Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJC.ÐVILJINN- — Sunnudagur 11. apríl 1954 l. SKÁK Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson Einvígið iiiu heimsmeistaratignina Sjaldan haía orðið jafnmiklar sveiflur í viðureign milli jafn- snjallra skákmanna. Botvinnik vann 4:1 af fyrstu 5 skákunum, en nú hefur Smisloff tekizt að snúa þeirri útkomu alveg við í næstu 5 skákum, svo að leikar standa nú 5:5. Fimmta skákin. Drottningarbragð, teflt 25. marz Hv. Smisloff, sv. Botvinnik. 1. c4 c6 2. d4 d5 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 dxe4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg 10. Bxg5 Rbd7 11. exf Bb7 12. g3 Db6 Taflbyrjunin er ekki af rólegra taginu. Botvinnik hefur beitt henni fyrr og unnið sigur, m. a. gegn Bandaríkjameistaran- um Denker í símskák milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. í síðasta leik bauð 'Smis- loff Botvinnik upp á að leika c5, en sá leikur hefði getað leitt í ævintýralegar flækjur. 13. Bg2 o-o-o 14. o-o Re5 15. De2 Dxd4 16. Be3 Dd3 17. Hfdl Dxe2 18. Hxd8f Kxd8 19. Rxe2 Rd3 20. b3 Spennan er engan veginn úr skákinni, þótt drottningarnar séu horfnar. Svartur má ekki drepa peðið vegna Hdl og fær því einangrað tvípeð á c-lín- unni. 20. — Kc7 21. bxc bxc 22. Bxa7 c5 23. Hbl Bxg2 24. Bb8f Kc6 25. Kxg2 Bh6 Hótar Bd2 og c4—c3—c2—cl. Hvítur verður að loka skálin- unni. 26. f4 e5! 27. a4 exf 28. gxf c3 29. Rxc3 Bxf4 30. Bxf4 Rxf4f 31. Kg3 Rh5f 32. Kg4 Rxf6f 33. Kg5 Rd5 34. Rxd5 Kxd5 35. h4 f6f 36. Kg4 c4 37. a5 c3 38. a6 Ha8 39. Kf5 Hxa6 40. h5 Ha2. — Jafntefli. Sjötta skákin Grúnfeld-vörn, tefld 27. marz. Hv. Botvinnik, sv. Smisloff. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 Þessi elzta aðferð hvíts gegn Grúnfeldvörninni hefur skotið upp kollinum aftur á síðustu árum. Áður var talið að svart- ur þyrfti að leika c5 þegar í stað, en það er óþarfi: 7. Ba3i Sjöunda skákin Frönsk vörn, tefld 30. og 31 marz. Hv. Smisloff, sv. Botvinnik I. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. a3 Smisloff reynir nýjar leiðir. í 1. og 3. skákinni lék hann e5. 4. — Bxc3f 5. bxc3 dxe4 6. Dg4 Rf6 7. Dxg7 Hg8 8. Dh6 c5 9. Re2 Hg6 10. De3 Rc6 11. dxc5 Heggur á hnútinn á miðborð- inu. Botvinnik knýr fram drottningakaup, sennilega í von um að geta hagnýtt sér peða- veilur hvíts, en þrípeðið reyn- ist ekki illa. II. — Rg4 12. Dxe4 Ddlf 13. Kxdl Rxf2f 14. Kel Rxe4 15. Rf4 Hg8 16. Bd3 Rxc5 17. Bxh7 Hh8 18. Bd3 Rxd3f 19. cxd3 Bd7 20. Be3 o-o-o 21. Kf2 e5 22. Re2 Bg4 23. h3 Bh5 24. d4 Bxe2 25. Kxe2 exd4 26. cxd4 Rxd4f 27. Kf2 b6 Svartur vann peðið aftur, svo að nú er liðsafli jafn á báðar hliðar, en ýmis smátákn benda í þá átt, að hvítur eigi betra tafl: biskupinn er fljótari í förum en riddarinn á opnu borði, hvítur á frípeð en svart- ur ekki, kóngur hvíts er frjáls- ari en sá svarti. 28. Hhdl Re6 29. Haclf Kb7 30. Hxd8f Hxd8 31. h4 Hh8 32. g3 b5 33. Kf3 a5 34. Ke4 He8 35. Kf3 Hh8 36. Hc3 Valdar biskupinn og hótar þá aftur Ke4 (He8, Kf5). Bot- vinnik er því knúinn til að leika f-peðinu. Á þann hátt stöðvar hann framsóknina í bili, en nú er riddarinn alveg bundinn. 