Þjóðviljinn - 09.06.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.06.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN' — Þriðjudagur 9. juní 1953 H erstöðva þankar Það verður með hverjum deg- inum ljósara að með þvíaðleyfa herstöðvarnar á Reykjanesi ihöfum við íslendingar tekið á okkur ábyrgð sem við fáum ekki undir risið, fjárhagslega né andlega. Ef allt verður lagt ihér í rúst vegna þessara her- stöðva, þá getur hver sagt sér það sjálfur að við höfum enga peninga til að byggja það upp aftur á minna en mannsaldri, og þvi höfum við þá stigið stórt skref aftur á bak. Við getum ekki skellt skuldinni á aðra og ikrafizt þess að þeir borgi fyrir okkur. Stjórnmálamennirnir okkar leyfðu þessar herstöðv- ar, og við verðum að taka af- leiðingunum. Það er ólíklegt að þeir hafi gert sér ljóst út á hverskyns glapstigu þeir eru aö leiða þjóðina. Og hvað eigum við að segja Guði þegar hann spyr okkur hversvegna við höf- um lánað landið okkar til árása á ókunnugt fólk út í heimi, sem aldrei hefur gert okkur neitt? Þetta þykir kannski barnalega spurt. En athugum bara inn- takið í lífskoðun okkar Islend- inga: að lifa í friði við aðra og láta gott af sér leiða. Það er bannað í trúarjátningu okkar að deyða menn. Enda kemur öllum almenningi þetta ekki til hugar. Ef menn eiga persónu- lega óvini, þá reyna þeir heldur að fyrirgefa þeim, og kapp- kosta að vinna hylli þeirra, til þess að gera sér þá að vinum. Þetta er inntakið 1 lifsskoðun okkar og það er svo samgróið okkur að ósjálfrátt reynum við að lifa eftir því. Nokkrir menn sem eiga eða þykjast eiga peninga og hafa völd, og eru hræddir við að missa þetta, hafa sogazt inn í áhrif einhvers viðsjárverðasta afls heimsins, auðvaldsins. Auð- söfnun byggist ekki á öðru en fátækt og vöntun hjá fjöldan- ujn. — Mikil auðsöfnun sem notuð er í dráps- tæki til að verja sjálfa sig er svo menningarsnautt fyrir- brigði að því fá engin orð lýst; svo ósiðlegt brask, að það er furðulegt að nokkur maður skuli leggja því liðsyrði, hvað þá heldur taka þátt í því. Okkur er sagt að þessi her eigi að verja frelsi okkar. Það er bara rugl. Þessi morðtól verja aldrei þáð frelsi, sem Islandi er dýr- mætast, frelsi til að breyta í friði eftir lifsskoðun okkar og hafna öllu sem er okkur ó- skylt og framandi og vill draga okkur niður, þar á meðal her- stöðvum. En annað er fullljóst. Herinn á að verja frelsi fárra manna til að braska með lífshamingju fólksins, enda fer bezt á því að það sé varið með drápstækjum, það er af þeirri ættinni. Mér finnst svo skammarlegt að stjórnmálamennirnir okkar skyldu ekki þora að neita um þessar herstöðvar á friðartím- um. Ég spurði sjálfan mig: Hvar er víkingslundin forna, hvar er þjóðarstolt Islendings- ins, sem hélt virðingu sinni frammi fyrir útlendum konung- um og valdsmönnum, stundum einir í framandi löndum. Hvar er þótti og sjálfsvirðing ís- lenzkra manna? Það er ekkert af þessu að finna í viðbrögðum þeirra sem þjóðin hefur kos- ið fyrir forustumenn, gegn hernaðarbrölti framandi manna, sem standa okkur langt að baki í andlegum efnum. Það er ekk- ert