Þjóðviljinn - 09.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.06.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 9. júní 1953 þlÓOVIUKNN útgefandi: Samelningarflokkur alþvðu — Sósíalistaflokkurinn. Etltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttnstjóri: Jón Bjarnason. Bi&ðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsíngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 18. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Beykjavík og nágrenni; kr. 17 annars ataðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakiö. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. v ___________________________________ ' Mannréttindi alþýðu í fíættu Árið 1941 var mikið los á fylgi þeirra flokka, sem með völd Iiöfðu farið, og þótti forustumönnum þeirra ófýsilegt að ganga til kosninga eins og á stóð. Á siðasta þingi fyrir kosningu afréðu þrír stjórnmálaflokkar að koma sér undan þessum vanda. Þeir gerðu um það leynilegt samkomulag sín á milli að fresta kosn- ingum til Alþingis fram í stríðslok, én enginn gat sagt um það nrið 1941 livenær þau yrðu. Einkennileg þögn hefur verið um þetta eftirminnilega atriði úr stjómmátasögu íslendinga. Þjóðviljinn og önnur málgögn ý ósíalistaflokksins hafa annað veifið rifjað málið upp, ef sér £.tök tilefni hafa gefizt. Hkis vegar hafa málgögn þeirra flokka, sem verknaðinn frömdu, varla nokkum tíma á hann minnzt, og farið með hann sem feimnismál. Þetta er að vísu vel skiljanlegt. Það er dálítið óþægilegt fyrlr flokka ,sem telja sig öðrum löghlýðnari og þjóðhollari, að iliafa samþykkt á Alþingi að ganga beint gegn stjórnarskrá landsins, og það svo frekíega, að alþingismenn samþykki að Iokná kjörtímabili sínu að umboðín, er þjóðin fól þeim til af- markaðs árabils, skuli gilda áfram. Þetta er annað grófasta dæmið um stjórnarskrárbrot, sem Islandssaga síðustu áratuga geymir. Athafnir Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðu- /lokksins 1941 eru valdarán þessara flokka. Einungis einn þeirra . etjórnmálaflokka, sem sæti áttu á Alþingi 1941, hefur algerlega hreinan skjöld í þessu máli: Sósíalistaflokkurinn mótmælti kosn- ir.gafrestuninni og greiddi atkvæði gegn þeiri'i þingsályktunar- 1-lögu, sem átt að vera eins konar þingleg afgreiðsla á stjóm- arskrárbrotinu. Þetta samsæri þriggja stjórnmálaflokka tókst ekki eins og iil var ætlazt, og er það afturhaldi landsins mikið sorgarefni enn í dag; þó fáir hafi kjark til að syngja þau harmaljóð opin- berlega, nema Jónas frá Hriflu. En fólkið tók í taumana. Það hr.úði fram hinar sögulegu kosningar árið 1942, gaf Sósíalista- f'okknum það stóraukna fylgi er nægði til að knýja fram nýsköp- unina, skapa mesta framfaratimabil í sögu þjóðarinnar og flytja alþýðu landsins betri kjör en hún hefur nokkru sinni notið. Flokkamir, sem frömdu stjórnarskrárbrotið 1941, og annað enn örlagaríkara réttum tíu árinn síðar eru aftur orðnir mjög uggandi um sinn hag, þeir óttast dóm fólkshis. Stjórnarskrá landsins, sem þeir hafa lofað að halda í heiðri, er orðinn hemill á hin skuggalegu áform um frekari sölu landsréttinda. Allir þrír óttast þeir, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, að fólkið í landinu taki að notfæra sér mann- réttindi stjórnarskrárinnar svo