Þjóðviljinn - 15.03.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Simnudagur 15. maxz 1953
JUÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraidsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sxmi 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 -
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljaiie h.f.
Þjóðbúningur og frsðfiskur
Meöan bandariski ráö'herrann Valdimar Bjömsson
avaldist hér birtist daglega viö hann viötal í Tímanum.
Dillaöi blaðið ákaflega rófunni framaní þennan vestræna
valdamann og sparaði engin orö til aö mikla hann og dá-
sama: „Valdimar Björnsson er alltaf sami trausti íslend-
ingurinn í sjón og raun, þó að hann sé jafnframt traustui
og vel metinn Bandaríkjamaður. Það leynir sér ekki, aö
taugar hans liggja neim til gamla Fróns, og hann gæti eins
vel verið stórbóndi ofan úr dölum íslands, eins og fjár-
málaráöhepra Bandaríkjafylkis, ef ókunnugur mætti þess-
um þrekvaxna manni á götunni;.“ Daginn sem Valdimar
iór heim til sín átt: síðasta viðtalið sér stáð, og kom báð-
um, bandaríska ráðherranum og blaðamanni Tímans,
saman um að íslendingseölið væri alltaf jafn sterkt í
Vesturíslendingum. Því til sönnunar sagði í'áðherrann of-
urlitla sögu:
,,Tvær íslenzkar konur fundu upp snjallt auglýsinga-
bragð á dögunum, þegar þær áttu að sýna íslenzka þjóð-
búninginn í sjónvarpi. Sýndu þær skautbúning og upphlut
góða stirnd í sjónvarpinu, en drógu síðan upp úr pilsvös-
mn sínum tvo fiskpakka í fallegum umbúðum og sýndu
merkin á þeim og lýstu innihaldtinu, sem var lrraðfrystur
íslenzkur fiskur. Frú Svana er kona Tryggva, sem er bróð-
ir hans Binna hjá símanum.“
Svona sterkt er íslendingseðlið í Vesturíslendingum, og
blaöamaður Tímans er ekki síður hrifinn en bandaríski
ráðherrann. Hann segir frá þessari nýstárlegu þjóðrækni
undir þriggja dálka fyrirsögn: „Fundu ráö til að kynna
íslenzkan fisk: Tóku íiskpakka úr pilsvasa þjóðbúning-
anna og sýndu í sjónvarpi."
En þrátt fyrir þessa hi’ifningu blaðamannsins og ráö-
heri'ans er hætt viö að venjulegir íslendingar fyllist öörum
kenndum. íslenzka þjóðbúningnum fylgir virðing, í hug-
um flesti-a hefur hann á sér blæ Fjallkonu þeirrar sem er
ímynd íslands, þær konur sem klæðast honum eru hluti
af íslenzkum metnaði og eðlilegu stolti frjálsborinnar
þjóðar. En engar slíkar hugsanir lifa meö Valdimari
Björnssyni og blaöamanni Tímans. í þein’a augum er
þjóðbúningurinn aðeins auglýsingabi'ellá til þess að vekja
athygli á freöfiski. Og þegar Svana, kona Tryggva, bróð'ur
Binna dreigur freöfiskinn upp úr pilsvasa sínum í banda-
risku sjónvai'pi opnast lcks augu þeirra fyrir því að þjóö-
búningurinn kunni aö hafa einhverju hlutverki að gegna
í vestrænum heimi.
Og þetta er raunar góð mynd af „íslendingseöli“ þess-
ara manna. Öll önnur séi’kenni þjóöarinnar munu þeir
meta á sama hátt, bókmenntir, tungu og sögu; allt eru
þetta skringileg fyrii'bæi’i ssm í bezta lagi væri hægt áö
nota til áð auglýsa freðýsu á sléttum Bandaríkjanna. Og
þótt ísland verði algeclega innlimað í hið vestræna stór-
veldi geta þessi isérkenni eitthvaö skrimt eins og þjóö-
búningui’inn sem Svana, kona Tiyggva, bróöur Binna,
notar til að geyma í freðfiskinn sinn.
Þtign um stórmál
Enn hefur ekkei’t heyrzt frá ríkisstjói’ninni um orðsend-
ingu þá sem hún fékk frá Bretum í janúarmánuði út af
landhelgismálunum. Ekki hefur ríkisstjórnin heldur feng-
izt til þess að gera neina skiljanlega grein fyrir því, hvers
vegna þagaö er um efni þessarar orösendingar meöan
aði’ar eru birtar viöstöðulaust. En ástæðan getur ekki vei’-
ið önnur en sú að í orðsendingunni standi eitthvaö þaö
sem óþægilegt sé fyrir ríkisstjórnina og marxnorð hennai’
meðal íslendinga. Nú veit ríkisstjói’nin fullvel að þögn
hennar kemur á ki*eik hverskyns oi’Örómi, og sjaldan er
slíkur orðrómur skárri en staðreyndimar sjálfax*. Þó virö-
ist ríkisstjórnin telja sér almannaróm sýnu hagstæðari. en
staðreyndirnar í þessu máli. Má þá næi’rí geta að þær eru
ekki frýnilegar.
