Þjóðviljinn - 29.10.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.10.1953, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. október 1953 iLFUR UTANGaKÐS 24. DAGUR Bóndinn í Bráðagerði niTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON urnar. En þegar lá við óefni, sá hann hvar gamall maður stóð á dyrahcllu við hús sitt fornfálegt. Vakti hann þegar traust bóndans, svo hann hafði eingar sveiflur á en gekk til hans og tjáði honum vandræði sín á alþýðlegan og liispurslausan hátt. Gamli maðurinn tók erindi hans með skilníngi og leiddi Jón með sér í afhýsi lítið að húsabaki. Varð Jón harla glaður við þessa úrlausn mála sinna. Gaf hann velgjörðarmanni sinum ríflega í nefið að athöfn lokinni og tóku síðan tal saman. Jón gerði stuttlega grein fyrir erindum sínum, en er hann nefndi hið opinbera,. spýtti kall fyrirlitlega og bað fjanda þann aldrei þríf- ast. Væri allt illt runnið undan rifjum þeirrar stofnunar, en afþví Jón vildi ekki deila við mann, sem hafði sýnt honum slíkt v'narbragð og á undan var geingið, vék hann máli sínu að því meðal annars, að hann ætti einnig að leita hófanna um kaup á hljóðfæn því, sem nefndist orgel og vissi hann ógerla hvert hæri að snúa sér slíkra erinda. Kallinn sagðist aldrei hafa séð eða Leyrt téð hljóðfæri nema í kirkjum, og mundi það drjúgan spöl fyrir utan og ofan möguleika fátækra manna að eignast siíkan'grip. Afturámóti væri til stofnun í þessum bæ, sem Útvaip héti og væri ekki úr vegi að þreifa fyrir sér hjá þeim, er þar rcðu húsum. Virt'st sú stofnun eiga þann eina tilgáng að framleiða afkáraleg hljóð og myndi af þeim ástæðum eiga öll tól þaraðlútandi. Finnd:st sér, að stofnunin gæti að ósekju séé af einu slíku píslar.tæki. Jón varð glaður við þessar fréttir, þakkaði öldúngnum hjart- anlega og gaf honum aftúr í nefið. Kvöddust síðan með kær- lc’kum. Jón greikkaði sporið, því ennþá átti hann drjúgan spöl ófa.r- inn. Ea nú tóku ný óþægindi að gera vart við sig, en af öðrum toga spunnin en hin fyrri,. Voru þessi einfaldlega afleiðíng þess, ,-ð hann hafði ekki neytt matar frá því einhverntíma deginum r.ður. Ha'maði hann mjög missi nestistöskunnar, þvi sjaldan hafði hann haft sárari þörf fyrir magálsbita en einmitt nú. Tók hann að litast um eftir vertshúsi eða e:nhverjum þvílikum stað þarsem hann gæti fullnægt matarþörf sinríi. Svo alltieinu rís framundan honum það hús, sem kennt er við Alþingi íslendinga. Glaðnaði yfir Jóni er hann bar kennsl á bæinn. Snoturlegt var um að litast úti við, þótt landrými væri í 'minna lagi. Tún vel hirt en sýnu m/nna helduren í Bráða- gerði og mundi ekki framfleyta stórum hústofni, enda spillt með óþarfa gángvegum. Jón gekk að bæjardyrum, og barði þrjú hcgg á útihurð m:kla, en ekki var skjótt geingið til dyra. Kom þó um siðir að rjálað var við dyrabúnað og mannpersóna ein birtist i gættinni milli stafs og hurðar, 'Túl á svip, og spurði hverju sætti slík barsmíð. Ég heiú Jón og er frá Bráðágerði,: sagði bóndinn. Mig lángar til þess að hafa tal af þíngmönnum ef þeir eru he'ma við. Andlitið í gættinni sagði þíngmenn sitja á fundi svo þýðing- r.rmiklum, að þeir hefðu lagt blátt bann við að vera truflaðir þvað mikið sem við lægi. Ég er iángtað kominn, sagði Jcn, og vildi því gjarna mega doka við þar til þíngmenn eru til viðtals. Dyramaour kvað það ekki ástundað í þessu liúsi að skjóta rkjólshúsi yfir gesti og gángandi, og til þess að ekki færi neitt á milli mala hvaða skilníng bæri að lcggja í orð hans, rak hann hurð í lás án frekari umsvifa. Þótti Jóni lítið koma til gestrisni á þessum bæ og ekki til fyrirmyndar ef upp væri tekinn heima .