um muni, geri kosningarnar í sumar engu minni úrslitakosningar en 1942, dæmi afturhaldið úr leik, geri með atkvæðaseðli sínum ráðstafanir, sem þýða ný- sköpuriarstefnu í stað betlistefnu, þjóðfrelsisstefnu í stað þess undirlægjuháttar, sem einkennir afstöðu Sjálfstæðisflokksins, 3i'ramsóknarflokksins og Alþýðuflokksins til Bandaríkjanna. Víða um lönd hafa leppflokkar Bandaríkjamia gripið til þess ráðs að breyta stjórnarskrá landsins til að hanga í völdum, reyna að finna kjördæmaskipun og kosningatilhögun sém útiloka full- trúa alþýðunnar. Þeir menn hér á landi sem trúast bergmála lyrirskipanir bandarisku húsbændanna hafa mikinn hug á slíku tilræði við mannréttindi íslenzkrar alþýðu. Þingmenn hernáms- flokkanna hafa -að vísu, eins og hér hefur verið minnt á, ekki hjkað við að brjóta það drengskaparheit að virða og lialda stjórn- arskrá landsins. En það væri óneitanlega þægilegra fyrir þá, að rreyta stjórnarskránni svo að hún væri ekki fyrir þeim í myrkra- verkunum. Sósíalistaflokkurinn leggur hins vegar áherzlu á að mannrétt- indi st.jórnarskrárinnar verði aukin. Hann telur nauðsyn, að í Itenni séu tryggð þessi mannréttindi: • Kosningaréttur sé jafn fyrir Islendinga, hvar sem þeir búa. • Fulitrúar ilokka á Alþingi séu í samræmi við lcjörfylgi. • Atvinna sé tryggð öllum og atvinnuleysistrygging, ef ríkið sterdur eigi við þá skyldu. m Kétturinn til ellilauna og örorkubóta, sjúkratrygginga, slysa- bóta og baraalífeyris sé tryggður. • Lýst yfir hlutleysi og friðhelgi íslands, og bannað að taka íslendinga í her. • Öli skólaganga sé ókeypi4. m Konur fái sömu laun og karlar fyrir sörnu vinnu. Þetta mál er kosningamál í sumar. Afturhaldið er reiðubúið að ráðast á mannréttindi stjórnarskrárinnar. Þeirri árás er hægt að afstjTa 28. júní. Hefnd vonbiðilsms Undanfama þirjá daga hafa birzt í Morgunblaðinu hinar skoplegustu ritsmíðar eftir Kristján Albertson. Greinar þessar eru frásögn um pólitíska kosningasýn- ingu sem verið liefur í Róm undanfarið, en sýning sú hefur hlotið allmikla frægð af þeim sökum að upp hefur komizt að hún er fölsun frá rótum, „sannanir" allar, ljós- myndir ogannað slíktheima- tilbúið. Auk þess er það eitt það furðulegasta tiltæki sem um getur að ætla að nota kosningaáróður sem heimild; það er ámóta og ef einhver vildi sérstaklega leita sann- leikans um Sovétríkin í Morgunblaðinu dagana fyrir kosningar. I greinunum er því ekkert atriði umtalsvert, en um hitt spyrja menn: hverjar eru sálfræðilegar or- sakir þess áð jafn lang- menntaður fagurkeri og Kristján Albertson leggur á sig þvilíkan samsetning. Enda má sjá á niðurlagi greina hans að sú spurn- ing vakir einnig með honum- sjálfum, áleitin og hvimleið. 1 Fyrir réttum þrjátíu ár- um kom út frumsmíð hins efnilega rithöfundar, Krist- jáns Albertsons, og síð- an hafa íslenzkir bókavinir beðið frekari afreka með misjafnri eftirvæntingu. Krist ján hefur haldið áfram að vera efnilegur rithöfundur, en Bókin hefur ekki séð dagsins ljós — enn. Frum- smíð hans var leikrit og nefndist Hilmar Foss. Það fjallaði um ungan mann, sem „var fremstur allra jafn- aldra sinna, allra ungra ís- lendinga“. Hann var „dreng- lyndur og veglyndur“, „frjálsmannlegur, styrkur í uppliti og fasi“, með , stórt, heitt, órólegt höfuð“ og „sterkar, mjúkar hendur“. Ræðumennska hans er eins og „tignarlegt óveður", grein- arnar slíkar að „ungur, fun- heitur vilji streymir gegn um línumar“, persónulegur þokki hans þvílíkur „að það er eins og annar blær yfir þessum bæ síðan hann kom —- eins og heitari lífsandi í ö’lum mötmum. Loftið er eins og þrungið af andlegu vormagni, sem hver einstak- ur þiggur styrk af. Allt af því að nýr og máttugur mað- ur stendur mitt. á meðal vor og berst eins og hetja“. Auk þess hefur hann „í draumi séð Napóleon ríða yfir stijó- breiður Rússlands með her- foringjum sínum — það var hrífandi sjón“. — Þetta goð- umlíka ungmenni verður fyr- ir þeirri raun að stúlka svík- ur hann, stúlkan eina sem var samboðin honum og eig- inleikum hans, og gefst öðr- um manni. Og sjá: á samri stundu verður hjarta hans „eitrað og sjúkt“ og æðsta .hugsjón hans að „fremja eitthvað níðingslegt“, að hefna sín sem grimmilegast á stúlkunni og manni henn- ar. Hann gengur af ofur- kappi til stjórnmálabaráttu við eljara sinn, „styðhr krepptum hnefum á mjaðm- imar og horfir upp og frárri með ögrandi hörkusvip“, og á það vopn nærtækast að skrifa um hann blaðagreixiar þar sem beitt er vísvitandi lygum í skjóli þess að ai- menningur geti ekki fuli- reynt það sanna af eigin rammleik. Þessi ætlun tekst, ósannindin hrína á eljaran- um sem flýr bugaður til út- landa, og í leikslok gráta þau í faðmlögum, hin ó- trygga ástlcona og vonbiðill- inn forni. Það dylst engum að Krist- ján Albertson sníður lýsing- una á Hilmari Foss í upphafi leikritsins eftir draumum sínum og fyrirætlunum og áliti annarra. Einn af bekkj- arbræ'ðrum hans úr mennta- skóla hefur lýst honum með þsssum orðum: „Hjá hon- um var hvorki um að ræða skort á ástríðu né bók- menntalegri siðferðisalvöru. Hann var sísvellandi af eld- móði, sem gæddi liann því- likri mælskusnilld, að nærri mun heita mega einsdæmi meðal æskumanna á því reki.... Og hin heilaga al- vara hans í kröfum um íslenzkar bókmenntir, sem dæma mætti eftir alþjóðleg- um mælikvarða, gaf ýmsum bjargfast traust til þessa unga manns og vonir um, að liann myndi eiga eftir að hafa mikla þýðingu fyrir bókmenntir þjóðar sinnar“. Þannig virtust allar horfur á að Kristján Albertson hefði iþegið kossa skáldgyðj- unnar og að með ]>éim m\ mii tákast löng ög ástrik sam- búð sem auðga myndi Is- lendinga að fögrum og glæstum listaverkum. Þar 'hafði hinn fremsti maður hitt sámboðha brúði, engu síður en iþegar Hilmar Foss og Unnur mættust fyrst í leikritinu sem birtist fyrir réttum þremur áratugum. En skáldgyðjan er stund- um ekki sfður hverful en þær holdgaðar yngismeyjar sem um getur í leikritum, og eftir þessi æskuteitu ár livarf hún frá Kristjáni Al- berison og leitaði til ánn- arra. Þó varð sá viðskilnað- ur ekki með neinurn ósköp- um; þvert á móti virtist hinn efnilegi rithöfundur eiga von á því árum og jafn- vel áratugum saman að sain- vistir mvndu takast að nýju hvem dag sem væri. Má raunar segja að sjaldan hafi verið upp jafn þolinmóður og trygglyndur vonbiðill og Kristján Albertson. Árum saman leitaði hann æskuást- ar sinnar víða um lönd og naut við það aðstoðar mikil- hæfs fyrirtækis sem þó hef- ur fremur verið kennt við saltfisk en bókmenntir. Með- an hann dvaldist í Berh'n á valdaskeiði