Þjóðviljinn - 13.12.1953, Side 8

Þjóðviljinn - 13.12.1953, Side 8
S) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 13. desember 1953 ALFUR UTANGARÐS 63. DAGUR Bóndinn í Bráðagerði Jón gaf vonina um undankomu uppá bátinn í svipinn og fylgdi verði laganna eftir inná milli húsanna. Alltíkríng göptu skúmaskot og kjallarahálsar, hin ákjósanlegustu athvörf fyrir menn, sem töldu'sig hafa ástæðu til þess að forðast samborg- ara sina. Ðölvað ólán, að ég skyldi endilega rekast á þig í þessari götu, sagði lögregluþjónninn. Hann leit út fyrir að vera viðræðugóður maður. Ég segi það sama, ikunníngi, sagði Jón. Ég hefði ekki grátið, þótt við hefðum farist á mis. Það er hægt að sjá í gegnum fingur við mann, þótt hann fremji glæp, hélt vörður laganna áfram. Það sem máli skiptir er það, að glæpamaðurinn velji til þess rétta götu. Að drýgja glæp í vitlausri götu er glæpsamlegra helduren að drýgja sjálfan glæpinn. Það er lóðið! Nú hætti ég að skilja, sagði Jón. Hingaðtil hefi ég haldið að glæpur væri bara glæpur, púnktum og basta! Það er uppá skýrsluna, sagði lögregluþjónninn. Allt sem gerist á vaktinni verður að skrifast í skýrsluna. Ég get trúað þér fyrir þvi, lagsmaður, að það er ekki hrist framúr erminni að skrifa skýrslu. Það ætti varla að vera svo erfitt að klóra eina skýrsluóveru fyr- ir svo faungulegan mann og þú ert, góðurinn, sagði Jón. Annars get ég ekki skilið, að það komi þessu við með glæpinn og götuna Það kemur því einmitt við, sagði félagi Jóns. Það er uppá stafsetnínguna. Rekist maður á glæp, verður maður að skrifa stund og stað í skýrsluna, og umfram allt má ekki gleyma götunafninu. Þessi staðreynd virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem skírðu göturnar, því jafnvel láng skólagengnum mönnum getur orðið hált á stafsetníngunni þegar þeir eiga að skrifa sum götunöfnin hér í Reykjavík. Getum við ekki sæst á það, að hér hafi einginn glæpur verið framinn, sagði Jón, og þarafleiðandi sleppurðu við að skrifa skýrslu í þetta skipti. Kemur ekki til mála, sagði lögregluþjónninn. En hvernig væri að skrifa, að ég hafi rekist á þig I næstu götu í staðinn fyrir þessa? Segðu bara kunníngi, að þú hafir rekist á mig í miðju Ódáða- hrauni, ef þú þarft endilega að skrifa eitthvað, sagði Jón og sýndi götuvandamáli fylgdarmanns síns lítinn skilníng. Maður brallar þetta stundum, hélt lögreglumaðurinn áfram drýgindalega. Hugkvæmni er bráðnauðsynlegur eiginleiki hjá mönnum í minni stöðu. Það er lóðið! Ég minnist þess leingi, þegar ég fann líkið í Fissersundi! Fannst bara lík, sagði Jón. Margur hefur gert sig ánægðan með að finna minna. Sagðirðu að það hefði verið á sundi? 1 Fissersundi, leiðrétti lögregluþjónninn. Gatan heitir sko, þessu ónefni. Og ekki nóg með það heldur verður að skrifa þetta bann- sett Fissersund öðruvísi en það er talað. Það er lóðið! Og var líkið dautt? Ég á við í alvöru? spurði bóndinn. Já, sá hafði áreiðanlega ekki dáið uppá grín, sagði finnandinn. Ég var á næturvakt og átti þama leið um í þessu kola-sótsvarta myrkri. ög heldurðu að hann hafi ekki þurft að flækjast fyrir mér með aðra löppina, svo fyrren ég veit af. ligg. ég endilángur við hliðina á honum. Það hefði farið um kjarklitla við ákomu af því tagi. Þú varst lánsmaður, kunníngi, að hann var dauður í alvöru, sagði Jón því það er aldrei að vita uppá hverju menn taka hálfdauðir. Og þú mátt prísa þig sælan, að liann