Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 25 Fréttir Leikhús MiöáíDölum: Vaðandi laxagöngur „Viö fengum 11 laxa og 26 bleikjur, stærsti laxinn hjá okkur var 18 pund og það er sá stærsti í sumar sem veiöst hefur í ánni,“ sagði Árni Sig- urpálsson í samtali við DV en hann var að koma úr Miðá í Dölum. En laxinn og silungurinn er að hellast í . ána síðustu dagana sem má veiða á þessu sumri í ánni. „Þessi stóri fiskur, 18 pund, veidd- ist í hylnum fyrir neðan Selfoss og ég var klukkutíma að landa honum. Veiðivon Gunnar Bender Veiðistaðurinn er erfiður þarna efst í ánni. Það var maðkurinn sem gaf þennan fisk. Það var hellingur af fiski á leið í ána, vaöandi göngur neðarlega í ánni. Ég fór að kíkja síð- asta kvöldið sem við vorum og fiskur var á flestum stöðum og mikið sums staðar. Áin hefur gefið 60 laxa og kringum 700 bleikjur. Það eru til feiknavænar bleikjur í ánni og þær stærstu kringum 6-7 pundin," sagði Árni lokin. 333laxar á land úr Stóru Laxá í Hreppum í Norðurá í Borgarfirði endaði veiöiskapurinn í gær og veiddust um 1650 laxar í ánni þetta áriö. Stóra Laxá í Hreppum hefur gefið 333 laxa og svæði eitt hefur gefið langbest eða 220 laxa. Veiðin hefur verið að glæðast á svæði fjögur og eru komn- Árni Sigurpálsson með stærsta lax- inn úr Miðá í Dölum, 18 punda fisk sem hann veiddi í Selfossi eftir klukkutíma baráttu. Áin hefur gefið 60 laxa og 700 bleikjur. DV-mynd FER ir 66 laxar á land. Hítará á Mýrum hefur gefið næstum 400 laxa. -G.Bender Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, til vinstri, með 18 punda lax sem hann veiddi í Hvitá i félagsskap föður sins, Björns Þórhallssonar, fyrrver- andi verkalýðsleiðtoga. DV-mynd KE Selfossi Bæjarstjórinn náði þeim stóra Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Karl Björnsson, bæjarstjóri á Sel- fossi, tók sér frí frá störfum um dag- inn og brá sér í veiðitúr með föður sínum, Birni Þórhallssyni, fyrrver- andi varaformanni Alþýðusambands íslands. í þessari veiðiferð gerði hann sér lítið fyrir og landaði 18 punda laxi eftir stutta en snarpa viðureign. Þeir feðgar veiddu fiskinn við Iðubrú í Biskupstungum á stað þar sem Stóra-Laxá og Hvítá mætast. Laxinn tók spúninn Salamander. „Þetta var skemmtileg viðureign, laxinn tók verulega í og hann stökk allur upp úr vatninu að minnsta kosti þrisvar sinnum. Viðureignin tók um það bil 20 mínútur. Þetta bjargaði sumrinu hvað veiðiskap varðar. Ég hef lítið getað stundað veiðina og var orðinn hálfáhugalaus. Pabbi, sem er mikill áhugamaður um laxveiði, tók mig svo með í þessa veiði og nú er áhuginn og veiðieðlið komið í 100% aftur,“ sagði Karl og bætti við: „Þaö mátti vart á milli sjá hvor okkar var spenntari við að landa ferlíkinu. Pabbi hafði nokkr- um dögum áður veitt 20 punda lax á sama stað sem tók flugu. Það er gam- an að veiða svona fisk og að ég tali ekki um að deila gleðinni í góðum félagsskap,“ sagði Karl, bæjarstjóri á Selfossi. Hann ætlar að láta reykja fiskinn og gefa síðan samstarfsfólki sínu á bæjarskrifstofunum að smakka í einum kafíitímanum þar á bæ. ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 551 1200 Stóra sviðið ÞREK OG TÁR ettir Ólaf Hauk Símonarson Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd: Axel H. Jóhannesson Búningar: Maria Ólafsdóttir Tónlistarstjórn: Egill Ólafsson Dansstjórn: Ástrós Gunnarsdóttir Leikstjórn: Þórhallur Sigurósson Leikendur: Hilmir Snær Guönason, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðarson, Edda Arnijótsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Anna Kristin Arngrímsdóttir, Bessi Bjarna- son, Þóra Friðriksdóttir, örn Árnason, Vig- dis Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Stef- án Jónsson, Egill Ólafsson, Magnús Ragn- arsson, Sigriður Þorvaldsdóttir og Sveinn Þórir Geirsson. Undirleik annast Tamlabandiö: Jónas Þórir Jónasson, Stefán S. Stefánsson, Björn Thor- oddsen, Ásgeir Óskarsson, Eirikur Pálsson, Gunnar Hrafnsson, Egill Ólafsson. Frumsýning föstudaginn 22/9 kl. 20.00,2. sýn. Id. 23/9,3. sýn. fid. 28/9,4. sýn. Id. 30/9. Smiðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Föstud. 15/9, Id. 16/9, fid. 21/9, föd. 22/9, Id. 23/9. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR 6 leiksýningar Verð kr. 7.840 5 sýningar á stóra sviðinu og 1 að eigin vali á litla sviðinu eða smiðaverkstæðinu EINNIG FÁST SÉRSTÖK KORT Á LITLU SVIÐIN EINGÖNGU, - 3 leiksýningar kr. 3.840. Miöasalan er opin frá kl. 13-20. Einnig simaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiöslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Sími: 551 1200 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tilkyrmingar Tombóla Nýlega héldu þessar stúlkur, sem heita Bjarma Magnúsdóttir, Anna Lind Björnsdóttir, Sunna Lilja Björnsdóttir og Auður Viðarsdóttir tombólu til styrktar Konum og bömum í neyð. Alls söfnuðu þær 1.758 krónum. Tímaritið Sumarhúsið Út er komið 3. tbl. Tímaritsins Sumarhús- ið. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að fmna þar fyrir sumarhúsaeigendur og ber fyrst að nefna öryggismál og bmna- varnir í sumarhúsum. Blaðið liggur frammi í hinum ýmsu þjónustumiðstöðv- um í grennd við sumarhúsabyggðir og er sent fritt til allra sumarhúsaeigenda. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast blaðiö geta haft samband við útgefanda í síma 588 9300. Útgefandi er Kostir ehf. og rit- stjóri Páll Júlíusson. Orða-Rummikub á íslensku Komið er á markað á íslensku Rumm- ikub, leikur að orðum. Er þetta alþjóðlegt spil sem gengur út á það að mynda sem lengst orð úr 7-14 bókstöfum. 1 stig er gefið fyrir hvern staf. Til að gefa spilið út á íslensku varð að auka plötufjöldann í því úr 102 í 133. Fjarðarfell gefur spilið út og er það ætlað 2-4 leikmönnum, 6 ára og eldri. Ný snyrtivöruverslun að Laugavegi Að Laugavegi 66, 2. hæð, hafa Heiðar Jónsson og Bjarkey Magnúsdóttir opnað LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta stendur yfir til 30. september. Fimm sýningar aðeins 7200 kr. Stóra sviðið kl. 20.30 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Þýöandi: Þórarinn Eldjárn Tónlistarstjórn og hljóöfæraleikur: Siguró- ur RúnarJónsson Lýsing: Lárus Björnsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Dansar og hreyfingar: Auður Bjarnadóttir Leikstjori: Asdís Skúiadóttir Leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir leikur Línu. Aðrir leikarar: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guójónsson, Eggert Þorleifsson, Ell- ert A. Ingimundarson, Helga Braga Jóns- dóttir, Jakob Þór Einarsson, Jóhanna Jón- as, Jón Hjartarson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Sóley El- íasdóttir, Theódór Júliusson, Þröstur Leó Gunnarsson. Unglingar og börn: Andri örn Jónsson, Árni Már Þrastarson, Ásdís Lúóvíksdóttir, Guömundur Elías Knudsen, Ester ösp Valdimarsdóttir, Fanney Vala Arnórsdóttir, Jóhanna Guömundsdóttir og Sara Margrét Mikaelsdóttir. Laugard. 16/9 kl. 14, fáein sæti laus, sunnud. 17/9 kl. 14 fáein sæti laus, og kl. 17, fáeinsæti laus. Rokkoperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fimmtud. 14/9, föstud. 15/9, uppselt, laug- ard. 16/9, fáeln sæti laus, fimmtud. 21/9. Miðasalan verður opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið er á móti miðapöntunum í sima 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjðnusta. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. snyrtivöruverslun. Boðið er upp á per- sónulega þjónustu og leiðbeiningar við val á snyrtivörum. Námskeið í litgrein- injp, fatastil og framkomu, fórðun og íleiru verður á staðnum, sem áður voru á Vesturgötu 19. Eins er boðið upp á nám- skeið fyrir hópa sem vilja ráða námsefn- inu að einhveiju leyti. Heiöar heldur áfram að halda fyrirlestra fyrir alla þá sem áhuga hafa. Tapað fundið Hjólataska tapaðist Gul og svört hjólataska tapaðist á fostu- daginn sl. milli kl. 16.30 og 17.30 á leið frá Síðumúla niður á Skúlagötu. Finnandi vinsamlega hringi í s. 564 2064. Fundar- laun. Safnaðarstarf Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Dómkirkjan: Mömmumorgunn í safnað- arheimilmu Lækjargötu 14a kl. 10-12. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Aftan- söngur kl. 18.00. - Vesper. Opið hús fyrir foreldra ungra barna á morgun, miöviku- dag, kl. 10-12. Seltj arnarneskirkj a: Foreldramorgunn kl. 10-12. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu í dag kl. 18. Bænaefnum má koma til sóknarprests á viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja: Mömmumorgunn miðvikudag kl. 10. Kópavogskirkja: Mömmumorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Útblástur bitnar verst á börnunum níiifi ijlIflHl 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. 1[ Fótbolti 2 [ Handbolti : 3 [ Körfuboiti 41 Enski boltinn 5 ítalski boitinn 6 [ Þýski boltinn [7j Önnur úrslit 8j NBA-deildin lj Vikutilboð stórmarkaðanna ; 2] Uppskriftir 1[ Læknavaktin : 2 [ Apótek 31 Gengi • 1 [ Dagskrá Sjónvarps 2J Dagskrá Stöðvar 2 l 3 [ Dagskrá rásar 1 4[ Myndbandalisti vikunnar - topp 20 ; 51 Myndbandagagnrýni 61 ísl. listinn -topp 40 7 j Tónlistargagnrýni . 8 [ Nýjustu myndböndin mmtani 1[ Krár 21 Dansstaðir 3[ Leikhús 41 Leikhúsgagnrýni _5j Bíó J6j Kvikmyndagagnrýni 'ÆMMmm mer 1\ Lottó 2 Víkingalottó 3l Getraunir ijÍifÍM 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.