Þjóðviljinn - 22.09.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.09.1953, Blaðsíða 11
„Fyrsta stig Framhald af 4. síðu. anum út frá jökunum, syntu í sífellu kring um þá og sneru því ávallt sama auganu að jak- anum, unz þeir yrðu blindir, því birtuna ■ út frá ísnum þyldu þeir ekki til lengdar, en kring- um jakann syntu þeir samt eft- ir sem áður. — Eins hefur inurn sterkustu ,,Sameiningar“-mönn- um meðal alþýðunnar farið. Þeir eru allir blindir á því aug- anu, sem að henni og hennar málefnum snýr, en þeir synda í kringum hana samt, eins og allir fXokkar gera lcringum sín æstustu flokksblöð. Sérhvað það, sem víkkar út ið andiega sjónarsvið manns, gerir honum mannheiminn skilj anlegri og ljósari tengdir hans sjálfs jafnvel við fjarlæga og ó- liká þjöðflokka, glæðir mennt- un hans- í því tilliti geta ferða- sögur verið ágætar, séu þær vel ritaðar, ritaðar af mönnum, sem skilja fólkið, sem þeir ferðast um hjá, og geta sett sig í þess spor svo nákvæmlega, sem hefðu þeir alizt upp hjá því, en flytja sig ekki yfir í dómstól sinnar eigin þjóðar eða þess, sem þeir hafa vanizt, eða eru sjálfir, því þá verða sag'nir þ^irra að miklu leyti for- dómar. í einu hefti af „Iðunni“ er vel rituð g^ ein í þessa átt, sem ég hér á við; það er rit- gerðin „Frá Póllandi", eftir dr. Brandes. Félagið ykkar hefur stundum verið að ráðgera að 'kaupa eitt- hvað af enskum bókum. Væri það að nokkru leyti fært, sem líklega er efamál, þá væri hægt að bæta sér upp það, sem ég hef hér talið, að vantaði í ís- lenzkar bókmenntir; einkum ætti félagið þá að kaupa tíma- rit. Fyrir þá, sem hneigðir eru fyrh®**rómana eða skáldsögur, væri ekki fjarri að reyna sig á Byron og Dickens. Byron er kannske stundum óhemjulegur eins og vetrarhláka, en hann er þá aldrei leiðinlegur, og það er eitthvað í anda hans, sem liristir mann upp, svo maður kemur fyrir sig fótum, og menntunin á ekki að vera tómt lánsfé, hún er sjálfseign. Dick- ens kann að vera nokkuð tafsam ^ ur stundum, en hann sá meira sögulegt í hversdagshlutunum og í hversdagslífi okkar hvers- | dagsmannanna en flestir aðrir, | og hann þurfti ekki heila ætt- bálka af jörlum og lávörðum né margra kapítula treining af einvígum og morðum, ekki einu sinni það, sem varla er mögu- legt að komast af án: ástir og giftingar, til að geta ritað góða skáldsögu. Umfram flesta aðra er Dickens skáld meðaumkunar- innar, og jafn kíminn og tilfinn- inganæmur eins og hann er, ætti engum að leiðast að lesa hann. Eg býst anhars við, að á bak við stofnun þessa „lestrarfé- lags“, og sumra annarra meðal íslendinga, ,sé hvötin til að koma þeim á fót langtum held- ur sú, að fá bækurnar lesnar, af Priðjudagur 22. september 1953 — þJÓÐVILJINN — (il vizkunnar" því það eru íslenzkar bækur, en hitt, að menn ímyndi sér, að það sé monnum áríðandi hér, eða geri sér grein fyrir, hver mennt- unaráhrif sá lestur getur haft. En' hver sem hvötin er, getur nokkuð gott af því leitt. Hér elst nú upp ungt fólk af íslenzku kyni, sem lítið eða ekkert mundi þekkja til Islends ■ og bókmennta þess, ef „lestrarfé- lögin“ hlynntu ekki að því. Það verður aldrei hnekkir fyrir ís- lendinga hér, þótt þeir skilji tvö mál, ensku og íslenzku, svo að þeir, sem því eru vaxnir, geti orðið heima í bókmenntum beggja. Þegar Ameríkumenn stæra sig af Burns og Shake- speare, sem þeir i'iga ekkert í, þá er það jafngoá‘T.10 geta látið þá vita, að við komum ekki hingað bóklausir heldur. Látið þá vita, að fyrir löngvi vorum við orðnir menn, og að þeir séu ekki fyrst nú að gera menn úr okkur; svo lengi, sem nafnið íslendingur verður haft um okkur Mér hefur dottið eitt í hug: væri ekki hægt að tengja víða saman skáldskapinn við aðrar bókmenntir í hug inna yngri manna, hvort öðru til stuðnings? ímyndum okkur t. a. m., að um leið og þeir læsu ,,Njálu“, væri þeim kostur á að læra kvæðin „Gunnarshólmi11 og „Skarphéðinn í brennunni“; myndi það. ekki ávallt síðan prýða söguna í huga þeirra