Þjóðviljinn - 24.12.1950, Qupperneq 10
10
ÞTÓÐVILJINN
Jólin 1950
lögun öðrum klettum í holtinu. Við nefndum hann Gíbr-
altar.
Já. Við nefndum hann Gíbraltar. Lögunin minnti okk-
ur á myndina í landafræði Karls Finnbogasonar af því
heimsfræga brezka virki. Og vegna þess að ímyndunar-
afl okkar var ekki þorri'ð þar með, heldur krafðist miklu
viðtækarí útrásar, þá létum við okkur hafa það að gefa
öllu Skólavörðuholtinu samsvarandi landfræðileg ömefni.
Ég man enn í dag, meira en tólf árum síðar, hvar og
hver flest þessi örnefni voru, hvað við tókum þetta há-
tiðlega, eftir hverju við fórum í nafngiftum okkar, og til
hvérs þær leiddu að lokum.
Á þessum tíma var mikið talað í útvarpi og blö’ðum um
Abbysiníu og Spán. Stríðið um Abbysiníu og Spán var frá
sjónarmiði áhyggjulausrar bernskunnar skemmtileg
keppni, leikur, sem gaman var að fylgjast með. — Stóra
grjóthellu við suðvesturhorn skólans, með polli sem
aldrei þornaði, nefndum við Abbysiníu, pollinn Tana-vatn.
Örskammt frá var Sþánn. Og þannig irak hvert landið
annað (við gerðum ekki ráð fyrir neinum Jiöfum), unz
allt holtið var orðið einskonar heimsiíkan eða veröld
in miniature. — Lengst til vesturs lá Ameríka. Og þar
var stórt líkneski af Leifi heppna.
Mikið var þetta skemmtilegt starf, — skemmtilegt að
ferðast um heiminn, ráða nöfnum landanna, vera einskon-
ar guð — að skapa. En vegna þess áð við vorum tveir, og
tveir guðir í einum og sama lieimi hljóta að vera and-
stæðingar, leiddi það af sjálfu sér, að fyrr en varði urðu
átök milli okkar um löndin.
Nú skuluð þið ekki halda, að við höfum farið að slást.
Það gerðum við aldrei; til þess vorum við alltof sam-
rýmdir félagar. Við höfðum einmitt flúið .tilgangslaus-
an fyrirgang jafnaldra okkar, síðastaleik, hryggspennu
og hæsingja-læsingja-londondon, til þess að vera einir
um heiminn fyrir utan skólaportið.
En hvernig voru átökin þá ? munuð þið spyrja. Þið
slóuzt ekki, — en hvað ?
Ég man ekki, hvor okkar átti upptökin að þessum
sérstæða leik. Það varðar heldur ekki miklu. En við
komum okkur saman um það að skipta holtinu — eða
öllu heldur ,,heiminum“ — á milli okkar. Báðir skyldu
eiga jafnt. — Markalínan skyldi vera hugsuð lína dregin
milli Barónstígs og Njarðargötu, og við mældum í fet-
um — bókstaflega, við mældum í fetum breidd þessa
svæðis milli Eiríksgötu og Austurbæjarskóla, áður en
við skiptinn því milli okkar eftir endilöngu.
Já. Það var mikið um áð vera. Þegar tveir menn ráða
yfir öllurn heiminum og skipta honum á milli sín, áð-
ur en þeir hefja bardaga, er mikið undir því komið, að
báðir eigi jafnt. Annars er leikurinn ekki fair play. Og
að sjálfsögðu viðurkenndum við ekki annað en fair play.
Syðri helmingurinn féli í minn hlut eftir nákvæmar
útreiknanir, sá helmingurinn sem var fjær skólanum.
Gíbraltar — sem enn var eitthvert mikilvægasta og
merkilegasta fyrirbæri heimsins — féll því í hlut Eiríks,
enda gerði hann virkið að höfuðborg sinni og nefndi
lönd sin Bretaveldi. Minna mátti heldur ekki gagn gera,
þar sem um svo voldugan aðila var að ræða. Ég, hins-
vegar, lenti í nokkrum vandræðum. Hvað átti ég að
nefna mitt ríki? — Og hvað átti að vera mín höfuð-
borg?
Ég skálmaði yfir lönd mín. Það var að vísu ckkert
skálm í venjulegri merkingu, heldur róleg ganga, enda-
þótt ég tæki tvö eða þrjú lönd í nokkrum skrefum. Mik- •
ið var undir þvi komið að velja sér góða höfuðborg. ■ Loks-
ins kom ég auga á fyrirferðarmikinn stein, svotil fer-
kantaöan,1 sem ég ákvað að útnefna höfuðborg í ríki mínu.
(Því steinn þurfti það að vera, úr því að höfuðborg
Eiríks var steinn!) En nafniö — livaða nafn átti ég að
velja? Ég athugaði málið. Steinninn var alifjarri skól-
anum og á svæði, sem við höfðum sjaldan farið um.
Ekkert var eðlilegra en að kalla svo f jarlæga höfuðborg
Moskvu — og þá ríki mín Sovétriki. Það varð líka ofan á,
— eftir nokkra umhugsun þó, því að á þeim árum hafði
ég nánast illan bifur á slíkum nöfnum, enda eitt af
uppáhaldslestrarefnum mínum Lesbók Morgunblaðsins,
er ég safnaði.
Eftir allan þennan undirbúning voru Sovétríkin og
Bretaveldi tilbúin að fara í strið. Því er nú ver og
miður, að ég man ekki lengur, hvor okkar byrjaði. En
„stríðið" var fólgið í þvi, að annar aðilinn stóð á landa-
mærunum með þungan steinhnullung í annarri hendinni
(alltaf sama steininn) og kastáöi honum yfir á svæði
hins. Hinn lék samskonar leik frá sömu landamærum.
Eftir það var lengdin milli þeirra staða, sem steinninn
kom niður á í bæði skiptin, mæld i fetum og deilt i með
tveimur. Nýju landamærin voru síðan á þeim stað þar
sem helmiiigur fetafjöldans var mældur, — og náttúr-
lega liugsuð í beinni línu milli austurs og vesturs eins
og áður. :--------
Mikil lifandis ósköp gátum vio nú liaft gaman af
þessum leik. Það var ekki aðéins, að hann héldi í okkur
hita, hvernig sem viðraði, og yrði til þess, að við hættum
að leika okkur með hinum krökkunum — sem ckki
höfðu uppgötvað „heiminn", — heldur vorum við í lok
hverrar kennslustundar í miklum spenningi eftir þvi að
komast út í holtið og nola stuttar fríminúturnar til þess að
lofa Bretaveldi og Sovét að rcyna kraftana. Styrkleika-
hlutföllin voru mjög jöfn, og það'urðu ekki miklar breyt-
ingar á landamærunum fyrst í stað. En svo skipti iim.
<■