nazista sást hann oft reika á breiðgötum eða sitja. í laufsltálum með hand- ritið að Bókinni, og síðar mátti finna hann í París á veitingahúsi því sem Sartre vandi á komur sínar. Þar sat hann kvöldum saman úti í horni með handritahlaða á borðinu og einblíndi á stór- skáldið eins og til þess að lesa. úr fasi hans og svip þá eiginleika sem endast mytidu til að vekja upp foma ást.. En svo kom að Kristján Aibertson neyddist til að segja eins og Hilmar Foss: „Ekkert hef ég þráð eins og að mega elska — hvers vegna er ég þá nevddur til að hata ? Hatrið vekur allt, sem hrærist í yztu myrkrum sá.lar minnar“. Og eins og i leikritinu einsetti Kristján sér að hefna sín á sviði stjórnmálanna, og dugði í fvrstu ekkert minna en a.l- þjóðamál. Einn góðan veður- dag á þessi ljúfmáli sendi- kennari Hitlerstímabilsins allt í einu að fara að kenna Þjóðverjum lýðræ'ði og frjáls- ar kosningar; nokkru síðar er hann orðinn sérfræðingur í málefnum Suðurafríkubúa c.g flytur ómengaðan kyti- þáttaboðskap Rósenbergs fornvinar síns. Og nú síðast er hann kominn að hátindi Lefndar sinnar, greinunum þremur sem birzt hafa í Moi’gunblaðinu síðustu daga og eru nákvæmlega sama eðlis og þær sem um getur í leikritinu: visvitandi ósann. ' indi í skjóli þess að almenn- ingur geti ekki fullreynt það sanna af eigin rammleik. Og nú þykist Kristján ekki aðeins hafa hefnt sín á hínni ótryggu; skáldgyðju heldur einnig þeim sem húu valdi sér að ástvinum í sta'ð •• hans. Á meðan vonbiðillitin ■- sat úti í löndum batt ást- kona hans þá tryggð við I#arid sem sjaldáii fyrr. Hér héfur orðið minnisstætt biómaskeið í skáldskap, við höfum eignazt eimi snjall- asta rithöfutid heims og 1_ mörg þau listaverk sem ekki . munu fyrnast. En allur sá gróður hefur átt rætur sín- ar í sósíalisma. og verklýðs- h’"eyfingu, þeirri hugsjón se.m farið hefur eldi um 1. mannkynið á ótrúlega stutt- ... um tíma. Þess vegna eru grfinar Kristjáns „eitrað og sjúkt“ og „níðingslegt“ nart um sósíalismann, eins og komizt er að orði í Hilm- ari Foss, og þess vegna er ráðizt sérstaklega á Halldór Kiljan Laxness og félaga hans í hverri grein, auk þess sem Kristján hefur játað að hafa beitt aðstöou sinni sem opinber sendiboði til þess að reyna að koma í veg fyrir að bækur Halldórs væru þýddar á ci’i.ur mál. ÖIlu sltýrar gat Kriscián Albertson ekki lif- að s-jálfur það leikrit sem " hann birti fýrir þrjátíu ár- " um. I Hilmari Foss fallást von- biðillinn og hin hvikida ást- kona hans í faðma að lok- uni. og er sá. endir raunar með meiri ólíkindum en aðrir klui&r leikritsins. Þó er sjálLagt að vona að fram- kvæmd sú sem Kristján Al- " bertson hefur hafið á æsku- veriri sínu megi eiunig öðl- " ast , happy end“. Að vísu ■■ niumi greinarriar á engum öc'um hrína en höfundi sjá’.fum, og það er cgn hætt við'. að hin ljúfa mær fáist | ckki tii að leggja Bókinni •- t. ^itt li'ð úr þessu. Hitt vona •- ri ir = f-m þekk|á •Kristján að eftir þessa. sorglegn frum- sýnihgú á leikriti sinu megi |. hom.rn aftur auðnast að ger- ast "onbiðill þeirrar gyðju sem Irann batt við æsku- tryggð og uni þvi hlutskipti til æriloka, íjúfur, fjöl- fróður og veraldar- sæll. 'TTýUó -♦—♦ -♦—♦—♦—♦-♦—♦—*—♦—♦—♦—♦—♦ ♦ ♦ -♦—*—♦—♦-.-♦ ♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.