36. — f5 37. Hd3 Kc6 38. Bd2 Ha8 39. Bc3 Kc5 40. Bf6 b4 41. h5 Hér fór skákin í bið. 41. — Ha7 42. He3 Kd6 43. Be5f Kd5 44. Bb2 Kd6-45. Hd3f Kc5 46. Hd2 Hh7 47. Hb2 Kd6 48. a4 Ke7 49. g4 f4 50 Hd2 og svartur gafst upp, nokkuð snemma að vísu, en staðan er þó vonlaus, hvíti hrókurinn fer til d5. Sjötugur á morgun: Þórarinn Einarsson Höfða á VatiKsleysuströnd Á morgun, 12. aprll, verður Þórarinn Einarsson, bóndi, að Höfða á Vatnsleysuströnd, sjö- tugur. Hann fæddist að Stóra Nýjabæ í Krýsuvík, sonur Ein- ars Einarssonar, bónda og for- Wc östurtnn í.‘Leínumót í Listvinasalnum — Þegar óstundvísi er kærkomin — Hrollaugur hefur orðið — Þeir eru margir „iónarnir'' — Úr strákofa á skíðavikuna Rd7 8. Bc4 c5! 7. Bc4 o-o 8. Re2 b6! 9. o-o Skarpur möguleiki er hér 9. h4. Svartur verður þá að tefla hvasst á móti til þess að lenda ekki í vandræðum (9. Bb7 10. Dd3! Dd7 11. h5) Bezt er lik- lega 9. — Ba6! 10. Bxa6 Rxa6 11. Dd3 Dc8! 9. — Bb7 10 f3 c5 11. Bg5 cxd4 12. cxd4 Rc6 13. Bd5 Dd7 14. Dd2 e6 15. Bxc6 Bxc6 16. Hfel Bb5 17. Hadl Hac8 18. Bh6 Bxh6 19. Dxh6 Bxe2 Hversvegna leikur Smisloff ekki 19. — Hc2? Svartur er þá alveg ofan á drottningarmegin, en hvitur á að vísu gagnsóknar- færi kóngsmegin (Rg3, e5 og Re4—f6 eða He4—h4. Eins og skákin teflist á svartur betra, en Botvinnik tekst að halda sínu. 20. Hxe2 Da4 21. Hdd2 Da3 22. Kf2 Hfd8 23. He3 Dcl 24. Hel Dc4 25. De3 Db4 26. Hedl Hc3 27. Dg5 Hd7 28. h4 De7 Hvítur hótaði h5—h6, svo að svartur býður kaupin og allt leysist upp í vopnahlé. 29. Dxe7 Hxe7 30. d5 exd5 31. Hxd5 Ha3 32. Hld2 h5 33. Hc2 Kg7 34. Hd6. — Jafntefli. SJÁLFSAGT HAFA fleiri en ég uppgötvað hversu tilvalinn stefnumótsstaður Listvinasal- urinn er. Ef þú átt heima vestur í Skjólum og vinkona þín eða vinur inni í Lauga- nesi, þá er Listvinasalurinn eimitt miðja vegu milli ykar. Og þótt hann eða hún sé ekki sérlega stundvís, bá er það bara betra, því að þú færð þér sæti á skringilegum stól með gati í botninum, sem þó er dæmalaust þægilegur, horfir á liti og form leika sér um veggina kringum þig, og þegar þú kveikir í þriðju sigarett- unni og félaginn er óköminn enn uppgötvar þú allt í einu að þú ert í ágætu skapi, — það flögrar ekki að sér að setja saman smáræðustúf um stundvísi; nei, þér þykir gam- an að bíða aldrei slíku vant. Ég tala af eigin reynslu; ég hef sjaldan átt eins ánægjulega bið og uppi í Listvinasal á dögun- um, horfandi á málverkin hans Jóhannesar og smeltimunina. Ef einhverjum kynni að detta í hug, að það sem útvarpið kallaði emalieraðar skálar, væru vaskaföt, þá get ég full- vissað þann hinn sama um, að það er mesti misskilningur, En sjón er sögu rikari, og þess vegna ættuð þið næst að mæla ykkur mót í Listvinasalnum. Sýning Jóhannesar stendur fram að páskum, og hvað gerir maður betra við bænadagana en að fara á málverkasýnngu? það, hvort togararnir bera sig, en hitt veit ég, að „Jón“ ber sig. Og þeir eru margir „Jón- arnir“. Við uppskipun úr togurunum notar