Þjóðviljinn - 17.03.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1953, Blaðsíða 4
’4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 17. marz 1953 I samfélagi heilagra Smábréf til sér Jóhanns Hannessonar „krisniboða“ Á sunnudaginn flutti nýi ut- varpsstjórirm fyrsta ávarp sitt til hlustenda. Það var þaegi- legt á að hlýða og gleðilegt með köflum. Það tel ég mikið fagnaðarefni, að útvarpsstjóri sjálfur er með í því að semja drög að útvarpsdagskránni, sem síðar er lögð fyrir útvarpsráð til samþykktar. Ég er ekki í vafa um iákvæðan árangur, þegar svo siðmenntaður og borgaralega sómakær maður sem ViLhjálmur Þ. Gíslason leggur grundvöll að áætlun þess, sem okkur hlustendum er boðið. Liðin vika 'gaf líka góð fyrir- heit. ’GÍæpasagan er horfin, en klassiskar menntir komnar í hennar stað, á mánudag og föstudag komu íslendingaþætt- ir, og á föstudaginn fengum við að því loknu kynningu á kvart- ettum Beethovens. Miðviku- dagskvöldið hafði aftur á móti ekkert að bjóða nema föstu- messu hjá séra Sigurjóni og Sturlu í Vogum. Það eru sann- arlegir fösturéttir. Mikið mundi það gleðja mitt hjarta, ef ég mætti þakka það orðum mínum fyrir tveim vikum, að fornbók- menntir okkar eru komnar í stað glæpasögunnar. Og þó væri það enn gleðilegra, ef ábendinig mín hefði vérið ó- þörf og ósk mín hefði þegar verið fædd sem ákvörðun í brjósti útvarpsstjóra, áður en mín fróma ósk komst í dagsins ljós. Kvöldvakan á föstudagiiin stóð mjög að baki kvöldvöku Búnaðarfélagsins og hafði þó til síns ágætis nokkuð. Pétur Sigurðsson hefur til að bera mikinn fræðimannlegan virðu- leik, sem bætir mikið upp skort hans á dramatíska sviðinu. Frú Margrét Jórisdóttir segir vel frá og hefur sérlega góða fram- sögn fyrir útvarp. Draumsaga hennar um Bjarna Thorarensen er ekta íslenzk draumsaga, aftur á móti var sagan af Árna frá Valbjamarvöllum engin draumsaga, heldur ein af okkar allra ósmekklegustu drauga- sögum. Séra Jóhann Hannes- son ségir skemmtiiega sögur frá hinu ókunna austri, en mikið spillir frásögn hans þessi eilífa móðursýki hans út í Rússann og kommúnismann. Hann þarf Hka að gæta sín gagnvart móð- f urmálinu, og hann ætti að láta góðan mann yfirfara erindi sín málsins vegna. Það er slæmt í vel sömdu erindi að segja um eitt barn, að það hafi „smogið sér niður í laugina“. Þá var það kærkomið að fá kvæði eftir Davíð, lesin á hreinan og látlausan hátt. Davíð er þjóð- legt ljóðskáld og ljóð hans eiga ekki annars staðar betur heiiria en á íslenzkri kvöldvöku. Hér- aðakórarnir með lög héraðsbúa voru lika á sínum stað á kvöldvökunni. En svo eru hlutir, sem ég vil vinsamlega benda Vilhjálmi útvarpsstjóra á, að mjög nauð- synlegt er að ráða bót á. Af- staða útvarpsins til alþjóðlegra mála er fyrir neðan allar hell- ur, mótast algerlega af aum- ingjaskap, móðursýki og srnekk- leysi. Móðursýkin opinberaðist átakanlega í erindi Um daginn og veginn og Frá útlöndum. f fyrri viku dó maður á áttræðis- aldri austur í Rússlandi. Lát þessa heimsfræga manns hefur tröllriðið svo blaðaheim auð- valdsins, að engu lagi er líkt. Og undir þeirri tröllriðu liggur