Þjóðviljinn - 09.06.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.06.1953, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 9. júní 1953 íslczndsmótlð I kvöld kl. 8,30 keppa Víkingur — Þról — B-riðill — Dómari: Haraldur Gíslason Mótanefndin Hvild á sjó Margir líta svo á, aö fátt veiti betri hvíld en róleg' sjóferð á góðu skipi, og því er það, að fæstir sjá eftir þeim tíma, sem í sjóferðina fer, ef þeir á annað borð hafa ástæður til að taka sér hvíld frá störfum. Hafiö, með sínu lífi, hefur líka sitt aðdráttar- afl, og landsýn er oft hin dýrlegasta frá skipi. Árið um kring getum vér boðið yður far á góð- um skipum milli innlendra hafna og einnig á milli Reykjavíkur og Glasgow á tímabilinu frá 29. júní til miðs ágústs. Þá stendur til, að Hekla fari eina þriggjavikna ferö til Spánar eftir miöjan ágúst. En ráölegt er í öllum tilfellum að tryggja sér far í tíma. Skipaútgerð Ríkisins LÖKSI^ SilMAÍLÉYFÁ Vegna sumarleyfa verður aðalskrifstofa Áfengis- verzlunar ríkisins, Skólavörðustíg 12, ásamt iðn- aðar- og lyfjadeild, lokað frá fimrntudegi 9. júlí til mánudagsmorguns 27. júlí n. k. Muriið: Aðalskrifstofan, iðnaðar- og lyfjadeild. Áíengisverzlun Ríkisins % ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Fréttir af frjálsum íþróttum Víða um lönd eru frjálsu í- ■þróttimar nú meir og meir að láta til sín taka. „Stjörnur" síð- asta árs eru nú teknar að reyn.a með sér og við skulum vona að á eftir þeim fylgi fjöldi minni „stjarna", þótt ekki sé mikið um þær talað. Barthels frá Luxemburg, sem óvænt sigraði í 1500 m á ÓL. i Helsingfors, hljóp nýlega 1500 m í París, en varð nr. 2, var sagður lasinn af sinaskeiða- bólgu. Hiaupið vann franskur maður, E1 Marouk á 3.48.2, sem er góður tími. Tími Barthels var 3.49.2. Þjóðverjinn Lamers, sem mjög kom við sögu í fyrra, varð þriðji á 3.50.4. Á sama móti hljóp Þjóðverjinn Haas 400 m á 46.8, sem er frábær tími. Landar hans, Krauss og Lueg unnu bæði 200 m og 800 m á 21.5 og 1.52.3. Munk-Plum var þar og kastaði kringlu 44.95. í hástökki fór hinn „aldraði“ Damitio yfir 1.97 og svertinginn Thiam Papa Gallo, franskur met- hafi (2.03) stökk auðveldlega yf. ir 1.95, en gert var ráð fyrir að hann væri hættur öllum íþrótt- um. 1 England; hafa menn náð góð- um árangri og má þar nefna Chris Chataway sem sett hefur nýtt brezkt met á 2 enskum míl- um, 8.49.6 sem samsvarar 8.10 á 3000 m. Chataway þessi hljóp líka 3 mílur á 13.46 sem samsvarar 14.11 á 5000 m. Hann er stúdent frá Oxford, aðeins 22 ára. Savigde kasíaði kúlunni „að- eins“ 15 m og 46 m kringlu. Emil Zatopek hefur hlaupið 5000 m á 14.33. Það má kallast góður tími því fyrir ekki all löngu hafði hann látið taka úr sér hálskirtla. S. Jungwirths frá Tékkósló- Ennflutningur knatt- spyrnumaima til Italíu stöðvtiður Italska stjórnin hefur fyr- ir fáum dögum stöðvað allan innflutning á erlendum knatt- spyrnumönnum. Innanríkisráðu- neytið skýrði frá þessu með því að tilkynna að ekki yrðu veitt fleiri dvalarleyfi fyrir atvinnu- knattspyrnumenn. Þeir sem eru þar nú fá þó að dvelja þar á- fram. Kosningaskrifstofa Sósialistaflokksins Þórsgötu 1 — Síini 7510 Skriístofan gefur allar upplýsingar varðandi kosningarnar Kjörskrá liggur frammi Flokksfélagar og aðrir, sem þurfa upplýsingar varðandi kosningarn- ar, eru beðnir að hafa sem fyrst samband við skrifstofuna. Skrifstofan er opín frá kl. 10—10. — Sími 7510. vakíu hljóp 1500 m á 3.47.8 sem vakið hefur lathygli. Ennfremur hefur Jiri Lanskai stokkið 2,01 í hástökki sem er nýtt tékkneslct met. Skobla kastaði kúlu 16.87 og Broz hljóp 100 m á 10.5. I langstökki hefur Fike-jz farið 7.22. Ungverjinn Zajki hefur stokkið 7.20 í langstökki. (Prá Sovétríkjunum hafa komíð fréttir um góðan árangur. Nena- shev hefur kastað sleggju 56.26. Gi'igalka varpað kúlu 16.13. Kuznetsov kastað spjóti 69.90 og Tjernobay stökk 4.20 á stöng. in. flokkur keppir í dag klukk- an tvö á Valsvellinum. Fyrst keppa Fram og Valur. Dómari er: Sigurgeir Guð- mannss., og síðan keppa KR og Þróttur. — Dómari: Kristján Friðsteinsson. Sænska íþrötta- sambandið 50 ára Fyrir nokkrum dögum varð sænska iþróttasambandið 50 ára. Þann dag, eða fyrra sunnudag, voru haldin 200 íþróttamót víðs- vegar um landið í tilefni af deg- inum. í dag er talið að um 800.000 félagsmenn séu innan vé- banda sambandsins í 10.000 fé- lögum, svo það er ekki að undra þótt íþróttír Svía standi með miklum folóma.