Þjóðviljinn - 17.03.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.03.1953, Blaðsíða 3
Þriðjudag-ur 17. raarz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — '<3 Tekjur af erlendum ferðamönnum hækkuðu sl. ár um 2,5 milljónir króna Gagnfræðaskólamir eign- ast segulbandstæki Tala erlendm ferðamaima hækkaði um 2 þús í 5S00 Hér fer á eftir skýrsla forsljóra Ferðaskrifstofu ríkLsins, Þor- ieifs Þórðarsonar, um störf Ferðaskrifstofunnar á sl. ári. Ferðamannastraumurinn jókst á sl. ári þrátt fyrir a.Ht, um 2000 mamis og var um 5800, og tekjur af ferðamönnum hækk- uðu um 2,5 millj. kr. í kr. 11,5 millj. Flestir ferðamenn komu frá Bretlandi, en þar næst frá Bandarí k j unum. Landkymiingarstarfið. • Eins og á undanförnum árum, hefur Ferðaskrifstofan gefið út upplýsingarit, dreift þeim, tekið á móti blaða- og kvikmynda- tökumönnum og sýnt og lánað kvikmyndir endurgjaldslaust víða um lönd. Blaðamenn komu hingað á s. 1. sumri frá þessum löndum: Nor- egi, Sviþjóð, Finnlandi, Frakk- landi, Bretlandi, Sviss, Banda- ríkjunum og ftalíu. í öllum þess- um löndum hafa birzt ágætar greinar um land og þjóð i við- lesnum blöðum og tímaritum. Auk blaðamanna kom hingað þekktur norskur rithöfundur, sem naut. einnig fyrirgreiðslu Ferðaskrifstofunnar. Hefur þessi xithöfundur — Sverre Halse — þegar skrifað ágæta bók um ís- land, og kemur hún út á þessu ári. í Frakklandi kom út á árinu ágæt ferðabók „GUIDE NAG- ELS“ um Norðurlönd. fsland nýtur þar sömu aðstöðu og hin löndin. Auk þess hefur kaflinn um Isiand verið gefinn út í sér- útgáfu. Ferðabækur þessár verða gefnar út á ensku og þýzku í ár. Frá Bretlandi komu hingað kvikmyndatökumenn, sem Ferða- skrifstofan aðstoðaði við töku fræðslumyndar hér, en dvöl og ferðir þeirra voru kostaðar af Ferðaskrifstofunni auk utanrikis- málaráðuneytisins og Fræðslu- málaskrifstofunnar. Flugfélag ís- lands veitti leiðangursmönnum ó- keypis flug til og frá landinu. Fræðslumynd þessi verður leigð og seld brezkum skólum við vægu verði, og má gera ráð fyr- ir, að hún nái augum margra. í Bandaríkjunum er stöðugt verið að sýna tvær ágætar kvik- myndir frá íslandi, önnur tekin af Hal Linker, hvcrs dvöl Ferða- skrifstofa rikisins kostaði hér sumarið 1950, en hin. :af Robert Daviá, sem einnig naut mikillar aðstoðar Ferðaskrifstofunnar, þá er hann var hér. Þá má geta þess, að Ferðaskrifstofa ríkisins er meðli'mur í EUROPEAN TRA- VEL COMMISSION, * sem er hlekkur i Efnahagsstofnun Ev- rópuþjóðanna. ETC hefur haldið uppi árangursrikri kynningu um Island, sem og önnur þátítöku- lönd í Bandaríkjunum. Einn merkasta þáttinn í kynn- ingarstarfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins á liðnu ári má þó telja töku kvikmyndar á s. 1. sumri, Kvikmynd sú, er hér um ræðir, er tekin af þekktum brezkum kvikmyndatökumanni og starfs- manni Ferðaskrifstofunnar, Þor- varði R. Jónssyni. Mvndin, sem er rúm 800 fet, sýnir merka staði á helztu ferðamannaleiðum um Suð-Vesturlaud