Smiður Framsóknarflokksm
s
Efnahagslíf íslendinga hefur
sém kunmxgt er mótazt af
miklum þrengingum nú um
alllangt skeið. Sú atvirmu-
grein er ófundin sem talin er
svara kostnaði; öll útgerð er
á vonarvöl, verzlunarstéttin
ber sér af miklu kappi, iðn-
rekendur segjast vera að taka
ándvörpin, oxf hörmungar
bænda eru sárari en tárum
taki. Mikið hefur verið rætt
og ritað um þessa óáran í at-
vinnulífinu, og eru flestir á
einu máli um það hvar meins-
ins sé að leita: allt stafar
þetta af heimtufrekju verka-
lýðsins; hann gerir þær kröf-
ur til lífsins að ekkert fær
undir staðið. Foráttulærðir
hagfræðingar hafa fært að
þessu hin igildustu rök; Tím-
inn hefur sýnt að framtíð ís-
lenzks landbúnaðar sé háð því
að þeir menn sem landbúnað-
arvörur kaupa hafi sem
’minnst íé handa á milli,
iMorgunblaðið hefur siannað
að frjáls atvinnurekstur í bæj
um standi og falli með sömu
skilmálum, og Alþýðublaðið
hefur rakið hvernig vei’ka-
lýðnum sjálfum sé fyrir beztu
iað kaup hans hækki ekki.
Hafa þessar kenningar verið
þeim mun áhrifaríkari sem
aðstandgndur blaðanpa eru
kunnir að því að stilla tekj-
um sínum mjög í hóf, þótt
þeir hlaði síg störfum af ó-
venjulegri fórnfýsi.
□
Þrátt fyrir þetta hafa þess-
ar merku kenningar ekki
fundið þann hljómgrunn sem
skyldi, og er það sök komra-
únista sem vinna að því sam-
kvæmt erlendum fyrirmælum
að leggja allt atvinnuiíf lands-
ins í rúst. En nú standa þó
loks vonir til -að upp sé að
renna nýtt tímabil: það er
risinn upp spámaður, fyrir-
mynd allrar alþýðu í lífi sínu
oig starfi. Blað foi’sætisráð-
herrans flutti almenningi þessi
einstæðu gleðitíðindi sem að-
alfrétt á forsíðu 6. marz s.. 1.
og hófst frásögnin á þess-a
leið: „Undir Eyjafjöllum starf-
ar maður, sem byggðarlagið
er ekki í lítilli þakkarskuld
við og kallast má næsta ólík-
ur flestum öðrum á þessum
tímum, þegar þoi’ri manna er
í sífelldu kapphlaupi eftir
sem mestum tekjum og fljót-
gripnustum. Það er húsa-
smiður, er unnið hefur þar
undanfarin ár og vill ekki
þiggja hæri’a kaup en þrjár
krónur á dag.“
□
Það er ekki að undra þótt
Tíminn sé hx’ifinn að hafa
loks fundið mann sem kann
að verðleggja störf sín af hóf-
semi meðan aðrir eru „í sí-
felldu kapphlaupi eftir sem
mestum tekjum.“ Og ekki
spillir það að aðrir eiginleik-
ar þessa ágæta xnanns eru i
samræmi við kaupið. Það er
alkunna að íslenzkur verka-
lýður igerir ekki .aðeins ó-
hemjulegar kaupkröfur, held-
iur er hann hyskinn við störf
sín; fæst. ekki til gð vinna
nema átta tíma á dag sex
daga vikunnar fyrir venju-
legt kaup. En hinn nýi verk-
lýðsleiðtogi undir Eyjafjöllum
hefur -annan hátt á. Frásögn
Tímans heldur áfram: „Ekki
slær þessi óvenjulegi maður
þó slöku við. Hann er venju-
lega kominn til vinnu klukk-
an sex iað moi'gni og vinnur
langt fram á kvöld, stundum
jafnvel framundir miðnætti,
og sækir öll sín störf af
kappi. Ekki er þó vinnukappi
hans að fullu lýst með þessu.
Hann vinnur einnig alla
sunnudaga og helgidaga, nema
um jólin, þá hvílist hann einn
dag. Þanmg hefur hann starf-
að i allmörg ár, allt frá því
nann kom austur undir Eyj.a-
fjöll, en áður hafði hann
starfað í Revkjavík, en ætt-
aður mun hann vera vestan
úr Bolungarvík."
