Þjóðviljinn - 05.05.1953, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 5. maí 1953
Þjóðareining gegn her í landi
D X C £ K R Í
Þj óðarráðstefnu gegn her í landi
Ráðstefnan verður dagana 5. til 7. maíKl. 8V2 hefst samfelld dagskrá, sem öll
1953 í samkomusal Mjólkui'stöðvarinnar,
Laugaveg 162 í Reykjavík. Dagskrá er
birt með þeim fyrirvara að einhver til-
færsla kunni aö verða á einstökum liðum.
Þriðjudagur 5. maí
Húsið verður opnað kl. 5 síðdegis
Kl. 6 til 7%:
1. Lúðrasveit verkalýðsins undir
stjórn Haralds Guömundssonar
leikur ættjaröarlög. Þetta er ný
lúðrasveit, sem við þetta tæki-
færi leikur opinberlega í fyrsta
sinn.
2. Söngfélag verkalýðssamtakanna
50 manna blandaður kór, undir
stjórn Sigursveins D. Kristins-
sonar, syngur nokkur lög með
lúðrasveitinni.
3. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
setur ráðstefnuna.
4. Ávarpsræða, Gunnar M. Magnúss
rithöf.: Ættjörð vor og börn
hennar.
5. Tilkynningar til fulltrúa og ann-
arra samherja.
6. Kosið í nefndir.
MATARHLÉ
Kl. 8V2 hefjast framsöguræður:
1. Hallgrímur Jónasson kennari:
Hugmyndin um stofnun innlends
hers.
2. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir:
Kirkjan, skólarnir og her í landi.
3. Sigurður Baldursson, lögfræð-
ingur: Bótaskyldan og kvaðir
samkvæmt hernáinssamningn-
um.
4. Þórkell G. Björgvinsson formaður
Iðnnemasambands íslands: Hags
munir æskunnar og her í landi.
5. Frú Viktoría Halldórsdóttir,
Stokkseyri: Hlutverk konunnar í
hersetnu landi.
6. Einar Gunnar Einarsson, lögfræð-
ingur: Dómar sökum hers í lajidi.
7. Frjálsar umræður, — tillögur
ræddar.
- Sennilega verða fleiri framsögu-
menn. Nánar auglýst á ráðstefn-
unni.
Miðvikudagur 6. maí
Kl. 5 til 7 síðd. Nefndafundir og frjálsar
umræður.
MATARHLÉ
lýtur stefnu og viðhorfum and-
spyrnuhreyfingai'innar.
Stjórnandi: ,Pétur Pétursson, út-
varpsþulur.
1. Söngfélag verkalýðssamtakanna,
stjói'nandi Signrsveinn D. Krist-
insson, syngur nokkur lög, m.a.
lög og ljóð gefin andspyrnulireyf-
ingunni.
2. Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunar-
kona: Hin nýja norska and-
spyrnuhreyfing gegn Atlanzhafs-
bandalaginu.
3. Ríkharður Jónsson myndhöggv-
ari: íslendingur bei'st við stói’-
veldi og sigrar.
4. Ættjarðarlög: Kristján Kristjáns-
son söngvari.
5. Amia Stína Þórarinsdóttir les
upp 4 ljóð gefin andspyrnuhi'eyf-
ingunni.
6. Halldór Kiljan Laxness rithöf.:
Sjálfvalið efni.
7. Upplestur: Agnar Þórðarson rit-
höfundur.
8. Tveir dúettar. Frú Lára Magnús-
dóttir og Sigurður Ólafsson
söngvai'i.
9. Steinar Sigurjónss. les upp fyi'stu
smásöguna, er hann birtir opin-
berlega.
10. Gerður Hjörleifsdóttir leikkona
les upp 4 ljóð gefin andspyrnu-
hreyfingunni.
11. Sigurð’ur Ólafsson syngur 3 ís-
lenzk lög.
12. Lárus Rist sundkennari: Ferm-
ingai'heit mitt við guö, þjóö mína
og land mitt.
13. Útdráttur úr ræðum stjórnmála-
manna.
14. Danshljómsveit leikur — Dans —
Söngvari Haukur Morthens —
Ný íslenzk danslög og nýir dans-
lagatextar tileinkaöir andspyi’nu-
hreyfingunni.
Fímmtudagus: 7. maí
Kl. 6 siðdegis hefst umræðufundur.
Skipulagning andspyrnuhreyf-
ingai’innar og starfiö framund-
an.
Að loknum umræðum veröur
kaffisamdrykkja.
Kveðjur.
Nokkrar blekkingar
Jóns Sigurðssonar
Jón Sigurðsson framkvæ'mda-
stjóri Alþýðusambandsins skrif
ar grein 1. maí s. 1. í Alþýðu-
blaðið þar sem hann brigzlar
mér og fleiri nafngreindum
konum um ýmsar vammir og
skammir í sambandi við deilu
þá sem staðið hefur um hríð
milli Starfsstúlknafél. Sóknar
og viðkomandi atvinnurekenda.
— I grein þessari birtir hann
bréf dagsett 22. apríl. Bréf
þetta er í fyrri hiuta greinar-
innar tilboð stjórnar Sóknar
til atvinnurekenda. um lausn
deilunnar, en í seinn.i hlutan-
um er Jón Sigurösson búinn að
spinna svo utan um þetta at-
riði málsins að þá er bréfið
orðið að samkomulagi milli
Sóknar og atvinnurekenda.
Sökin, sem hann ber mig og
aðrar stúlkur sem hér eiga
hluta að máli er sú, að við
hefðum fellt og eyðilagt þetta
ágæta samkomulag!!
