Þjóðviljinn - 21.04.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.04.1953, Blaðsíða 6
6)' — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. apríl 1953 jllÓfilVIUINN Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Ejarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 18. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hrun sjávarátvegsins Þær kúgunartilraunir Breta að neita að taka við ís- lenzkum togaraíiski hefðu átt að geta orðið íslendingum kennsla í betri hagnýtingu afla síns, ef skynsamlsg stjórn- arvóld hefðu verið í landinu. AÖ sjálfsögöu er það léleg hagíræö' að flytja utan óunnið hráefni, eins og togara- fiskurinn e'*. Þeim mun betur unnið sem hráefnið er, þeim mun meiri veröur arður hjóðarinnar og möguleikar hennar 1il betri og traustari, lífskjara. Og nú þegar eru möguleikar ó aö hagnýta allan togai'afisk í landi og auka þanr.ig gjáideyristekjurnar um 150—200 milljónir króna á ár. Einar Olgeirsscn rekur þessar staöreyndir í síðasta hefti tímaritsins Réttar og segir m.a.: ..Togaraflotinn gæti með því að leggja upp aflann í hraöfrysíiliús og til söltunar framleitt það magn sem hér segir: „40.500 smálestir af óverkuðum saltfíski, 13 500 smálestir af verkuðum saltfiski, 45 600 smálestir af hraðfrystum flökum. Ársframleiðsla 45 togara yrði með þessu móti 526 miill- jonii króna Ef íeiknað er með að verðmæti afla bátaflot- ans sé 227 milljónir króna, þá er útflutniingsverðmæti á ávi 753 milljónir króna, án þess að reiknað sé með nokk- urri síld cn útflutningsverðmæti síldar var 1952 um 60 milljónir, en þá var sem kunnugt er alger aflabrestur á sildveicfunum.'< Með þessu imóti ættu þessar gjaldeyristekjur að geta kormzt upp yfir 800 milljónir króna, vægilega áætlað, en gjaldeyi'istek.juraar af sjávarútveginum voru á síðasta ári um 600 milljónir króna. Þannig hefði árás brezka auö- valdsins átt að geta oröið til þess að stórauka gjaldeyris- verðmætið og þjóðsrtekjurnar ef í landinu hefðu verið stjórnarvöld sem heföu kunnað að snúast við vandanum af manndómi og festu. En sú hefur sannarlega ekki orðið raunin. Árás brezka auðvaldsins hefui í staðinn veriö notuð sem afsökun fyrir hrunstemu stjórnarinnar; hún hefur verið í hópi þeirra „óviðráðanlegu erfiðleika". sem eru nú helztu haldreipi stjórnarvaldann?.. í staö þess að auka framleiðsluna hér innanlands, gripu stjórnarvöldin til þess ráös í febrúar ol. að banna hraðfi ystihúsunum að fi-ysta meira en tvo þriöju hluta þess magns af þorski sem frystur hafði ver- iö 1952. Ef ekki hefði komið til fiskherzlan mætti telja lík- legt að allur togaraflotinn væri bundinn við landfestar, og raunar hafa fjölmargir togarar verið meira og minna stöðvaðir nú um alllangt skeið; einn þeirra, nýsköpunar- togarinn Askur, í meira en hálft ár! í stað þess ác hagnýta þá möguleika sem bla^a viö stefnir i’íkisstjórnin aö hruni sjávarútvegsins, og það dylst nú engum að þ?ð hrun er skipulagt í þágu hins erlenda hernámsliðs. Suðuv á Keflavíkurflugvelli vinna nú þegar um þrjár þúsundir íslendinga og verulegur hluti þess fjölda haíði áður lífsfraimfæri sitt beint eða óbeint af út- fiutningsframleiðslunni. Sú staðreynd sýnir á geigvæn- legan hátt hveniig nú er sorfið að þessari atvinnugrein. Og hinir erlendu ráöarnenn fara ekkert dult með það að á þessu ári eigi enn að stórauka framkvæmdirnar og ráða þúsundir ísiendinga í viðbót. Til þess að geta hrundiö því vinnuafl.' í greipar Bandaríkiamanna dugir ekkert minna en áð nkisstjórniii gangi af sjávarútveginum dauðum; og víst mun hún ekki, víla það fyrir sér ef hún fær áfram aðstcðu til þess eftir kosningarnar í sumar. En