og ennfrem- ur leiðina til Akureyrar og Mý- vatns. Auk þess sýnir hún þætti úr atvinnu- og menningarlífi þjóðarinnar. Talaðar skýringar og músík eru settar inn í mynd- ina. Vér höfum ástæðu til að binda miklar vonir við kvik- mynd þessa, hvað landkynningu snertir, ef fjárhagsgeta leyfir oss að fá hana gerða í fjöldaeintök- um. Starf Lundúnaskrifstofunnar er enn á byrjunar- og reynslustigi. En ástæða er til þess að trúa því, að hún eigi eftix að verða traustur hlekkur í landkynning- arstarfseminni Æskilegt væri að 'geta látið þá istarísemi, sem hér hefur verið hafin, ná til fleiri landa. Að lokum þetta um landkynn- ingu: Því fé, sem varið er til land- kynningar, er áreiðanlega ekki kastað á glæ. Það kemur marg- falt til baka aftur; ekki aðeins sem eyðslueyrir ferðamanria, heldur og stuðlar hún að auk- inni sölu íslenzkra afurða og kynningu á mennLngarlifi ís- lenzku þjóðarinnar. Heimsóknir erlendra fer amanna Á s. 1. ári komu 5800 erlendir ferðamenn til landsins eða 2000 fleiri en árið áður. Flestir komu frá Bretlandi eða xúm 2 þús. manns; danskir ferðamenn eru næstir í röðinni og því næst Bandaríkiamenn. Hverjar tekjur hafa orðið af komu þessara erlendu gesta, er erfitt að áætla, og verður það alltaf að nokkru matsatriði. Á s. 1. ári voru tekjur af komu er- lendra ferðamanna áætlaðar eft- ir vissum reglum með hliðsjón af þekktum og takmörkuðum for- sendum. Með því að meta þessar tekjur á sama hátt og áður kem- ur út, að þær nema 11,5 millj. kr. eða 2,5 millj. kr. meira en árið 1951. Fargjöld til og frá Framhald á 11. síðu. til notknnar við málanám Gagnfræðaskólarnir í Reykjavik hafa r.ú eignazt ágæt segul- handstæki til notkunar við tungumála- og framburffarkennsla. Er það Kadíó- og raítækjavinnustofan á Óðinsgötu 2 er hefur íramleitt þau. Jón Sigurðsson skólastjóri Laugarnesskólans hafði tekið upp framburðarkennslu í skól- anum og þegar Radió- og raf- tækjavinnustofan fékk fyrsta stálþráðstækið sem kom til landsins fékk skólastjórinn þá Sveinbjörn Egilsson og Magnús Jóhannsson til að taka fram- burð barna upp á stálþráð. Sveinbirni datt síðar í hug að nota segulband og ræddi það við Ingólf Guðbrandsson kenn- ara. Else Hansen, eftirlitskenn- ari frá Kaupmannahöfn hefur síðan í þrjá vetur lesið dönsku á stálþráð er Sveinbjöm tók upp á grammófónplötur og fékk Laugamesskólinn þær til framburðarkennslu. Ekkert tæki var til sem ,,af- spilað“ gæti framburð af segrul- bandi og varð það til þess að Sveinbjöm bjó til slíkt „afspil- unartæki" (Lesendum er liér með boðið að finna eitthvert nothæft orð yfir tæki þetta). í samráði við Jónas tB. Jóos- son . fræðslufulltrúa, Ármar.n. Halldórsson námsstjóra og tungumálakennara gagnfræða- skólanna hafa þeir Sveinbjörn. og Magnús nú tekið upp á. segulband nokkuð af tungu- málakennslubókum skólanna ©g gert 4 ,,afspilunartæki“, sern gagnfræðaskólarnir 6 hafa til afnota. Er þetta mikill fengur fyrir framburðarkennsluna í skólunum. Bærinn