Þjóðviljinn - 17.03.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1953, Blaðsíða 7
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 17 marz 1953 þióoyiuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Sameinaðir stöndum vér Þaö' er engum efa bundiö aö ef íslenzka þjóðin hcföi veriö til kvödd aö segja álit sitt á hinum ýmsu stigum bandarískrar ásælr.i, heföi yfirgnæfandi meirihluti henn- ar hiundiö hinum erlenda yfirgangi. Þegar Keflavíkursamningurinn lá fyrir þingi blandaöist engum hugur um að meginþorri þjóöarinnar var honum andvígur. Sósíalistar báru þá fram tillögu *um þjóöar- atkvæöagreiðslu, en valdamennirnir þoröu ekki áö láta íslendinga sjálfa taka ákvaröanir um örlög sín og felldu f illöguna. Þegar mai'sjallsamningurinn var geröur var ekki einu finni haft fyrir því að kalla þing saman, en þá var samvizkan slík aö hernámsblöðin þorðu ekki einu sinni að birta lesendum sinum samninginn í heild, og þeir \ issu fullvel hvern hug þjóöin bar til þess samnings. Þegar íslendingar voru innlimaöir í Atlanzhafsbanda- lagskerfiö var andstaöa íslendinga haröari og víötækari en nokkru sinni fyrr. Cg enn sem fyrr sáu valdamennirn- ir þann kost vænstan aö fella allar tillögur um þjóðar- atkvæöagreiöslu; þeir vissu hver yröi afstaöa þjóðarinnar. Þegar loks landiö var hernumiö, þoröu hernámsflokk- rrnir fyrir enga muni aö kalla þing saman, heldur gengu frá landráðuniim á leynifundum í trássi viö á- kvæöi stjórnarskrárinnar. Og þjóöin fékk ekkert að vita íyrr en herinn var korninn á land. Þjóöin hefur veriö andvíg allri þessari stefnu, og and- staöa hennar hefur harðnað eftir þá reynslu sem fengin er af hinu nýja hernámi og afleiöingum þess. Sú skoö- un hefur oröiö æ almennari að nú verði aö nota kosn- mgarnar í sumar ti1 þess aö gera upp viö hernáms- flokkana alla. Ráöamennimir gera sér hins vegar vonir rm að þeir geti eins og í síðustu kosningum beitt sínu skæðasta vopni: sundrungunni. Andstæöingar hernáms- ins hafa taliö sig til ailra flokka; í þeim hópi hafa verið allir fylgismenn Sósíaiistaflokksins og verulegur hluti af fylgjendum hernámsitokkanna þriggja. Þaö er mjög margt ssm skilur þennan sundurleita hóp á ýmsum sviö- um þjóðlífsins, og baö er sá ágreiningur sem valdamenn- irnir npta til þess aö sundra liöinu. Þeir brýna fyrir fólki þaö sem skilur. jafnt raunverulegt sem ímyndaö, þar til þaö er orðið ri.kara hinu sem sameinar. Og þegar þeir eru búnir að sundra andstööunni á þennan hátt er markinu náö og þeir geta haldiö áfram aö hafa af þjóöinni allt það sem henni er dýrmætast. - Aldrei hefur verið jr.ikilvægara en nú aö þessi sundr- ungarleikur takist ekk:; allir þjóöhollir íslendingar leggi áherzlu á það sem sameinar. Því árangursrík barátta gegn hernáminu er raunar forsenda þess aö íslending- ar geti deilt um hitt sem skilur eins og frjálsir menn. Sósíalistaflokkurmr. hefur Iagt áherzlu á þessi aug- ijósu sannindi 1 starfi sínu. í ávarpi því sem flokkurinn sendi frá sér fyrir nokkrum dögum sagði m.a.: „Sósíalistaflokkurinn mun að sínu leyti gæta þess vel, sð ekkert, scm skilur, og engar fyrri erjur