiga mjög góða möguleika en þetta verður erfitt, landsleikir eru allt- af erfiðir." Alltaf mádeila um einstaklinga Hvernig gekk að velja landsliðshóp- inn? „Ég vissi hvernig landið lá, var búinn að sjá allar stelpurnar spila og valdi tiltölulega stóran hóp. Úrslitin úr pressuleiknum sýna það að ég er ekki langt frá sannleikanum þó að alltaf megi deila um einstaklinga. Ég fer ekki ótroðnar slóðir með landsliðið. Logi lagði upp ákveðna hluti með kvenna- landsliöinu þegar hann var með þaö og ég ætla ekkert að fara að setja á fjór- hjóladrifið til að koma mér út úr því.“ Sterk varnarvinna lykillinn aðgóðum árangri „Við erum ekki í þeirri stööu að fara að spila einhvern glæfralegan sóknar- leik. Lykillinn að góðum árangri í fyrra var sá að það náðist að byggja upp þokkalega sterka varnarvinnu í liðinu og síðan voru menn duglegir að nýta sér þau færi sem buðust," sagði Kristinn Björnsson, kvennalandsliðs- þjálfari. Leikurinn gegn Rússum er á Laugar- dalsvelli á sunnudag og hefst kl. 20. Síðan er leikið heima gegn Frökkum 30. september og Hollendingum 7. okt- óber en útileikirnir fara fram á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.