Þjóðviljinn - 13.12.1953, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 13. desember 1953
þlÓÐVIUINN
Útgefandl: Samelntngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðrriundsson.
ITréttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
jnundur Vlgfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 11
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Samsfarf gegn íhaldinu
íhaldið hefur of lengi verið við vold í Reykjavík. Það
er stórhneyksli, ef þessum sérhagsmunaflokki Kókakóla-
hjörns, Bjarna Ben. og Thorsaranna tekst enn að hanga
eins og mara á Reykjavík um fjögra ára skeið, enda þótt
meirihluti bæjarbúa sé, og hafi löngum verið, andvígur
honum.
Raunar eru miklu fleiri«andvígir íhaldsstjórn á Reykja-
vík en þeir sem greitt hafa andstöðuflokkum þess atkvæði
við kosningar. Völd sín yfir Reykjavík misnotar íhaldið í
sívaxandi mæli til hinnar bullulegustu atvinnukúgunar og
skoöanakúgunar. AÖ þeim þúsundum starfa, sem bæjar-
stjórnin ræður yfir er raðað mönnum sem íhaldinu eru
velþóknanlegir, mönnum sem a.m.k. fást til að ganga í
Óðin eða Vörð eða vera á lista gegn einingarstjórn í
Dagsbrún eða vinna annað þvílíkt til. Sjálfstæðisflokkur-
inn, minnihlutaflokkur í Reykjavík, er að reyna aö skapa
þaö andrújnsloft, að engum manni þýði að sækja um
starf eða vinnu hjá bænum, ef hann hefur aöra stjórn-
málaskoðun en þessi minmhlutaflokkur heildsalabraskara
og burgeisa. Með þvílíku andrúmslofti hyggst hann
tryggja völd sín í bænum.
Framkvæmd Sjálfstæðisflokksins, minnihlutaflokksins,
á illa fengnum völdum sínum 1 Reykjavík er í sívaxandi
mæli að verða þessi: Sá meírihluti borgarbúa sem ekki
fylgir Sjálfstæöisflokknum skal vera réttlaus gagnvart
flestum eða öllum störfum sem kostuð eru af sameigin-
legum sjóði allra borgarbúa. Sjálfstæöisflokkurinn, minni-
hlutaflokkur í bænum, skal reka Reykjavík eins og ákaf-
lega ábatasamt flokksfyrirtæki, fylgjendur hans einir
njóta fullra mannréttinda í höfuðborg íslands!
Það er stórhneyksli ef hinn illa þokkaði minnihluta-
. flokkur Kókakólabjörns, Bjarna Ben. og Thorsaraburgeis-
. snna á að fá aö leika þennan ljóta leik enn fjögur ár.
Með ávarpi til Reykvíkinga, sem stjórn Sósíalistafélags
Reykjavíkur birti hér í blaðinu í gær, er vísuö leiðin til
sigurs yfir íhaldinu 1 bæjarstjórnarkosningunum í janúar.
Þar segir m.a.:
„Eins og sakir standa, er óhugsandi að tryggja sigur
íhaldsandstæðinga í næstu bæjarstjórnarkosningum
nema með víðtæku samstarfi þeirra. Þetta samstarf þarf
að vera lýðum ljóst fyrir kosningar. Andstæðingar íhalds-
ins þurfa að koma sér saman um grundvallaratriði í
bæjarmálastefnuskrá, og gera um hana bindandi samn-
ing nú þegar. Um baráttuna á móti íhaldinu verða kosn-
ingarnar að snúast. Almenningur í bænum á heimtingu
á að fá að vita fyrir kosningar, hvernig á að stjórna bæj-
arfélaginu á næsta kjörtímabili.
Sósíalistafélag Reykjavífcur lýsir því yfir aö það er reiðu-
búið til slíks samstarfs við öll frjálslynd öfl í bænum, ein-
staklinga og samtök, þar á meðal aðra andstöðuflokka
íhaldsins, um brýnustu nauðsynjamál Reykvíkinga:
Húsnæðis- og atvinnumál, gerbreytta afstöðu bæjarstjórn-
ar til hagsmunamála verkalýðs og annarra launþega,
menningarmál æskulýðsins, heilbrigöismál, samgöngu-
mál, framfærslumál, stækkun hitaveitunjiar, aukning raf-
orkunnar, réttlátari útsvör, afnám fjármálaspillingar
íhaldsins, og síðast en ekki sízt hin fjölmörgu aðkallandi
vandamál úthverfanna, og hver þau mál önnur er sam-
komulag tækist um til hagsbóta fyrir almenning og bæj-
arfélagið í heild.“
Þetta er mikið alvörumál, og þetta er fœr leið. Minn-
umst þess, að íhaldið er minnihlutaflokkur í Reykjavík.
Missi þaö völdin, hrynur illa fengiö fylgi þess eins og
spilaborg. En fólkið þarf að vita að hverju það gengur,
hverskonar stjórnarstefnu þaö kýs. Þess vegna þarf nú
til að komá samstarf allra þeirra afla sem vilja létta
hinni lamandi íhaldskrumlu af Reykjavík, allra þeirra,
sem finna að íhaldið, minnihlutaflokkur burgeisanna,
hefur of lengi hangið í illa fengnum völdum, Reykvíking-
um til ómetanlegs tjóns.
<Sk.
JðLAPLÖTURNAR KOMNAR í *
DRANCEy
Bezta jólagjöfin er hið klassíska albúm
íslenzkra tóna
Þuriður Pálsdóttir
við hljóðfærið Róbert A Ottóson
Blht er undir björkunum
(P. Isólfsson)
Hrosshár í strengjum
(P. Isólfsson)
Sofðu, unga ástin min
(Sv. Sveinbjörnsson)
Geysiórval al dansplötum,
íslenzkum og erlendum
DRANGEY
Laugaveg 58 — Sími 3311
Guðrún Á Símonar
við hljóðfærið
Fritz Weissha-ppel
Svanasöngur á heiQ
(Sigvaldi Kaldalóns)
Dicitencello Vuie
(R. Falvo)
Pavel Lisitsían
við liljóðfærið
Tatsjana Kravtsenko
Rósin (Árni Thorsteinsson)
Armenskt lag (Dolucanjan)
' --------------------------------------------\
Félagið Berklavörn
Félagsvist og dans
í Breiðfirðingabúð þriðjudaginn 15. desember
klukkan 8.30 e.h.
I---------------------------------------------^
★ Teljið ekki eftir yklvur
★ nokkur spor upp
★ Skólavörðusiíginn í
3 --------
Bókabúð
Máls og memtingar.
Skóiavörðustig 21 — Sími 5055.
\
V.
Bláa drengja- og unglingabck-
in í ár er komin út.
Hún heitir RÚNAR og er eins
og fyrri bláu bækurnar spenn-
andi og bráöskemmtileg.
R0NAR esr úrvals drengia-
búk, h©Il og hrsssa^ái og
því tlivalsn.félagíöí Sianda
söskum 'áreúgfjum.
Bókfellsuigáfan
Símar 81860 og 82150