Þjóðviljinn - 25.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.06.1953, Blaðsíða 6
fr) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 25. júní 1953 þJÓOVIUINN Otgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Bdtstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sígurður Guðmuadsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. ituglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. MinnihSuiaflokkar reyna að hrifsa völdin Fjöldi íslendinga gerir sér ekki ljóst, að einn íslenzkur stjómmálaflokkur, sem hefur átt mikinn hlut að ríkis- stjórn íslands undanfarna þrjá áratugi, hefur vegna ó- lýðræðislegrar kjördæmaskipunar haft miklu meiri völd en þjóð/'n hefur ætlazt til, miklu me/'ri völd en fylgi með þióðinni hefur gef/'ð honum rétt t/'I. Við kosningarnar 23. okt. 1949, síðustu kosningar til Alþingis, kom í ljós að Framsóknarflokkur/'nn og Sós- íal/'staflokkurinn eru álíka stórir flokkar, njóta svipaðs fvlgis meðal þjóðarinnar. Þessi staðreynd sést skýrt af atkvæðatölunni og hlutfallstölum flokkanna: FramsóSmasilokkur 17659 atkvæði 24,5%. Sósía!Istaí!c.kkur 14077 atkvæði 19,5% Ef vilji þjóðarinnar réði, hefði átt aö muna tveimur til þremur á þingmannatölu þessara flokka. En Framsókn hsfur nú 18 þingmenn, Sósíalistaflokkurinn 9. Áhrif Framsóknarflokksins eru því langtum meiri á Alþingi en fylgi flokksins meðal þjóðarinnar réttlætir. Þessi illa fengnu völd hefur flokkurinn notaö til að gera bandalag við verstu afturhaldsöfl Sjálfstæðisflokks- íjis til hvers konar árása á lífskjör almennings í landinu; þessi illa fengnu völd hefur Framsókn notaö til að hjálpa Siálfstæðisflokknum og Alþýöuflokknum til að selja af hendi íslsnzk landsréttindi, taka upp ölmusustefnu í efnaliagsmálum og ofurselja þjóðina erlendum her. Illa íenginn þingstyrkur Framsóknarflokksins er orðin önnur sierkasta stoð afturhaldsins í landinu, önnur sterkasta stoð bandarískrar leppmennsku í landinu. Alveg sérstaklega hefur þetta illa fsngna þingmannalið Framsóknar unnið gegn hagsmunum Reykvíkinga, án þess þó að hafa með því á nokkurn hátt bætt hag fólks- ins í öðrum landshlutum. Framsóknarforingjar hafa löngum valið Reykvíkingum hæðilegustu nöfn „Grimsby- ]ýður“ og ,,skríU“ eru þau málblóm sem foringjar Fram- scknar telja bezt lýsa innræti þeirra sem byggja höfuð- borg íslands, og þá einkum alþý'ðu hennar. Þaö er aöeins rétt fyrir kosningar, og þá hvergj. nema í Reykjavík, að Framsókn setur upp mildari svip gagnvart Reykvíking- um. En það eru sýnilega fleiri flokkar en Framsókn, sem gætu þegið að taka völdin á íslandi, án þess að njóta til þess fylgis meirihluta þjóðarinnar. Fyrir nokknim dögum reiknaði Morgunþlaðið það út, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti fengið hreinan meirihluta á þingi, með því að bæta við sig nokkrum hundruðum atkveeða 1 ýmsum fámennum kjördæmum. Það virtist ekki hvarfla að lýðræðishstjum Sjálfstæðis- flokksins aö neitt væri við það athugavert þó flokkur- inn hr/fsaðz' þann/'g völdin sem minnihlutaflokkur með þióðinni. Það var allt í stakasta lagi, bara ef það var Sjálfstæðisflokkurinn sem græddi á ranglætinu! Og svo kom loks Alþýðuflokkurinn í útvarpsumræð- unum. Draumur Hanníþals var að ranglát kjördæma- skipun og ónýt atkvæði gætu gefið Framsókn og Al- þýðuflokknum til samans vöidin á Alþingi., í fulí'ri vitund þess, að þaö væri í óþokk mikils meirihluta þjóðarinnar. Þannig er lýðræðisást