Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 16
16 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1950 GÁTUR Hér koma nokkrar góðar gátur til aS spreyta sig á um jólin: 1. Eina leit ég unga snót ugga dýrið stanga auga hefur og í því fót á vill liöfði ganga. 2. Eineygð snót með yddum hramm ærið langan hala dró við sporið hvert, sem fór hún fram frúar styttist rófan mjó. 3. Ferliyrnd kæran fögur og væn fróð heilræðin kennir skást; fangið býður firðum kæn freknur víða um það sjást. 4. Kerling ein á kletti sat kletta býr á stræti, veginn öllum vísað gat var þó kyrr í sæti. 5. Mikil frú um mittið þykk móðu gcytnir staupa ofan í hana cítir drykk ótal strákar hlaupa. 6. Ofur lítil cin cr mær, ég fæ hana Iéða, þegai’ hún í sig fylli íær fer hún þá að kveða. 7. Sá ég citt sinn systur tvær að sinni máltíð voru þær; átu þær hvor annars mat enginn þessu hamlað gat. 8. Stúlkan cin, hún stökk upp á hann lierra Stein, hún vissi ckki livcrt hún átti að fara, hún stökk upp á ncíið á honum Ara, hún vissi ekki hvcrt hún átti að liorfa, hún stökk upp á nefnið á hointm Torfa, cltu hana margir menn, hún stökk ofan í biskupcnn, og þar situr hún enn. 9. Vissi ég af hjónum, var sá munur beggja, mér er það fyrir sjónum, mætti ég til þess leggja, hvcrnig þau vortt í rckkjunni röng, hann var of stuttur en hún var of löng; upp hann sér snéri undan hún leit, ygldi sig síðan og faldinum sleit sú ber dökkvan sjónarrcit, oftast frcðin en aldrei heit. svo fer hún um í minni sveit Tvær samlar ■* 1. Slígum yíS stórum Stísum við stórum stundum til grunda, belff ber ég eftir mér til barnanna funda. Hér læt ég skurka fyrir skáladyrum. VaknaSu Gýgur! Ei vill Gýgur vakna. Er orðiö framorðið? Sól á milli augna þinna, sofa rnáttu lengur einn dúrinn drengur! Farðu á fætur Dísa, úti er kveðin vísa! Hver er kominn úti? Björn á brotnu skipi. Hvað vill liann Björn? Biðja um nálar. Fdvað vill hann með nálar? Sauma að segli. Hvað cr að segli? Slitið af veðri. Hvað gcrðirðu af nálunum, sem ég fékk bér í ívrragær? Ég fékk Halla bróður. Hvað gerði Halli bróðir af? Hann kastaði út á miðjar götur og sagðist skvldi brcnna á baki þeim sem ætti, en ekki sér. Hvað ertu að gera núna? Eg er að telja tölur mínar og taldi ekki rétt, ég er að binda skóbönd mín og batt þau ekki rétt. Gott barn í kvöld heilagt er á morgun Bokki saf í brunni Bokki sat í brunni hafði blað í munni, hristi sína hringa, bað fugl að syngja. Grágæsamóðir! Ijáðu mér vængi, svo ég geti flogið ö ö Ö upp til himintungla. 1 unglið, tunglið taktu mig og bcrðu mig upp til skýja, þar situr hún móðir mín og kenrbir ull nýja. Þar sitja Jónar, skafa gullprjóna, Þar sitja sveinar, skafa gullteina. Þar sitja nunnur, skafa gulltunnur. Þar sitja Ereyjur, skafa gulltreyjur, Þar sitja karlar, skafa gulldalla. Þar sitja systur, skafa gullkistur. Þar sitja mágar, skafa gulltágar. Þar situr faðir minn og skcfur gullhattinn sínn. Þar sitja fleiri og skafa gull með eíri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.