þegar búiö er að leggja sjávai*útveginn í rúst, hefur Bandaríkjunum tekizt að kippa efnahagsstoðunum und- an fullveidi íslendinga. Þúsundir manna eiga þá allt líf sitt og íramtíö undir því að mega éta brauð erlendra inairna. Þá verður leiðin greiö að næsta áfanganum, bandarískri yfirdrottnun yfir auðlindum íslendinga, er- lendri stóriðju á íslenzkri grund. Og þá veröur ætlazt til þess að íslendingar þakki fyrir að fá aö strita undir er- iendum auðkóngum sem mala sér gull á arfleifð þjóö- arinnar. Eisenhower breytir um tón Tekur upp blíSmœli í staS gifuryrSa um tbaráffu hins góSa gegn hinu illa' ¥^að kvað við nokkuð annan tón í ræðunni um utanrík- ismál, sem Eisenhower Banda- ríkjaforseti hélt í síðustu viku, en í fyrstu tölu lians í embætti þjóðhöfðingja, innsetningar- ræðunni 20. janúar í vetur. Þá hvatti hershöfðinginn lið sitt til krossferðar gegn villutrúar mönnum, sem enginn var í vafa um að voru Rússar og Kínverjar, með þessum orð- um: ,,Við skynjum með ðll- um skilningarvitum að öfl hins góða og hins illa hafa fylkt liði, vopnazt og snúizt hvort gegn öðru svo slíks eru fá dæmi í sögunni .... Hér er því ekki um að ræða deilu milli dálítið mismunandi lieimsskoð- ana. . Frelsið hefur tekið sér stöðu gegn þrældómnum, ljós- ið gegn myrkrinu“. Orðbragð þetta er gamalkunnugt úr sögunni, þannig haga stríðs- Jietjur jafnan orðum sínum þegar þær ætla að fara að frelsa heimsbyggðina frá sjálfri sér og boða hina einu, sönnu trú með báli og brandi. Enda voru önnur orð Eisen- howers og ráðgjafa hans um það leyti sem þeir tóku við völdum í samræmi við þetta, mjög var rætt um liervæðingu og „.frelsun kúgaðra þjóða“. TVTú bregður hinsvegar svo við, að í ávarpi sínu til bandarískra ritstjóra er for- seti þeirra orðinn maður frið- ar og sáttfýsi. Gleymt er það háleita mark hins góða að af- má forsmán hins illa, ljósið stendur ekki lengur urrandi reiðubúið að kasta sér yfir myrkrið og tæta það í sundur. Mótstöðumenn Bandaríkja- stjóraar á alþjóðavettvangi eru ekki lengur dulspekileg tákn eins og dýrið í opinbtrun- arbókinni, sem ekki tjóa við önnur viðbrögð cn að sökkva því í yztu myrkur. Þeir eru allt í einu orðnir holdi gæddar verur, sem hægt er að mæla máli, bjóða samninga og af- vopnun og jafnvel vopna- bræ&ralag í herferð til að út- rýma fátækt og skorti í heim- icium. Á tæpum þrem mán- uoum hefur sem sé orðið alger kúvending í framkomu Eisen- howersstjói’narinnar á al- þjóðavettvangi. Frelsunar- stefnan, sem Dulles utanríkis- ráðherra hefur boðað af mestu kappi, fékk ekki byr, og þá er tjaldað nýjum seglum. Ekki þarf lengi að leita or- sakanna til breyttrar framkomu ráðamanna Banda- ríkjanna. Frelsunarstefnan kann að hafa hljómað vel á framboðsfundum í Bandaríkj- unum, en meðal bandamanna Bandaríkjanna vakti liún skelfingu. Vestur-Evrópuher, Kyrrahafsbandalag og önnur óskaböm iBandaríkjastjómar hafa staðið jafnýel enn fast- ar í stað en meðan þau nutu umönnunar Tramans og Ache- sons. Jafnt í Vestur-Evrópu og Asíu óttast þjóðimar ekk- ert meira en að Bandaríkja- stjórn flani út í frelsunarstríð, Erlend tíðindi sem hvernig sem því lyki myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér allt að því útrým- ingu þeirra þjóða, sem hlotn- ast sá vafasami heiður að leggja til land undir fram- varðstöðvarnar, flugstöðvar, flotahafnir og því um líkt. Hlutleysisstefnan hefur farið eins og sléttueldur um banda- mannaríki Bandaríkjanna síð- an Eisenhower og Dulles tóku DWIGHT EISENHOWER við stjóm Bandaríkjanna. Við hana varð ekki lengur ráðið eftir að norðanmenn gerðu hina íniklu tilslökun sína í fangaskiptadeilunni í