Þjóðviljinn - 09.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.06.1953, Blaðsíða 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9, júníx 195-S * Vor- dragfin ExRAGTIR eru breytilegri i ár en þær hafa nokkru sinni verið fyrr. Þær eru áreiðan- lega við allra hæfi, og hið bezta er, að það er hægt að fá sér nýja viðbót við gamla fl'k, svo að úr því verði ný- tizku dragt. Það eru tvílitu dragtirnar sem gera það að verkum, að hægðarleikur er að notá gamalt við nýtt. Ef maður á gott pils, er alitaf hægt að fá jakka sem fer vel við það, og þá er þarna kom- inn ágætur göngubúningur. Við birtum myndir af nolrkr- um vordrögtum. Tvær þeirra eru mjög heppilegar, ef mað- ur á gamalt pils. Hér fyrir neðan er köflóttur jakki úr Photoplay. Hann er hnepptui niður að framan og fer sér- lega vel við þröngt pils með lokufellingu. Sniðið er mjög grennandi og jakkinn er því einnig mjög heppilegur fyr- ir barnshaf- andi konur, sem eru að leita að ein- hverri flík er klæðir af. —- Jakkinn er smáköflóttur í tveim gráum litum, er fara vel við gráa pilsið, Takið eftir hvað ermarnar eru þröngar um úlnliðinn. Það lítur vel út en þéss verður að ge&ta að þær verði ekki of þröngar. Að vísu ,er þetta mjifg í tízku, en það er ekki heppilegt þegar nota á jakkann utan- yfir. önnur föt. Franska fyr- irmyndin frá Drea er einn- ig heppileg handa barns- Rafmagnstakmörknn Kl. 10.45-12.80 0. júní óg nágrenni, - hafandi kon- um og jakk- inn hefui þann kost, að það er ekki mjög erfitt'aö sauma hann héima. Það eru engin horn á honum. Það er mjög í tízku og það er ágætt að losna við horn- in, því að bæði er erfitt að sauma þau og svo hættir þeim við að kryppiast og verða tuskuleg. Ermarnar eru algerð andstæða við ermarnar á hinni myndinni. Þær eru víðar og það má brjóta upp á þær til að stytta ermina. Undir jakkan- um er stúlkan í síðri, víðri peysu, og það lítur ágætlega út meðan aðeins gliljtir í peysuna undir jakkanum, en peysan ein er óklæðileg og get- ur jafnvel aflagað venusvöxt. Peysan er hvít með háum Franxháld á 11. síðu. A. J. CRONIN Á annarlegri strönd Um leið rykkti hinn maðurinn til handleggn- um, en Corcoran varð fyrri til. Tröllaukinn hnefi hans skall á kjálkanum á E1 Brazo. Höggið bergmálaði um salinn og E1 Brazo hneig niður á gólfið. Um leið og hann datt út af sást bregða fyrir daufum undrunar- glampa í augum lians; svo skall hann á stein- gólfið og var gleymdur. Um leið komst allt á annan endann, allir hrópuðu og ruddust að þeim. Þjónoinn stökk yfir drykkjuborðið; ein- hver fleygði flösku. Og Harvey stefndi til dyra með Corcorsn. Þeim voru komnir að dyrunum þegar annar félagi E1 Brazo fleygði hnífi á eftir þeim. Þetta gerðist í einu vetfangi. Harvey sá glampann og um leið stóð hnífurina í handleggnum á Jimmy. Hann ruddist áfram, hrasaði og ein- liver sveiflaði stól og barði hann í höfuðið. Allt varð svart fyrir augum hans. Eins og úr f jarska heyrði hann hróp,. stimpingar, ys og þys, svo fannst honum Corcoran draga sig út úr þrönginni. Hann fann svalt næturloftið leika um sig. Og í ö’.iu þessu umróti gerði ein hugsim vart við sig. Hann hafði haft á réttu að standa. Þetta var ekki tilviljun. Þetta átti fyrir hon- um að liggja. Hann hafði óljóst hugboð um að Corcoran héldi honum uppi. Svo tók myrkrið við á ný. XVI. Harvey opnaði aúgun. Hann lá á rauðum flos- sófa í litlu herbergi sem í var ilmur af heitu kaffi, lykt af lauk og tóbaksreykur. Hann var stirður í hálsinurn og hann hafði verk í höfðiuu. Hann lá grafkyrr meðan hann var að reyna að átta sig á herberginu. Hlutirnir um- hverfis hánn fengu á sig skýrari myndir. Á arinhillunni stóð græn klukka, vindlakassi, tveir postulinshundar nieð stór eyru og stirðnað bros 'og yfir þessu hékk ísaumur í ramma: „Drottinn blessi heimilið". Veggirnir voru ó- þægilega rauðir, á þeim héngu ýmiss konar myndir í forgylltum römmum: Hestar í veð- hlaupi, mynd af Maríu mey og tveim englum, skeggjaður karlmaður og alstrípuð, brosandi kona Hann hætti að horfa kringum sig. Hann var áreiðanlega að dreyma; þetta var óhugs- andi. En hann var ekki að dreyma. Sólskinið strejvndi inn um lokaðan gluggann. Það var morgunn. Hann hreyfði höfuðið með varúð. Og við borðið sat mamma Hemmingway með stutta fæturna krosslagða, \nndil í munninum og dag- blað milli handanna. Harvey starði á hana, vætti varirnar og loks sagði hann: „Hveniig komst ég hingað?