Þjóðviljinn - 21.04.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.04.1953, Blaðsíða 10
JO), — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. apríl 1953 3 i^^imllisþátÉur —.—. í Ný fékknesk húsgögn H i || fc ■ í . « 1« «||£ ■ / S Þa'ð er alltaf gaman að sjá húsgögn frá öðrum löndum, og þótt slík húsgögn séu ekki fáanleg í búðum okkar, geta myndirnar gefið okkur góðar hugmyndir.Það einnkennir þessi tékknesku húsgögn, að þau eru Móðir hefur spurt okkur ráða í sambandi við klæðnað dótt- ur sinnar. Telpan er sjúklingur með boginn h:*ygg og líkaminn að öðru leyti grannur og ó- þroskaður. Telpan er tólf ára og móðir hennar gerir allt sem hún getur til áð hjá’pa henai yfir vandamál daglega lífsins. KlæðaburCur hennar er erfitt vandamál, ekki sízt vegná þess ao teipan hefur mikinn áhuga á útliti sínu. Telpan er fríð í andliti, með dökkt hrokkið hár og hana langar til a'ð fá fínan og fallegan kjól áður ea stóra systir hennar verður fermd. Það er ósköp cðlilegt að telp- una langi að vera fína og vel búin eins og aðrar telpur. Hún er fríð í and’.j^i og er ekki einmitt tilvalið að vekja at- hygli á andliti hennar? Leyfið Framhald á 11. síðu. MATURINN Á MORGUN i Soðinn rauðmagi, kartöflur — BrauSsúpa, mjólk. • Rauómaga má bausa og slægja svipað og þorsk, skola síðan allt blóð úr köidu vatni, en verka hveJjuna úr sjóðandi 1 beitu vatni, svo að hún mýk- ist og. körturnar náist af. 1 Rauðmaginn má samt ekki 1 liggja i heita vatninu, en dýfa , má honum snöggt ofan í eða I hella á hann og skafa síðan , og skola öðru hverju úr köldu ) vatni. Sumir skera rauðmag- i ann í örþunnar sneiðar sem ^ l hanga saman kviomegin, aðrir , i í þumlungs þykk stykki en \ 1 alltaf á að láta fiskinn ofan í bullsjóðandi saltvatn með ediki í, hafa fremur rúmt i pottinum, og gæta þess að rauðmaginn sjóði stanziaust í ' 5—10 min. eftir stærð stykkj- anna. Betra er að sjóða í , tvennu lagi, en láta of mikið í i pottinn. Þegar fiskurinn er , soðinn er hann færður upp á i heitt fat, heitar kartöflur og i edik borið með og þurrt rúg- i brauð. Rauðmagasúpa er mjög góð úr soðinu og er borðuð i með fiskinum. Þá eru sveskj- 1 ur soðnar sér og látnar út í ásamt soðinu, sem á þeim er, 1 þegar búið er að jafna fisk- I soðið með hveitijafningi. sambxánd af tréhúsgögnum og körfuhúsgögnum, og það er í ráuninni ágæt hugmynd, því að þetta tvennt fer ágætlega saman. Takið eftir litla borðinu, sem er ótrúlega mikið þarfaþing. Það má nota sem kaffiborð og saumaborð og í þrem litlu skúffunum er rúm fyrir smá- hlutina, og í stóru körfunni komast stóru hlutirnir fyrir. Ennfremur má nota borðið til að geyma í leikföng. Á stóru myndinni er lieil samstæða úr dökkum viði með Ijósum körfufléttum. Borðstofu borð og stólar er hentugt í borðkróka nýtízku íbúða. Rúm- ið sem sést í baksýa er ef til vill eftirtektarveríast, vegna þess að Tékkamir hafa ekki hirt um venjulega svefnsófann, sem þarf að draga sundur, heldur hafa þeir smíðað raunverulegt rúm, sem eyðileggur þó engan- veginn hcildarsvipina, endaþótt það standi í stofunni. Útdreg- inn svefnsófi er að vísu góður, þar sem þröngt er, en það er þreytandi að þurfa að búa um hann á hverjum degi. Oftast eru venjuleg rúm hjákátleg imi an um borðstofuhúsgögn, en Tékkamir hafa leyst þetta vandamál á smekklegan hátt. Skímagnstakmörkun KL 10.45-12.30 Þriðjudagur 