standii í veg- inum fyrir sameiningu um hinn sameiginlega málstað vfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, allra góðra íslend- inga. Hann væntir hins sama af öllum öðrum aðilum. Hann treystir því að enginn. sem heils hugar vill berjast fyrir málstað þjóðar sinnar. geri þann óvinafagnað að stofna til sundrungar í fylkingum þjóðhollra íslendinga á ör- lagastund. Hann óskar að eiga hið allra fyrsta viðræður \ið alla þá aðila, scm vilja vinna að því að koma á fót þessari fylkingu á þann hátt, sem heppilegast þykir. Hahn er fús til að ræða og taka tiliit til allra sjónarmiða í þeim efnum og hann er staðráðinn í að láta öll þrengri flokkssjónarmið víkja fyrir sameiginlegum málstað“. Undir þetta sjónarmiö hljóta allir þeir aö taka sem vilja af góöum hug oiga þátt í hinni nýju sjálfstæöis- bai'áttu íslendinga. Öl! sundrung er aöeins unnin 1 þágu bernámsflokkanna og erlendra yfirboðara þeirra. Hitt ber öllum að gera sér Ijóst að nú verður reynt aö sundra af meira ofurkappi og slægð en nokkru sinni fyrr. Fyrirspurn fil Sósialistaflokksins Hvernig er hægt að koma á samvmriu öflugs stjómmálaflokks og þúsunda samtakalausra kjósenda sem vilja að Bandaríkjaher verði sendur heim? Þjóðviljan.um hefur borizt eftirfarandi „Fyrirspum, til Sósialist af lokksins". „Undanfarið hefur blað Sós- ialistaflokksins verið margort um viija sinn til samvinnu við þá íslendinga, sem eru ekki sósíalistar, en álíta samt brott- hvarf ameríska hersins mestu þjóðarnauðsynina. Það er eng- ínn vafi á því að mikill meiri- hluti íslenzku þjóðarinnar er andvígur erlendri hersetu i landinu, — en við erum ekki allir sósíalistar. Margir okkar eru illa settir hvað það snertir að við erum búnir að fá and- styggð á þe m flokkum, sem við höfum kosið hingað til, hins- vegar erum við ekki reiðubúnir að ganga Sósíalistaflokknum algjörlega á hönd, þótt við treystum fulikomlega heillyndi hans hvað það snertir að vinna að því að losa okkur við her- setupláguna Vill ekki Þjóð- viljinn vera svo góður að skýra það dálítið betur hvernig hann hugsar sér samvinnuna við þá fjölmörgu sem eru ekki sósíal- istar, en vildu fegnir stuðla að því að ameríski herinn yrði sendur heim til sín, með litlu þakklæti fyrir lánið. Samvinna milli öflugs póiitisks flokks og þúsunds samtakalausra kjósenda viðsvegar um land, er hægara sögð en igerð. Við kjósendur, sem eigum það :aðal- iega sameigir.legt með sósíalist- um að vilja frelsa föðurlandið úr höndum erlends hers, (sem menn er við treystum, en revndust föðurlandssvikarar, prettuðu inn á okkur), erum í miklum vanda staddir. Það kemur auðvitað elcjci til mála að við kjósum stjórnarflokk- ana sem hafa svikið okkur og föðurlandið í -tryggðum. Við höfum ímugust á Alþýðu- flokknum, sem við grunum um græsku; að vísu studdum við frambjóðanda hans í forseta- kosningunum, en það var frem- ur að þakka því að okkur geðjaðist að persónuleika fram- bjóðandans en hinu að við bærum sérstakt traust til flokksins hans. Við viijum gjarnan stuðla að því að þjóð- fylking gegn hersetunni fái meirihluta á Alþingi, en það ér ekki þar með sagt