“ Hún leit ekki upp; hélt í mestu makindum áfram með vindilinn og dagblaðið. En síðar sagði hún illgirnislega; ,,Er angabarnið vaknað af hænublundinum ?“ Og hún fletti blaðinu eins og hún hefði engán áhuga á öðru en því. „Ég vona að þér hafi sofnast vel og þægilega. Ef iþú hefur yfir einhverju að kvarta, þá skaltu gera það. Já, við kvörtum fyrir forstjóranum, og það er ég“. Hann bau höndina upp að höfðinu og þreif- aði á því. Það var eins og hún hefði beðið þess arna, því að hún leit upp og glotti. „Ja, nú er heima“, sagði hún. „Er það sárt? Barði einhver þrjótur hann í hausinn ? Ja, Ijótt er að tarna. Af hverju er fólk ekki kurteist og vingjarnlegt þegar það hittir svona prúðan og .penan mann eins og þig?“ Hanh leit ekki af henni. „Hvernig komst ég hingað ?“ „Sjimmi sæti kom með þig. Allt er hey í harðindum, skilurðu. Og það var Ijóta fyrir- ferðin á honum. Hann eyðilagði fyrir mér allan bissness og blóðið lagaði úr hónum yfir allt teppið í setustoíimni. Það vár svei mér heppi- legt að það var rautt. Hana, fáðu þér morgun- verðarbita". Hún hallaði sér yfir borðið. „Fáðu þér sæti og matarbita. Ég veit ekki af hverju ég er að þessu. Ætli ég vakni ekki með vængi einn góðan veðurdag“. „Hvar er Corcoran ?“ spurði hann. „Það er allt í lagi með hann. Hann er stál- sleginn. Hann er í rúminu. Þetta var smáskeina á handleggnum á honum. Hann er nýbúinn að borða morgunmat. Og haim át heilt pund af fleski þessi mathákur“. Harvey andvarpaði og reis á fætur. Svo gekk hann að glugganum og leit út. Herbergið var á efri hæð og fyrir framan hann, liandan við mannauða götima var höfnin og bryggjan. Drykklanga stund starði hann á bilið, þar sem skipið hafði legið daginn áður og hann gaf frá sér gr,emjuhljóð. Við sjóndeildarhringinn kom hann auga á daufa reyksúlu sem gat verið frá skipi. Ef til vill var það Aureola. Hann vissi það ekki; hann vissi það eitt að skipið var farið. Hann sneri scr við með hægð og mætti ill- girnislegu augnarráðinu sem hvílt hafði á hon- um allan tímann. „Hvers vegna gerðirðu þeim ekki aðvart?“ sagði liann. „Renton — eða einhverjum. Það liefði þó verið hægðarleikur". Hún flissaði; fór síðan að skellihlæja og barði lófanum í borðið. ,,Að heyra til hans“, sagði húa milli hlát- urshviðanna. „Að heyra til hans. Skilurðu ekki að mamma Hemmingway hefur gaman að þessu? Þetta, er mesti brandari sem heyrzt hef- ur síðan Nói festist á Ararat. Almáttugur, ég er að kafna“. Hún hélt um magann. „Ég vissi að Renton myndi ekki bíða til eilífðar. Ég sá út um gluggann þegar skipið lagði úr höfn. En ég sá, að þú varst þreyttur, ljúfurinn. Og ég leyfði þér að sofa“. Hún hristist af hlátri, svo breytti hún allt í einu um rödd og fór að halda að honum matn- um. „Svona, svona. Láttu þetta ekki á þig fá. Fáðu þér eitthvað í svanginn. Ég er búin að borða, svo að mér er sama. Þarna eru bjúgu og tómatar. Sín ögnin af hverju setur meltinguna í lag“. Hann virti hana fyrir sér; og án þess að líta af henni dró hann stól að borðinu og settist. „Svona á það að vera“, hrópaði hún og fór að ýta réttunum að honum. „Svei mér þá alla daga, þegar þú sýndir mér sem mesta kurteisi um borð datt mér ekki í hug að ég gæti bráð- lega iborgað í sömu mynt. Hana nú. Kiaffið er orðið skítkalt. Ég skal láta koma með heitt“. „Þakk fyrir. Ég er svangur þótt undarlegt sé“. Meðan Harvey smurði sér brauðsneið, teygði hún út haadlegginn og kippti í bjöllustreng. Eftir skaihma stund kom spönsk stúlka inn í herbergið. Hún var í bleiku pilsi, sokkalaus, í hælaháum skóm; hárið .féll í lausum fléttum niður uhgan, þrýstinn barm hennar; hún brosti GL%HI OC CAMW4 Ég; er í ljótrl klípu, sagói Jón utanbúðarmaöur Við kunningja sinn. Mig vantar hundraðkall, en velt ekkert hvert ég á að snúa mér. l»að er gott, svaraði Pétur. Ég var neínilega hálfhræddur um að 1>Ú mundir snúa þér til min. Hvenær áttu afmæli, Pétur litii, spyr frændt. I>að er langt þangað tii, svaraði Pétur, sem hefur verið áminntur um að betla ekkl afmælis- gjafir. Á laugardagiivn kemur er ár síðan ég áttl seiiiast afmæli. Stína (liéfur séð Bet,u koma æðioft út úr lyfja- búðinni)..: Ilvers vegna ferðu svona oi't út í apótek; ertu lásln? Nei, eú . ég er: trúlofuð lækninum, og lyfsalimi er sá eini sem getur lesið skriftina hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.