Þjóðviljinn - 22.03.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.03.1953, Qupperneq 10
10) — ÞJöÐVILJINN — Sunnudagur 22. marz 1953 ffl Óvenjulegir hanzkar Hér koma tvennir hanzkar, sem hvorir tveggja eru ó- venju’egir. Þeir eru röndóttir, en að öðru leyti eru þeir ekk- ert líkir. Úi A. ast við að þessir mynstruðu tauhanzkar nái miklum vin- sældum. Þeir eru mun ódýrari en skinnhanzkarnir og geta ver- ið fullt eins sterkir. Og það er svo undurauívelt að þvo þá. Á veturna vilja cjálfsagt fleiri nota skinnhanzka eða heklaða hanzka, en þegar vorið nálgast kjósa margir tauhanzkana held- ur. Hægt er að fá prýði’eg hanzkasnið til að sníða eftir, og ef mann vantar hanzka í lit við kjói eða dragt, þá er ekkert því til fyrirstöðu áð hver og einn geti saumað þá sjáifur. Þó er það erfiðara en margur heidur. Oft er erfitt að sauma þumlana saman, án þess að á þeim sjáist að þeir séu saumacir heima. Hinir hanzicamir eru saum- aðir úr taui, og það má bú- Hyrna Hyrnurnar eru nú mjög í tízku, þær sjást í öllum regn- toogans litum og eru yfirleitt úr mjúkri og lipurri u'l. Ef sparikjóllinn er þunnur og skjó’líti'l er ynd'siegt að eiga fallegt sjal yfir heröarnar. Einnig er hægt að nota það við kjól, sem er farinn að láta á sjá að ofanverðu, þótt pilsið sé enn fallegt. í staí þess að standa í breytingum og iagfæ”ingum á blússunni má hylja hana með sjali eða hyrnu og-fylgja tízkunni um leið. Rafmagnstakmörkun Sunnudagur 22. marz Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur á.ð markalínu frá Fiugrskálaveg-i við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthó'svík í Fossvogri. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvalfasýslur. Mánudaífur 23. marz Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- hoitið, Túnin, Teig-arnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv. að Klepps- vegi og svæ^'ð þar norðaustur af. MATURINN Á MORGUN Lauksúpa með osti. I Soðinn fiskur, kartöfiur, feiti. ( I Súpan: 2-3 laukar skornir xl i sneiðar og 1 msk. af útbleytt- um gulrótum er hitað saman i í 50 g af smjörlíki. ÍM: 1 af ( 1 soði hellt á (t.d. kartöflusoði ( eða fisksoði og soðið í 15—20 j * min. Hei’hveitibrauðsneiðar, 4 1 til 6, eru glóðaðar, smurðar smjörlíki og ein sneið látin í hvern súpudi.1 k. 1 msk af rifn-, um osti látin á hverja sneið og j sjóðandi súpunni ausið yfir. Nevil Shute: HljóðpípUsmiðurinn 69. ICaupið það mikið af nýjum ( , fiski á mánudag, að nóg verði | I í fiskdeig á miðvikudag. HÉR er mynd af snotrum göngu- búningi með skeifu á brjóstinu, og línan er undirstrikuð með þrem skrauthnöppum þvert yfir framstykkið. Þetta er fallegt á háar og grannar stúlkur, sem hafa flatan barm. Brjóstamiklar konur ættu aftur á móti að forðast þetta snið. En þetta er fallegt á þær sem geta borið það. — Annars er göngubúningurinn saumaður úr ýróttu efni og er með hálflöngum ermum, en hægð- atleikur er að breyta þeirn í 'ang- ar ermar, sem eru hentugri í okkar loftslagi. Kryddbrauð 150 g smjörlíki 2 dl sjóðandi vatn 200 g síróp 150 g sykur 2 egg 250 g hveiti iy2 tsk lyftiduft % tsk natron V2 tsk salt 2 tsk engifer 1 tsk kanell Hellið sjóðandi vatni yfir feit- ina og látið bráðna. Blandið sírópi, sykri og eggi út