Þjóðviljinn - 25.06.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1953, Blaðsíða 8
 ;»8) — í>JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 25. júní 1953 b%r.rjww-v. Jónsmessufagnaður verður á túninu vestur af Ferjuvogi fimmtudag- inn 25. júní, ef veður leyfir. A r ' Ýms skemmtiatriðí. — Dans á palli. Lúðrasveztin Svanur léikur kl. 8.30. Framfarafélag Vogabúa. RITSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Landsliðið sem keppir við TBLKYNNING Þingstaður Mosfellssveitar er fluttur að Hlé- garði, og fara Alþingiskosningar næstkomandi sunnudag þar fram. Oddviti Mosfellshrepps, Magnús Sveinsson. I I í I $ K JÖRFUNDUR til að kjósa alþingismann fyrir. Hafnarfjarðar- kaupstað fyrir næsta kjörtímabil hefst sunnudag- inn 28. júní 1953 kl. 10 f.h. Kosið verður 1 barnaskóla Hafnarfjarðar og eru kjördeildir þrjár. í fyrstu kjördeild eru þeir, sem eiga upphafs- stafina A — G í nafni sínu. í annari kjördeild þeir, sem eiga H — M og í þriðju kjördeild þeir, er eiga N — Ö. Kosningu verður væntanlega lokiö kl. 12 á mið- nætti og hefst talning atkvæða þegar að lokinni kosningu. Yfirkjörstjórnin í Hafnarfirði 23. júní 1953 Björn Ingvarsson.. Guðjón Guðjónsson Sigurður Kristjánsson Kosnángaskrifstofa sósíalista. er flútt í Góðtemplarahúsið, sími 9273. Allir stuðn- ingsmenn Magnúsar Kjartanssonar eru hvattir til að hafa sem bezt samband við skrifstofuna þá fáu daga sem eftír eru til kosninga. Fáir menn sem vinna að íþróttamálum eru eins undir „smásjánni" og menn þeir er velja landslið í knattspyrnu. Það er því vanþakklátt verk. Svo sem það er vanþakklátt er það lika mjög vandasamt. Þar þarf að taka margt til greina og athugunar þegar raða á upp 11 manna liði úr 5 fé- lögum. Ekki svo áð skilja að nauðsyn sé til að einn eða fleiri úr hverju félagi sé í liði þessu, síður en svo; það verður að gera ráð fyrir að hæfustu menn séu til valdir, og áð áliti nefndarinnar eru það þessir 11, og vera má að hún hafi rétt fyrir sér, en hvort hennar skoðun eða annarra er rétt verður aldrei sannað. Engir munu mæla í móti að Ríkharður, Þórður Þórðar og Guðjón og Sveinn Teits sem hliðarframverðir, hafi 'átt að yera í liðinu. — Þar sem gera má ráð fyrir að leika eigi eftir svokölluðu þriggja bakvarða kerfi, eru allar líkur til að framverðirnir verði þeir sem eiga að gefa ,,tóninn“. — Og þá nokkrar spurningar: Hefði ekki verið betra að láta „tríóið' frá Akranesi halda sér, þar sem það hefði framverði fyrir aft- an sig sem það þekkir? Á það má líka benda að sóknarað- ferðir þeirra Akranesinga eru yfirleitt meira á miðju vallar me'ð lágum beinum sendingum fram. Það er ástæða til að ætla að sóknarmátturinn lamist við það að „tríóið“ er slitið í sundur. Við skulum segja að Bjami og Pétur séu svo líkir að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra. Þá er minna í húfi að slíta þá sundur Bjarna og Reynir, með því leiklagi sem gera má ráð fyrir að verði. Það hefði því vafalaust veri'ð sterkara fyrir sóknina að „trió- ið“ og hliðarframverðirnir ÞRIÐJA ÚTGÁFA — með myndum a! hambjóðendum aiha flokka — er fcomin út Þessi útgáfa er prentuð á myndapappír — Verö kr. 14,00 Tekið er á móti pönt- unum í síma 7510 og 7500. Athug/ð, eng/nn áróður er í bókinni. ÞETTA ER METS OLUBOK ARSINS hefðu verið frá Akranesi. Það hefði orðið kjarninn sem 1 hverju samstilltu liði er leikur eftir þriggja bakvarða kerfinu, verður að vanda sérlega til, þ. e. framverðir og innherjar. Sjálfsagt hefur það ráðið vali Gunnars Gunnarssonar sem út- herja hægramegin að Halldór Sigurbjörnsson hefur ekki sýnt verulega góðan leik nema móti KR í vor. Gunnar á oft til ó- vænt ágæt tilþrif, en hinsveg- ar kémur oft fram kæruleysi, em ekki er hægt að sýna í landsleik. Landsliðsnefnd hefur sjálfsagt gert sér grein fyrir þessu og gert ráðstafanir, og Gunnar líka. Halldór er leik- inn og þekkir