stud. theol. Thorölf Smith, svo að hann minnist ekki, að neitt hafi gerzt á íslandi í seinni tið eða um neitt sé talað á Islandi annað en fráfall Stalíns viku eftir dauða hans. Hinar hláleg- ustu bollaleggingar um Stalín og stjórnarfar í Rússlandi. Stalín var ekki aðeins einvald- ur í Rússlandi, um allan heim réð hann því, hvar friður var og hvar barizt. Þetta er meira en þvættingur, þetta er sálar- sýki, komplex. Axel Thorstein- son man heldur ekki eftir nein- um tíoindum af alþjóðavett- vangi öðrum en dauða Stalíns. O.g upp úr honum vella bolla- leggingar kapítalska frétta- heimsins um væntanlega upp- reisn Kínverja gegn Malenkoff, kröfu Maós hins kínverska um að verða nú talinn mestur allra kommúnista um iallan heim o. s. frv., o. s. frv. endalaust, með- an tíminn endist. Nú er augljóst, að þótt fréttastofunni sé skipað að taka aðalfréttimar frá Lund- únum, þá er engin leið iað taka allt, og þá ætti að mega vinza úr mestu vitleysurnar og smekkleysurnar. En það er ekki að sjá að fréttastofan hafi minstu tilhneigingu til persónu- legs mats á því, sem fyrir eyru ■ber. Ef einhver úti segir ein- hverja endemisvitleysu, þá er eins og það sé talið sjálfsagt að láta íslenzka útvarpshlust- endur heyra það. í almennum fréttatíma var einu sinni birt umsögn erlends blaðs um nýju stjórnina í Rússlandi. Og þar er það fullyrt, að nú hafi gömlu bolsévikarnir tekið ýöldin af þeim yngri, sem Stalín hafði verið að reyna að tosa upp síð- ustu æviárin, og það er nefnt sem dæmi, að nú hafi Molotoff verið færður niður fyrir Bería. Þá veit maður það, að Molotoff er einn af yngri kynslóðinni í Rússlandi! Og svo dóin askapurinn og skortur á öllum mannasiðum. í stjórnmálaforustu Bandaríkj- anna virðist mikið vera af dón- um. Þar er einn sem Dulles nefnist. Þegar Stalín deyr, þá segir þessi Dulles rétt til svona, iað nú hijóti Bandaríkjamenn að standa betur að vígi í kalda stríðinu, fyrst Stalin er dauður. Þetta er meiri dónaskapur en íslenzkir stjómmálamenn hafa leyft sér, og er þá mikið saigt. Sumir þóttu ekkert sérstaklega smekklegir í sambandi við frá- fall Sigfúsar Sigurhjartarsonar í fyrra, en enginn sagði þó: „Þá ætti okkur nú að fara að iganga betur, fyrst Sigfús er dauður.“ Svona grófur dóna- skapur er ekki til í íslenzku stjórnmálalífi og líklega ekki í stjórnmálalífi nokkurrar þjóðar nema Bandaríkjanna. En við ísiendingar stöndum þó svo framarlega í stjórnmálalegum dónaskap, að það er alger ó- þarfi að birta svo dónalegar fréttir, að þær hljóti að ganga fram af öllum þorra íslendinga. Og að lokum er ekki hægt að þegja um það, sem yfir- Framhald á 11. síðu. Þér látið Morgunblaðið birta viðtal við yður enn á ný s. 1. sunnudag. Þa'ð er ein setn- ing í því viðtali — eða skila- boðum —• sem er tiiefni þessa bréfstúfs. Þér eruð að útmála þrá yðar og viðleitni eftir því að efla mikilvægasta málið, kristin- dóminn í fríi yðar hér á Is- landi. Um þá viðleitni segið þér þessi merkilegu orð: „Hefur samband mitt - við blaðamenn að ýmsu leyti verið skemmtilegra en sam- band við prestana.