hernámsflokkanna þriggja. Þá dreymir alla um að hr/'fsa t/'l sín völd/'n gegn vilja meir/'hluta þjóðar/'n^ar. Það er engin tilviljun, að einmitt Iþessir þrir flokkar hikuðu ekki við að hafa stjórnarskrá landsins að engu tr þeir frestuðu alþingiskosningum 1941. Og sömu þrír fiokkar, Framsókn, Sjólfstæðisflokkurinn og Alþýðu- f'okkurinn rufu stjórnarskrána, er þeir sömdu um her- námið áratug síðar, 1951. Fólkið getur kennt þessum flokkum að virða lýðræðið, virða vilja þjóðarinnar. En þeir skilja aðeins eitt mál, þ'að er mál stóraukins fylg/'s Sósíalistaflokks/ns við þess- ar kosningar. Hans Hedtoft ber vitni gegn Hermanni Jónassyni Alitur formaSur Framsóknarflokksins formann danskra sósíaldemókrata ganga erinda Rússa þegar kann hafnar handa- riskum herstöSvum \ Danmörku? Ðarátta íslenzku þjóðarinnar U gegn bandarísku hernámi og þeim innlendu erindrekum Bandaríkjastjómar, sem fóru á bak við íslendinga og hleyptu hernum inn í landið á næturþeli þvert ofan á ský- laus stjórnarskráratkvæði og hátíðleg loforð, er farin að hafa áhrif alla leið út fyrir landsteinana. Það sýna orð Hans Hedtoft, formanns danskra sósíaldemókrata, á þingi flokks hans í fyrradag. Hann kvað þá upp úr með það eftir eins árs hik að danskir sósíaldemókratar tækju ekki í mál að afhenda bapdarískum flugher stöðvar í Danmörku eins og stendur. Ein af megin röksemdunum sem hann færði fyrir þessari ákvörðun var reynzlan af bandaríska her- náminu á íslandi. Þróunina hér kvað Hedtoft sýna að ekkert væri til þess fallnara en erlent lierlið í landi smá- þjóðar að vekja almenna and- stöðu gegn þátttöku í Atlanz- hafsbandalaginu. ■ff ærdómsríkt er að bera um- ■“-* mæli Hedtofts um erlenda hersetu í Danmörku saman við réttlætingu Hermanns Jónassoaar á hernámi ísiands. Ráðherrann hefur undanfarið birt réttlætingarrollu sína hvað eftir annað í Tím- anum og flutti hana svo í út- varpið í fyrrakvöld. Hermanni er mjög tamt að vitna til af- stöðu og reynslu hiana Norð- urlandaþjóðanna þegar hann er að reyna að sætta Islend- inga við setu erlends hers í landinu. Það er því elcki úr vegi að athuga, hvernig þessi rök koma heim við það sem í raun og veru hefur gerzt og er að gerast í Noregi og Dan- mörku, sem ásamt íslandi eru í Atlanzhafsbandalaginu. Ræða Hans Hedtofts gerir slíkan samanburð enn auð- veldari og tímabærari. Oermann mótmælti því harð- “lega í útvarpsræðu sinni í fyrrakvöld að nú væru friðar- tímar í heiminum. Hans Hed- toft er á öðru máli. Hann tók það sérstaklega fram í flokks þingsræðu sinni, að ein af á- stæðunum fyrir því að dansk- ir sósíaldemókratar hafna bandarískri hersetu er sú að þeir telja að friðarhorfur i heiminum hafi vænkazt veru- lega upp á síðkastið. Norska ríkisstjórnin hefur einnig hafnað bandarískum flug- stöðvakröfum á þeirri for- sendu, að Noregur telji sér enga árásarhættu búna. Treystir hinn rökfimi Fram- sóknarráðherra sér til að skýra það, hvenaig Islending- um getur stafað j-firvofandi háski af rússneskri árás þeg- ar Danmörk og Noregur, sem liggja milli íslands og Sovét- ríkjanna, telja sér enga slíka hættu búna? Hans Hedtoft lýsti því meira að segja yfir að flokkur hans teldi aðgerðir sovétstjómarinnar undanfarið eina megia sönnunina fyrir þvi að friðvænlega horfi nú í heiminum. ÍT'itt af því sem Hermann Jónasson hamrar statt og stöðugt á jafnt í ræðu og riti er að hernárh Bandaríkja* manna á ísiandi bægi árásar- hættu frá landinu. Ekki tclur Hans Iledtoft