Þjóðviljinn - 25.06.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.06.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 lisenhower leggur blessun sína yfir bókabrennur ; nÓameriskar" bœkur úr bókasöfnum bandarisku upplýsingaþjónustunnar hafa veriS bornar á bál viSa um heim Það hefur veriö opiriberlega staöfest aö bækur eftir höfunda, sem bandarísk stjórnarvöld telja aðhyllast óam- erískar skoöanir, hafa verið brenndar í bókasöfnum bandarísku upplýsingaþjónustunnar víða um heim. Sjálfur Eisenhower forseti' hefur lýst yfir velþóknun sinni á þessum aðförum, sem hafnar voru að undirlagi McCarthy öldungardeildarmanns. Rannsóknarnefnd McCarthys sendi í vor tvo náunga til Evr. ópu til að kanna ’hillur hóka- safna upplýsingaþjónustunnar. Þegar skýrsla þeirra lá fyrir fór McCarthy til Dulles utan- ríkisháðherra, sem þegar í stað fyrirskipaði að hreinsa skyldi allar bækur eftir „kommúnista, fylgismenn kommúnista, um- deilda höfunda osfrv.“ úr ibókasöf nunum. Hverjir eru ,,og svo f ramvegis" ? Bókaverðirnir í 285 hóka- söfnum bandarísku upplýsinga- þjónustunnar um allar jarðir brugðu við og byrjuðu 'þegar að ’hreinsa. Áttu þeir vísan at- vinnumissi ef upp kæmist að þeir hefðu skilið :eftir á glám-' bekk nokkra bók eftir höfund, sem McCarthy er ekki að skapi. Mörgmn reyndist þó erfitt aS ákveða, hvaða höfundar það vseru sem orðin ,,og svo fram- vegis“ eiga við. Gaf þá utanrík- isráðuneytið út frekarí skýr- ingu á fyrirmælum sínum á þá leið, að allir höfundar, sem neituðu áð svara spurningum fyrir rannsóknarnefnd McCart- hys skyldu teljast óverðugir þieSs að eiga bækur sínar í bókasöfnum Bandaríkjanna er- lendis. Dulles utanríkisráðherra ját- aði því á blaðamannafundi, að sgmstaðar hefðu bækurnar bókstaflega verið brenndar. Voru þar nefnd til bókasöfnin í Singapore á Malakkaskaga og Sydney í Ástralíu. Bandarískir fréttaritarar í Vestur-Þýzka- landi segja að ,hreinsun‘ banda- rísku bókasafnanna hafi haft sérstaklega slæm áhrif þar, vegna þess að hún minnir Þjóð- verja á bókabrennur nazista. Ekki farið eftir innihaldi heldur nöfnnm höfimda Það þykir líka einkennilegt, að ekkert tillit er tekið til efn- is bókanna, sem numdar eru á brott og eycdlagðar eða settar undir lás og slá. Það sem far- ið • er eftir er nöfn höfund- anna ein saman, hver sá rit- höfundur, sem hefur lent í kasti 'við McCarthy er á svarta listanum. Má þar nefna skáld svo sem Langston Hughes, Howard Fast og Dashiell Hamett og borgaralega rithöf- Rðseiibrsgnefnd- in starfar áfram Þúsundir manna fylgdu bandarísku hjónunum Efchel og Julius Rosenberg, sem tekin voru af lífi fyrir njósnir þrátt fyrir veigamiklar sannanir mn sakleysi þeirra, til grafar á sunnudaginn. Bandaríslca nefndin, scm skipulagði baráttuna fyrir upp- töku máls þeirra eða náðun, kveðst muni starfa áfram og vlnna að því að fá saldeysi þeirra viðurkennt til að hreinsa nafn þeirra fyrir fullt og allt og til að koma í veg fyrir að að slíkt réttarmorð verði fram ið aftur. unda, sem gagnrýndu stjórn Sjang Kaiséks í Kína t.d. Edg- ar Snow, Owea Lattimore og Theodore White. Aimars er fyr- irskipunum bandaríska utanrík- ráðuneytisins til bókasafnanna haldið eins leyndum cg fregn- um af herflutningum á stríðs- tímum, að sögn New ¥ork Tim- es 17. júní. Eisonhower hörfar fyrir McCarthy. Eisenhower Bandaríkjaforseti vék að bókaþrennunum er hann tók við doktorsnafnbót við upp- sökn skólans Dartmouth nýlega Bað hann nemendur að ganga ekki í lið með bókabrennu- mönnum, þeir ættu ekki að ótt- ast að.eiga og lesa hvaða bók sem væri. Ummælia voru í fyrstu skil- m á þann veg að forsetinn væri að gagnrýna McCarthy og hreinsanir bókasafnanna, sem hann kom af stað, en á fundi með blaðamönnum á mlðviku- dagir.n í seinustu viku lýsti Eis- enhower yfir fyllsta samþykki við brottnám ,,hættulegra“ bók- mennta úr opinberum bókasöfn- um, það sem hann átti við í Dartmouth var að menn mættu ekki óttast að eiga bækur eftir hvern sem er í einkabókasafni sínu. „Hættulegar" bækur kvað Eisenhower sjálfsagt að eyði- leggja ef þær fyndust í bóka- söfnum bandarísku upplýsinga- þjónustunnar. Þykja þessi málalok enn ein sönnun þess að Eisenhower þori ekki að bjóða McCarthy byrginn. Rússagrýlan kostaði onmn sjöttu Lét ósvíína loddara haía sig að ginningar- fífli og reyta af sér fé Tveir, Iþorparar 1 Frakklandi hafa verið dæmdir í fang- elsi fyrir aö hafa narrað’ hálfa sjöttu milljón