nema amerísk geðveiki að vera að segja okkur að Rúss- ar muni koma og drepa okkur, ef ekki séu hér herstöðvar og hermenn til að verja okkur. Það vita allir menn sem eitthvað hugsa að Rússar gefa ekki skít fyrir okkur, hvorki dauða né lifandi. Eta ef hafin verður árás á þá héðan þá er ekki nema mannlegt af þeim að fara á stúfana og athuga hvernig hér er umborfs. Ég hef enga and- úð á amerísku fólki eða rúss- nesku, þetta eru bara menn eins og við. Við lifum bara í meira samræmi við rök lífsins og framvindunnar, þar sem við uppfyllum það höfuðboðorð Guðs að drepa ekki rnetm, og vilja ekki hernað. En það er nokkuð gott hjá Rússum er þeir hafa alveg útrýmt atvinnuleys- inu hjá sér, þessu voðal. píslará- standi, sem svo margt gott drepur í dróma. Og ef það er satt að þeir láti þar að auki fólk vinna, sem ekki hefur van- izt því heldur lífað eins og ein- hverjir útvaldir á striti annarra í einhverjum fölskum draumi, þá er ekkert ljótt við það að Gísli H. Erlendsson: vekja það til meðvitundar um veruleikann. Ef þar er bannað með lögum frelsi einstaklingsins til að auðga sjálfa sig óhóflega á vinnu og framleiðslu fjölda meðbræðra sinna sem eru fá- tækir af þeim sökum þá eru það tvímælalaust réttmæt lög. Það er óhjákvæmilegt að viður- kehna þetta jafnvel þó það sé hjá fjarskyldri þjóð. Það er óvíða í heiminum sem ekki eru fleiri þúsundir eða milljónir manna, sem hafa ekkert fyrir stafni, og geta ekki séð sér né sínum farboða, þó nægtirnar séu allt í kringum þá. Þetta er skipulag sem ekki er til að prísa. Þeir valdamenn þjóðanna sem hafa við húsvegg- ina hjá sér fátækrahverfi stór- borganna þar sem mannleg til- vera og sköpun er einn svartur viðbjóðslegur glæpur, þeir eiga ekki að vera roggnir eða kátir. Þetta er fólk sem þeim er trú- að fyrir, og þeir eiga að breyta skipulaginu á þjóðarbúinu til að útrýma svona ljótum blett- um af menningunni. Það gerir ekkert þó þeir baki sér óvild fárra manna sem standa á lægra þroskastigi en allur al- menningur. Hugsum okkur hvað auðmennirnir okkar hérna, sem hafa gloprað úr höndum sér Reykjanesinu, væru meiri og virðingarverðari menn ef þeir væru lausir við þá firru að halda að það sé fínt að plægja til sín peninga frá þeim, sem þurfa peninga með og hafa framleitt þá. En þeir eru flækt- ir í auðvaldsskipulag heimsins og eiga ekki hægt um vik. Þetta er tré sem „breiðir sitt lim yfir lönd yfir höf“, eins og segir í sálminum um kristindóminn. Og svo er auðurinn notaður til að reyna að gefa hégómanum innihald, sbr. krýninguna í Eng landi, aumingja unga konan að verða fyrir þessu, en kannski hún hafi verið að hugsa um hvað mörg klæðlaus börn kæm- ust undir kjólslóðann hennar. Ég skal ekki fjasa um ómenn- inguna sem fylgir blessuðum verndurunum, hún er auðvitað mikil, bæði amdleg og heilbrigð- isleg. Það eru auðvitað góðir drengir innanum þarna, þó margir séu skrýtnir. En manna- greyin eru hér eins og fiskar á þurru landi, og geta á engan hátt verið.’ Þeim er hér ofaukið. Þeir eiga að vera heima hjá sér, og það vilja þeir fyrst og fremst. Ef stúlkurnar hérna vilja þá endilega umfram alla aðra menn, þá verða þær víst að fá þá, hverjar sem afleið- ingaraar verða. Aðalómenningin er auðvitað sú að hernaðaró- freskjan hefur fengið leyfi til að hreiðra hér um sig. Höfuð- djöfull mannlegs þroska og framfara er stiginn hér á land. Glæpasjónarmið erlendrar auð- söfnunar er að troða sér inn í líf saklausra manna og villa þeim sýn og leiða þá á glap- stigu. Þetta sjá allir sem vilja sjá það. Mér finnst alveg sjálf- sagt að segja strax upp þess- um herstöðvasamiiing og biðja mennina að fara heim til sín. Það er gömul íslenzk regla, sem allir sjómenn þekkja, að sá skipsmaður, sem sá reka á sjónum, hvort sem það var hval ur eða annað sjávardýr eða trjáviður, þá átti sá sem fyrstur sá sjónarhlutinn, sem kallað var, en það er annað hvort fjórði eða fimmti partur og var aldrei refjazt um að borga það. Þegar ég var á handfæra- veiðum í æsku sá ég eiciu sinni feiknastóra flyðru á sjónum. Ég fékk þessi ósköp af riklingi fyr- ir að koma auga á skepnuna. Nú er það talið að íslenzkur maður hafi fyrstur fundið Am- eríku, svo þeir góðu menn vestra mega svei mér opna pyngjuna ef þeir ættu að borga okkur sjónarhlutinn. Við stönd- um því vel að vígi með að segja hernum að fara. Það sem nýti- legt er af þessu hafurtaski sem þeir eru með, er okkar eign. Við seljum Dawson enska drápstæk- in sem brotajárn, þó með því skilyrði að hann láti bræða þau upp. — En ef á að halda upp- teknum hætti með þetta hern- aðarbrask, og berja það fram eins og áður að það séu bara 20-30 alþingismenn (eða 32) sem vit hafi á þessu, hvað við eigum í hættu, og af hvaða rót- um það er runnið þá verður þjóðin sjálfrar sín vegna að taka völdin í sínar hendur í kosciingunum í sumar. Hún verður að sameinast um C-list- ann. Þá verður hernáminu af- létt og mannagreyin geta farið heim til sín í friði, það veit ég að íslenzk alþýða vill. Við skul- um ekki vera hrædd við Rússa- grýluna. Það má hver sem vill dást að menningu Rússa ekkert síður en Ameríkana eða annarra þjóða. Ef hinir flokkarnir þurfa endilega að vera að burðast með þessa hernaðarófreskju, og ganga þannig í berhögg við is- lenzk sjónarmið, þá mega þeir ekki ráða. Þeir hafa ekki leyfi til að leika sér með lif þjóð- arinnar — ef þeim er alvara að innleiða hér hernaðarsiðfræð- ina, en hún er eihs og allir vita önnur en enn gildir hjá friðsömu fólki. Þáð má nefna eitt fyrirbrigði úr stríðssög- unni: 100.000 ungir menn, með allt lífið framundan, eru drepn- ir eða limlestir á einni klukku- stund, eða skemmri tíma, og svo er fámenn sveit Rauðakross- manna á ferli innanum dreperí- ið, til þess að bjarga þeim af þessum unglingum, sem ekki eru alveg dauðir, til að flytja þá í sjúkrahús, og þar taka læknavísindin við þeim og reyna að halda lifsneistanum við og lofa aumingja mönnunum að rorra í 30-40 ár, eða kannski lengur við hryllilegustu örkuml, hæsta lagi ef einhver kernst út á götuna til að „betla. Þetta er hernaðarsiðferði; og þetta lá áð innleiðá hér i nafni frelsis. Ég veit að allir góðir menn eru á einu máli um það, að það' má ekki kjósa þá menn á þing, sem viðurkenna sem