á leik þeirra Akurnesinga sem næstir eru. Um þetta val má sem sagt deila, en varla munar hér miklu. Upphaflega var öruggt að Haukur Bjamason yrði vinstri bakvörður og munu all- ir því sammála, en Haukur er lasinn í fæti og getur ekki leik- ið. Það mun því hafa orðið erfitt að fá mann í þá stöðu. Fyrir valkiu varð Guðbjörn Jónsson. I sínu félagi er hann oft röskur bakvörður en landsliðs- bakvörður er hann tæpast. Þar hefðu þeir Dagbjartur frá Akranesi og Einar Hallbjörns- son úr Val staðið nær sem báð- ir hafa leikið í þeirri stöðu með ágætum. Að vísu hefur Einar ekki leikið í vor í vam- arstöðum, að einum leik und- anskildum, og af þeim ástæðum sennilega hefur Einar ekki komið til greina. Dagbjartur sem er varamaður hefði skap- að meiri leik í kringum sig en Guðbjörn sem er mjög háður því að sparka stórt í tíma og ótíma. í þessum leik verður að sam- eina eftir því sem hægt er kraft og samleik. Sennilegt er að til kraftsins komi meira, og LM, í körlisknatt- í lok maí og byrjun júní fór fram Evrópumeistarakeppni í körfuknattleik. Sáu Rússar um keppnina, og fór hún fram í Moskva. Alls t'óku 17 þjóðir þátt í keppni þessari og varð röð þeirra sem hér segir: 1. Sovétríkin, 2. Ungverjaland, 3. Frakkland, 4. Tékkóslóvakía, 5. Israel, 6. Júgóslavía, 7. Italía, 8. Egyptaland, 9. Búlgaría 10. tBelgía, 11. Sviss, 12. Finnland, 13. Rúmenía, 14. Þýzkaland, 15. Libanon, 16. Danmörk, 17. Sví- þjóð. I úrslitaleik unnu Rússar Júgóslaviu með 57 gegn 43. Eru þeir ’taldir mjög snjallir leikmenn og báru af á móti skipulegs leiks bæði í sókn og vörn. Um aðrar stöður í liðinu mun vart deilt. Þórður er mjög nærri að komast sem vinstri útherji, en hann er ungur og vantar enn reynslu. Eins og Sveinn Helga hefur leikið sem miðframvörður síð- ustu íeikina eftir að hami hætti að opna á miðju vallarins, s.kipa ekki aðrir betur það sæti, líka með tilliti til hans miklu reynslu sem knattspyrnumanns. Dagbjartur kæmi þar næst. Eins og getið var í upphafi verður aldrei sannað hver hef- ur rétt fyrir sér um val liðs- ins. En það sem við öll Sam- eiginlega vonurn er að piltam- ir sem ganga til leiks með fána íslands á brjósti geri hver og einn sitt bezta, meira er ekki hægt að krefjast. Á fundi Iþróttabandalags Reykjavíkur hinn 19. þ.m. var skipuð fjáröflunarnefnd vegna byggingar sundlaugar í vestur- bænum. I nefndinni eru: Gunn- ar Friðriksson forstj., Erlendur Ó Pétursson forstj., Andreas Bergmann gjaldkeri og Páll S. Pálsson lögfr. allir tilnefndir af íþróttabandalaginu, Sveinn Þórðarson bankagjaldkeri til- nefndur af Reykjavíkurfélaginu og Guðmundur Benediktsson bæjargjaldkeri, tiln. af bæjar- ráði. Formaður nefndarinnar er Gunnar Friðriksson. Aðsetur nefndarinnar er á skrifstofu 1- þróttabandalags Reykjavíkur, Hólatorgi 2. Svo sem nafn nefndarinnar ber með sér, er starf hennar fólgið í því að afla fjár meðal vesturbæinga og annarra til byggingar sundlaugar í vestur- bænum, en það er og hefur verið í mörg ár mjög mikið áhugamál allra vesturbæinga. Fjáröflunarnefndin vinnur nú að því að skipuleggja allsher.i- arfjáröflun og heitir á góðan stuðning og velvild almennings þegar til hans verður leitað, svo þetta liugsjónamál megi sem fyrst verða að veruleika. Það skal tekið fram, að hér verður ekki um neina liöll að ræða, heldur fyrst og frerast opna sundlaug, er síðar . má byggja yfir, ef ástæða þykir til. - . Örslit III. flokks-mótsins Fyrir nokkru síðan urðu úrslit í III. flokks mótinu í knattspyrnu, og fór það þannig, að Fram vann með miklum yfirburðum alla keppendur sína, KR með 8:0, Val 3:0 og Þrótt með 11:0. Flokkur þessi er mjög góður af III. flokki að vera, með töluverða leikni, kraft og góðar tilraunir til samleiks. Haldi þessir drengir vel saman, þarf Fram ekki að kvíða því að það vanti góða leikmenn í fram- tíðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.