að við viljum að sósíalistar verði þar í meirihluta. Það sem ég vildi fá að vita er hvernig samvinna milli okkar sé framkvæmanleg svo að hagsmunir beggja aðila, Sósíalistaflokksins og okkar hinna, séu tr.vggðir. Við gætum sætt okkur við frambjóðendur þjóðfylkingarinnar gegn her- setunni, ef þeir væru ekki ein- vörðungu sósíalistar. Við vilj- um að meðal þeirra séu ópólitískir fræðimenn sem báðir aðilar gætu reitt sig á. Vér vilj- um nánari skýringar á öliu þessu áður en við tökum í yðar framréttu hönd.. Hinir flokk- arnir hafa svikið okkur svo illi- lega að þið getið ekki láð okk- ur það að flana ekki að neinu, þótt þjóðfylking gegn hersetunni iáti girnilega í eyrum. Einn þeirra sem gerði ósig- ur landráðastjórnarinnar í forsetakosningunum mögulegan." Þjóðviljinn þakkar skýrt og greinargott bréf uni mesta nauðsynjamá! þjóðarinnar eins og nú standa sakir og skal Þjóöviljanum hefur £ borizt bréf þar sem vik- í ið er að vandamálum Í sem þúsundir íslend- < inga eru nú að velta i fyrir sér: hvernig bezt t verði hagað baráttunni | gegn hernáminu í $ kosningunum í vor, | hvemig hægt er að 2 koma á sem öflugust- \ um samtökum. Bréfið t er birt hér í heild á- £ samt svari ritstjórnar- £ innar. j leitast við íað svara eftir beztu föngom Bréfritari segir: „ViII ekki Þjóðviljinn vera svo góður að skýra það dá- lítiA betur hvernig liann hugsar sér samvinnuna við þá fjöl- mörgu, sem eru ekki sósíalistar, en vildu fegnir stuðla að því að ameríski herinn yrði sendur heim til sín, með litlu þakklæti fyrir lánið. Samvinna milli öfl- ugs pólitísks flokks og þúsunda samtakalausra kjósenda vfðs- vegar imi Iand, er liægara sögð en gerð.“ „Það sem ég vildi fá að vita er hvernig samvinna rnilli okkar sé framkvæmanleg svo aA hagsmunir beggja aðila, Sósíalistaflokksins og okkar hinna, séu tryggðir." iMiðstjórn Sósíalistaflokksins segir í ávarpi sínu til þjóðar- innar um þjóðfylkingu íslend- inga 12. marz: Sósíalistaflolck- urinn „óskar að eiga hið allra fyrsta viðræður við alia þá aðíia, sem viija vinna að því að koma á fót þessari fylkingu á þann hátt sem heppilegast þykir. Hann er fús til að ræða og taka- tillit til alh'a sjónar- miða í þeim efnum og hann er staðráðinn í að láta öll þrengri flokkssjónarmið vikja f.vrir sameiginlegum málstað." Bréfritarinn er auðsjáanlega sammáia því sjón.armiði Sósíal- istaflokksins að eining allra þeirra, sem að sjálfstæðismál- inu vilja vinna sé hin brýnasta þörf og það skaðlegasta, sem nú gæti gerst, væri að þeir gengju sundraðir til þessara kosninga. Sósíalistaflokkurinn óskar eftir viðræðum og nppástung- um urp tilhögun slíkrar þjóð- fylkingar. Þær hugmyndir, sem hér verða settar fram eru því aðeins tillögur frá okkar hálfu, sem flolclcurinn er reiðubúinn að ræða um og endurskoða. Erfiðleikarnir við sameigin- legt framboð ýmissa í.