nauðsyn- lega hlúti svona hatramma vit- leysu. , ,RE YKVlKIN GUR' ‘ skrifar: „Mjög er áfátt í framkomu barna í þessum bæ; af því verður varla ofsögum sagt. I gær sá ég og heyrði eftirfar- andi atvik á veiticigahúsi þar sem ég var staddur: Drengir koma inn, á að gizka 10 ára, og bjóða Vísi til sölu. Þeir eru háværir og framleiða hverskyns óhljóð jafnframt i því sem þeir hrópa upp nafn blaðsins. Auðsjáanlega ætla þeir að hörfa út úr veitinga- ingastofunni aftur án frekari afskipta af gestunum, þegar gamall maður út í horni kall- ar til þeirra og gefur þeim •bendingu um það, a'ð hann vilji kaupa af þeim blað. Þeir • anza því vitanlega og ganga til mannsins. En ekki hafa þeir fyrr snúið baki við gamla ' manninum og lagt af stað aft- úr fram áð dyrunum en þeir | uppbyrja sama vælið og hafa Hjáróma tónar frá brostnum streng Leiti og Ofanleiti ú í flimtjngum, að gamli láðurinn (sem var að kaupa f þeim blaðið) hafi verið leð nælonsokka á borðinu yrir framan sig. Sá gamli ;t sig þetta epgu skipta, og íargendurtóku strákamir etta samt, eins og til þess að ita, hvort ekki væri hægt að leypa viðskiptavininum svo- tið upp, en það tókst ekki. .uðsjáanlega voru þessir rengir ágætt dæmi um fjöl- íorg böm í þessum bæ, sem annig er ástatt um, að and- leg vellíðan þeirra og þroska- möguleikar eru ekki upp á marga fiska. Fyrir því liggja margar ástæður. Ein er sú — og hún sennilega nokkuð al- geng — að foreldrarnir láta börn sín allmjög afskiptalaus; láta þau ráða sér sjálf og skipta Isér lítið af þeim, hvorki til góðs né ills, nema til þess að fullnægja allra nauðsynlegustu líkamsþörf- um þeirra. Hversu margir for-1 eldrar hugsa um áð vera f sannkallaðir félagar barna \ sinna? Hversu mörg börn er það ekki, sem hafa að lær: meisturum og félögum mií jafnlega þroskaða og upj vaxna jafnaldra sína, sei sjálfir kunna eklci fótum sír um forráð ? — Illt er að vit til þess, þegar glaðværð barní sálarinnar beinist inn á þa neikvæða braut, áð ánægja fæst t.d. með því að kall háðsyrðum að saklausu gan almenpi á veitingahúsi. Þa hefur eitthvað brostið í brjósl um þeirra unglinga, sem ger slíkt. Þeir hafa orðið fyri einhverjum mikilvægum vor brigðum með fullorðna fóll- ið, annaðhvort skyldmenni sr eða aðra. Bamssálin teku ekki neikvæða afstöðu t: þjóðfélagsins upp úr þurri Minnumst þess, þegar vi gagnrýnum þá, sem yngri eri — Reykvíkingur". FÁUM eða engum íslenzkum stjórnmálamönnum mun hafa verið likt jafn oft við Gróu gömlu á Leiti og Jóeiasi frá Hriflu. Þæð er því ekki að ástæðulausu, að hús hans í Vesturbænum hefur hjá ýms- um hlotiö sama nafn og bær Gróu kerlingar. Nú er, eins og mörgum mun kunnugt, Vil- hjálmur Þór nágranni Jónas- ar, og stendur hús hans lítið eitt fyrir ofan Leiti, þannig að tún liggja saman. Fyrir skömmu hitti ungur Austurbæingur gamlan Vest- urbæing, og hefur sá fyrr- nefndi orð á því. að hann hafi heyrt hús Jónasar kallað Leiti, og hvort Vesturbæingn- um sé kunnugt um nokkurt nafn á húsi Vilhjálms. „O, ætli maður myndi ekki kalla það Ofanleiti", anzáði sá gamli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.