- Af þeim 86 félögum sem stofn- uðu sambandið 1903 eru 56 enn starfandi. — Mikið hefur verið um að vera í sambandi við af- mælið og sérstakur heiðurspén- ingur verið gefinn út og afhent- ur „fyrir framúrskarandi starf fyrir sænskar íþróttir“, nær 350 mönnum sem hafa getið sér orð fyrir forustustarf í þessari stór- brotnu, starfsemi. RT.» Mng Alþ|ódaskíðas;afllllaiids- ins i Innsbruck Þótt komið sé sól og sumar og skíðamenn fyrir löngu búnir ■að leggj.a skíði sín í sumarhvílu, þá hafa æðstu ráðamenn skíða- íþróttarinnar komið. saman í Austurríki og rætt hin alþjóð- legu sameiginlegu mál. Sjálfsagt hafa skíð.amenn hér heima á Fróni 'gaman af að heyra hv.að þar gerist í aðal'atriðum. Ná- kvæmar fréttir af þingi þessu bggja þó ekki fyrir ennþá. Fulltrúar Sovét á þinginu báru fram tillögu um að felía brun niður úr alþjóðakeppni með til- liti til þess hraða serri orðinn væri í því og aukinnar hættu. Tillagan var felld. En sérfræð- inganefndin í bruni og svigi ákvað að setja ákvæði er banni að byggja brautir sem hægt sé að ná meiri hraða en 65 km á klst., fyrir konur í bruni, og að því er snertir stórsvig 65 km fyrir karla og 45 km fyrir kon- ur. Þá var ákveðið að í svig- keppni skuli helzt keppt í tveim brautum en á heimsmeistara- og Olympíuleikjum skal keppa í tveim brautum. Fulltrúar Svía lögðu til að leyfð skyldu þrjú stökk í alþjóða skíðastökkmótum og skyldu tvö beztu stökkin gilda, en það vai) fellt. Samþykkt var að 18 km göngii skyldi stytta í 15 km. Þá var tekin upp alþjóðleg keppni, 3x5. km 'gariga kvenna, eít'ir tillögu frá fulltrúum Sov-' ét. Urðu nokkur átök um þetta mál því ýmsir telja að skíða- Sanga 'sé of nrikil þfekraunj fyrir konur og hafa t. d. Norð- menn og ýmsir .aðrir lagzt á mótii því. Forseti F. I. S. var endurkjör- inn Mark Hodler frá Svíss og varaforsetar: Bjöm Kjellström, Svíþjóð, Edwin D. Eaton, Banda-< ríkjunum og Viktor Andrejev, Sovétríkjunum. ínternazionale varð sigurveg- ari í ítölsku ligunni með 47 st, Næst var Juventus. Blankers Koen enn á sprettinum. Á alþjóðlegu móti sem haldið var nýlega í Amsterdam hljóp F. Blankers Koen 80 m á 11,4, Næst varð Jeanette des Forges frá Englandi á 11,6. Á sama móti hljóp danski hlauparinn Gunnar Nielsen 800 m á 1,58 2, i rédrf íyrSr yngri og eldri á vegnm Ármaiins Glímufélagið Ármann efnir til námskeiða í róðri fyrir ung- liaga og fijllorðna. Æfingar verða frá bátaskýli félagsins við Skerjafjör'ð. Kennari Ste- fán Jónsson. 1 nágrannalöndum okkar er róður mikið iðkaður að sumr- inu til, enda hin ágætasta skemmtun og um leið hin holl- asta iþrótt. Róíur var mikið iðka'ður hér áður fyrr, og eitt sinn sendi félagið sveit til keppni á Norðurlandamót, en nú um skeið hefur áhugi fyrir róðri verið minni en við mætti búast. Æfingaskilyrði eru hin ákjósanlegustu, gott bátaskýli og góð bryggja. Þátttakendur eru beðnir a'ð koma til viðtals við kennarann. á skrifstofu félagsins í iþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar n.k. miðvikudagskvöld kl. 8. I sumar verða haldin hér fjögur róðramót. Hið fyrsta verður 4. júlí og er það innan- félagsmót Róðrafólags Reykja- víkur. I vikunni eftir þa'ð verð- ur Reykjavíkurmótið og ís- landsmótið í næstu viku. Loks verður Septembermót Ármanns í septémber.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.