“ Nú er það vitáð, að þessir sambandsmenn yðar eru frá Morgunblaðinu, Tímanum, Visi og sennilega Alþýðublað- ífl yl-/fv&ro6«V Af hverju er Rússaníðið svona skefjalaust og hávært í Morg- unblaðinu? Hver er sálfræði- lega skýringin á því? Af hverju var Alþýðublaðið aldrei annað en Rússaníð í tíð Stefáns Péturssonar? Af því Stefán fann til þess að hann hafði sjálfur brugðizt sósíalism- anum og varð því að öskra svona hátt til að yfirgnæfa ásak- anir samvizku sinnar? Það kvað vera Sigurður Bjarnason, sem æpir hæst um Rússa í Morgunblaðinu nú. Pilt- urinn sá hélt ræðu gegn her- stöðvakröfum Ameríkana 1. des- ember 1945 og sagði m. a.: „íslendingar eiga ekki að leigja neinu erlendu ríki hernaðar- bækistöðvar í landi sínu. Slíkt getur engin þjóð gert, sem ann sóma sínuin og frelsi.“ Af hverju öskrar hann svona liátt núna? Af því nú er hon- um að fullu orðið ljóst, að hann hefur svikið „sóma og frelsi“ þjóðariimar, ofurselt land sitt ógnarvaldi um ófyrirsjáan- legan tíma. Þess.vegna öskrar liann svo liátt til þess að reyna að yfirgnæfa ásakanir þess litla af samvizku, sem enn er eftir í honum. En það hjálpar ekkert, þó þeir öskri enn meira. „Týnd er æra, töpuð sál . . . “ inu, en það blað hefi ég ekki séð. Enn er tvennt almenn- ingi hér alveg ljóst: Annað er þáð, að pólitískir frétta- ritarar nefndra blaða, em ekki beinlínis viðurkenndir neinir sannleikspostular. — Minnsta kosti þekki ég ekki neinn svo gamansaman mann, að hann haldi slíku fram. Það er fullkomlega viður- kennt af öllum — blaðamönn- unum sjálfum líka — að póli- tík okkar íslendinga sé reifuð yfirleitt af ruddaskap, per- sónulegri illkvittni, stóryrð- um og harla lítilli almennrx sannleiksást. Þáð er og kunn- ugt, að ekkert er látið ónot- að í hinni pólitísku baráttu, sem verða mætti andstæðing til svívirðu, hvort sem satt er- eða logið. Hitt er ekki síður á vitor'ði alþjóðar, að íslenzkir prestar eru flestir sannleikselskandi prúðmenni, sem hafa megna. andúð á okkar ruddalegu; flokkapólitík, leiða hana hj;á sér og telja hana nokkurn veginn eins fjarlæga sann- leiks- og kærleiksboðun Krists, sem nokkuð getur ver- ið. Svo komið þér, séra Jóhann, segizt vera fullur áhuga á eflingu kristindómsins — líka meðan þér dveljið hér- lendis. _ En til að fullnægja þeim áhuga lýsið þér yfir, að þar sé sambandið við póli- tiska fréttasnata „skemmti- legra en samband við prest- ana.“ Þeir spara ekki heldur að notfæra sér þennan nýjá bandámann. Þér eruð stór- hveli á þessum rekafjörum. íslenzku préstarnir eru yfir- leitt ekki fáanlegir til að láta nota sig á þennan hátt. Þeir meta sannleiks- og kærleiks- boðun kristindómsins meir en ósvífna flokkapólitík. Hugsum okkur, séra Jóhann, þessa tvennskonar aðila, sém þér nefnið, standandi hvom andspænis öðrum: Öðrum megin eruð þér, séra Jóhann Framhald á 11. síðu. Rödd aí Suðurnesjum — Hvað mundi kaninn segja ef ..... . ÞAÐ VAR FINN morgun sem oftar, að fólksbifreiðarnar („bussamir", eins og þeir eru nefndír af innlendum og er- lendum á Suðurnesjum), höfðu fyllzt án þess að geta flutt a'lla Starfsmennina á réttum tíma upp á fiugvöll. Ég sagði, að það mundi kosta Hamiltonféiagið mikið að borga bið okkar eft- ir næsta ,buss“. „Hamiltonfélagið borgar ekk- ert fyrir bið okkar“, leiðrétti efnn verkamannanna. „Hvemig stendur á þvi?