• Vegleysusveit. Sulturinn tók að sverfa æ fastar að Jóni, svo ekki varð kom- ist hjá því að fullnægja matarþörfinni öllu leingur. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma þurfti ekki lángt að fara þe:rra erinda, því öðru megin við túngarð reis vertshús mikið og mundi þar íiflega borið á borð, ef slíkt væri í réttu hlutfalli við stærð hússins. .Gekk Jón þángað, en er hann kom að dyrum, leist I.onum ekki á blikuna, því annan eins dyrabúnað hafði hann ekki séð á ævi sinni. Hurðin, ef hurð skyldi kalla, var einsog geysi- stórt myliuhjól og snerist er geingið var um. Jón klóraði sér í skegginu og hugleiddi hvemig hættuminnst mundi að komast þarna innfyrir þröskuld. Eftirað hafa horft á allmarga hverfa inn og sleppa óslasaða að því er best varð séð, lagði hann til atlögu, en er hann sá sig inniluktan í þessari heljarkvörn kom á hann hik, skall þá einn vængurinn óþyrmilega á baki hans og hrökk af honum hatturinn. Jóni varð skapfátt, því hann kenndi til þarsem þynnst var á beini, og gaf ófögnuði þessum vel. úti látio spark. Var hann vanur því að gefa beljunum í Bráðagerði slíka ráðníngu, þegar svo viidi til, að þær sýndu bonum ótiihlýðilega óvirðíngu með því að sletta á hann hölunum. „FIFA hefði átt að sigra með fíórum mörkum gegn tveim" segir Asbjörn Halvorsen, ritari norska knattspyrnusambandsins Eftir leik úrvalsliðs F.I.F.A. gegn Englandi átti „Sports- manden“ viðtal við Asbjörn Ilalvorsea um leikinn en hann var þar sem fulltrúi norskra knattspyrnumanna. Var samtal- íð á þessa leið: — Hver voru áhrifin, sem þú varst fyrir af þessum stór- leik í London? — Fyrst og fremst verð ég að ségja að. hann var nýstár- legur, og skemmtilegur, og hefði F.I.F.A. átt að sigra. Eng- landi var bjargað á síðustu minútu leiksins með mjög vafa- samri vítaspyrau. —- Var byrjun leiksins góð ? -— Jú og það var athyglis- vert að við fengum að sjá 3 mörk á fyrstu 17 mínútunum! Eftir 5 mín. komst Spánverjinn Kubala — hann er raunar fædd- ur í Ungverjalandi — í gegn en var brugðið er hann ætlaði að skjóta í mark. Hann skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni. Eftir aðeins tvær minútur skorar Stan Mortensén- fyrir ■ England. Um það bil-10 mín. síðar þýtur hinn litli ljóshærði ítali Bona- perti gegn um ensku vörnina og skorar mjög vel. Þar með stóðu leilkar fyr:r F.I.F.A. 2:1 og F.I.F.A. eykur markamun í 3:1. Bretar skora síðan tvo næstu mörk og jafna 3:3. Þctta var „spennandi“!. Næst er það F.I.F.A. sem fær 4:3 og svo þegar 30 sek voru eftir af leiknum kom vítaspyrn- an . Það var ónauðsynlegur dómur hjá dómaranum, sem var frá Wales. Dómarinn „knock out“. Fyrst við minnumst á dóm- arana má geta l>ess að það er L fyrsta sinn, sem ég hef séð dómara fá rothögg (knock out) með knetti. Það var sam- leikur mvlli Gunnars Nordahl og Kubala, sem sendir til Chaj- kovski, en hann gefur knöttirm fram í opnu, þar stóð dómar- inn og fökk kaöttimi í bakið, Knötturinn hrökk aftur til Júgóslavans, sem sendi hann fram aftur með fullum krafti — til að hitta dómarann einu sinni enn og nú í hnakkann. Dómarinn féll eins og hann hefði verið skot:nn og lá með- vitundarlaus no'.ikra stund. Með hjálp læknis og lyktarsalts jafn- q.