þessa kenaingu gilda um Danmörku. Ilann sagði flokksbræðrum sínum, að vafasöm vernd væri að bandarískum flugstöðvum i landinu. Eins liklegt væri að þær ykju hættuna fyrir Dani ef til stríðs kæmi og því taldi hann glapræði að leyfa þær nema fyrir headi væri ógrynni annars herafla til að vega upp á móti þeirri auknu hættu sem flugstöðvarnar hlytu að leiða yfir landið. Sama máli gegnir auðvitað um Jsland. Hver maður, sem um málið hugsar, hlýtur að gera sér ljóst að viðbúnaður Banda- ríkjamanna hér miðast við það að héðan sé hægt að reka hernaðaraðgerðir ef í odda skerst en sem vernd fyrir ís- letidinga, sem eru svo fá- mennir að hervernd fyrir þá verður að vera alger ef hún á að vera nokkurs virði, er hann einskis verður. En væri slík alger vernd tekin upp myndi þjóðin drukkna í flóði er- lends hers. Islendagar geta því vegna sérstöðu sinnar al- drei sótt neitt traust í vopn og vígvélar kjamorkualdar- innar. Reynsla síðustu styrj- aldar er alrangur leiðarvísir um það sem framundan væri ef friðslit jrðu á þessum hjara. Tlylgjur Hermanns Jónasson- ” ar um að all’r þeir Is- lendxigar, sem ekki vilja er- lendar herstöðvar í landi sínu, séu vitandi eða óafvitandi er- indrekar Rússa og vinn'i að því að gera þeim fært að her- nema landið, eru enn fárán- legri en áður eftir að Hans Hedtoft og aðrir danskir sósí- aldemókratar hafa tekið af- stöðu gegn bandarískum her- stöðvum í Danmörku. Heldur ráðherrann að honum takizt að telja nokkrum manni trú um að danskir sósíaldemókrat ar séu að vinna að því að land þeirra verði hernumið af Rússum? En það verður haim að gera ef hann ætlast til að telcnar scu alvarlega staðhæf- ingar hans um að íslenzkir sósíalistar og aðrir liernáms- andstæðingar séu verkfæri Rússa. Herbúnaður Dana sjálfra annarsvegar -og vopn- leysi Islendinga hinsvegar ger ir hér engan teljandi mun. Hershöfðingjar A-bandalags- ins á Norðurlöndum hafa hver um annan þveran full- vissað Dani og Norðmenn um það að herir þeirra sjálfra séu einskis megnugir ef til stríðs komi og því beri þeim tafarlaust að veita viðtöku er lendum liðsauka, einkum flug- her. |>íkisstjórn. Noregs hefur hvað eftir annað hafnað bandarískum herstöðvakröf- um og nú hafa stjórn- málaflokkarnir, sem hafa að baki sér mikinn meirihluta dönsku þjóðarinnar og hrein- an meirililuta á þingi lýst yf- ir andstöðu við herstöðvar- kröfurnar á hendur Dönum. Þær eru því úr sögunni. Danskir og norskir stjórn- málamenn hlýða á mál ba'nda- manna sinna en gera það eitt sem þeim sjálfum sýnist. Her mann Jónasson og aðrir for- vígismenn hernámsflokkanna hér á landi dansa hinsvegar nákvæmlega eftir pípu banda- rísku herstjórnarinnar án nokkurs sjálfstæðs mats á_ því, hvað íslendingum sjálfum er fyrir beztu. Þess vegna á andstaða Islendinga gegn her náminu, sem Hans Hedtoft tel ur svo lærdómsríka, eftir að eflast og sigra hvað sem Her- mann Jónasson og aðrir her- námspostular kunna á páfa- gaMkavísu að hafa eftir banda rískum lærifeðrum sínum. Þótt þeir mæli á íslenzku eru röksemdirnar bandarískar. M.T.Ó. Nanntión U. S. h. Útvarpið í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu. skýrði frá því í gær að manntjón Banda- ríkjamaima og bandamanna þeirra í styrjöldinni hefði á þrem árum numið 989.00G fölln- um, særðum og handteknum, þaraf 380.000 Bandarikjamenn. Norðanmenn hafa skotið niður 5431 flugvél og sökkt 320 her- skipum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.