Þjóðviljinn - 24.12.1950, Side 2

Þjóðviljinn - 24.12.1950, Side 2
2 Þ ) Q Ð VI L11N N 4. Jólin 1950 Jóhannes H. Jónsson: STORMUR REGNIÐ lamdi rúður eldhússins og það var kalt og hráslagalegt úti, en inni heitt og notalegt. Og Dengsi, nýkominn heim af sjónum, hallaði hönd undir kinn við eldhúsborðið, og beið eftir að amma hans lyki við a'ð hella uppá kaffikönnuna. Sjópokinn lá á gólfinu, en gamla konan, hálfheymarlaus og hrum, bjástraði við eldavélina. „Og hvernig líkaði þér svo á þessum — á þessum togara, Dengsi?“ spurði hún. „Var ekki gaman?“ Dengsi svaraði ekki fyrst í stað, en horfði fram fyrir sig úti á þekju. Spumingin knúði hugsun hans að óskemmtilegum skynfleti, nýþrykktum í vitund hans, dimmum og drungalegum. Og honum fannst hann enn geta heyrt járnhurðina slást til í storminum og hratt fótatak margra stígvélaðra fóta í krapinu á dekkinu. Var ekki gaman ? hafði hún spurt.. ★ BOTNVÖRPUNGUR, gljáandi af vætu, brýst nötr- andi gegnum dimmviðri og þungan sjó einhversstáðar úti af Vestfjörðum um nótt. Og í borðsalnum, máluðum í æpandi gulum lit, situr hálfur annar tugur stakk- klæddra sjómanna — þögulir, stígandi ölduna í sífellu, hægt, taktbundið, ósjálfrátt — bíðandi eftir kalli utan úr storminum um að taka eigi inn trollið. Og gólfið hefst og sígur og skær ljósin skera í augun og glampa á hringlagaða röð blautra sjóhatta. Rennihurðin hrekkur upp og bylurinn næðir inn utan úr náttmyrkrinu, brim- hljó'ð — dynkur í kólgubakka sem byltir sér innyfir borðstokkinn og sleikir borðsalinn utan, gráðugur og leit- andi og fossar um gálgann og vatnskassana. Rennihurð- ’ in slengist sjálf til baka. Einhver tekur að kyrja lagið við Volga-Volga.... Svo: hrjúf «n vingjarnleg rödd, sem biður um meira kaffi. Og Dengsi virðir fyrir sér þann sem spyr, sá er fjörgamall og það af andlitinu, sem hrímaður sjóhatturinn ekki skýlir, er rist djúpum rúnum, augun þrútin og fljótandi, hnýtt höndin lítið eitt skjálfandi, öldungurinn greinilega hátt á áttræðis- aldri. Héma, segir Dengsi, og um leið hverfur gólfið und- an fótum hans er rass skipsins fellur skyndilega djúpt ofan í öldudal. Það skvettist úr kaffikönnunni og Dengsi sle^gist eins og slytti í þilið, þaðan á-rennihurðina—og á hnén á gólfið, veltur svo ósjálfbjarga um hrygg og sýpur hveljur í sjónum sem fossar hvítfreyðandi um gólfið. Þá nær öldungurinn þrekvaxni í hann, kippir honum til síiv og heldur honum eins og í skrúfstyklti meðan sjórinn tröllríður bátadekkinu. Ljósin dofna svo það verður næstum aldimmt í borðsalnum og hásetamir bakborðsmegin beygja sig leiftursnöggt til að for'ða sér undan tveim könnum með sjóðandi kaffi, sem' sópast af borðinu ásamt öllu lauslegu. Svo réttir skipið sig smámsaman og skær ljósin loga á ný. Einhver þurrkar kaffi framan úr sér, þegjandi og æðrulaus, annar spyr kuldalega: Hver er við stýrið? Svona, þú verður að læra að stíga ölduna, litli karl, ef þú ætlar að verða sjómaður, segir öldungurinn. Og Dengsi horfir inn í tvö hughreystandi og brosandi augu. H í f o p p !! heyrist þá tónað í storminum. Mennimir rísa á fætur hver af ö'ðrum, binda sjóhattana með snöggu handbragði undir kverk, tínast svo emn og einn út í bylinn. Borðsalurinn er aftur tómur. Kokkurinn kemur inn, og Dengsi spyr hami um öldunginn meðan þeir eru að vaska upp; hvernig svona gamall maður geti sturidað svona vinnu. Og matsveinninn segir Dengsa, að gamli maðurinn heiti Stjáni, og hafi reyndar hætt sjómennsku fyrir tíu árum. „Yngsta dóttir hans ætlar víst að fara að gifta sig, hef ég heyrt", bætir kokkurinn við, „og líklega ekki úr miklu að spila hjá gamla manninum núna. Helvíti vel gert hjá karli, annars, að breg'ða sér einn túr eins og hann er orðinn hramur....... ★ „Dengsi;“ segir gamla konan. „Ég var áð spyrja þig, Dengsi, hvort það hefði ekki verið gaman ?“ „Það er nokkuð strembið,“ sagði Dengsi. „Strembið, segirðu Dengsi. Yar það, já.“ Gamla konan stauláðist að bollaskápnum. „Það var annars leið- inlegt, þetta með manninn. Við heyrðum um það í út- varpinu.“ ★ ÞUNGUR hnútur skellur á skipinu bakborðsmegin og snöggur skjálfti fer um skipsskrokkinn. Svo er jám- hurðinni hrundið upp, og háseti vindur sér inn, blautur af ágjöf og spyr: „Hefur nokkur komið hér aftur í ný- lega ?“ ;,Nei — enginn! “ Hringing í telegrafinu glymur ofan í vélarúmi. Skipið stoppar. „Hvað er að?“ „Maður

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.