króna út úr grunnhyggnum baróni. Töldu þeir baróninum trú um að með þessum fjárframlögum væri hann að bjarga vestrænni siðmeimingu undan vélræðum Rússa. inni að halda úraníum og þungt vatn. Dag nokkurn hitti Scipion du Roure barón kunningja sinn úr lögregLunni á fömum vegi í Nizza. Þeir tóku tal saman og 'lögregluforinginn kynnti barón- inn fyrir manni, 'sem hann kvað vera Berthier ofursta úr frönsku léyniþjórabtunni. Ef'irsótt úraníum Ofurstinn trúði barcninum fyr ir því ,að franska leyniþjónust- an hefði undir íiöndum nokkur.t rr.ag,n iaf úraníum, sem útsend- ar Rússa væru að reyna að na í. Þörf væri á hjó.lp ungra cg hugdjarfra siálfboðaliða til að koma þeesu dýrmæta kjam- ortoulhráefni áleiðis til Banda- ríkjanna. Baróninum fannst það borgartaleg skylda sín að bjóða sig fr.am og var honum þá txúað fyrir fimm dularfulium ílátum, sem !honi.mi var sagt að hefðu Imm Frú Gregory Molanson í Santa Monica í Kaliforníu í Bandaríkjunum skýrði manni s'aum frá því í vetur að von væri á fjölgua í fjölskyldúnni. Hann brá við, fór til umboðs- félags tryggingarfélagsins Lloyds of London og gerði samning um 5000 dollara (80. 000 krcaa) tryggingu gegn því að eignast meira en eitt barn. Þegar frú Molaason varð iétt- ari í síðustu viku eignaðist hún tvö me.yböm og eitt sveinbarn.. I Celle í Þýzkalandi fæddist ■um daginn stúlkulbarn, sem ekki vóg nema fjórar merkur við fæðingu. Fæðingin varð fjórum mánuðum fyrir tímann. Læknar fullyrða að þeim muni takast að halda Hfi í baminu >og þáð verði á allan hátt eðli- legt þegar það vex upp. Út- limir litlu stúl'kunnar eru ekki gildari en mannsfingur. ólk Allir sem komið hafa til London munu hafa orðið varir betlaranna, sem standa þar a strætum og gatnamótum og syngja lagstúf rámrí röddu, strjúka boga um falska fiðlustrengi eða leika einliverjar aðrar „Iistir“, þrí auðvitað er betl bannað í höfuðborg Bretlands en „götulista- menn“ fá að starfa óáreittir. ílest eru þetta blindir eða limlestir uppgjafahermenn. Hér á myndínni sést einn slíkur, sem misst hefur báða fætur I baráttunni fyrir land sitt og konung. Launin eru að fá að standa á götuhorni og rétta hattinn að vegfarendum í von um skilding. Lán til leyniþjónustunnax Skeggjiaður „Rússi“ heimsótti baróninn og bauð honum stórfé fyrir það sem hiann geymdi en því boði var auðvitað hafnað. Vinir harónsins sögðu honum skömmu síðar, að búið væri að skjóta „Rússann". Þeir féi.agar töldu nú barón- inum trú um að leyniþjómista Frakklands yrði að hættia störf- um ef hann lánaði hennd ekki fé meðan beðið væri eftir fjár- veitingu frá þinginu. Á níu mán- uðum lagð; baróninn fram 120 milljón'ir fr.anka (5.500.000 kr.) en þá fór hann að lengja eftir endurgreiðslu. Sagði h-ann lög- fræðmgi sínum aUa sögun.a en sá fór til frönsku leyniþjónust- unnar. „Hann trúði öllum sköp- uðum hlutmn“ Þar könnuðust menn ekki við ne'inn Berthier ofursita né aðra félaga hans að undansikildum lög- reigluforingjanum frá Nizza. Hon- um hafð; verið vikið frá störf- um fyrir fjárdrátt fyrir þ'remur árum. flátin dularfullu reyndusfc geyma sand og kxanavatn en etotoi kjamorkuhráefni. Snemrr.ia í þessum mánuði voru lögregluforinginn cg tveir Kor- sí'kumenn, sem ’höfðu leikið Berthier ofursta og yfixmann frönsku ileyniþjónustunmar dæmdir í París. Dómarinn gat þó ektoi dulið aðdáun sína á þe:m. „Eg óska yður til hamingju með hið fjöruga ímyndun.arafl yðar“, sagði han við lögreglufoxingjann fyrrverandi, sem va,r potturinn og pannan ,í tiltækinu. „Hvernig jigátuð þér saigt baróninum slík- | ar og þvílíkar lygasögur án þess j að skella upp úr?“ j ,,/H.ann trúði öllum s'köpuðum hlutum“, svaraði Aiberto lög- rogluíoringi. „Hahn lét meira að segja igena sér vesti úr asbesti til að verjiast geislun;nni“. Dómar'inn ©at -varla varizt brosi um leið og hann dæmdi Alberto og ofurstann í fjögurra ára fange'Isi cg félaga þeirra L, þrigigja misisera fangelsi. ;ri faasi á bSétsfflð í Illerupdal við Skanderborg a Jótlandi hafa danskir forn- leifafræðingar fundið merkar- fornmenjar. Er það blótstaðnr, þar sem hinir fornu Danir fórn uðu guðum sínum vopnum og skrautgripum. Hálfan metra í jörðu hefur fiuidizt á sjötta tug forngripa á svæði sem ekki er nema fimm fermetrar. Þarna hafa fundizt sverð, hnífar, skrautkambar og fleira og fleira. Talið er að gfipirnir muni hafa legið þarna í jörðtt um 1500 ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.