Þjóðviljinn - 04.11.1953, Side 2

Þjóðviljinn - 04.11.1953, Side 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 4. nóvember 1953 t I dag er miðvikudagurinn 4. ^ nóvember. 308. dajur ái-slns. Undur jarðar Lengd miöbaugs er 40.076 kíló- metrar og 594 metrar. Þvermál jarðar við miSbaug er 6.378 lciló- metrar og 388 metrar, en jarð- mbndullinn er 6.356 kílómetrar og 912 metrar. Jörðin er 510 milljón- ír ferkílómetra, en rúmtak henn- ar er 1.083.320 teningskílómetrar. Fjarlægðin milli sólar og jarðar er að meðaltali 149.5 milljónir kílómetra, minnst 147 milljónir kílómetra, en mest 152 milljónir km. Lengd jarðbrautarinnar um- hverfis sólina er 931 milljón km, en meðaihraði jarðarinnar á braut- inni er 29.7 km á sekúndu. Af yfirborði jarðarinnar er 71 af hundraði þakinn sjó, afgangurinn er þurrt land. Miðpunktur þess helmings jarðarinnar, er tæki yf- ir eins mikið þurrlendi jarðar- innar og hægt væri, er skammt frá Nantes í Suðurfrakklandi. Sá helmingurinn væri 47 prósent þurrlendi, 53 prósent liaf. Hinn helmingurinn, er hefði miðpunkt við Nýjasjáiand, væri 86% haf, 14% land. Ef föstum efnum jarð- árihnar væri jafnað um allan hnöttinn, fjöllunum mokað í dal- ina og löndunum f sjóinn, þá mundi 2.450 metra djúptj haf standa um allan hnöttinn. Svona er Iandið lítið miðað við sjóinn. - h Bókmenntagetraun. Erindið okkar í gær er heimt úr kvæði eftir Davíð Stefánsson, og hér er sýnilega' um dauðann að ræða, þann sem Hallgrimur Pét- ursson nefndi sláttumanninn slynga. Næsta vers: Þú, sem kærleika kveikir magn, kvöldstjörnu drottning hýr, þinn geislaríka gullinvagn, þar glansandi þú býr, fegurstu draga dýr, þeir sættmalandi, mjallahvítu kettir. HEITIÐ TIE VESRABATA Þá gerði vetur mikinn þar eft- ir hinn næsta, og eiga þeir fund, Reykdælir, að Þverá, að Ljóts hofgoða. Og það sýndist mönnum ráð á samkomunni, að heita til veðrabata. Viil Djótur því iáta heita, að gefa til hofs, en bera út börn og drepa gamalmenni. En Áskatli þóttir það ósæmilegt og kvað engan hlut mundu batna við það heit, sagðist sjá þá hiuti, að honum þótti líkara, að batna mundi, ef heitið væri.... gena skaparanum tign í þvi að duga gömlum mönnum og leggja þar fé til og fæða upp börnin. Og , svo lauk nú þessu máli, að Ás- kell réð, þó að margir menn mæitu móti í fyrstu. — (Reyk- dæla saga). Næturlæknir er í Læknavarðstofunni Austur- bæjarskólanum. Sími 5030. Næturvarzla er í Reykjavíkurapóteki. Sími 1760 Fimmtugsafmæii Eyjólfur Halidórsson, verkstjóri hjá Hitaveitu Reykjavikur, Kapla- skjó'sv. 1, varð fimmtugur í gær. Vinir hans senda honum beztu heil’aóskir í tilefni af afmælinu. — Féiasar- M™ið w -BBS.#. aðaifundinn ann- aðkvöld kl. 8.30 í Aðalstræti 12. Mlnnlngarspjöld Landgræðslusjóðs fást afgreldd í Bókabúð Lárusar Blöndals,, Skóiavörðustfg 2, og á skrifstofu sjóðsins Grettisgötu 8. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Friðriki Rafnar ungfrú Sigrún Júlíusdótt- ir Akureyri, og Þórður Sigvalda- son, bóndi Hákonarstöðum Jökui- dal. Ennfremur ungfrú Hermina Ste- anía Stefánsdóttir og Hreiðar Að- alsteinsson, bæði á Akureyri. Séra Pétur Sigurgeirsson gaf brúð- hjónin saman. ^ Kl. 8:00 Morgunút- varp. 10:10 Veður- fregnir. 12:10 Há-, degisútvarp. 15:30 Miðdegisútvarp. — 16:30 Veðurfregnir. 18:00 Islenzkukennzla; I. fl. 18:25 Veðurfr. 18:30 Þýzkukennsia II. fl. 18:55 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 19:10 Þingfréttir. 19:25 Óperulög (pl.) 19:35 Augiýsingar. 