Þjóðviljinn - 01.03.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.03.1953, Blaðsíða 1
< < Björn Þorsteins- son sagnfræðingnr verðui; í kfösri fyrir Sós- íalistaiiokhinn í ¥©sSuk- Húnavatnssýslu mmmrn Sunnudagur 1. marz 1953 — 18. árgangur 50. tölublað Uppreisnarástand í Iran Mannfjöldi á götum Teheran hyllir keisarann - Mossadegh flýr hibýli sin Heita má aö' uppreisnarástand ríkti í gær í Teheran, höfuöborg Irans. Mannfjöldi fór um götumar og komið hafði til blóðugra árekstra við herlið. Bjöm Þorsteinsson, sagn- fræðingur, verður frambjócandi Sósíalistaflokksins í Vestur- Húnavatnssýsiu við Alþingis- kosningarnar í sumar. Bjöm Þorsteinsson er fædd- ur 1918. Hann er ættaður úr Húnavatnssýslu en ólst upp á Rangárvöllum. Hann las utan skóla við Menntaskólann í Reykjavik og lauk stúdents- prófi árið 1941; hóf síðan nám í íslenzkum fræðum við Há- skóla Islands og tók kandidats- próf þaðan árið 1947. Árin 1948 og 1949 stundaði Björn framhaldsnám við há- skólann í London. iBjörn er nú formaður Rangæingafélagsins í Reykjavík og Félags íslenzkra fræða. Hann er kenoari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Fá þeir að veiða á helgidögum? Færeyska blaðið 14. septem- ber skýrir frá því, að norsk fiskimannasamtök hafi lagt til við Stórþingið, að felld verði úr lögum þau ákvæði sem banna veiðar á helgidögum, eða a.m.k. verði gerð undanþága á vertíð- inni sem nú stendur. Ástæðan ér sú, að illa hefur gengið á síldarvertíðinni að undanförnu. Balkanbandalag I gær var undirritaður í An- kara bandalagssamningur milli Grikklands, Júgóslavíu og Tyrklands. Heita ríkisstjómirn- ar hver annarri þar vináttu og samstarfi. — Utanríkisráðherr- amir munu finnast ekki sjaldn- ar en einu sinni á ári til að bera saman ráð sín og viðræ'ð- ur um'hernaðarsamvinnu verða teknar upp milli herráðanna. Þegar sú fregn barst út ár- degis í gær að keisari Irans hefði ákveðið að leggja af stað til útlanda í gærkvöid og dvelja erlendis um óákveðinn tíma tók fólk að streyma til keis- arahallarinnar. Var hrópa'ð: „Við viljum jekki að keis- arinn fari“. Aðför að Mossadegh Þegar gengið hafði á hróp- um þessiun lengi dags ávarp- aði keisarinn fólkið úr höilinni. Kvaðst hann hafa ákvéðið að láta að óskum þess og hætta við heilsubótar- og pílagríms- för úr landi fyrst um sinn. Við þessi málalok lagði margt manna leið sina til bústaðar Mossadegh forsætisráðherra, er talið var að reynt hefði að knýja keisarann til að fara úr landi. Jeppa var ekið á vörðinn við forsætisráðherra- bústaðinn en hann var stöðvað- ur og meiddust þrír menn. — Mossadegh og utanríkisráð- herra hans, Fatemi, höfðu flúið úr húsinu þegar mannsöfnuður- inn birtist og leituðu hæ-lis í næsta húsi, sem er í eigu bandarísks fyrirtækis. Blóðugur bardagi Herlið fjölmennt fór í vél- byssuvögnum um götur Te- heran og þegar kvöldaði ukust árekstrar milli þess og borgar- manna. Skutu hermennimir af byssum sínum og beittu byssu- stingjum. Einn maður að minnsta kosti féll og margir særðust. Velt var brunabílum, sem nota átti til að dreifa hóp- um manna. Fremstir í flokki keisara- sinna en óvina Mossadegh fóm áhangendur trúarleiðtogans Ka- shani. Ræða sókn í Kóreu Fréttaritari bandarísku frétta- stofunnar United Press skýrði frá því í gær að Eisenhower forseti hefði stefnt James Van Fleet, sem ný- lega lét af yf- irstjórn land hers • Banda- ríkjanna í Kó- reu, til fund- ar við sig Hvíta húsinu. Einnig hefur' hann boðað Marshall fyrr- verandi her- ráðsforseta, utam'ikisráðherra og landvarna- ráðherra, og Bradley, núver- andi herráðsforseta, til að taka þátt í viðræðunum. Þegar Van Fleet lét af herstjóm skýrðu bandarískir bláðamenn í Kórer frá þwí að hann hefði undir- búið áætlun um nýja sókn af Van Fleet, Sjang bítur í skjaldar- rendur Sjang Kaisék liélt ræðu á Taivan í gær. Sagði Sjang aö á þessu ári yrði að Ijúka undirbúningi að landgöngu á meginland Kína en til þess að svo mætti verðá yrðu menn hans að leggja fram alla krafta sína. /£. F. R. Málfundur verður á mánu- dagskvöld kl. 8.30 í salnum á Þórsgötu 1. Umræðuefni: Verkalýðs- mál. Frummælandi Lárus Bjarnfreðssori. Mætið stundvíslenga. Einsteínuakstur um Bankastræti? Á fundi bæjarráðs 27. þm. var lögð fram