. □ •'
Þótt blaðinu láist að geta
þess hversu lengi þessi smið-
ur Framsóknarflokksins unir
við mat og drykk, má -ganga
að því sem vísu að hann tefji
ekki tímann við þá iðju, er.da,
ekki • íburðarmikil fæða eða
þung í maga sem hægt er að
kaupa fyrir þi’jár kx-ónur á
dag, ekki sízt ef einnig þarf
að greiða húsaskjól af þeirri
upphæð. Það munu því vart
ýkjur að vinnutími hans sé
fimmtán stundir á dag að
jafnaði, og kaupið þannig 20
iaurar um tímann, Enda fær
hann að launum þá umbun sem
hann verðskuldar. Hinn kröfu-
harði verkalýð.ur verður lang-
tímum saman að eigra um
atvinnulaus, en smiður Fram-
, sóknarflokksins sker upp á-
vexti hófsemi sinnar: „Þó að
smiður þessi vinni svo til ein-
vörðungu undir Eyjafjöllum
og lxafi lítið sem ekki farið
út fyrir sveitirnar þar, hefur
hann ærið að gera og meira
en hann annar með sínum
löngu vinnudögum og fáu
hvíldarstundum. Mun vera bú-
ið að fala hann þar til bygg-
ingarstarfa og smíða mörg
misseri frsm í tímann.“
□
Þannig sagðist Tímanum
frá og mikil var gleði blaðs-
ins yfir því að loks hefði upp-
tendrazt maður til að meta að
verðleikum kenningar lærðra
riagfræðinga og ábyrgra stjórn
xtíálamanna, enda ekki að efa
að mörgum lesandanum hefur
hlýnað um hjartaræturnar við
að kynnast þessum nýja leið-
töga vinnandi alþýðu. Ekki
Sízt mun bændum Framsókn-
arflokksins hafa létt, enda
þurfa þeir ekki að hafa mikl-
ar áhyggjur af lafurðasölu
sinni þegar hið nýja fardæmi
hefur verið tekið upp. Og
ekki eru óglæsilegri viðbrigð-
in sem blasa við stoðum þjóð-
félagsins í 'bæjum, kaupsýslu-
mönnum og iðnrekendum.
, □ .
Allt er þetta þeim mun á-
nægjulegra sem nú eru að
verða þáttaskil .í íslenzku at- ••
vinnulífi. Hingað til hefur
það verið helzta iðja íslend-
iniga að draga fisk úr sjó,
huga að búsmala og vinna
önnur hversdagsleg störf sem
æra upp í fólki kröfusýki.
En nú hefur þjóðin fengið ,,
tækifæri til að vinna í þágu ,,
vestrænnar menningar, fyrir
lýðræði, mannréttindum og
frelsi. Hafa nú þeigar meira
en þrjár þúsundir manna ver- “
ið fluttar suður á Keflavíkur-
flugvöll til þess að starfa í
þágu hugsjónanna, og ó.taldar
þúsundir munu bætast við á
næstunni, enda fór það sem
betur fer saman að hugsjón-
ixnar fengu hér fótfestú í
þann mund sem hinir fornu
atvinnuvegir í'iðuðu til fialls.
Hefur það lað vonum verið
brýnt fyrir mönnum að það
komi illa heim við hugsjón-
irnar föigru að, gera kaup-
kröfur, enda hefur talsvert á-
unnizt á því sviði. íslenzkur ..
verkamaður hefur nú t. d.
0,89 dollara á klukkustund, á
sama tíma og bandarískir
verkamenn hafa 2,10 dollara,
én þeir höfðu jafnhátt kaup
1947. En betur má ef duga
skal í baráttunni gegn kúgun
þeirri sem vofir yfir ve'-træn-
um heimi, og væntanlega
verður þess ekki langt að bíða
að almennt verið farið eftir
kauptaxta þeim sem §miður
Framsóknarflokksins starfar
eftir og að vinnutími hans
verði öðrum fyrirmynd. Þá
verður sælt .að hvíla sig um
jólin.
□
fslendingar eru ekki einir
um að vinna í þágu göfugra
hugsjóna, aðrar nýlenduþjóðir
hafa lengi unnið hin fómfús-
ustu störf í þágu vestursins
og verið fyrirmyndir um kaup
greiðslur og vinnutíma. Hefur
ein af stofnunum samein.iðu
þjóðanna reiknað út að hver
innborinn maður í þessum
Jöndum þiggi að jafnaði 1350
kr. í kaup á ári. Smiður
Framsóknarflokksins lætur
sér hins vegar nægja 1092 kr.
á ári og þrernur krónum bet-
ur þegar hlaupár er. Fordæmi
hans má þannig kallast heims-
sögulegur viðburður, og ef fs-
lendingar fylgdu því hlytu
þeir heiðurssess meðal þessara
hófsömu þjóða. Mundi þá "
aukast hróður þeirra manna
sem af mlkilli framsýni hafa
brýnt fyrir íslendingum hóf í
kröfumpg vinnusemi og verða
nú eflaust fyrstir til að sýna
trú sína í verki þegar smiður
Fr.amsóknar-
flokksins hef-
ur brotið ís-
inn.