Togaraafgreiðslan h.f. (Sameign togaraútgerðarinnar í Reykjavík) m. a. tvo krana, sem eru eign Vélasjóðs ríkisins. Vélasjóður leigir Togaraaf- greiðslunni h.f. kranana, nei, fyrirgefið, Jóni nokkrum Guð- jónssyni, verzlunarstjóra hjá Bíldudals-Gísla. Síðan leigir Jón þessi togaraafgreiðslunni fyrmefnda krana. Tveir menn frá Vélasjóði vinna á krönun- um og sjá um hirðingu þeirra. Hvert er þá starf Jóns? Það er að taka á móti ágóðanum af leigunni, sem er líklega eins mikill á dag og kaup krana- mannanna tveggja samanlagt. Maður hefði þó haldið á þess- um „erfiðu“ tímum, að Ríkið eða togaraútgerðin. hefðu þörf fyrir þessa peninga. Ríkis- stjórnin gerir sjálfsagt ráðstaf- anir til hjálpar togaraútgerð- inni, en það verða trúlega ráð- stafanir, sem verða óhagstæðar togarasjómönnum, verkámönn- um hjá togaraafgreiðslunni og öðrum slíkum, með bátagjald- eyri o. fl. þ. h. En það verða engar ráðstafanir gerðar á Jón eða kollega hans. Jæja, þetta er nú sagan af viðskiptum Véla- sjóðs ríkisins. Togaraafgreiðsl- unnar h.f. og Jóns er leigir kranana tvo. Já, þeir eru marg- ir „Jónarnir" i þeim skilningi. Hrollaugur." ^ ★ HROLLAUGUR sendir okkur annað bréf í dag, sem er svo- FYRIR NOKKRUM dögum kom Þórarinn Einarssou. manns þar, og Margrétar Hjart- ardóttur, konu hans. Einar faðir Þórarins var orðlagður dugnaðar- og atorkumaður, mikill sigamaður og ágætur sjómaður. Hann hélt síðastur formanna úti skipi frá Sela- töngum, en var annars for- maður bæði í Selvogi og Grindavík. Þórarinn fluttist ungur með foreldrum sínum til Grindá- víkur, en fulltíða maður á- samt þeim að Bergskoti á Vat.nsleysuströnd, og þar bjó hann fyrstu búskaparár sin, 1909—1926, en fluttist þá að Höfða. Kona Þói’arins er Guð- rún Þorvaldsdóttir, frá Álftar- tungukoti á Mýrum. Þau eiga 5 börn, einn son og fjórar dæt- ur; þar að auki hafa þau alið upp að öllu le'yti fimm fóstur- börn, en fjöldi annarra barna hefur dvalið á heimili þeirra lengur eða skemur og haft þar uppeldi sitt. Fáir menn hafa annað eieis J’ndi af börnum. Ungur að árum fór Þórarinn að heiman til sjóróðra eða landvinnu. Var hann allmörg ár á skútum og síðar á togur- um, en þess á milii á opnum skipum eða vélbátum, ýmist á Austfjörðum eða heima. For- maður var hann margar ver- tíðir, glöggur og gætinn, enda hlekktist honum aldrei á. Aldrei mun liann hafa þurft á biðja um skiprúm, þar sem menn vissu deili á honum. Hann vandist einna fyrstur liérlendra manna á að fara með vélar í bátum, og þótti hverjum færari í því starfi hljóðandi: „Daglega heyrir, maður, að togararnir, beri sig ekki. Út- gerðarmenn heimta ráðstafanir hingað til lands langt að kom- inn getur. Það er 21 árs stúlka frá Nígeríu, sem kemur hingað í heimsókn í boði stúlkna í ,..,af ríkisstjófnínm. Ekki veit ég efri bekkjum Gagnfræðaskóla ■ t ‘ii V/ iXiý.'t.! oi.t : t,.:í;/tvW Austurbæjar. Stúlka þessi er á íþróttaskója í Liverpool sem stendur, en hún er uppalip í strákofa í Nigeríu, og snjó hef- ur hún aðeins þekkt af afspurn þangað til nú. En í þessari heimsókn sinni ætti