21. apríl. Nájírenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalinu frá Flufískálavefíi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv. að Klepps- vegi og svxeðið þar norðaustur af. A. J. CRONIN : Á aMsaatrlegri síreitd Elissu Baynham, sem hafði gramizt tveim eigin- mönnum svo mjög að þeir skildu við hana. Ef til vill ekki. Og sem þrjátíu og tveggja ára var hún líkamlega stórglæsileg. En það var kæru- leysislegur glæsileiki. Aðeins tíundi liluti huga hennar virtist sinna imihverfj hennar — leið- indaumhverfi! ■— hinn hlutinci snerist um hana sjálfa. Engin svipbrigði sáust á andliti hennar, c.i það var vegna þess að hún var búin að gera það upp við sig að umhverfið var ekki athygli hennar virði. Þó var svipur hennar eftirtektar- verður — örlitið ögrandi, og í hvíld var andlit hennar hrokafullt, næstum luntalegt. Hún var falleg á sínn sérstaka, Hfmikla hátt. Hún hafði glæsilegan litarhátt, falleg augu, stóran munn, hvítar, sterklegar tennur. Við hlið hennar virtist stúlkan furðulega ung; það var það sem mesta athygli vakti í fari Mary Fielding; þótt hún væri tuttugu og fimm ára, virtist hún stundum ekki eldri en fimmtán ára. Hún var meðalhá, grannvaxin, beinasmá og létt. Hún var útlimasmá, andlits- svipurinn ákafur og fjörlegur. Hár herniar, dimmbrúnt, var stuttklippt, ennið hátt og breitt; lennurnar litlar og lýtalausar; augun blá og gyllt og svartir hríngir kringum blám- ann; og þau voru ótrúlega djúp —- þrungin ijósi sern jaðraði við myrkur. Stundura voru þessi augu kynlega döpur, nú voru þau leiftrandi — iðandi af fjöri. Hún var klædd látlausum, brún- um ferðafötum, sem liengu næstum hirðu- leysislega utan á henni. Þær nálguðust. Meðan þær gengu í áttina til Harveys. leit hann undan af ásettu ráði. Það var þá sem Mary Fielding kom auga á hann. Hún greip andann á lofti; andlit hennar varð náfölt; í björt augun kom blik af fögnuði og ótta. Hún hikaði, ætlaði að nema staðar. Svo leit hanu upp og mætti augnaráði hennar. Hann þékkti hana ekki, hafði aldrei séð hana fyrr. Hann starði á hana framandi, ókunnum augum. Þá leit hún undan. í hjarta sínu fann hún til hráeðilegs ótta og gleði um leið. Andlit hennar var enn fölt þegar hún gekk leiðar sinnar með Elissú. IJt undan sér sá Harvey þær. fara inn í blefa sina, sem lágu upp að klefa hans. Dyraar lokuðust, hann gleymdi þessu. Ilann sneri sér þreytulega við og hallaði sér upp að dyrastaf. I-Ivell bjalla hringdi tvivegis; daufir dynkir heyrðust innari úr skipinu. Það var eins og hjartsláttur hefði hafizt. Hann fann að skipið þokaðist af stað og hann sneri sér snögg- lega i ið eins og maður, sem feiigið hefur ákveð- ið merki. III. Hann fór inn í klefa sinn, lét fallast niður í stólinn og hringdi bjölhmni. Hann beið; svo hringdi hann bjöllunni óþolinmóðlega á ný. Ofsalega. Andartaki síðar kom þjónninn, úf- iun og afsakandi, sveittur eftir flýtinn. Hann var litill og feitur, með skalla á hvirflinum, með brún, kringlótt augu sem stóðu eins og á stilkum út úr búlduleitu andlitinu, langt fyrir ofan hvítan stuttjakkann. „Hvað heitið þér?“ spurði Leith hranalega. ,,Trout, herra.ý , Þér hugsuðuð yður tvisvar um, áður en þér svörnðuð hringingunni, Trout.“ „Ég bið afsökunar. Ég var að fást við far- angurinn. Já, þér skiljið, frú Fielding var að kcma um borð og ég þurfti að stjana við hana. Sir Michael Fielding — eiginmaður hennar — má sín mikils hjá Slade bræðrum. Haon á mörg hlutabréf í félaginu." .,Fielding,?