í og hrærið með þeytara þangað til sykurinn er bráðinn. Sáldrið þurrefnunum yfir og þeytið, þangað til deigið er jafnt og kekkjalaust. Bakið í djúpum tertumótum, helzt ferhyrndum í 30-40 mín við 175-200 stiga hita. Kælið og skerið í fer- hyrndar kökur og smyrjið með súkkulaðibráð eða aldinmauki. Gott er að bera þeyttan rjóma með. beint að stóru kirkjunni í miðri borginni. Við kirkjuna vestanverða Iggur vegur í vesturátt; hann eigið þcr að fara. í útjarðri borgarinnar eigið þér að taka veginn til hægri. Þaðan eru sjö kílómetrar til l’Abervrach“. Nicole sagði: ,,Ég hef komið þar áður. Ég býst við að ég rati“.. . Bóndinn sagði: ,,Nú verð ég að fara, ungfrú. Og þið verðið að flýta ykkur af stað“. Hann sneri sér að Howard. „Meira get ég ekki gert fyrir yður, monsieur. Gangi yður vel. Ef til vill eigum við eftir að hittast undir sikemmti- legri kringumstæðum“. Gamli maðurinn sagði: ,,Ég hlakka til að geta sýnt yður þakklæti mitt fyrir alla góð- vild yðar“. . Arvers steig upp í gamla bílinn, beygðijít á þjoðveginn og hvarf í hvítu reykskýi. Howard leit í kringum sig. Engin hreyfing var í kring- um húsið, það virtist tómt og eyðilegt í síð- deglssólinni. Nicole sagði: „Upp í með ykkur, krakkar". Villem og Marjan klifruðu upp í vagninn; ensku börnin og Pétur og Rósa hikuðu við. Ronni sagði: ,,Er þetta hestvagninn sem við áttum að aka í?“ Rósa sagði: „Þetta er mykjuvagn. Það er ekki rétt að sitja í vagni fullum af mykju. Frænka mín yrði mjög reið, ef ég gerði það“. Nicole sagði fjörlega: „Ég ætla að gera það. Þú getur gemgið með monsieur og hjálpað til að teyma hestinn, ef þú villt“. Hún' hjálpaði hin- um börnunum upp í vagninn; hann var aðeins hálffullur af áburði, og þau komust öll fyrir framaa við hlassið. Pétur sagði: „Má ég ganga með Rósu og teyma hestinn?" Nieole sagði: „Nei, Pétur, þú ert of lítill til þess og hesturinn gengur of hratt. Þú mátt klappa honum um snoppuna þegar við erum komin alla leið“. Howard. leysti hestinn og teymdi hann út á gótuna. Hann gekk hægt og silalega við hlið- ina á hestinum, niðurlútur og álappalegur. I hálfa aðra. klukkustund héldu þau áfram unz þau komu að útjaðri Lennilis. Nicole skemmti börnunvm í vagninum; öðru hverju heyrði gamli maðurinn lilátursköll gegnum hófa- takið. Rósa litla gekk við hlið hans, berfætt og léttstíg. Talsverð umferð Þjóðverja var á veginum. Stundum ikomu bílar aftan að þeim og vagn- ina beið á vegbrúninni meðan þeir óku framhjá; fölir hermenn horfðu á þau áhugalausum aug- um. Einu sinni mættu þau þrjátíu manna her- flokki, foringinn virti þau fyrir sér en ávarp- að þau ekki. Enginn virtist veita þeim athygli fyrr en þau komu í nágrenni Lennilis. I utjaðri borgarinnar voru þau stöðvuð. Tveir gamlir bílar stóðu á veginum, svo að örðugt var að komast framhjá þeim. Varðmaður gekk letilega fram á veginn og lyfti upp handleggn- um. Howard stöðvaði hestinn, starði á manninn og lautaði eitthvað óskiljanlegt. Undirforingi kom á vettvang og virti þau fyrir sér. Hann spurði á slæmri frönsku: „Hvert ætlið þið með þetta?“ Gamli maðurinn leit upp og bar höndina upp að eyranu. „Ha?“ „Loudeac", sagði gamli maðurinn. „Loudeac hjá l’Abervrach“. Undirforinginn leit á Nicole. „Og er frúin á sömu leið?