henni að gefast kostur á að kynnast snjó, því að henni hefur verið boðið á Skíðavikuna á Akur- eyri og ennfremur til dvalar í Ármannsskálanum og hún er á- kveðin í að fara á skíði. Von- andi snýr landið okkar brosandi andliti að þessum unga en víð- reista gesti, og við bjóðum hana velkomna hingað og óskum þess að dvöl hennar hér verði henni tii ánægju og fróðleiks. vegna lægni og hirðusemi. T.d. mun aldrei hafa bilað hjá ho.n- um vél þau ár sem hann gerði út trillubát. Bát sinn átti hann jafnan í félagi við nágranna sína, og var samvinnan ávallt til fyrirmyndar, enda er vand- fundinn félagslyndari maður e&a hreinskiptnari í öllum grein um. Þórarni var við brugðið fyrir góða nýtingu og hirðingu veiðarfæra, og verkun aflans; hann var aldrei mjög aflahár í sinni formannstíð, en verð- mæti hlutarins var meira en hjá flestum öðrum, me.nn sögð- ust óvíða læra betur fiskverk- un. Útgerð hætti hann þegar iiskur hvarf af grunnmiðum við Faxaflóa í kringum 1940. Eftir að Þóraritin fór að dveljast meira heima sneri hann sér meira að búskapnum. Framan af var bústofninsi ein eða tvær kýr, en á skömmum tíma tókst honum að bæta svo jörðina að hann hafði leaigi tíu kýr mjólkandi í fjósi. Nú eru berar klappirnar orðnar að grónu túni, og sléttar flatir þar sem áður var kargaþýfi. Það hefur kostað einyrkja.nn mörg handtök. En Þórarinn hefur alltaf verið maður ár- risull. Oft hefur hann víst ver- ið búinn að Ijúka af góðu dags- verki meðalmanns þegar aðr- ir komu á fætur. Þetta hefur kömið sér vel fyrir hann og aðra, því að hjálpfýsi hans og greiðasemi við nágramna o g vini hafa verið lítil takmörk sett um dagana, og hefur þá ekki borið á því að Þórarinn væri fátækur einyrki. Þar að auki hefur hann orðið að gegna mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína, og verið lið- tækur og hollur þátttakandi í félagsmálum byggðarlagsins. Gestrisni hefur verið mikil á heimili þeirra hjóna, enda sækjast allir eftir hinu hlýja viðmóti þeirra. Þórarinn kann frá mörgu að segja, og fylgist jafnan af áhuga og skil.ningi með gangi stjómmála innan lands og utan. En ekki er hann uppnæmur fyrir smámunum. Hann er einn þeirra bænda á Vatnsleysuströnd sem mót- mæltu með landfrægum skör- ungsskap yfirgangi banda- ríska hernámsliðsi.ns í löndum jarða sinna. Mér heyrðist á honum fýrir nokkrum dögum að ekki væri nein stefnubreyt- ing i vændum af hans hálfu í þeim málum. Þórarinn er mað- ur hreinskilinn, umtalsgóður, en ómyrkur í máli við hvern sem er, en hæglátur og góð- giarn. og vinsæll með afbrigð- um. Hann er hrókur alls fagn- aðar 'á mannamótum og ágætur söngmaður. Á þessum tímamótum i ævi Þórarins vildi ég fyrir hönd mína og fjölskyldu minnar senda honum, konu hans og allri fjölskyldu þeirra, beztu árnaðaróskir með þakklæti fyr- ir tryggð og vináttu. En þess vil ég um leið óska að ís- lenzlc þjóð mætti eignast sem flesta syni með djörfung, at- orku og drengskap Þórarins Einarssonar. Þá mun henni vel famast. Gunnar Jóhannsson. in-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.