ðila, sem vilja vinna saman að einu máli, liggur í þeim þröngu skorð- um, sem lcosningalöggjöfin set- ur. Sú löggjöf krefst þess að það sé að minnsta kosti að nafninu til flokkur, sem bjóði fram, og eigi landslisti að. koma að notum, þá sami flokk- urinn í öllum kjördæmum. En kosningalöggjöfin krefst ekkii þess að frambjóðendurnir til- heyri flokknum. Frambjóðandi, sem tekur sæti á lista Sósíal- istaflokksins í kjördæmi þar, sem kosið -r með hlutfallskosn- ingu, eða fer fram í einmenn- ingskjördæmi og telst á vegum flokksins þótt hann tilheyri honum eklct, getur gefið alþjóð yfirlýsingu um það að hann fari fram vegna ákýeðins málsj hafi samkomulag við flokkinn um sameiginlega baráttu í því máli, samstarf á Alþingi um það og nm lcosningar þar, en sé óbundinn af ákvörðunum Sósíalistaflokksins annars. Samstai’fið gæti hafizt á eftir- irfarandi hátt: Áhugahópar, t. d. eins og „Frjáls þjóð“ er nú, eða eins og Þjóðvörn" var, eða aðrir slíkir, sem kynnu iað verða stofnaðir, taka upp viðræður við Sósíajistaflokkinn um sam- eiginlegt framboð. Sömuleiðis gætu eintaklingar gert slíkt eða líka einstök félög, ung- mennafélög, verkalýðsfélög eða önnur. Meðan ekki er hægt að mynda beinlínis „þjóðfylkingu", sem samanstæði af flokkum og félögum í samstarfi um sjálf- stæðismálið og gengi undir flokksheiti ti.l kosninga, þótt aðeins væri um kosningaflokk að ræða, — myndi Sósíalista- flokkurinn láta flolckstæki sitt í té, sem grundvöllinn til að byggjia á, til þess að tryggja að öll atkvæði komi að gagni. Hinir ýmsu áhugamenn um sjálfstæðisn.álið utan Sósíal- istaflokksins tækju þá sæti á listum hans með fyrgreindum yfirlýsingum eða færu fram í. einstökum kjördæmum. Þeir væru ýmist fulltrúar sérstalcra. áhugahópa eða félaga eða iíka bara einstaklingar, sem slíkt samkomulag hefði náðst við. Alveg sérstalclega æskilegt væri að „ópólitískir fræði- imenn'1, eins og bréfúitarinn kemst að orði gæfu kost á sér Framhald á 11. síðu. Þriðjudagur 17. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN (7 Er sr. Jóhann Hannesson vitnisbær? Síöan séra Jóhann Hannesson kom frá Hong Kong, hefur hann tvívegis kallaö blaðamenn á fund sinn og látið þá hafa eftir sév sitt af hverju tagi. Hér fara á eftir umsagnir hans um rauöa herinn kínverska: „En svo hófst byltingin — Herinn æddi áfram, drap, flutti fólk á brott, ruddi öllum hindr- unxim úr vegi, æsti fólkið, slcapaði ótta. Skelfíngui var alger.“ Morgunblaðið 15. marz 1953 „Rætt við sr. Jóhacin Hannes- son. kristniboða". „Rauði herina var vel liðinn af fólkinu og var yfirleitt vel telcið af bændum. Tíminn sem rauði herinn fór með völd, var síðar kallaður hveitbrauðsdag- ar kommúnismans í Kína. Þá var allt látið afskiptalaust og engum gert mein.“ Tíminn 24. janúar 1953. „Séra Jóhann Hannesson kristniboði, lýsir átökunum og ólgunni í Austurlöndum“. Um ,,dómsmorðin“ hefur sér Jóhann þetta að segja. (Mbl. 15. marz 1953) „Fréttir þjóðernissinna á Formósu herma aö um 5 milljónir manna hafi veriö teknir af lífi í Kina, opin- berlega eða leynilega En það, sagði sr. Jóhann. eru töl- ur, sem ætlaðar eru til skrásetningar í liinar rauðu sögu- bækur“. Meö öörum oröum: Fregnir fasistanna á Formósu era ætlaöar til skrás riningar 1 sögubækur kínversku al- þýöustjórnarinnar! Mörgum mun nú að spyrja hvort séra Jóhann sé með ö ium mjalla, en þaö er alkunna aö hvítir menn sem