á nú nokkuð af ís- lenzkum fræðslukvikmyndum ^ þeir Magnús Jóhannsson og Sveicibjörn Egilsson hafa gert og nokkrar myndir eftir Ósvald Knudsen. Frcttamenn sáu í gær kvikmynd er þeir félagar hafa gert af laxaklaki í Elliðaánu.33. og er sú mynd ágæt. maranánaiar Gæftir hafa veriff mjög slæmar í fyrri hluta marzmánaðar, en ufii hefur verið góður nú síðast þegar gefið hefur, t,d. í Grinda- vík og Keílavík. Hér fer á eftir skýrsla Fiskifélagsiiis. Beykjavík Þaðan eru gerðir út 6 bátar með línu, 12 útilegubátar með línu og 6 bátar með net. Gæftir hafa verið afleitar, en afli allgóður á línuna þegar gefið hefur á sjó og hægt að beita nýrri loðnu, eða mest um 8 smál. i róðri. Hins- vegar hefur afli netjabátanna verið afar rýr. Þá hafa netjabát- ar orðið fyrir allmiklu veiðar- færatjóni vegna hinnar óhag- stæðu veðráttu. Keflavík Þaðan róa 25 bátar með línu en 10 með net. Gæftir hafa verið aíar stirðar. Flest hafa verið farnir 6 róðrar, en almennt' 4-5 róðrar. Afli hefur verið allsæmi- og afli í minna lagi. Flest hafa verið farnir 10 róðrar. Heildarafli bátanna yfir tímabilið er um 120 smál. í 30 róðrum. Vegna hins óhagstæða tíðarfars hafa bátarnir ekki ennþá getað verið með full- an netjafjölda í lögn miðað við það sem er venjulegt. Ólafsvík Þaðan róa 6 bátar með línu og einn bátur með net. Gæftir hafa verið mjög stirðar og afli fremur rýr. Flest hafa verið farn- ir 7 róðrar af línubátum, en sá bátur sem rær með net lagt 9 lagnir. Beitt hefur verið með loðnu. Heildarafli bátanna á þessu timabili er um 170 smál. í 47 í-óðrum. Stykkisliólmur / Þaðan róa 2 bátar með línu og 3 fcátar eru í útiiegu með lír.u. Gæftir hafa verið með afbrigðum stirðar, en afli hinsvegar allgc-3- ur hjá útilegubátunum þegar næði hefur gefizt til athafna við veið- arnar. Afli línubátanna á tíma- bilinu er 5 smál. í 4 róðrum, ea afli útilegubátanna er um 103 smál. í 6 veiöiferðum. Aflinn er allur frystur. Sandur Þaðan róa. 3 bátar með ii.cu og 6 trillubátar. Gæftir hafa verið fremur stirðar en afli sær.i- legur. Fiest hafa venð farnir 9 róðrar. Afli línubátanna á tíma- bilinu er 71 smá'. í 24 róðrum, en afli trillubátanna er 23 smál. í 22 róðrum. Verulegt magn af aflanum á þessu tímabili heíur verið steinbítur. IlBgélfMF 4*9lðMlllMd$$OIl Fáð- ímsb erlMdreki UMFl Stjórn Ungmennafélags Islands hefur ráðið Ingólf Guðmunds- son stúdent frá Laugarvatni til télögunum í vetur. Hefur hann skyni. Hann heimsækir næst ung- mennafélögin í Suður-Þin'geyjar- sýslu, Eyjafirði, Skagafirði, Austur-Húnavatnssýslu og víð- ar, eftir því sem tími vinnst til. Nor ð ur Iatidafer ðin Fullskipað er í Norðurianda- ferð Ungmennafélags íslands 9. júní til 3. júlí. Flogið verður til Stavangurs, um Hamborg og Kaupmannahöfn, en komið heim með Gullfossi frá Kaupmanna- höfn. Þátttakendur eru 30 úr öllum fjórðungum landsins. Norrænt æskulýðsmót Norræna ungmennafélagsmótið f.yrirlestrahalda hjá uugmenna- ferðazt um Borgarfjörð í þessu finnsku ungmennasamböndin um undirbúning þess. íslenzJcir ung-' mennaféiagar sera hafa hug á að taka þátt í mótinu þurfa að tilkynna það til skrifstofu U. M. F. 1 fyrir 1. maí næstkomandi. Ilönsku ungmeimafélögm 50 áxa Ungmennasamband Danmerk- ur varð 50 ára þann 5. janúar síðast liðinn. Afmæiisins verður minnzt með hátíðarhöldum í lýð- háskólanum í Askov 17.