1 þessu tilefni vil ég taka
fram eftirfarandi:
1. Þann 23. apríl (ef ég man
rétt) samþykkti stjórn Sóknar
einróma samkomulagstilboð,
sem innihélt tilgreindar hags-
bætur varðandi fæðisverð og
stýkkjaþvott, að því tilskildu
að réttindum þeim, er stúlkum
eru tryggðar í 3. grein kjara-
samnings okkar, verði að engu
leytl haggað.
2. Á nefndum félagsfundi 23.
apríl kom fram tilboð frá
stjórn Ríkisspítalanna þar sem
fallist var á hagsbætur þær, .er
fyrrnefnt tilboð félagsstjómar
hafði inni að halda, en þar var
ekki fallizt á skilyrðin vai'ðandi
3. greinina og jafnframt sett
það skilyrði fyrir samkomulag-
inu af hálfu spítalastjórnar að
Sókn segði ekki upp samning-
um.
Þetta var hvort tveggja
Framhald á 11. síðu.
Sinustráin á annarri síðu Moggans — Bréf um
„Vesalingana" í Iðnó
„FÍRILL” hefur sent eftirfarandi
tilskrif: „Kæri Bæjarpóstur! —
Eg er ,að fietta blöðum 1. maí.
Auðvitað er grunnt á góðu.
Önnur síða Morgunblaðsins. Já,
strax önnur síða Morgunblaðs-
ins. Mör,g hundruð nöfn. Já,
■ mannanöfn eða hvað? Hvernig
stendur á þessum nöfnum? Jú,
fyrirtækið Sjálfstæðisflokkur-
in,n heldur aðalfund í Rvík. Já,
.aðalfund. Það er nú svo. Flest-
,um mun finnast, að hér sé
frekar um sýningu að ræða, og
þeir fara ósjálfrátt að skoða
gripina. En það er eitthvað
einkennilegt við alla þessa
gripi. Það þarf ekki ,að láta ó-
líkindalega. Allir vita, að þessi
sýning er innan ramma póli-
tísks lífs á íslandi, og hvernig
stendur á því, ,að það skuli ekki
all,t vera í lagi um þessa aðra
síðu Morgunblaðslns? Já, þetta
er skrýtin síða.
Þú manst eftir greinum í Tím-
,anum í vetur, er þeir deildu um
sauðféð og gróðurinn Hákon
skógræktarstjóri og Benedikt
frá Hofteigi. Benedikt sagði um
,sinuna. ,að fæstir þekktu aðra,
sem risu app dauðir, en sinu-
stráin. Er það ekki einmitt
þetta, sem sést á annarri siðu
Morgunblaðsins 1. maí? Er ekki
sinan að rísa upp cg þykjast
veru igræn strá?.
Þ'að Var einu sitfni grænt sjálf-
stæðissumar á íslándi, og þá
sþruttu laulcar í þjóðlífinu. Nú
sés.t:.ekki sjálfstæðisnál í sinu-
ióppunum á annarri síðu Morg-
Unblaðsins. Er það fui'ða? Fyr-
irtækið hefur seit þetta græna
sumar. Það var lóð þess í Fagra
'hvammi islenzks þjóðlífs, og nú
eru þar ræktuð banaspjót af
útlendu herveldi. Ætli það sé
ekki gott að geta verið sina, og
er við öðru að búast, þegar bú-
ið er að selja sína lóð? Skoðið
þið sinuna á apnarri síðu Morg-
unblaðsins. . Það getur aldrei
sprottið grænt strá upp úr
þessum sinulúða. Ætli það sé
ekki ráð að kveikja í honum,
eins og góðbændur gera með
sína sinu? Hreinsa lóðina og
láta öskuna rigna niður í jarð-
veginn. Burt með .sinuna! Biðj-
um um grænt sjálfstæðissumar.
Þá spfetta iaukar, þá gala
igaukar, og þá fer hrútur úr
reifi sínu. — Fifill.”
★
EINNIG hefur Kr. Gr. senit eftir-
farandi um Vesaiingana: „Þeg-
,ar ég hafði lesið Vesalingana
eftir V. Hugo í þýðingu Einars
og Ragnars Kvarans og Vilhj.
Þ. Gíslasonar, var mér efst í
huga þörfin fyrir að fá aðal-
kjarna þessa mikla skáldverks
þjappað saman í listrænt form
við hæfi barna og unglinga.
Mér fannst bókin hafa svo mik-
inn siðmenningarboðskap að
flytja, að slík ósk væri tíma-
bær, ef listræn hönd og hug-
ur 'gerðu þann útdrátt.
Nú ‘hefur Gunnar R. Hansen
leikstjóri látið þenn.an óska-
draum minn rætast, og meira
en það, með því að breyta sö,g-
un.ni í leikrit, æfa það c,g sýna
í Iðnó með þeim ágætum, að
vart verður á betra kosið við
þær aðstæður er Leikfélag
Reykjavíkur á við að búa. Ein-
stakir leilcendur verð.a manni
cgleymanlegir, t. d. Þorst. Ö.
Stephensen og Erna Sigurleifs-
dóttir. Brynjólfi Jóhannessyni
verður heldur varla gleymt, þó
hann leiki óvinsælustu persónu
leiksi-ns.
Eg þakka höfundi o,g leikfélag-
inu fyrir afreksverkið, sem ég
vona, að skilji eftir varanleg
áhrif í hjörtum ieikhúsigesta,
sem endast settu svo., , að við
yrðum hæfari en áður til þess
að efla bróðurlega sambúðar-
h.ætfi meðal okkar. — Kr. Gr.”