lengj dveljast í heitum löndum geta oröiö dálítið skrýtnir Hins vegar reynir nú nokkuö á heiöarleika hans því þennan kafla viötalsins hefur Tím- inn eftir honum með þessum oröum: „Samkvæmt fréttum sem fréttastofa kommvmista- stjómarinnar í Kína hefur gefið út opinbeiiega, hafa stjórnarvöldin látið taka af lífi í landiinu um eða yfir fimm milljónir manna“. „Fréttir þjóð-ernissinnn á Fonnósu" eru sem sé orönar „íréttastofa kommúnistastjórnarinnar í Kína“. Skyldi kristniboöinn leiörétta þessi ummæli, sem höfð eru eftir honum? Nú reynir á manninn. Hvað kom úr k,assammi? Þjóðareining gegn her í landi VI, $tóU Þórunnar biskupsrféttur 00 Heflavíkurhermenn Séra Jóliann Ilannesson lýsti yfir því fyrir nokkru afí sönnunargögnin fyrlr uniinæluni sínum uni Kína hefði hann geymd í kassa sem ókominn væri til landsiús. Samkvæmt viðtali í Morgunblaðinu í fyrradag virðist kassiim nú vera kominn. Zóphónías Jónsson, sem var einn af Kínaför- ununi, grerir í þessarl grein að umtalsefni það sem upp úr kassanum kom. Kassinn hans Jóhanns trú- boða er kominn með öllum sönnunargögnunum um vonzku kommúnistanna, ekki eingöngu kínversku kommún- istanna, heldur líka um heim allan, jafnvel sönaunargögn i'yrir mannvonzku íslenzkra kommúnista komu uppúr þess- um merkilega kassa. Hvað sagði svo karlinn í kassanum ? Hann sagði m.a. að á vissu tímabili gerðust mikil undur í iífi kommúnista, þeir töpuðu valdi á hreyfingum sínum glopruðu niður persónu sinni, vildu endilega láta kúga sig og margt fleira hefðust þeir að, sem ekki væri mönaum sæmandi. Sérstaklega væri byrjun á byltingu hættulegt tímabil, þá bæri einna mest á þessum kippum í þeim. Þar næst tínir hann sönn- unargögnin • uppúr kassanum eitt af öðru. Fyrst eru komm- únistarnir allra s'cikkaaleg- ustu menn. Það jafnvel svo að sjálfur trúboðinn hefur efni á því að skrifa vingjarn- lega um þá til islenzka út- varpsins. Hann ber þeim vel söguna og dáist að framkomu þeirra. En þá kemur þetta einkenoilega tímabil í lífi, þeirra, þegar þeir fara að fá kippina og glata persónujmi. Þá missir kristniboðinn einnig sína. kristilegu þolinmæði og upphefur mikil skrif um þá í Morgunblaðið. Það svo ræki- lega að kristniboðakápan fell- ur af herðum hans og eftir stendur ótindur erindreki þeirra kúgara sem verst hafa leikið kínverska alþýðu fyrr og síðar. Og sannanirnar halda á- fram. Með mikilli natni er sagt frá aftökum í þrem borg- um í Kína, samtals 719 manns, en í framhjáhiaupinu er skroppið til Rússlands og rætt lítið eitt um vonzku þeirra í þvísa landi. Það var nú óþarfa krókur, því Morg- unblaðið var fyrir löngu búið að fræð'a okkur um þá hluti. Nú er eins og renni upp Ijós fyrir guðsmanninum, að þessar 719 sálir segi lítið uppí allar milljónirnar sem liann lét hafa eftir sér að hefðu verið drepnar í Kína. Það var áður en liana fékk kassann. En klerkinum verður ekki skota- skuld úr því. Á Formósu eru sannorðir og heiðarlegir menn. Þeir segja að 5 millj- ónir muni liafa verið teknar af lífi í Kína en hvort það er á tímum Kuomintangstjórnar- iiinar eða eftir er elclci getið um, eu eflaust er prestinum