fundargerð um- ferðanefndar þar sem lagt er til að tekimi verði upp ein- stefnuakstur í Bankastræti, þ.e. bifreiðinn verði aðeins leyfi- legt að aká frá austri til vesturs milii Ingólfsstrætis og Lækjargötu. — Bæjarráð sam- þykkti áð mæla með þessari breytingu við bæjarstjórn. Evrópuherínn: Hver hönd- in upp á móti annarri Frakkar óttast að Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn steypi Evrópu út í stríð, segir brezkt íhaldsblað Eining sú um stofnun Vestur-Evrópuhers, sem látiö var í veöri vaka aö náöst hefði á ráherrafundinum í Róm í síöustu viku, er iþegar farin veg allrar veraldar. Fundinn í Róm sátu utan- ríkisráðherrar þeirra landa, sem stendur til að gerist að- ilar að Vestur-Evrópuhernum. Var tilkynnt eftir fundinn að unnið yrði að því að fá samn- inginn um herstofnunina full- giltan eins og hann er en á- kvörðua um viðauka, sem Frakkiandsstjórn vill gera við samninginn, frestað. Bidault og Adenauer ósammála. f gær sagði Bidault, utan- ríkisráðherra Frakklands, við blaðamenn, að franska þingið Njósnara fyrir skæruíiðaforingja língverska ríkisstjórnin býður Bretlandsstjórn að skipta á íöngum Skýrt var frá því í London í gær að ungverska stjórnin hefði fyrir nokkrum vikum boðið brezka sendiherranum í Búda- pest að láta lausan brezka kaupsýslumanninn Edgar Saunders í skiptum %yrir kín- versku stúlkuna Lí Lentæ, sem dæmd hefur verið til dauða á Malakkaskaga. Saunders var dæmdur í þrett- án ára fangelsi fyrir þrem ár- um fyrir njósnir og skemmdar- verk. Bretar telja að Lí sé ein af æðstu foringjum skæruliða- hers sjálfstæðishreyfingar Mal- akkabúa en hafa. ekki getað sannað það á hana. Hún var þá ákærð fyrir að hafa í fórum sínuni handsprengju. Sajtmanir voru mjög vafasamar og var tvisvar fyrirskipuð uppíaka málsins á nýjan leik. Þriðji dómstóllinn dæmdi liana tií dauða, þó elíki einróma. Af niu dómurum, sem fjölluðu um mál liennar á Malakkaskaga, hafa fjórir viljað sýkna hana. llæstiréttur brezka lieimsveldis- ins hefur neitaá að endurskoða dómimi. Yfir GO þingmenn á brezka þinginu hafa skorað á Lyttleton nýlendumálaráðliena að náða Li. Brezka utanrikisráðuneytið tilkynnti í gær að tilboð Ung- verja væri í vandlegri yfirveg- un. Adenauer Bidault myndi ekki fást til að stað- festa Evrópuherssamn. nema gerðar væru á honum breyting- ar og víst væri að viðaukar Frakka yrðu teknar til greina. Þegar Adenauer, forsætis- og utanríkisráðherra Vestur-Þýzka lands, kom heim til Bonn í gær frá Róm, voru honum hermd orð Bidault. Hann kvaðst ekki trúa því, að Frakkinn hefði látið sér slíkt um munn fara en hvað sem því liði kæmi ekki til mála að gera breytingar á samningnum. Vaxandí andstaða. Brezku stjórnmálavikuritun- um verður í gær tiðrætt um framtíðarhorfur Vestur-Evrópu hersins. Öháða borgarablaðið Econoniist segir að ekki sé sjá- anlegt hvernig Bidault ætli að fá hersamninginn fullgiltan á fi’anska þinginu, andstaða gegn honum magnist stöðugt. íhaldsblaðið Time and Tide telur að Frakkar séu komnir á þá skoðun að landvinningakröf- ur Þjóðverja í austurVeg og bardagafýsi Bandaríkjamanna ikunni að ýta livort imdir ann- að svo að látið verði til skarar skríða gegn Austurveldunum þegar Vestur-Þýzkaland hafi verið hervætt og fái Frakkar þar engu um að ráða. Sameinaiir verktakar brjóta líiDkkunnnl Deildafundir annað kvöld Fundir verða annað kvöld öllum deildum Sósíalistafélags Reykjavíkur á venjulegum stöðum. Áríðandi að félagar fjölmcnni. — Stjórnin. Sameinaðir verktákar á Kefla-'! víkurflugvelli hafa nú tekið upp það háttalag að brjóta samninga á vei'kamönnum. -— Samkv. samningi eiga verka- menn að fá gi-eiddar tvær vinnustundir ef vinna fellur niður vegna óveðurs, sé það ekki tilkynnt í vinnutima að svo verði. Þann 23. þm. var vinnu hætt á hádegi af þeim sökum, en ekkert tilkynnt um það fyrr en i matartímanum. Menn úr Höfnum, Sandgcrði ofl. sem ekki íá mat sinn á flugvell- inum, mættu þvi aftur til vinnunnar og vissu ekki annað en hún héldi áfram. Verkamennirnir fengu ekki greiddar -hinar umsömdu tvær vinnustundir og hafa ekki get- að fengið þetta leiðrótt. Eru þeir að vonum óánægðir og i munu ekki hvika frá rétti sin- [ um í þessu máli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.