Þjóðviljinn - 02.08.1953, Side 10

Þjóðviljinn - 02.08.1953, Side 10
10) — Þ.JÓÐVILJINN — Sunnudagur 2. ágúst 1S53 3& aU^elmllisþátÉiir ðETiO ' I eftir MARTHA OSTENSO 1. dagur Hafmagnstakmörkun Sunnudagur 2. ágúst KI. 10.45—12.15: Vesturbærinn frá Aðalst.r., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugA'allar- svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- lsey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Kl. 11.00—12.30: Hafnarfjörður og nágr. Keykjanes. ★ Mánudagur 3. ágúst Kl. 9.30—11.00: Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallar- evæðinu, Vesturhöfnin með örfir- tsey, Kaplaskjól og Seitjarnarnes fram eftír. Kl. 10.45-12.15 Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes. Kl. 11.00-12.30 Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- Bund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthóisvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfelissveit og Kjal- •rnes. Árnep- "g Rangárvallasvslur. KI. 12.30-14.30 Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv. að Klepps- vegi og svæfiið þar norðaustur af. Kl. 14.30-16.30 Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbrautar að sunnan. ★ Þriðjudagur 4. figús.t Kl. 9.30-11.00 Hafnarfj. og nágrenni, lieykjanes. Kl. 10.45-12.15 Nágrenni Reykjavíkur umhverfi Eiliðaánna vestúr að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- eund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthóisvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfelissveit og Kjal- arnes. Árnes- óg Rangárvallasýslur. Kl. 11.00-12.30 Hiíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- hoitið, Túnin, Teigarnir, íþúðar- hverfi við Laugarnesveg að Klepps va«h oft syæðið bar norðaustur af. 12.30- 14.30 Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðaistrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. 14.30- 16.30 Vesturbærinn frá Aðalstr. Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvaliar- svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Það hljómar ekki sérlega hug- vitsamlega að segja ,að göngu- búningurin sé hentugur, þar sem hann er bæði kjóll og dragt, en samt er það satt. Tilfellið er, að margar okkar hafa ekki efní á að eiga dragt, vegna þess að þær fara yfirleitt ekki vel nema þær séu saumaðar af klæðskera. Göngubúningurinn hefur þann kost að venjuleg saumakona, og þær konur sem eru handlagnar, get.a auðveldega saumað hann. Hér eru sýndar myndir af tveim gönguþúningum frá sama firma. Þeir eru báðir mjög lát- lausir en þó snotrir. Sá fyrri er með bogadregnum línum, hornin og axlaskrautið jakkanum og hálsmálið á kjólnum. Þetta er fallegur búningur, sem áreiðan- Framhald á 8. síðu. FYRSTI KAFU I. Énginn minntist á það, en fjölskyldan var að bíða eftir Caleb Gare. Jafnvel Linda Archer, nýja kennslukonan, sem hafði komið síðla dags með póstvagninum alla leið frá Yellow Post og hlaut því að vera svöng, var að bíða. Amelía Gare, eiginkona Calebs var að sýsla í eldhús- iou eins og hún ætti eitthvað ógert, en þó tókst henni ekki að draga úr eftirvæntingunni. Júdit og Kail voru að mjólka kýrnar og komu inn hvað eftir annað af engri sýnilegri ástæðu. Marteinn, sem ævinlega var seiim og silalegur, var búina að hreinsa fjósið svo vandlega að það var næstum óeðlilegt. Elín, tvíburasystir Marteins, var að spila á orgelið, en það var eins og hún væri jafnvel búin að gleyrna þeim lögum sem hún spilaði að ötaðaldri. Elín spilaði allsæmUega „eftir eyranu.“ Kennslukonan sat hógvær í rauða ruggu- stólnum og hlustaði á marrið í honum meðan hún ruggaði sér fram og aftur. Hún minntist með nokkrum óhug hinna óljósu svara, sem hún hafði fengið í Yellow Post daginn áður við spurningum sinum um Garefjölskylduna. Hún mundi líka hvernig John Tobacco, bréfritari, hafði hnussað, þegar hún reyndi að hafa upp úr honum, hvers kcnar maður Caleb Gare væri. Nú gleymdi hún, hvað hún var svöng, þegar hún hlostaði á marrið í stólnum. Það var eins og hann segði: „Caleb! Caleb! Caleb!“ í aðra röndina var henni skemmt. Svo opnuðust útidyrnar. Júdit var komin aft- ur. Daufur bjarminn frá ljóskerinu við eld- húsdyraar féll á hana. Líkami hennar var þrek- inn og ögrandi, brjóstkassinn hár og breiður eins og á dreng; hárið svart og hrokkið og sló á það bláleitri slikju; nú voru augu hennar hálflukt og þrjózkuleg; varirnar þykkar en munnsvipurinn ólundarlegur. Hún var í nan- kinsbuxum og þykkri peysu. Stóð fast í fæt- urna eins og hún væri viðbúin að gefa eða mæta höggi Júdit gekk föstum skrefum til Lindu. Lindu fannst hún aldréi hafa augum litið jafn grózku- mikla fegurð. . „Ertu svöng?