Þjóðviljinn - 17.06.1953, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 17.06.1953, Qupperneq 7
Miðvikudagur 17. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Fi Rödd.af Islandi Eftir Halldór Kiljan Laxness (RitaÖ' handa málgagni Heimsfriðai'hreyíingarinnar í París) Kæru vinir í Défense de la Paix’, þegar ég skrifa banda riti yðar, þá er mér lióst að þorri manna þeirra er orð mín lesa hafa aldrei heyrt min getið fyr, og |þar sem hætt er við v að mörgurn muni þykia sem þeir igleypi loit þegár þeir hiusta á bláókunnugan mann, þá skal ég i fám orðum segja nokkur deili á mér. Ég er boi'- inn og barnfæddur á afskektri ey í Norðuratlantshafi, íslandi, einum þeirria staða þar sem menn lenda ekki fyren í fyrra- málið, ef þeir leggja á stað í flugvél frá París í kvöld. En hvernig stendur á því að þér eruð ekkert líkur eskimóa, — þannig var ég oft spurður þegar ég var í Ameriku hér á árunum. Ja það er nú einmitt þetta sem ég hálfskammast mín fyrir að vera ekki, því ég hef heyrt fleira til lofs eskimóum en flestum öðrum þjóðum, og þó einkum í friðarátt; og væri ég ekki íslendíngur mundi ég helst vilja vera eskimói. En það er nú einu.sinni svo, að Amerika tekur vinnínginn á því- sviði, einsog víðar, að vera eina heimsálfan þar sem þessi vitra og geðuga friðarþjóð byggir lönd (þegiar undan eru skildir nokkrir smáhópar sem úr Ame- r>ku hafa flutst til nyrstu jaðra Síberíu, segir í Alfræðiorða- bókinni). En úr því ekki eru ein-usinni ’ til esJdmóar á íslandi, hvers virði er þá slíkt land, munuð iþér réttilega spyri>a. ísland er burðarstaður nor- rænna hetjubókmenta; éddur cfg fornsögur eru sígildar þjóð- iþókmentir vorar. Um aMar miðaldir, í hartnær átta hundr- uð ár, urðu í Evrópu hvergi til heimsbókmentir sem ná máli utan íslands, ef frá er talinn trúarbragðaáróður. Blómiaskeið ■túngu vorrar í skáldskap hefur staðið á 10. og 11. öld, en ó- bundims máls uppúr 1200. í samanlögðum nútímabókment- \im Evrópu mundi vera erfitt að benda á tvær skáldsögur sem að snildiarbragði jafnist á við Njálu eða Óiafs sögu helga eft- ir Snorra, báðar samdar á 13. öld. En um íeið og vér frægðum hetjuævir og konúnga svo mjög á bókurm, að sá sem ekki heíur lesið íslenskar fornsögur veit ekki hvað hetiuskapur er, þá vorum vér til allrar guðstukku svo hepnir að fóstra .aldrei þessa dýrlegu manntegund — nema á kálfskinni. Þegar vík- íngum af Norðurlöndum tók að leiðast sú skemtun að brenna hús fyrir bændum í Evrópu, drepa smábörn og önnur vesal- menni og salta þiófstolið kýr- kjöt niður í kagga i löndum þar sem þeir áttu ekkert erindi, þá sneru þeir til íslands og reistu sér bú og fóru að gánga við íé og draga fiska. Hér sömdu þeir tiltölulega -friðgott þjóðfélag og settu lög, og stofnuðu meira að segja lýðveldi árið 930, hið fyrsta eftir fall Róms, að því er okkur var kent í barnaskól- lanum, (ekki tek ég sarnt ábyrgð á því, vera má að úað hafi og grúað ,af friðsömum lýðveldum í Evrópu fyrir árið 1000). Á hinu tek ég afturámóti ábyrgð: aldrei i sögu þjóðlífs á íslandi, í meira en þúsund ár, höfum vér farið á hendur öðrum þjóð- um með ófriði, en komist það leingst á sextándu öld, að sjóða nökkra kappa, umboðs- menn danakonúngs, og látia eina trúarhetju j poka á hinni fimmtándu. Vera má að vér séum hið eina krislið land í heirni, og >að sama skapi fá- gætur hópur hvítra mánna, sem ekki hafa átt þátt í alsiherjar morðverki og öðrum stórglæp- um þesskonar, sem konúngar og kappar unna mest, trúar- hetjur, dýrlíng'ar o.g siðspek- íngar helga yfír, en skáld löfa ,af mikilli snild, og nefnast styrjaldir. Vel veit ég að þetta er svosem ekkj mikið að gorta af; en