kunnugt um að Kuomintang- stjómin var all stórvirk við slátmnina á kínvers’.cri alþýðu" á velmektardögum sínum, en Franibaid á 11. siðu. í vikunni sem leið, -— fyrstu viku marzmánaðár 1953, — fór ég með vest- firzkum vini mínum, manni röskiega hálfsjötugum að aldri, í Þjóðminjasafnið. Vestfiiðingur þessi hafði á yngri árum verið sjómaður hér sýðra, síðan komið með nokkurra ára • millibili til höfuðstaðarins, og nú var hann hér á skyndiferðalagi. Honum hafði jafnan verið ofarlega í huga að skoða Þjóðminjasafnið, en aldrei kbmið því við fyrr en að þsssu sinni. Og nú var hann kominn liér á fagnaðarfund við minjar, sem liðnar kyn- slóðir skildu eftir, þegar þær hurfu á braut — veg allrar veraldar. □ ' Enginn staður á íslandi lcemst til jafns við Þjóð- minjasafnið sem vermireit- ur þjóðiífsin-;. Eg hygg, að hið viturlegasta verlc, sem íslenzka þjóðin vann til minningar um endurheimt frelsi og stofnun lýðveldis í Islandi, hafi verið bygging Þjóðminjasafnsins. □ i Þingvellir laða sem fagur | blettur náttúrunnar, og í Ítign sinni með sögulegum minningum orkar þeir mjög á hugann með andstæðun- t um: Spor Þorgeirs á þingi * — höggstokkseyri — Snorra T búð — drekkingarhylur — T Lögberg — gálgaklettur — l Lögrétta — brennugjá. — En i , yfir og allt í kring sveipast Ísól og regn svo sem annars- staðar í hinni víðu veröld. Og vissu’ega er þarna mikill t staður. ' □ En í hinum björtu og fögru sölum Þjóðminja- safnsins er engu líkara en að liðnar kynslóðir, féður okkar og mæður, afar og ömmur, forfeður í 30 ætt- liði hafi gengið hér út úr dyrum fyrir stundu og lagt frásér verkfæri sín og á- höld, djásn sín og dýrgripi. Hér kallar allt til fundar við þæp kynslóðir, er gáfu oklc- ur laridið og vernduðu þjóð- ernið og tunguna. Hver hlutur talar sínu íslenzka máli: holaður steinninn, silfrið og rauðaviðurinn, hornið og tönnin, vefurinn, nálsporin í glitsauminu, ljós- ker liðinna tíða og fjölmarg- ir vitnisburðir um listina, hagleikinn, þolgæðið og hug- vitið. □ ■ Já, við höfum að þessu sinni aðeins tímann frá kl. 1—3 og stundin rennur fyrr en varir. Ef til vill er það stóll Þórunnar biskupsdótt- ur, sú hagleiks gersemi, sem hefur látið olckur gleyma tímanum þennan dag, — því a.ð með honum rís í sögulegri minningu eitt- hvert stórbrotnasta tímabil Islandssögunnar á verald- legum og andlegum sviðum. Dóttir Jóns Arasonar átti þennan stól. Fyrir nálega 400 árum lét hún hagleiks- manninn vinna að honum. Og hann lagði fram hand- lag sitt og hugvit, tii þess að hæfði þessari glæstu siðaskiptakonu. Við þenna stól, svo sem fjölmarga aðra muni oklcar kæra minninga- safns, gleymir íslendingur- inn stundinni, sökum þess hljóðláta ávarps, sem til hans berst. Hér er vissulega mikill staðrir. □ Þegar klukkan var 5 mín- útur yfir -hálfþrjú, geystust inn í salirin ein eða tvær tylftir biáklæddra hermanna af Keflavikurflugvelli. Þáð var ekki létt að henda tölu á fjölda þeirra, þvx að þeir dreifðust skvndilega um alla sali á tveimur liæðum og niðuf í kjallara, þutu frá einum stað til annars, glott- andi og hvarflandi augum á veggi og borð, og eirffar- iausir