“ Nieole brosti og lagði höndina á öxlina á Pétri. „Sá litli á afmæli", sagði hún. „Það. er erfitt að halda upp á afmæli nú á dögum. En frændi þurfti að koma þessu hlassi i dag og vagninn er ekki nema hálfur, svo að við fór- um i þessa ferð vegna barnanna“. Gamli maðurinn kinkaði kolli. „Það er erfitt að gera sér dagamun nú á tímum“. Undirforinginn brosti. „Haldið áfram“, sagði hann letilega. „Til hamingju með daginn". Hcward danglaði í gamla hrossið og þau héldu áfram. Fátt fólk var á ferli; efíaust voru margir innanhúss vegna hitans. í sumum húsunum bjuggu bersýnilega Þjóðverjar; þýzkir liermenn stóðu við gluggann og voru að hreinsa og dytta að eigum sínum. Enginn veitti myikjuvagninum athygli. Við lcirkjuna í miðri borginni stóðu þrír skriðdrekar í skugga trjánna og allmargir her- bílar. Á stóru húsi blakti hakakrossfáninn á stuttri stöng, sem stungið var út um einn gluggann. Þau gengu áfram gegnum borgina, fram hjá verzlunum og íbúðarhúsum, framhjá þýzkum liðsforingjum og hermönnum. I útjaðri borgar- innar fóru þau veginn til hægri og yztu húsin voru að baki þeim. Von bráðar sá gamli mað- urina sjóinn, bláan og spegilsléttan milli tveggja hæðardraga. Hann fékk hjartslátt, þegar hann sá sjóinn. alla ævi hafði sjór og sjávarloft heillað hann. Þessj daufi blámi milli grænna akranna minnti hann á heimáland sitt; honum fannst Eng- land mjög nærri. Ef til vill yrði hann búinn að sigla yfir þetta bláa flæmi annað kvöld og væri kominn heilu og höldnu til Englands með börnin Hann rölti áfram jafnrólega, en í hjarta hans brann heimþráin. Rósa var farin að þreytast; hann stöðvaði vagninn og hjálpaði henni upp í hann. Nicole fór niður úr vagninum og gekk við hlið hans. „Þarna er sjórinn“, sagði hún. „Nú er ekki langr eftir, monsieur". „Ekki mjög langt“, sagði hann. „Eruð þér ejíki feginn?“ Hann leit á hana. „Það er aðeins eitt sem skyggir á ánægju mína“, sagði hann. „Ég vildi óska að þér gætuð. komið með okkur. Getið þér það ekki?“ Hún hristi höfuðið. „Nei, monsieur“.. Þau gengu þegjandi áfram um stund. Loks sagði hann: „Ég fæ aldrei fullþakkað yður fyrir allt sem þér hafið gert fyrir okkur“. Hún sagði: „Þetta var allt mér í hag“. „Hvað eigið þér við ?“ spurði hann. Hún sagði: „Mér leið mjög illa, þegar þér komuð til okkar. Ég veit ekki hvort ég get sikýrt það fyrir yður“. Þau gengu um stund þegjandi í sólarhitanum. „Mér þótti afar vænt um John“, sagði hún hreinskilnislega. ,,Og mig langaði til að verða ensk kona. Og ég hefði orðið það, ef stríðið hefði ekki skollið á. Við ætluðum að gifta okkur. Hefði yður þótt það mjög leitt ?“ UIMT OC CMWCN Hversvegna segjast konur hafa verið í búðunx þó þær hafi ekki keypt neitt? Hversvegna segjast karlmenn hafa verið á veiðum þó þeir hafi ekki veitt neitt? Hvað hefur þú nú helzt fyrir stafni? Ég er búinn að finna nýtt skemmtiatriði fyr- ir sirkus: láta ljón og geit leika saman. En kemur þeim ekki illa saman? Jú, það eru stundum smáárekstrar, en ég kaupi þá bara nýja geit. Símastúlka - hefur köllun. það er sú stúlka sém fengið Jæja, gaf maöurinn þinn þér þá afmælisgjöf sem þú hafðir vænzt? Nei, en ég átti heldur ekki von á þvi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.