Kóreu. Fullyrðingar um að slík merki um sáttavilja sósíalistísku ríkjanna séu eingöngu að þakka hraðvaxandi hernaðar- mætti A-bandalagsins misstu mesta sannfæringarkraftinn þegar Ridgway, jTirhershöfð- ingi bandalagsins, lýsti yfir á tveggja ára afmæli yfirher- stjórnar bandalagsríkjanna, að á því tímahili liefði „ógn- in, sem vofir yfir hinum frjálsa heimi“ heldur aukizt en minnkað. (New York Tim- es, 3. apríl). [ið nýja tilhoð norðanmann- í Kóreu er veruleg og á- þreifanleg tilslökun af því tagi sem óhjákvæmilegt er að báðir aðilar að átökunum í heiminum geri ef von á að vera til að draga úr viðsjám og raunverul. friður takist. Því miður varð þess ekki vart í ræðu Eisenhowers, að hann hefði ákveðið að gera neitt til að efna það loforð sitt að mæta mótstöðumönnunum á miðri leið í friðarráðstöfunum (nema ef vera skyldi það að hánn stillti sig um að kenna þá við myrkrahöfðingjann). Ræðuna á fundi ritstjóranna ber því ao lelja til sálræana hcrnaðaraðgerða, „fyrsta skotiö í allslierjar friðarsókn" kallaði blaðafulltrúi forsetans hana. Þa.r gengu líka ljósum "logum ýmsar reginfirrur, sem kunná að veua- nytsamlegar til aðr brýna bandarísku þjóð- ina til átaka i köldu stríði en torvelda að sama skapi lausn alþjóðlegra deilumála. Qvo nokkrar af þessum mein- ^ lokum séu nefndar má benda á staðhæfingu Eisen- howers að uppreisnir nýlendu- þjóða índó Kína og Malakka- skaga gegn frönskum og brezkum yfirdrottnurum séu árásir af hálfu sósíalistísku. ríkjanna á „hinn frjálsa heim“. Raunhæf lausn ágrein- ingsefna stórveldanna er auð- vitað útilokuð meðan Vestur- veldin halda áfram að kenna frelsisbaráttu þjóðanna í ný- lendum sínum ráðabruggi vondra manna í Moskvu. Sama. máli gegnir um þá fullyrðingu Eisenhowers að það sé vald Sovétríkjanna sem haldi sós- íalistískum stjórnum við völd í Austur-Evrópu. Ekki þarf annað en minnast Júgóslavíu eða Albaníu til að jafnvel hin- ir vantrúuðustu geri sér ljóst að það er eitthvað annað en. byssustingir sovéthersins sem völd sósíalistískra stjórna í þessum löndum hvíla á. Um önnur mál, sem eru raunveru- leg samningsatriði en ekki á- róðursfjarstæður, svo sem sameiningu Þýzkalands, frið- arsamning við Austurríki og afvopnun, talaði Eisenhower almennum orðum og gaf hvergi í s'kyn neina tilslökun frá fyrri afstöou Bandarikja- manna. Hann gerði sér til dæmis .sérstakt far um að undirstrika það að Bandaríkja stjórn féllist ekki á samein- ingu ÞýZkalands nema það væri innlimað í A-bandalagið. Ekki greiða þau orð fyrir lausn þessa kjarna deilumál- anna í Evrópu. Rúsínan í pylsuenda Banda- ríkjaforseta var hugmynd- in um alþjóðlegan sjóð til uppbyggingar atvinnulífs frumstæðra landa, sem mynd- aður yrði af hluta þess fjár, sem sparaðist við afvopnun. En forsendu slíkrar sjóðstofn- unar gerðj hann eins og hér hefur verið rakið að gengið yrði að kröfum Bandaríkja- stjórnar í hverju máli. Hann veit vel að slikt er útilokað, alþjóðleg deilumál verða ekki leyst nema með gagnkvæm- um tilslökunum. Tækifærið til að koma á alþjóðlegu endur- reisnarsamstarfi var í Ibk heimsstyrjaldarinnar siðari, en þá var Heary Wallace og aðr- ir Bandaríkjamenn, er hvöttu til slíks samstarfs, úthrópaðir fyrir skýjaglópsku. I stað ]iess að tekið væri tillit til slikra hugmynda voru láns- og leigu lögin afnumin fyrirvaralaust og hin óhlutdræga lijálpar- stofnun UNRRA lögð niður. Þessar ráústafanir urðu á- samt öðru til þess að hleypa ka’.da stríðinu af stað. Því hefur verið haldið fram að mesta. skyssa, sem sov- étstjórnin hafi gert í alþjóða- málum árin siðan heimsstyrj- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.