og skýra fyrir þeim kvæðin? Samkvæmt gamalli venju er sjálfsagt ætlazt til, • áð ég óski félaginu til hamingju, áður en ég lýk við þetta mál. Mér finnst þess engin þörf, því síðan ég byrjaði, hef ég alltaf verið að því eins vel og ég kunni. Og þó skrítið sé, í ræðulok er ég kom- inn í sömu kröggur eins og prestur, sem á að taka sjúkling til bænar af stólnum: ég veit náttúrlega ekki framar en hann, hvernig allt kann að ráðast, og bið því svona til beggja handa •— annað hvort um góðan bata eða skjóta aftöku, því það stendur þó næst einhverri bæn- heyrslu, að svo miklu leyti sem ég ræð við. Reiðhjól Til sölu mjög gott karl- mannsreiðhjól. Hagstætt verð. — Til sýnis í Mos- gerði 7. Konur, komið að taka upp úr kartöflugarðinum á morgun, ef þurrt verður veð ur. Fjöjmennið í garðinn; því margar hendur vinna létt verk. — Farið frá Lækjar- torgi kl. 1.15, — Stjórnin. 7 Nýltomnar Káputölur stórar og smáar í glæsilegu úrvali AUGLÝS om innsiglun átvarpstækja Samkvæmt ákvæöum 34. og 35. gxeinar reglu- gerðar Ríkisútvarpsins hef ég í dag mælt svo fyrir við alla innheimtumenn að þeim sé, aö 3 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, hsimilt og skylt að taka viötæki þeirra manna, er eigi greiða afnotagjöld sín af útvarpi, úr notkun og setja þau undir innsigli. Athygli skal vakin á því, að victæki verð'a því aðeins tekin undan innsigli, að útvarpsnotandí hafi greitt afnotagjald sitt aö fullu auk innsiglun- argjalds, er nemur 10% af afnotagjaldinu. Þetta tilkynnist ölium, sem hlut eiga að máli. Skrifstofa Ríkisútvarpsins, 22. sept. 1953. Útvarpsstjórinn. H. Toft Skólavörðustíg 8. Sími 1035 Eftir kröfu tollstjórans 1 Rsykjavík, bæjargjald- kerans í Reykjavík o.fl., veröur nauöungarupp- boö haldiö hjá bifreiöaverkstæöi Hrafns Jónsson- ar, Brautarholti 22, hér í bænum, miðvikudaginn 30. þ.m., kl. 2 e.h., og veröa þar seldar eftirtaldar bifreiöar: R-452, R-665, R-964, R-1069, R-2181, R-2206, R-2305, R-2348, R-2375, R-2403, R-2491, R-2624, R-3224, R-3289, R-3443, R-4621, R-4690, R-4851, R-5445, R-5583 og R-5608. Greiðsla fari fram viö hamarshögg. .. Borgarfógetinn í Reykjavík SCynnirigarsala Vrið höfum ákveðið að lækka karlmannaf öt okkar stórkostlega í verði, tíl að gefa sem flestum kost á að kaupa góð föt f.vrir lágt verð. Föt þau, sem við höfum á boðstólum, eru öll úr vönduðum efnum, enskum, og efn- um úr erlendr/ ull xmnum í Álafoss og Gefjuii og viljum við vekja sérstaka athygli á þeim. Tilleggið er vandað, og einungis notaður hárdúkur sem millifóður, svo að föttn haldi sér sem bezt. — Sniðið er viðurkennt. Þaulæft starfsfólk, fiillkomnar vélar og gott skipulag gerir okkur Ideift að selja íötin á h/nu lága verði. Kynnist hvers íslenzkur iðnaður er megnt gur. KlœSaverzlun Andrésar Andréssonar h.f. u«o4VcUU Námsgreinar: SálíræÖi, ísl. bókmenntir, vélritun, bókfærsla, reikningur, stæröfræöi, föndur (m. a. bast, pappa og pappír), vélsaumur, útsaumur, upp- lestur, íslenzka, danska, enska, þýzka, franska og spænska. Flokkaskipting: Byrjendaflokkar og framhalds- flokkar í flestöllum námsgreinum, m.a. flokkar, s:m eru sérstaklega ætlaöir gagnfræöingum. Sér- flokkar í tungumálum fyrir þá, ssem lesa undir stúdentspróf. Þátttaka í einni eða fleiri nárosgreinuim eftir frjálsu vali. Kcnnslutækí. Ritvélar fást lánaðar geg-n afnota- gjaldi. Saumavélar eru til afnota í vélsaumsflokk- um. Segulbandstæk/ verður notaö við tungumála- kennslu. Kvikmyndír veröa sýndar í sambandi við kennsluna (einkum tungumálakennslu). Innritun. Innritun fer fram í Miöbæjarskólanum í 1. stofu (gengiö inn um noröurdyr) daglega kl. 5—7 0g 8—9 síödegis fyrst um sinri.' Innr/tunargjakl kr. 30.00 — fyrir hverja náms- grein, nema kr. 60,00 — fyrir stúdentsprófsflokkana, :vélsaum, .útsaum og föndur. Innritunargjald greiö- ist. vjÖ ' ihú’rituri; ';Ekkért árináö kennslugjald. — Ekki er hægt aö innrita þátttakendur símleiöis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.