“ spurði stúlkan hana stutt- aralega. „Dálítið “ viðurkenndi Linda. Elín hætti að spila í miðju kafi. Svipur hennar var álasandi þegar hún leit á Júdit. En yngri stúlkan gaf systur sinni engan gaum, heldur stikaði fram í búrið. Hún kom þaðan aftur með bakka, sem á voru tvær smurðar brauðsneiðar og mjólkurglas. Elín varð enn þungbúnari. Hún reis á fætur. „Júda, þú veizt að pabbi —“ „Þeíta tekur ekki frá þér lystina á kvöld- matnum — ef þú færð liann þá nokkum tíma,“ sagði Júdit við kennslukonuna og lét eins og hún heyrði ekki til Elínar. Linda tók við matn- um og kunni ekki við að afþakka hann. Eliu rétti úr sér og gekk fram í eldhúsið án þess að segia orð,. Linda haði hugboð um að hún væri að hvíslast á við móður sína. Kennslukonan nartaði vandræðalega í brauðið og dreypti á mjólkinni. Júdit hafði verið að vinda seglgarn upp á spýtu og nú settist hún á gólfið við fætur Lindu „Það er rétt að þú vitír að hann reynir að kúga þig,“ sagði húa blátt áfram. „Hann byrjar á þvx að koma of seint í kvöldmatinn. Ilann gerir ævinlega hið sama þegar nýr kenn- ari kemur. Hann gerir ráð fyrir að þú sért karlmaður. Kennararnir hérna hafa alltáf ver- ið karlmenn hingað til. Hann á eftir að verða hissa. En þú skalt standa fast á þínu, ungfrú Archer. Láttu hann ekki kúga þig.“ Um leið heyrðist rödd Amelíu: ,,Júdit“! ,,Vertu róleg, mamma. Eg segi ekki annað en sannleikann.“ Elín kom aftur inn og setti vatnskönnu á borðið með þungum dynk eins og henni hefði sýnzt borðið vera fjær en það var í raun og veru. Hún hnyklaði brýnnar kvíðandi. Elín var með gleraugu, sem voru ekki ætluð henni í .upphafi. Og því voru ljósopin í augum hennar alltof stór og hvarmarnir rauðir og rakir. Hún stóð andartak kyrr við borðið og leit með gremjusvip á Júdit. Svo gekk hún hratt út úr lierberginu aftur. Linda Archer lauk þegjandi við mjólkina og brauðið. Það var einhver- óhugnanlegur blær þarna inni, sem engar samræður gátu rekið á flótta. Júdit virtist hafa mikinn hug á að kvelja Elínu systur sína. Iiún blístraði að hundinum sem lá í stigakróknum. Hundurinn leit upp. , Caleb,“ sagði hún snöggt. Hundurinn hrökk við og sperrti eyrun. Júdit brosti illgirnislega til Elínar sem gekk um í eldhúsinu eins og hún hefði ekkert heyrt. „Þarna sérðu —“ sagði Júdit og bætti síðan við. „Honum þykir svo gamaa að aka um í vagninum til að sýna íslendingunum hvað hann á margar frístundir um mesta annatimann, meðan við hin vinnum baki brotnu frá morgtii til kvölds.“ Linda var farin að finna til kvíða. Ævintýra- ljóminn sem hún hafði hjúpað þennan af- skekkta stað í huga sínum, var smám saman að hverfa. Hún hafði aldrei fyrr séð hatur í allri sioni nekt. Nú sá hún það í augum sautján ára gamallar stúlku. Að utan heyrðist vagnskrölt. Elín settist aft- ur við orgelið og andlit hennar var hörkulegt og alvarlegt eins og á roskinni, reyndri konu. Linda fór að velta fyrir sér, hvað gæfi tilefni . v / til þessarar hörkulegu alvöru. , Júdit, þú ættir að kalla á Martein,“ sagði Elín mjóróma. „Pabbi er kominn.“ Júdit reis á fætur án þess að segja orð. Frammi í eldhúsiau flýtti Amelía sér að hreinsa vaskinn og setti í hann hreina skál með heitu vatni. Hún tók handklæðið niður og setti annað hreint í þess stað. Svo leysti hún af sér svuntuna, lagfærði á sér kjólinn og greiddi sér fyrir framan sprunginn spegilinn á veggnum. Svo opnuðust dyrnar. Við fyrstu sýn virtist Caleb vera risavaxinn maður. En þegar hann var kominn inn í eldhúsið sá Linda, að senni- lega var hann ekki nema meðalmaður eða tæplega það, en það vora þreknar axlir og stórt höfuð sem gáfu honum jænnan kempusvip. Neðri hluti líkamans virtist allur miklu rýrari. Hann var með strítt, grátt hárí rytjulegt, tó- baksflekkað yfirskegg og kynlega svartar brún- ir sem voru samvaxnar yfir stóru, ógnaodi nefi. Augu hans voru eins og litlar gljáandi perlur og þau.skimuðu í áttina til Lindu sem sat und- G&tJ&r OC CAMW4 — Eg1 get ómögulega skilið hvernig ])ú getur alltaf fenglð peninga h.já manninum þínum. — Það er ofur einfalt. Eg segist bara vera að fara aftur til mömmu og þá gefur hann mé’r undir elns fyrir fargjaldinu. Lítlll drengur var a3 fara með kvöldbænirnar sínar í mjög lágum hljóðmn. — Eg heyri ekki til þín væni, livíslaði móðir hans. — Var ekki heldur að tala víð þig, svaraðl sá stutti. Drengur er uppi í eðlisfræði og þessi spurning er lögð fyrir hann: — Ilvaða raunur er á eldingu og rafmagni? Og liann svarar: — Eldingin er ókeypis eni rafniagnið ekki. Prófessor í læknisfræði: lívað mynduð þér gera, ef maður æti eitraða sveppi? Stúdentinn: Fyrirskipa breytt mataræöi. j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.