Þjóðviljinn - 13.12.1953, Page 5

Þjóðviljinn - 13.12.1953, Page 5
Sunnudagur 13. desember 1953 — ÞJÓÐVILJINb{ Stjórn Eisenhowers stefnir ai i kreppu, segir forseti CIO 1* Allir eiga að geta etið tólf rétta” Bandarikjastjórn er skósveinn auShring- anna að dómi Waiters Reufhers Forseti annars stærsta verkalýðssambands Bandaríkj- anna hefur varað við afleiðingum stefnu ríkisstjórnar Eisenhowers forseta í atvinnu- og fjármálum. Noiskur getraunaséríræðingur heíur unnið þrjár milljónir króna Maður sem 30 sinnum hefur haft tólf rétta á get- raunaseðli og unniö samtals um þrjár milljónir íslenzkra króna á heima í Osló og heitir Haakon Skogstad. Á þingi sambandsins CIO í Cleveland í fyrra mánuði varði Walther Reuther miklu af for- setaskýrslu sinni til að gagnrýna stefnu og starfshætti ríkisstjóm- arinnar. Hallesby segir af sér Norski guðfræðiprófessori.nn og heitttrúarleiðtoginn Ole Hallesby hefur sagt af sér for- mennsku í Heimatrúboðssam- toandinu norska. Orsökin er að Hallesby, sem er óspar á að hóta öllum sem ekki aðhyllast sömu trúarskoðanir og hann helvítisvist, varð uppvís að því að hafa árum saman svikið undan skatti. Auk þess að segja af sér hefur Hallesby hætt við fyrirlestraferð, sem hafði verið boðuð áður e.n sök hans sannaðist. Hægri menn öllu ráðandi Reuther, sem er mikill haturs- maður alls sem sósíalismi heitir, kvað Eisenhower ekki fara með rétt mál þegar hann héldi þvi fram að stjórn sín væri hvorki vinstrisinnuð né hægrisinnuð heldur mitt á milli. Sannleikur- inn er sá, sagði Reuther, að for- setinn hefur gefið öfgafullum hægrimönnum í forustu þing- fiokksins, ráðuneytinu og starfs- liði forsetaembættisins algerlega frjálsar hendur. Kaupsýslumenn innstu koppar í búri Fulltrúar stóreignamanna hafa verið leiddir til öndvegis í öllum stjómardeildum, segir Reuther, en fulltrúum verkamanna, bænda og smáatvinnurekenda hefur verið sparkað á dyr. Reuther komst svo að orði að síðan Eisenhower tók við stjóm hefði ríkisstjórn Bandar.'kjanna verið gerð að ,,undirgefnum bandamanni auðhringanna". Múgatvinnu'.eysi í skýrslu sinni leggur Reuther megináherzlu á að hætta sé á að stefna ríkisstjómarinnar hafi í för með sér harða efnahags- kreppu. • Verði kaupmáttur al-| mennings ekki aukinn hljóti framleiðslan að dragast saman og því muni íylgja stórfellt at- vinnuleysi. Segja Vesúvi- us útkulnaSan Þýzkir jarðfræðingar, sem eru nýkomnir frá að kanna hið fræga ítalska eldfjall Vesúvíus, segjast telj.a líklegast að fjallið sé nú útdautt fyrir fullt og allt. Gos hefur ekki orðið úr fjall- inu í níu ár og á þeim tíma hafa granitklettar innan úr gígnum hrunið inn í iður fjallsins og mynda nú 1500 metra granít- tappa í gígopinu. Til að spýta þeim tappa úr þyrfti óvenju öflugt gos. Þessi getraunakappi er tóbakssali og hann brosir að þeim sem óska honum til ham- ingju með heppnina. Skogstad er nefnilega sann- færður um það að enga sérstaka heppni þurfi til að ná árangri í getraunum, hann segir: , AIlir eiga að geta getið tólf rétta ef þeir bara taka það í sig. Fg hef kynnt mér liðin, fylgzt með þeim leik eítir leik og samið töflu um frammistöðu þeirra öll þau ár sem liðin eru síðan getraunir hófust hér í Nor- cgi. Það er hægt að tala um t.lviljanir, en er það ekki merki- legt að fyrsta merkið á meira en 80 seðlum af hverju hundraði er einn. Af töflum mínum sést líka að á seðlum með enskum leikjum kemur einn fyrir í fimm linum að meðaltali. Eg hef líka komizt að raun um að gott lið tapar sjaldan þrem leikjum í röð á heimavelli, hafi lið tapað tvisvar geng ég að Því sem vísu að það vinni þriðja leikinn á heimavelli. Á þennan hátt finn ég fjóra til fimm leiki þar sem úrslitin eru viss og altryggi svo hina. Það kostar yfir 1000 krón- ur en það borgar sig. Sé seðill- inn léttur ber það líka oft við að ég þarf ekki að greiða nema tvær til þrjár krónur". Frægð Skogstads hefur nú borizt út um allan Noreg og frá öllum landshomum faer hann bréf frá fólki, sem biður hann að fylla út fyrir sig getrauna- seðia. Hann gerir það sjaldan, en tý það oft að hann hefur lagt vinum sínum til 18 seðla með tólf réttum. Einn fékk 150.000 krónur í aðra hönd. Ofsahalli á ríkis- reikningum USA Marion Folsom, aðstoðarverzlun- armálaráðherra Bandaríkjanna, skýrðl frá því í síðustu viku, að hallin á ríkisreikningunum næsta ár muni nema 7,5 milljörðum doll- ara (ifm 1200,000,000,000 ísl. kr.), ef ekki reyndist unnt að draga úr útgjöldunum. Glæsilegar amerískar jólatrésseríur teknar upp um helgina Rnforko Vesturgötu 3 — Sími 80946 t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.