“ sagði Harvey. „Er það þetta af- brígði með eiuglymið?" Trout horfði bænaraugum p, stígvélin sín, neri rökum lófunum við bláar buxurnar. „Sir Michael er ekki um borð, herra. Þér eigið ef til vill við herra Daines-Dibdin, að honum ólöstuðum. Það er roskinn hefðarmaður, Iierra, og mjög fínn með sig, ekis og sagt er. Hann kom um borð með frúnni og frú Bayn- ham.“ Harvey horfði ólundarlega á skallann á þjón- inum. „Ég hef engan titil, Trout. Og ég á engin hxutabréf. En ég er fjandanum þyrstari. Og þér eigið að ná í Whiskyflösku handa mér og það strax.“ Það varð dálítil þögn meðan þjónninn horfði tvíráður á stígvélin sín. Síðan sagði hann: „Já, herra,“ lágri röddu, rétt eins og röddin kæmi úr stígvélunum ; svo snerist liann á hæli og fór út. Ólundarsvipurinn livarf af andliti Harveys; hann reis á fætur og leit út um kýraugað. Hvers vegna hafði hann verið svona hranalég- ur við þjóninn? Það var ólíkt honum. Það kom þunglyndisblær á augu hans meðan hann siarði á óskýran árbakkann líða framhjá eins og vafið væri aftanaf gráleitu klæði fyrir aug- um hans. Þannig leið lífið framhjá. Fjarlægt, innihaldslaust, tilgangslaust. Hann hreyfði sig úr stað, nísti tönnum. Hvers vegna kom mannfýlan ekki? -— Ætlaði hann aldrei að koma? Hann beið eins og á nál- um, svo kipptist liann við og'æddi út úr klefan- um. Svalur andvari lék um mannautt þilfarið þegar hann gekk að stiganum, niður hann og fór iin í salinn. Hann var lítill en bjartur og hreinn, lagður ljósum viði, týrkneskt teppi á gólfjnu, á gljáfægðu rauðviðarborði var pelar- gónía í blóma. Og í einu horninu var risavax- inn maður um sextugt með fæturnar uppi á stól gráhærður og snöggklipptur, með koll- stuttan hatt keyrðan á skakk niður á ennið. Hann var ófríður, augabrýeinar gráir hnoðrar, annað eyrað flatur óskapnaður en á skemmdu og lagfærðu andlitinu var glettinn og vingjarn- legur svipur. Hann var í bláleitum bómullarföt- um, of iitlum og of rytjulegum. Og þó'fór lion- um rytjuskapurinn vel. Þröngar, stuttar bux- urnar gerðu þreklega fætur hans tilkomu- mikla; í hálsbindinu var stór perlunál; skyrta hans og nærfatnaður voru hrein — að minnsta kosti viðast hvar. líann sat makindalega og í stórum krumlunum hélt liann með varúð á bók. Urn leið og Harvey kom inn lét hanti bókina síga, leit yfir gleraugun á brotnu nefinu og sagði góðlátlega írskri röddu: „Góðan daginn.“ ,Daginn.“ Harvey lét fallast niður í stól, hringdi bjöllunni og fór að hamra á hné sér ó- styrkum fingrum. Eftir andartak birtist þjónn- inn. ) Hvar hafið þér verið? spurði forstjórinn starfs- ) manninn. ) Eg- var að láta klippa mig, svaraði hann. 1 Þér hafið ekki leyfi til að láta klippa yður í / vinnutímanum, svaraði forstjórinn og byrsti sig / heldur en ekki. ) Hárið óx mx samt í vinnutímanum, svaraði hinn / ofureinfaldlega,. ) Hvernig' fá kvikmyndahöfundar nýjar hugmynd- ) ir? spurði sá er nú ætlaði að snúa sér að kvik- ) myndagei'ðinni. / Þeir fá þæi ekki, var hið kurteislega svar. j ^ ( Viðskiptavinur: Hundurinn yðar virðist hafa ( mjög gaman af að horfa á yður klippa. ( Rakari: Nei, það er ekki það, en mér verður J stundum á að stýfa af eyrnasneplum viðskipta- ) vinanna. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.