Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 3
Jólin 1950 ÞJÓÐVI LJINN 3 i'yrir bwrð." Önnur rödd: „Þúir sáu. i brúnni, að cinhver hljóp aftur eftir skipinu og var móts við spilkoppinn stjórnborðsmegin þegar ólagið reið yfir.“ Véistjórinn segir: „Tani var að fara yfir keisinn í ólaginu áðan, hann sá sjóinn, en gat bjargað sér bak við skorsteininn, honum sýndist hann sjá sjóhatt á floti við gálgann.“ „Hvem vantar?“ ,,!>að veit enginn. I>að er verið að at- huga það.“ Annar liáseti vindur sér inn í ganginn: „Stjáni gamli finnst ekki. Hann fór úr lúkarnum fyrir fimm mínútum síðan og sagðist ætla aftur í.“ Kokkurinn segir: „Hann hefur ekki komið hingað." Það hvín í storminum og geislasúlan frá ljóskastar- anum í lyftingu lýsir upp bylinn, glampar á blautu járni, og flögrai’ ölduhrygg af ölduhrygg, allt í kringum togar- ann. Einhversstaðar þama úti í sortanum er stakkklædd- nr öldungur að berjast við dauðann.. Gegnum særokið og bylinn glittir af og til í tvo há- seta aftur á bátadekki hjá bjarghringunum— og eiga fulít í fangi með að halda sér. Bátadekkið lyftist, fellur — kásiast til cg gulir stakkar sjómannanna bera ýmist við myrkvaðan himinn eða gljásvaifa rísandi ölduveggi prýdda hvítfreyðandi hnútum. Dengsi, sem var staddur í brúnni með kaffi handa vaktinni þegar Tani vatt sér inn og kvaðst hafa séð sjóhatt á floti við gálgann, skilur ekki livaðnm er að vera. En hann sér fyrsta stýrimann stökkva á tele- grafið, hringja á „stopp,“ og . síðan lilaupa niður til skipstjórans. Svo heyrast aftur hröð fótatök í stiganum. „FuUa ferð,“ segir skipstjórimi hörkulega, og leggur svo hrottalega á stýrishjólið að skipið byltir sér og skelfur í háfrótinu. eins og flpgaveik skepna og sjórinn nemur við brúargluggana svo það verður kolniðamyrkur í brúnni, Botnvörpungurimi tekur svo skarpa beygju að fætumir bregðast Dengsa og hann hangir hjálparvana í koparhandföngunum og horfir niglaður á nálina í kompásnum uppi í loftinu hringsnúast, Og hann! sér skipstjórann, einna líkastan nauti í flagi, gera enn einn hnykk á stýrisbjóliö með öllum þunga sínum — og á tamp! Tvær rúðuf springa inn og koparliandföngin nötra svo óskaplega að Dengsi missir tökin og leggst hjá tele- grafinu sem nú er lárétt í stað þess að vera lóðrétt. Líkurnar til að maðurinn finnist er 1 á móti 100, likurnar til að hann náist lifandi 1 á móti þúsund, en þetta litla brot úr lítilli von nægir til þess að skipið er lagt í stórhættu og leitinni haldið áfram langt fram eftir nóttu. Loks er leitinni hætt. Það er slökkt á ljóskastaran- um og botnvörpungurinn heldur áfram á fullri ferð í sömu átt og í'rá var lioríið þegar slysið skeðl. Skip stjórinn- hverfur þögull og hljóðlega niður stigann. .. Og klukkutima síðar bi’egður fyrir bláu leiftri út í náttmyrkrið frá loftskeytastöðinni í lyftingu, stutt til- kynning á leið gegnum ljósvakann: „Kristján Jónsson, háseta tók fyrir borð pg náðist ekki. Vorum að lóna upp í hvassviðrið.“ ★ „Já það var leioinlegt," sag'ði Dengsi. . „Og hvernig var það svo hjá ykkur á jólunum,“ .spyr gamla konan. „Höfðuð þið ekki jólatrésgreinar og eitt- hvað smávegis af kertum með ykkur?“ „Ha? sagði Dengsi.“ „Jólatrésgreinar og eitthvað smávegis af kertum, sagði ég, Dengsi.“ ★ JÓLAKVÖLD: Ruddaveður, dimmviðri og þungur sjór, í oí'análag íshröngl og einstaka borgarísjakar sem sífellt verður að sveigja frá. Og í móttakaranum í tóm- urn borðsalnum glymja lofttruflanir og jólakveðjur til sjómanna á haf'i úti, sem enginn hefur tíma til að hhista á, því síður löngun til slíks hégóma, en þulurinn heidur áfram að þylja kveðjurnar yfir borðbúnaðinum, þar til kokkurinn segir Dengsa að fara og loka fyrir þennan kjaftavaðal. Svo skyndilega: Dauðaþögn á dekkinu, ekkert glam- ur í járnbobbingunum eða hlerunum né skellir í .spilinu. Lamaudi þögn, fyrirboði einhverrar skelfingar. Kokkur- inn leggur hægt frá sér þurrkuna -r- og. hlu.star. kvið- inu. Svo: hratt fótatak margra stígvélaðra fóta í krapinu á dekkinu — og færist nær. Járnhurðinni er lu'undið upp og inn ryðjast fjórir hásetar með þann fimmta á milli sín, hálfmeðvitundarlausan, löðrandi í rjúkandi blóði -—og sjóhatturinn hef-ur dottið af honum. Höfuðið hang- ir máttlaust við bolinn, munnurinn opinn og hárið klesst við hársvöröinn— og rýkur gufa úr því. Hásetinn hefur orðið með fótinn á milli bobbings og gálgans, hnéð sprungið og blóðið spýzt beint í andlitið á honum, lang- ar bunur rneð stuttu millibili. Dengsa litla er brundið til hiiðar, og stýrimaðurinn Lúðvílt segir við kokkinn um leiö og hann hleypur á cftir mönnunum niður káetu- stigann: Passaðu að drengurinn komi ekki niður! Og lcokkurinn hafði brugðið skjótt við og rekið Dengsa inn í borðsalinn til að vaska upp. En Dengsi stendur eins og negldur í sömu sporum og getur ekki slitið augun af blóðslettunum á röku jámþilinu og hann heyrir slitrótta rödd stíga .uppúr káetunni, veika rödd í fjarska, sem biður um ópíum. Og þegar hann snýr sér með viöbjóði frá járnþilinu og að kýrauganu í von Framhald á 15. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.