hafði ekki fyrir því að gánga aftur. Afturgaungur eru ekki lömb að leika sér við, kunningi! Maður var nú kannski ekki leingi að ltoma fyrir sig fótum og átta sig á hlutunum, hélt lögregluþjónninn áfram upptendraður af sinni eigin hugkvæmni. Það lá strax í augum uppi, að hér var um glæp að ræða. 1 fyrsta lagi vegna þess, að menn leggja sig tæpast úti á götu til þess að geispa golunni, nema þeim sé hjálpað til þess, í öðru lagi var það glæpur að bregða fæti fyrir mig undir þessum kringumstæðum, jafnvel þótt maðurinn væri dauð- ur. Og þriðji og stærsti glæpurinn var sá að liggja þarna stein- dauður í þessu bölvaða Fissersundi, sem er skrifað öðruvísi en það er talað. Viljiö þið eignazt BÓNDANN í BRÁDAGERÐI í bóJcarformi? Komi nœgilega margir áskrifendur verð- ur hann sérprentaður. Sendið nafn og heimilisfang til Þjóðviljans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík, merkt: BÓNDINN. Aðaliundur glímudeildar Ármanns Aðalfundur Glímudeildar Glímufél. Ármanns var haldinn s.l. föstudag. Formaður Rúnar Guðmundsson skýrði frá félags- starfinu, sem var með miklum blóma. Ármenningar kepptu í öll- um kappglímum á árinu með á- gætum árangri, t. d. unnu þeir íslandsbeltið (Rúnar Guðmunds- son) og alla fullorðnu flokkana í Landsflokkaglímunni. Þá fóru þeir margar sýningarferðir um nágrenni Reykjavíkur. Stjórnar- kosning fór þannig: Formaður Hjörtur Elíasson, meðstjórnend- ur: Guðm. Ágústsson, Gísli Guðmundsson, Grétar Sigurðsson og Anton Högnason. Rúnaí'- Guð- mundsson, fyrrv. formaður baðst undan endurkosningu, þar sem hann væri á förum af land burt. Mikill áhugi og samhugur ríkti á fundinum um að gera þetta næsta glímuár sem glæsi- legast, enda heldur félagið upp á 65 ára afmæli sitt á þessu starfsári. ★ Þjóðviljinn biður lesendur íþróttasíðunnar að afsaka að hún hefur enn orðið að víkja fyrir jólaauglýsingum. ★ Teljið ekki eftir ykkur ★ nokkur spor upp ir Skólavörðustíginn í Bókabúð Máls og menningar Skólavörðustíg 21 — Simi 5055 Sófasett og einstakir stólar, margar gerðir. Húsgagnabólstrnn Erlings Jónssonar Sölubúð Baldursg. 30, opin kl. 2—6. Vinnrstofa Hofteig 30, sími 4166,________ Jólatrésseriur — Amerískar — 3IJÖG VANDAÐAR OG ÓDÝRAR ,,Ungar" raftœkin eru ltomin aftur Tekin upp um helgina — 1‘ant- anir óskast sóttar sem fyrst Lampinn Laugaveg 63 — Sími 81066 Teljið ekki eftir ykkur i( nokkur spor upp A Skólavörðustíginn í Bókabúð Máls og menningar Skólavörðustíg 21 — Sími 5055 Forá Viðskiptavinir okkar athugi að símanúmer okkar verður framvegis 82295 (tvær línur) Fordumboðið Kr. Kristjánsson h.f., Laugaveg 168—170, Reykjavík. A karla Jólaskór Kvenskór glœsilegt úrval. — Nýjasta tízka. Bomsur kvenna — barna. — Fjölbreytt úrval Barna gúmmístígvél Stefán Gunnarsson h.f. Skóverzlun — Austurstræti 12. Hinir sterku Sísaldreglar Höfum ávallt til okkar viðurkenndu og sterku Sísal-dregla í 70-80-100 cm breiddum — einnig nýja gerð í 70-90 cm. breiddum, í ljósum og björtum litum. Saumum og földum. Öll vinna framkvæmd af fagmönnum. Islenzk vinna. — Styðjið íslenzkan iðnað. GÓLFTEPPAGERÐÍN h.f. . Barónsstíg — Skúlagötu — Sími 7360. Símanúmer vort er 82300 T rv ggingarstofnun ríkisins IÐJA, Lækjargötu 19 ' 5 gerðir af vönduðum ryksugum. Bónvélar, strauvélar og kæli- skápar með hagkvæmum greiðsluskilmálum. Lampar og Ijósakrónur IÐJfl, Lækjargötull

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.