ði hann sig aftur. —- — Hvernig dæmdi hann? — Vel í fyrri hálfleik en lak- ar í þe:m síðari sem skiljan- legt er eftir rothöggið! Liðin. — Hvað segir þú um liðin ? -— Ef við tökum F.I.F.A.-liðið fyrst þá varð ég fyrlr von- brigðum með Gunnar Nordalil. Hann var vei'kasti. maður fram- línunnar. En allt liðið lék bæri- lega vel í bezta „Vmarstíl“ með þá ianherjana Vukas og Kub- ala sem beztu menn. F.I.F.A.-liðið var mcð fjóra miðframherja frá v.'nstri ian- herja til hægri útherja og var þeim gjarnt að sækja á miðj- una, cn það he'fur að sjálfsögðu ekki truflað Nordhal svo lítið. framvarðalínunni var Chaj- kovski sem _ við höfum séð í Osló áberandi beztur. Sem mið- framvörður lék Þjóðverjinn Posipal öruggt og hélt Loft- house vel niðri. Innri vömin hefði ge.tað ver- ið sterkari að minni hyggju. Hægr': bakvörður, Nóvarra, var óöruggur og átti beialínis sök á einu marki Breta. Seman var ágætur í marúinu, en hann meiddist í fyrri hálfleik og í leikhló fór Beara frá Júgóslavíu í mark F.I.F.A. og voru áhr'f leiks hans betri en Austurríkis- mannsii.is. Lið Englands olli nokkrum vonbrigðum. B'lly Wrigtli var skugg! af sjálfum sér. Eg held að eng'nn hinna ensku l'ðs- manna hafi náð sínu bezta. Stan Matthews og Stan Mortensca voru beztir í sókninni. Vinstri hliðin var ve'k, sérstaklega hinn ungi innherji Albert Quix- hall. Nat Lofthouse lét Posipal stöðva sig- of auðvcldlega. — Var F.I.F.A. lið'ð sem sagt betra? — Já, án efa. Lið Eiglands var oft leikið grátt og sann- gjörnust úrslit hefðu verið 4:2 fyrir F.I.F.A.-liðið, því ég hef aldrei séð svo veikt leJ.iandi ens'.rt landslið sem þetta. — Hvað er annars um að vera í sambandi við S0 ára afmæli F.A.? — I gær voru móttökur og afhentar gjafir og svo- opnun sýningar þar ,sem eíngöngu voru munir frá knattspyi-nu. í.annarri frétt um þenaan leik segir m.a.: F.I.F.A.-liðið hafði 3:2 í hálfleik og lið þess var það serrí hafði jákvæðari áhrjf á áhorfendur. ■— Hin:r knat.t- spyrnu skynbæru áhorfendur urðu hvað eftir annað vottar að frábærum samleik og kantt- meðferð. — Boniperti gerði þriðja maii'.t F.I.F.A. Hann stöðv aði rólega kuött úr. langri spyrnu, og tók liaan með sér í áttina að marki Englands. I stað þess að senda hann inn á miðju vallarins lék hann á Eckersley, og skaut síðan skemmtilega i mark. Það var þungbúin „stemming“ á áhorf- eadabeílikjunum er F.I.F.A. hafði 3:1. E.i rctt fyrir hlé tókst Mullen að ckora af stuttu færi. Er þrjár mínútur voru liðnar af öðrum hálfleik lék Matthews einn í gegnum vörn F.I.F.A. og send' knöttinn svo til Mullen sem skoraði aftur. Á 20 min. fckk Ncrdahl 'inöttinn af mis- skilningi frá Billy Wright, hljóp með hann fram og gaf hann síðan Kubala, s.em skoraði. fjórða mark F.I.F.A. Stan Matthews gerði hetjulegar til- raun'r t:l að jafna cða sigra á næstu mínútum. Siðan virtist sem enska liðið byrjaði að riðl- ast og markmaðurinn Merrick hafði nóg að gera að bjarga. Mínútu fyrlr le'Gslok var Mort- ensen brugðið ólöglega á víta- teig. Sóttu Bretar þá bakvörð- in Ramsey sem jafnaði með ör- uggu skoti. Pólski t'imleikameistarinii Gaoa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.