20:00 Fréttir. 20:20 Útvarpssagan. 20:50 Kórsöngur: Italskir kórar syngja óperulög (pl.) 21:05 Is- lenzkt má) (Bjarni Vilhjálmsson cand. mag.) 21:20 Tónleikar (pl.) ,,Scaramouche“, svíta fyrir tvö píanó eftir Milhaud (Phyllis Sell- ick og Cyril Smith leika). 21:35 Vettvangur kvenna: Erindi: Lis Groes viðskiptamálaráðherra Dana (frú Ragnheiður Mö'.ler). 22:00 Fréttir og veðurfr. 22:10 Sinfón- ískir tónieikar: Sinfónía nr. 5 í B-dúr eftir Bruckner (frumgerð tónskáldsins). -—_ (Saxneska ríkis- hljómöveitin leikur; Karl Böhm stjórnar). Sextugsaf mæ ii Sextug varð 2. nóvembei- frú Lára Pálsdóttir, kona Þorsteins Sig- urðssonar húsgagnasmíðameistara, Grettisgötu 16. Hún er dóttir Önnu Sigurbjörnsdóttur og Páls Jó- hannssonar, sem mörgum eru að góðu kunn, a m k á Suðvestur- landi. Lára er glæsileg og góð kona og húsmóðir hin bezta. Góð- ar óskir fjölmargra vina munu fylgja henni. — Vinkona. Minningarspjöld Menningar- og minningarsjóðs kvenna fást í Bókaverztun Braga Bryn- jólfssonar, Bókaverziun Isafoldar Austurstræti 8, Hljóðfærahúsinu Bankastræti 7, bókaverzluninni á Laugavegi 100, og hjá Svövu Þór- leifsdóttur Framnesvegi 56A 1 nýju hefti Freys skrifar ritstjórinn r um nýja tegund sláttuvéla er nefn- ist sláttukóngur, og fylgir mynd af fyrirtækinu. Þá er ferðasaga vestan frá Djúpi. Jón á Lsixamýri ritar um sauðfjárrækt. Ólafur Guðmundsson: Vinna og afköst við heyskap. Árni Jóhannsson: Ásetningur og afurðir. Þá er grein um knosblásarann, önnur um brúsavagna, þriðja um sax- blásara eða færiband, fjórða um kálfluguna og áburðinn. Þá eru nokkrir fastir þættir. Nóvemberhefti Samtíðarinnar flyt- ur skýringu Halldórs Hatldórsson- ar á orðatiltækinu eftir dúk og disk. Birt er 175. saga Samtiðar- innar Ást í molum. Birt eru nokk- ur bréf Rannveigar Briem, með skýringum Finns Sigmundssoniar. Viðtal er við ferðamálastjóra Dan- merkur, sagt frá nýjum dönsk- um bókum og ritsafni Gests Páls- sonar — og sitthvað fleira er í heftinu. Þá hefur borizt nýtt tímarit er heitir Sakamál. Efni er þetta: Seinni hveitibrauðsdagarnir og dauðinn. Móna Lísa — þjófnað- urinn í listaverkasafninu í Paris. Söfnunarsýki Evu. Ást og glæpir eiga ekki samleið. Rbglusami ræninginn. — Ritstjóri lætur sín ekki getið. Sólskin og sunnanvindurj Þao er sagt, að eitt sumar fór af þingi með Guðmundi Sörii, son- ur Brodd-Helga, hinn slðmann- tegasti maður, og var með hon- um í góðu yfirlæti. Þá var heima þar með Guðmundi Þórdís dóttir hans, er þá þótti vera hinn bezti kostur, og var það mál manna, að tal þeirra Sörla bæri saman oft; kom það fyrir Guðmund, og kvaðst hann ætla, að eigi þyrfti orð á því að gera. En þá er liann fami, aS eigi varð við séð, lagði hann þó aldrei eitt orð í við Söria, en lét fylgja ofan til Þverár Þór- dísi til Einars. Þá varð enn svo, að þangað bar komur Sörla, Og einn dag, er Þórdis gekk út til Iérefta sinna, var sólskin og sunn- anvlndur og veður gott; þá getur hún að líta, að maður reið í garð- inn, mikilL Hún mælti, er hún kenndi manninn: „Nú er mikið um sólskin og suimanvind — og ríður Sörll í garð“. Þetta har saman. —- (Úr Ljósvetningasögu). Dagskrá Alþingis miðvikudaginn 4. nóv. kl. 1.30 e.h. Sameinað þing Rannsókn kjörbréfa. Fyrirspurnir: a) Bifreiðakostnað- ur, ríkisins og opinberra stofnana. b) Fiskskemmdir. Höfundaréttur. Endurskoðun varnar-samnings- Bátasmíð innanlands. Meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Bátagjaldeyrir. Strandferðir