—19. júlí í sumar. Hefur U. M. F. í. verið Fundur æðstaráðsins verðúr að þessu sium haldið í Finnlandi- 3.—11. júlí ög sjá boðið að senda fulltrúa þangað. Formaður sambandsins er hinn kunni íslandsvinur, Jens Marin- . us Jensen í Árósum. legur á l'.nu þegar gefið hefur en afli netjatóta hefur verið mjög lítill. Mestan afla í róðri á línu hafði Ólafur Magnússon um 18 smál. þann 14. marz en þá varð meðalafli línubátanna rúmar 13 smál. í róðri. Afli bátanna á timabilinu £r um 800 smál. í 10 róðrurn. Grinda vík Þaðan róa 17 bátar með línu og net. Gæftir hafa verið afleit- ar, flest hafa verið farnir 4-5 róðrar. Afli hefur verið mjög lít- ill i netin, allsæmilegur á línu þegar gefið hefur á sjó og hægt hefur verið að beita með nýrri loðnu. . Eyrarbakki Þaðan róa 6 bátar með net. Gseftir hafa verið með afbrigðum stirðar, hafa flest verið farnir 2-3 i-óðrar, en sumir bátanna hafa ekkert róið. Afli . heflur verið mjög litill og er heildar- afli bátanna samtals 3 smál. i 8 róðrum. ÞorlákbhÖtn Þnðan róa . 6 báta,r með net. Gæftir hafa verið mjög slæmar Framhald af 1. siðu. menn sem hefðu að baki sér mikla reynslu hver á sínu sviði. Malénkoff skýrði síðan írá til- lögunum um að fækka ráðuneyt- um. Allar tillögurnar um hina nýju tilhögun og skipun manna í hin nýju ráðherraembætti sem við hana mynduðust voru sam- þykktar í einu hljóði. í lok ræðu sinnar ítrekaði Malénkoff það sem hann hafði sagt tun steínu Sovétríkjanna innan lands sem utan við út- för Stalíns. Heima fyrir mundi Sovétstjórnin beita sér fyrir auk- inni velmegun og betri lífskjör- um þjóðarinnar, fyrir ,Jiá- marksfullnægingu ailra þarfa fólksins“, en á sviði utanríkis- mála mundi hún vinna að mál- •stað friðarins allt sem í henn- ar vaidi væri. Sovétstjórnin œskir eftir sam- vinnu við allar þjóðir á gruitd- velli gagnkvæmra vináttusamn- inga, bæði á sviði stjómmála og viðskipta og hún mun leitast við að treysta enn þau bönd vináttu og samhugs sem tengja sovétþjóðimar hinni miklu kín- versku þjóð og öllum þjóðum al- þýðuríkjanna. Sovétríkin virða alþjóðalög og gerða samninga og álíta að ekkert deilumál sé til milli ríkja, sem ekki megi leysa við samningaborðið. Sov- étríkin vilia friðsamlegt sam- starf við ÖU önnur riki, þar mcð talin Bandaríki Norður- Ameríku. Sovétþjóðirnar vita mátt sinn, þær eru öflugri og ósigranlegri en nokkru sinni áður. Þann styrk munu þser nota til að búa sér frjáls og farsælt líf og tengd- ar traustum vináttuböndum raunu þær ganga brautina til kommúnismans; þannig lauk Malénkoff máli sinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.