“ spurði ég. „Ég veit ekki, en þeir skipta sér ekkert af því“. „Mér dettur ekki í hug að gefa það eftir“, sajgði ég. „Þeir eiga að sjá okkur fyrir ferð- um, og þareð ég er tímanlega á stöðlinum .. .“ „Það þýðir ekki að taia um það“, sagði annar, „og ef þú vilt ekki sætta þig við þetta eins og það er, verður þú rek- jnn. Tíminn er tekinn frá þvi þú skrifar þig inn“. „Þrífist það aldrei, og gangi allt öndvert fyrir þeim“. „Vertu ekki að æsa þig upp“, sagði flokksstjórinn, sem kom að í þessu. „Hamiltonfélagið er ágætt. Það vill borga okkur fullt kaup, eða um 50 kronur um tímann eins og ameriskum verkamönnum. Hamiltonfélag- ið ér ágætt, en herinn aftrar því. Það er hernum að kenna“. „Þú lýgur því. Ég lief enga trú á þéssu Háinilton. Þeir líta niður á okkur ;og ég skal aldrei þeirra hundur vérða. Þeir brosa uppgerðarbrosi. Fari það í belvíti“. „Hamilton vill okkur vel. Þeir borga sem mest, en mega sín ekki fyrir hemum". „Já, þetta er alveg satt“, sagði anna. „Hamilton vill. okkur vel, en það má sín ekki fyrir hernum, eins og hann segir“. „Hvemig þá? Þið ljúgið“. „Hamilton fær prósentur af því sem það kostar til fram- kvæmda sinna. Og eftir því sem það borgar meira, þéna þeir meira. En herinn hefur miður góð áhrif. Mér likar það ekki hjá hernum". Flestir hlógu, en flokksstjórinn sneri ser að mér: „Þú ert bara .argasti kommúnisti". Eftir þetta fór ég að hugleiða margt. Mér bjó ávallt þungt í huga, og ég er alltaf hræddur á ameríska hernámssvæðinu. Svo var og um marga. „Ég er hræddur, og um mig fara ónot við .að finna niður- lægingu þjóðarinnar i orðum og látbragði einstakra íslend- inga, er þeir bland.a ,geði við hina erlendu. Það eru svo margir hálfíslenzkir hér. Ég er hfæddur ...“ Þannig fcala íslendingar al- mennt. En ég fór að hugleiða hverjar afleiðingar hlyfcust af iað tala frjálst við hina amerísku. Þeir segja: „Sósíalistar, Rússar“, og þeir bregða fingrinum á háls- inn. Mig langar að segja sem svo við amerískan: Hverju er að tapa, ef sósíal- ismi er valinn, en kapitalisma hafnað. Hversu hafa Banda- ríkjamenn pyndað þegna sína, t.d. svértingjia og þá sem ei eru igæddir kjafta- eða vefZlunar- til að geta afkastað nógsamlega á ritvélina, eru illa læsir eða ólæsir, óskrifandi, fatlaðir, veikir. . .? 'Eiga Ameríkumenn ekki bókmenntir, sem hafa beinlinis það markmið að svæfa dómgreind þegnanna? Hversu hafa þeir ekki verið forheimskaðir? Hvernig mundu þeir svara spurningunni: Bandaríski maður, fyrir hverju berst þú? Mundi hann svara: Fyrir frelsi mannkynsins, fyr- ir sósííalisma, fyrir Rússa, fyr- ir Bandaríkin, fyrir kapítal- ismann, fyrir sjálfan mig, konu mína og böm? Hvaða þjóð vill tortíma hinni ame- rísku? Hver vill drepa ame- ríska manninn, konu hans og böm? — Maður nokkur vinn- ur í verksmiðju og framleiðir byssur, sprengjur, skriðdreka, flugvélar o. fl. Hann getur heitið Dulles, og þessi Dulles, hann á Jíka blöð, sem segja, að maður einn úti í heimi sæk- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.