eins og flóttamenn. Og skyndilega breyttist lxið hljóðláta umhverfi og einhverjir annarlégír straum ar voru í lofti. Eg fann strax, hvað olli umskiptun- um; — ‘Enginii hlutur á- varpaði þessa menn, sem gengu hér um í auglýsing- skyni. ' □ Það, sem íslendingurinn les í þjóðarsafninu, — allt, sem hann elskar og hefur barizt fvrir á liðnum tím- um, er fjarri hugarheimi hins erlenda hermanns, hann ýmist hæðir það eða fyrir- lítur það. Þessvegna berst honum ekkert ávarp, — öðru nær: hér rís kynslóð Þórunnar biskupsdóttur og stuggar við honum og svo hver kynslóð af annarri. Þessvegna ánast hann líict og afglapi um helgidóm þjóðarinnar. Menn, sem ganga hér um eftir stundar- töflu heragans, koma ekki með 'því hugarfarivsem nauð synlegt er tii þess ai um- hverfið bjóöi þá veikomna. 'v □ Þegar við Vestfirðingarnir fáum mínútum seinna vor- um upp í málverlcasölunum, gengu um nokkrir hraðstíg- ir hermerin. Þar var mynd Jóns Stefánssonar af nak- inni stúlku vel holdugri, sýnd frá hvirfli niður á mið læVi. Eg sá hermenniná ekki staðnæmast við neitt annað en þessa mynd, og einn pilturinn hljóp í næsta sai og sótti félága sinn og benti honum kátínufullur á sköpunarverkið. En þegar Selma hringdi til útgöngu klukkan þrjú voru flestir horfnir og sumir komnir út í bíl eftir tuttugu mínútna kynnisferð með einum af þulum Ríkisútvarpsins. □ Fyrir nokkrum vikum birtu sum íslenzku blöðin tilkynningu frá hemum til vinfengis við þjóðina. Þar var auglýst, að í frístundum sínum sæktu hermenn söfn íslendinga, merka staði og menningarstofnanir til þess að kynnast menningu lands- manna og þjóíháttum. Eg hafði nú veriff' vitni að einni slíkri kynnisferð. — Þeir höfðu að vísu komið í ís- ienzkt menningarhús, en það, sem í húsinu var, virtu þeir ekki viðlits. Og er það ekki í öllum röðum hermann- anna:: ísland er í þeirra augum nepjulegt úthafssker með kríuskít á dröngum og lirollkaldar jökulbreiður hið efra, -—• þijóðin ósjálfbjarga lýður með leiðitama for- ustumenn, — iýffveidisnafn- ið skop eitt, — og guð vors lands hafður sem skrautfjöður í hatti plötu- spilara á Keflavíkurflug- velli. □ Þagar svo er lcomið, að íslenzkir forráðamenn falla sjálfir inn í þennan hugsun- arhátt, er lýffveldið feigt. Og eru ekki þegar órækar sannanir fyrir því, að ís- lenzkir valdhafar séu búnir að láta herliðið ná tökum á sál sinni og athofnum. Geta þeir með sannindum lirakið, að þeim sé sagt fyr- ir verkum af útlendingum, — hefur hernaðarandanum ekki verið biásiff í riasir þsirra, — eru þeir ekki út- belgdir bandarísku orða- frauði, sem er langt fyrir neðan menningarstig ís- lenzlcu þjóðarinnar. Þessa menn sviptum víð umboði til valda á Islandi. □ — Við erum aff! vísu fædd í veikleika, en ef við leggj- um ieið olckar í vermireit þjóðminjasafnsins munum við vaxa í sameiginisgrí sókn gegn hernaðarandan- um á íslandi. Þar tii markinu er náð v’erður nú og alla daga að vera oklcar fyrsta orff! að morgni og síðasta að lcvöldi: Þjóöareining gegn erlendum her á Islandi, Uppsögn. herverndarsamningsins. G. M. M.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.