neína má það. Ég 'held að lesendur mínir geti gert sér í hugarlund hví- líkur viðbjóður heraaður er, í augum barns uppaiins í um- hverfi þar sem ekki hafa þekst styrjaldir svo lángt aftur sem þjóðsagan nær, barns sem hef- ur við móðurkné verið kent að mannkynið sé aí einni ætt og aliar þjóðir vinir okkar, og okkur eigi að þykj.a vænt um iallar þjóðir; og að styriöld sé aðeins morð margfaidiað með einhverri hárri tölu sem morð- ínginn kýs sér. Aldrei gleymi ég þeim hryllíngi sem greip mig barn, þegar mér var sýndur út- lendur hermaður í einkennis- búníngi. Stendur ekki þarna altíeinu maður.sem hefur látið einhvern kóng hneppa sig í þrældóm og færa sig í dára- búníng fil merkis um að hann ■eigi að fara til og myrða fóik. Þetta var þá ekki eintóm forn- saga; þegar öllu var á botninn hvolft voru þá til kóngar o-g hetjur. Þegar útlendir valda- menn stúngu uppá því við ís- land í vetur, að hér yrði reistur íslenskur her, sem þessir kallar gaéfu haft hér að íallbyssuæti sér til framdráttar, þá var ekki að furða þó almenníngur á ís- iandi feingi þessháttar klígju sem dónafyndni ein getur vald- ið. Fyrir nokkrum misserrum vöknuðu bændur og fiskimenn á íslandi upp við það einn góð-. ari veðurdag að st jómmáLa- mönnum hafði með sínum vana- legu .aðferðum tekist ,að draga ísland inní félag sem starfaði að morðum og brennum á bændum og fiskimönnum í Kóreu; um svipað leyti' vorum inbera þátttakendur í vígum á hinum æruverðu þjóðum sem byggj'a austurlönd iarðar; og það hlýtur að hafa þurft meira en litla klækigáfu til að narra meirihluta alþíngis íslendínga útí slíkt foræð; siðspillingar; en slík hugdetta sýnir á hinn bóginn hve lítt skemdaþyrstum stjómmálasérvitringum eru tak- mörk sett í því að slíta þjóð- þíngin nú á dögum úr sambandi við siðgæðistilfinníngiu almenn- íngs og breyta þeim í nokkurs- konar geggjaðan skrípatrúð lýðræðis. Síðasta stríð varð i úrslita-, þáttum sínum að stríði mann- kynsins gegn stríði, o-g við á íslandi töldum óhjákvæmilega nauðsyn að liá iand vort að virki þeim öfium er lýst höfðu yfir að svo væri; það var ekki hægt að efast um að fasisminn vér, ásamt öðrum norðurlanda- mönnum, gerðir að framberend um opinberra ámaðaróska til ■ handa kristnum óaldarlýð sem hefur verið iað dunda við að myrða saklaust fólk. í Vietnam seimustu árin; — óþarft að geta þess að hvorttveggja gerðist jafnsnemma, ,að vér heyrðum þessar þióðir nefndar í fyrsta . sinn, og hitt, að Vér æsktum þess í heyramda hljóði að þær væru drepmar, og báðum með guðs hjálp um að mega vera. taldir opinberir þátttakendur i morðinu. Til að kóróna a'-t saman höfðu þessir luokkapiltar skuldbundið ísland til að taka þátt í einhverskonar biackmail með níði.og hótunum gegn kín- ■ verjium, en om þá bjóð vissum við það eitt úr skóla, að hún væri eigi aðeins mest þjóð og’ virðuiegust á jörðu. heldur frið- sömusl og siðpníðust og giör- mentuðus't að fornu og nýju. Það er ekk; erfitt að ímynda sér hvernig okkur ískndingum v,a.rð innanbrjósts, þegar vér fréttum að vér hefðum ve-rið seldir undir þessa vanvirðu. Því verður að vísu eigi neitað, ,að bað iber wtt um aungva smáræðis stökbhæfileika í-. myndunarafisins, ,að láta ,sér detta í hug ísléndínga sem op- væri hinn illkynjaði fulltrúi stríðshugsjónarinnar. Vér hleyptum fyrst inn bresku her- liði, síðan bandarískiu. Forseti Bandaríkja Norðurameriku giaf í upphafi óyggiandi heitorð sitt um ,að hið bandaríska herlið skyldi kvatt heim aftur í styrj- aldarlok. Með þessum forsend- um viar herliði Bandaríkja böðið að ver.a hér gestir ís'cnd- ínga um takmarkaðan tima, og við komum fram samkvæmt því, við opnuðum þessu útlenda