og flóabátar. Brúarstæði á Hornafjarðarfljótum. Dyrhólaós. fundur í kvöld kl. 8.30 á venjulegum stað. — Stundvísi. — BM Krossgáta nr. 218 Lárétt: 1 söngleikinn 7 hnoðri 8 reykir 9 forskeyti 11 skst. 12 leikur 14 ending 15 er í vafa 17 tveir eins 18 nart 20 London (ef.) Lóðrétt: 1 mittisbönd 2 skaut 3 kyrrð 4 suss 5 gabb 6 teikpersóna 10 á kjólfötum 13 danska 15 konu Adams 16 stafir 17 einkenn- isstafir 19 skst. Lausn á nr. 217 Lárétt: 1 kossa 4 þú 5 tó 7 ómi 9 Rut 10 híj 11 tær 13 ar 15 úr 16 ástin Lóðrétt: 1 kú 2 Sem 3 at 4 þarna 6 ókjör 7 ótt 8 IHR 12 ætt 14 rá 15 ún EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Þingeyri í gær til • Bheiðafjarðar og Reykjavíkur. Dettifoss fer frá Reykjavíkur í kvöld til Eskifjarðar og Norð- fjarðar og þaðan til Hamborgar, Ábo og Leníngrad. Goðafoss kom til Reykjavíkur í fyrradag. Gull- foss fór frá Reykjavik á hádegi í gær til Leith og Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjiafoss fór frá Cork í fyrra- dag til Rotterdam, Antverpen, Hamborgar og Hul). Selfoss fór frá Hull 31. okt. til Bergen og Reykjavíkur. TröIIafoss fer vænt- anlega frá New York á föstudag- inn til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Álaborg í gærmorgun til Reykjavíkur. Vatnajökull fór frá Hamborg í gær til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á norður- leið. Esja fer frá Reykjavík um hádegi í dag vestur um land í hringferð. Herðubreið er á Aust- fjörðum á suðurleið. Skjaldbreið verður væntanlega á Akureyri í dag. Þyrill er í Reykjavík. Skaft- fellingur fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Skipadeild SIS. Hvassafell fór frá Sig’.ufirði 2. þm. til Ábo og Helsingfors. Arn- arfell fór frá Akureyri 27. okt. til Napoli, Savona og Genova. Jökulfell kemur væntanlega til Reykjavíkur í fyrramálið frá Ála- borg. Dísarfell fór frá Fáskrúðs- firði 2. nóv. til Rotterdam, Ant- verpen, Hamborgar, Leith og Hull. Bláfell kom við í Helsing- fors 29. okt. á leið frá Hamina til íslands.- Söfnin eru opins Þjóðminjasafnlð: kl. 13-16 á sunntt* lögum, kl. 13-15 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Candsbókasafnið: kl. 10-12, 13-19, 20-22 alla virka daga nema laugar- daga kl. 10-12 og 13-19. Clstasafn Elnars Jónssonar: opið frá kl. 13.30 til 15,30 á sunnu- dögum. Náttúrugripasafnið: kl. 13.30-15 á 3unnudögum, kl. 14-15 á þriðjudög- un og fimmtudögum. Ritsafn Jóns Trausta Bókaútgáfa Guðjóns 6. Sími 4169. ■ :: -:! xWSéSMj&lHt,,t imsi 184. dagur. Að lokum gaf hertoginn honum þó eitt gyllini. Þvinæst sagði Ugluspegill við asna sinn: Stattu upp, Jeffi, og heilsaðu hans hágöfgi. Asninn gerði svo. Síðan hurfu báðir á brott. Satína og Néla sátu við gluggann í hreys- inu og horfðu út. Satina mælti: Litla stúlk- an min, ekki vænti ég að þú sjáir Uglu- spegil son minn einhverstaðar á leiðinni? — Nei, svaraði Né'a, við sjáum þann landahornaflakkara aldrei framar. Néla, sdgðí Satína, hugsaðu þér að hvar sem hann kann að vera niðurkominn hefur hann áreiðanlega ekki þak yfir höf- uðiá. — Jú, svaraði Néla, hann býr áreið- anlega í ríku húsi einhverstaðar langt í burtu, og einhver falleg kon.a annast hann. Það væri gott fyrir hann, sagði Satína, ef hann ætti kost á góðum mat og umhirðu. — Þeir ættu að gefa honum grjót að borða, þá mundi hann kannski flýta sér meira heim, sagði Né’a, og það gætti gremju í rödd hennar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.