Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 Sviðsljós Gömul kvikmynd afhjúpar kærustu Hughs Grants: Hurley í eldheit- um nektaratriðum „Þetta er nokkuð sem Liz vildi heldur gleyma. Hún hefur reynt að ^vera ekkert aö trana þessu fram vegna ímyndarinnar sem hún þarf að viðhalda sem Estée Lauder-stúlk- an. Hún þarf þó ekkert að skammast sín. Margar leikkonur hafa hafið fer- il sinn með því að fara úr öllum fot- unurn." Stúlkan sem hér um ræöir er engin önnur en sjálf Elizabeth Hurley, unn- usta breska hjartaknúsarans og hrakfallabálksins Hughs Grants. Og það er vinur hennar sem mælir svo. Já, það hefur sem sé komið á dag- inn að Liz fækkaði fötum fyrir fram- an kvikmyndavélina fyrir nokkrum árum þegar hún steig fyrstu skrefin á frama- og frægðarbrautinni. Mynd- in heitir Aría og er eftir tíu leikstjóra sem aUir gera smákafla við óperu- 'undirleik. „Þetta er nú frekar æsilegt," segir talsmaður fyrirtækisins sem gefur myndina út á myndbandi. í myndinni leikur Liz íturvaxna og sakleysislega unga stúlku sem er for- færð af ástríðufullum ljóshærðum fola við undirleik óperutónlistar. „Aría var fyrsta kvikmyndin sem hún lék í og hún er mjög stolt af henni. Hún dáir og virðir leikstjór- ann Bruce Beresford og henni finnst myndin vera mjög smekkleg," sagði talsmaður Liz. Hann þrætti fyrir orðróm þess efn- is að Liz hefði gert tilraun til að kaupa sýningarrétt myndarinnar, væntanlega með það fyrir augum að koma henni af markaði. Ekki naut Aría mikilla vinsælda á sínum tíma. Einn gagnrýnandi sagði til dæmis um þátt Bruce Beresford, sem reyndar var hvatamaður að gerð myndarinnar, að hann félh alveg kylliflatur. En eitt er víst, að fjölmargir aðdá- endur Liz munu falla kylliflatir fyrir henni þegar þeir berja átrúnaðargoð- ið augum. Barbra elskar svo sjonvarpið „Eg er svo skotin í sjonvarpinu.“ Lái hennihver sem vill, henni Bar- böru Streisand. Hún fór heim með hvorki fleiri né færri en fimm Emmy-verðlaun frá athöfninni vest- ur í Kaliforníu á sunnudagskvöld. Verðlaunin fékk hún fyrir sjónvarps- þáttinn „Barbra Streisand: The Concert1' sem sýndur var á kapal- stöðinni HBO. „Sjónvarp er dásamlegur vettvang- ur til að tjá sig um þjóðfélagsmál. Þetta er miðill sem fangar hug og hjarta milljóna manna á einu kvöldi," sagði Barbra. Söng- og leikkonan lýsti jafnframt yfir ánægju sinni með öll stórkost- legu kvenhlutverkin sem bjóðast í sjónvarpi nú um stundir. Hún viður- kenndi þó að hún horfði ekkí mikið á imbann, kannski CNN og ámóta. Annars voru það sjónvarpslækn- arnir sem riðu hvað feitustum hesti frá verðlaunaafhendingunni á sunnudagskvöld. Helstu verðlaunin fóru til læknaþátta á borð við ER og Frasier, sem íslenskir sjónvarpsá- horfendur kannast vel viö. Annar læknaþáttur, Chicago Hope, fékk einnig flölda viðurkenninga. Barbra Streisand er ánægð með lífið og listina Svona lítur hin unga Liz Hurley út á Evuklæðunum einum saman. Stuð hjá Hollywood- plánetugæjunum Það er svo gaman að vera skemmtilegur, léttur og leikandi, eins og strákarnir sem eiga Planet Hollywood veitingastaðina. Þeir eru Bruce Willis, Arnold Schwarzenegg- er og Sylvester Stallone, allt menn með vöðva yfir meðallagi. Þessir heiðursmenn ætla að halda heljarinnar veislu fyrir utan veit- ingastaðinn á Rodeo Drive í Holly- wood næstkomandi sunnudag en þangað verður aðeins hleypt þeim sem eiga miða. Mikið verður um dýrðir. Elton John leikur fyrir gesti, líka Chuck gamli Berry, að ógleymdum sjálfum Bruce Willis og sveitinni hans Accel- erators. Veislan er til að fagna opnun 28. veitingastaðar þeirra félaga. Fullt af frægu, vinsælu og skemmtilegu fólki mætir á staðinn til að sýna sig og sjá aöra. Demi Moore, spúsa Bruce lætur sig sko ekki vanta. Tracey Ullman fékkverðlaun Gamanleikkonan Tracey Ull- man var meðal þeirra sem fengu hin svokölluðu Lucy-verðlaun sem veitt eru af samtökum kverrna i kvikmyndagerð fyrir nýjungar í sjónvarpsþáttagerð. Verðlaunin eru veitt til heiðurs hinni óviðjafnanlegu Lucille Ball. Ullman gat ekki verið viðstödd athöfnina en sendi viðstöddum kveðju á myndbandi. Julia Roberts þolir ekki skó Leikkonan snoppufríða Julia Roberts þolir ekki skó. Hún var skólaus þegar hún giftist stór- söngvaranum Lyle Lovett og hún sést oft skólausj myndunum sem hún leikur í. „Ég var tnikið ber- fætt í æsku. Ætli eimi bara ekki eftir af því enn,“ segir Julia. Aftur á móti eru vinkonur hennar vit- lausar í skó. Janet Jackson i bankann Janet Jackson, söngkona og systir Michaels, er áreiðanlega ekki á flæðiskeri stödd. Fyrir fjórum árum fékk hún 2,5 millj- arða króna fyrir samning við plötufyrirtæki. Hún hefur nú nýtt sér uppsagnarákvæði hans og hermt er aö plöturisamir sláist um hana. Talið er líklegt að hún fái að minnsta kosti fjóra millj- arða fyrír næsta samning, eða meira en brósi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.