herfólki heimili vor af frum- stæðri gestrisni og fölskvalausu trúnaðartriaiusti og vorum vinir þeirra. Ef ■ bandaríkiaher liefði farið. á brott af íslandi í styrj- aldarlok, eftir loforði forsetans sem vér vorum nógu barnaiegir til að treysta, þá mundu allir hér hafa minnst liinn.a banda- rísku gesta sem vina. Þegar Hitler, morðíngi Evr- ópu, hafði verið kveðinn niður, og friðuf var á kominn í heiminum, þá hefði sá einn hlutur verið sjálfsagður og eðliiegur að erient stríðs- fólk hyrfi heim til sín eins- og það lagð; sig. Það gerðu bretar. En Bandaríkin, þetta stóra riki, -—það kaus að gera sig svo smátt að bregðast trausti íslendínga. Bandaríski herinn fór aldrej í brott af ís- iandi. Hið raunverulega hernám. íslands hefst tekki tyren að- stríði loknu, þegar bandarískt herlið hættir að vera hér gestir vorir. Bandaríkin völdu þann kost að launa okkur gestrisni í stríðinu með því að hernema. okkur á friðartímum, . snúa þessu aldna heimkynni friðar- ins j frambúðarvirki herja sinna og setjast upp á okkur líkt og dóni sem treður sér inn í ókunnugt hús og fer að derra. sig á annarra manna heimili. Það eru. síður en svo málsbætur i því, þótt innbornir stjómmála- menn og ráðherrar segist hafa boðið þessu herfólki að taka landið á friðartímum til þess að koma í veg fyrir einhverja óskilgreinda hættu. Einga hættu getur meiri en slys það 'sem orðið er, að landið skult með samníngum við annað ríki hafa verið afhent útlendiu her- fólki á friðartímum. Slíkt er í raun réttrj verknaður sem eing- inn stjórnmáiamaður- né rikis- fultrúi hefur gilt vald til að íremja, verknaður sem er jafn .andstæður heilbrigðri skynsemi sem náttúrunni, jafnóafmáan- iegt afbrot gegn guðs lögum og manna. Jafnvel þjóðaratkvæða- greiðsla, þótt hún gyldi hér já- kvæði, .mundi eigi veita þeirri kynslóð se-m nú lifir rétt til að ráða land sitt í hendur úticnd- um drotnum og segia þjóðina afhenda grundviallarrétti sínum, af því að landið heyrir ekki þeim mönnum einum sem byggja hér í dag; svo sem land þetta heyrði til feðrum vorum og lángfeðgum á undan oss, þannig 'heyrir það og til niðjum vorum, þeim kynlóðum sem boma eftir okkiur. Þegar vér lítum nú land vort setið útlendum her á friðar- tímum, og eingin von að flokk- ar þessir verði á brott héðan um sinn, þá er hið náttúrlega andsv.ar í brjósti sérhvers ís- lendíngs sár og djúpur harmur; og það er síður en svo huggun, þótt innbornir stjórnmálamenn lýsi því að þeir hafi 'boðið hinu erlenda herliði landið. En það er einnig ömurlegt að siá þessa erlendu hermenn, sem í styrj- öldinni voru gesti.r vorir, ráfa nú um stræti höfuðborgarinnar einsog vofur sem öllum stendur stuggur ,af, ísi orpnir, hverjum manni hvimleiðir, og ná ekki mökum við þjóðina eí frá eru taldir ráðherrar og skyndikon- ur. Þannig eru sak’iausir ein- staklíngar látnir gjalda þeirrar opinberu fyrirlitníngar sem er- lent ríki hefur sýnt islendingum með því að troða sér uppá okk- ur. Hversu fegnir scm vér vild- um, bá getum vér ekki vingast við útlendíng sem hefur gert hús vort að heimili sínu; og það bætir' ekki úr skák hótt hann ■lýsi yfir því að hann elski þig svo heit-t að héðan muni hann aldrei á brott snúa, en lætur fara vel um sig í stóinum þín- um og geingur um tún og haga hjá þér einsog þetta alt heyrði honum ■t'l, — já ekur meii’a að segja fallbyssum Oig skriðdrelc- u.m útí holtm til að skjóta á þessi littu blóm sem vaxa hér í hrióstrunum, og við elskum. „Gióbalir strate@istar“ í -Banda- ríkjum, hnattherfræðingarnir, skjóta um of þeim gusisnautum sem snúa við í lofti og hitta Framhald á 11. síðih

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.