Þjóðviljinn - 17.06.1953, Side 8
£)' _ ÞJÓÐVILJINN _ Miðvikudagur 17. júní 1953
✓------------------------------------:--------' N
Kosningasknfstofur
Sósíaiistaflokksins
utan Reykjavíkur eru á eftirfarandi stöðum:
Hafnaríirði
Góðtemplarahúsinu, simi 9273
Kópavoqshreppi
Snælandi við Nýbýlaveg, simi 80468.
Keflavík
Garöavegi 8, opin kl. 1-10 daglega
Siglufirði
Suðurgötu 10, sími 194.
Akureyri
Hafnarstræti 88, simi 1516.
. Vestmannaeyjum
Vestmannabraut 49, sími 296.
Auk þess gefa trúnaðarmenn flokksins á öðrurn
stöðum allar upplýsingar varðandi kosningarnar.
i._______:________________________________________✓
A ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON
Akranes - KR keppa
á morgun
Á morgun keppa til úrslita
í A-riðli íslandsmótsins Akra-
nes og KR.Það er aðeins tæpt ár
síðan þessi félög áttust við síð-
ast og KR tók Islandsmeistara-
titilinn frá Akranesi. Það er þvi
ástæða til að ætla að þetta. verði
leikur þar sem barizt verður
af kappi og fjöri hverja sek-
undu meðan leikur stendur og
úthald leyfir.
í fyrra tókst KR að halda
smni fyrirframgerðu „hernað-
aráætlun" sem fyrst og fremst
beindist að því að gera þá Þórð
og Ríkarð sem áhrifaminnsta.
Hæpið er að sú áætlun mundi
takast í ár. Fyrst og fremst
vegna þess að lið Akraness er
mun jafnara en í fyrra bæði í
sókn og vörn. Auk þess er ekki
ótrúlegt að Rikarður geri ráð
fyrir að þetta verði reynt aft-
ur.
Að sjálfsögðu varðveita KR-
ingar öll sín hernaðarleyndar-
mál fyrir þennan leik. Eitt er
víst að KR-ingar munu berj-
ast og gera sem þeir geta til
að halda titli og bikar. Á sama
hátt munu Akranesingar gera
allt til að sigra KR og hefna
fyrir tapið í fyrra.
Eftir leikjum beggja í vor
virðist manni að Akranes ætti
áð standa nær sigri með ó-
breyttu liði. 1 knattspyrnu get-
ur samt allt skeð, líka það að
sá lakari sigri.
Lið KR er þannig skipað:
Bergur Bergsson, Hreiðar Ár-
sælsson, Guðbjörn Jónsson,
Hörður Felixsón, Steinn Steins-
son, Steinar Þorsteinsson, Ólaf-
ur Hannesson, Þorbjörn Frið-
riksson, Hörður Óskarsson,
Gunnar Guðmannsson og Sig-
urður Bergsson. Lið Akraness
mun verða það sama og leikið
hefur hér í tveim leikjum und-
anfarið.
Fjórði ílokkui KR
vann 6:1 á Akranesi
Um s.l. helgi fór IV. fl. KR
til Akraness til að keppa við
jafnaldra sína þar og fóru leik-
ar svo að KR vann með 6 mörk
um gegn 1.
Preston og Austria fra Aust-
ríki gerðu jafntefli 2:2 í leik
er þau léku í Luxemburg.
Preston hafði forustu 1:0 í
hálfleik. Austria er eitt fræg-
asta lið Vínarborgar.
Dagskrá hátíðahaldanna 17. júní 1953
Hátíðahöldin heijast:
kl. 13,15 með tveim skrúðgöngum. — I Vesfurbænum heíst gangan við Melaskólann en í Austurbænum á
Njarðargötu við Skólavörðutorg.
Við Ausiurvö!!:
kl. 14.00 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.
kl. 14.30 Forseti íslands hr. Ásgeir Ásgeirsson, leggur blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar.
kl. 14.40 Ávarp Fjallkonunnar.
kl. 14.45 Forsætisráðherra, Steingrímur Stemþórsspn, ílytur ræðu.
kl. 15.00 Lagt aí stað írá Alþingishúsinu suður á íþróttavöll og staðnæmzt verður við leiði Jóns Sigurðssonar.
Á íþréttavellinum:
kl. 15.30 Skrúðganga íþróttamanna. — Mótið sett. — Vikivaka- og þjóðdansasýning. — Bændaglíma. — Skylm-
ingar. — Áhaldaleikfimi karla. — Leikfimi: 55 telpur —Handknattleikur karla og kvenna. —
Frjálsar íþróttir.
Á árnarhólstúni:
kl. 16.00 Útiskemmtun fyrir börn.— Lúðrasveitin Svanur leikur. —Síra Friðrik Friðriksson ávarpar börnin. —
Kórsöngur. Stjórnandi: Frú Guðrún Pálsdóttir. — Gestur Þorgrímsson skemmtir. — Vikivakar og þjóð-
dansar, 9-12 ára börn. — Einsöngur: Anný Ölafsdóttir, 12 ára. — Baldur og Konni skemmta.
Tivolí:
kl. 16.00 Skemmtigarðurinn Tivoli opinn. — Aðgangur ókeypis.
Kvöidvaka á Arnarhóli
kl. 20.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur.
kl. 20.30 Kvöldvakan sett. — Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður syngja.
kl. 21.00 Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, flytur ræðu. — Reykjavíkurmars eftir Karl 0 Runólfs-
son leikinn í fyrsta sinn opinberlega.
kl. 21.15 Einsöngur og tvísöngur (ef veður leyfir): Hjördís Schymberg, konungieg hirðsöngkona, Einar Kristjánsson
og Guðmundur Jónsson óperusöngvarar. Þjóðkórinn syngur. Stjórnandi: Dr. Páll ísólfsson.
Dansað til kl. 2.00
Á Lækjartorgi: Hljómsveit Aage Lorange.
Á Hófel íslands-lóðinni: Hljómsveit Björns R. Einarssonar.
Á Lækjargöfu: Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar.
kl. 22.45 verða dansaðir þjóðdansar á Lækjartorgi með þátttöku almennings. — Gamanvísur o.fl. verðasungnar
á dansstöðunum.
kl. 02.00 Hátíðahöldunum slitið frá Lækjartorgi.
v
I