Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 1
Ráðstefna Sósíalistafélags Reykjavik- ur hefst kl. 10 f.h. í dag í Baðstofu iðnaðarmanna. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvíslega og fjöl- menna. Stjóirnin. Bæjarutgerðarf ogarl fer á veiðar mei 14Færey- inga þrátt fylr bann Sjómannafélags Reykjavikur Islenzku og færeysku sjómeimirnir skráðir um borð í skipinu ut á ytri höfn en þangað var skipið flutt um sjö leytið í fyrrakvöld! Bæjarútgerðartogarinn Þorsteinn Ingólfsson lét úr höfn í fyrrakvöld með 14 færeyska sjómenn og 10—11 íslenzka háseta með nokkuð óvenjulegum hætti. Létu framkvæmdastjórar Bæjarútgerðarinnar færa skipið á ytri höfn um sjö leytið og leggja því þar. Síðan voru sjómennirnir, bæði þeir færeysku og íslenzku fluttir um borð í sérstökum bátum og sitt í hvoru lagi. Fór skráning fram um borð í skipinu á vegum tollstjóra. Engin breyting hefur orðið á af- stöðu Sjómannafélagsins til ráðningar Færeying- anna og fór skipið á veiðar með þá innanborðs í íullkomnu óleyfi félagsins . son varaformann og starfs- mann Sjómannafélags Reykja- víkur um þetta. mál og innti hann m.a. eftir því hvort stjórn félagsins hefði einhverjar ráð- stafanir í undirbúnmgi út af þessum ósvífnu framkomu 'gagnvart félaginu. Kvað hann ’stjórnma hafa til athugunar hvernig þessu ofbeldi yrði mætt og komið í veg fyrir að Jslíkt endurtæki sig en engar jendanlegar ákvarðanir hefðu enn verið teknar. RÍKISSTJÓRNIN ÆTLAR AÐ STÖÐVA TOGARANA Nefnd á að athuga hag togaranna! Ríkisstjórnin viröist staðráðin í að senda Alþingi heim án þess að gera nokkrar ráðstafanir til að leysa úr vanda togaraútgeröarinnar og togarasjómanna. t auglýsingatíma útvarpsins I fyrrakvöld var lesin tilkynn- ing frá Bæjarútgerðinni til skipverja á Þ-orsteini Ingólfs- syni um að mæta til skráning- ar kl. 10 þá um kvöldið. Fóru fulltrúar frá stjóm Sjómanna- félags Reykjavíkur á vettvang á tilsettum skráningartíma. Var þá húið að flytja 14 fær- eyska sjómenn um borð í súip- ið sem lá úti á ytri höfn en þangað hafði það verið flutt um sjö leytið eins og fvrr seg- ir. Kom þá í ljós að ekki var til þess ætlazt að skráning færi fram á veniulegum stað heldur um borð í skipinu. Mótmæltu fulltrúar Sjómannafélagsins þessum vinnubrögðum og tjáðu skipsmönnum sem mættir voru að útgerðin hefði ekki leyfi Sjómannafélagsins til ráðning- ar á Færeyingum. Vönu mennirnir neituðu Langmestur hluti hiimar venjulegu skipshafnar á Þorsteini Ingólfssyni livarf frá því ráði að láta skrá sig á skipið þegar þelrn urðu þessar aðfarir Ijósar. Auk yfirmaima vélamanna o. s. frv. fóru um borð í skipið 10—11 hásetar, auk þeirra 14 Færeyinga sem fyrr get- ur. Voru það rnest unglingar og menn sem óvanir eru tog- arasjómennsku. Um borð í skipinu á \-tri höfninni fór svo skráning þess- arar skipshafnar fram og ann- aðist hana fulltrúi frá toll- stjóra. Hélt svo skipið úr höfn og mun því vera ætlað að stunda veiðar í salt. Þjóðviljinn átti í gærkvöld stutt viðtal við Sigfús Bjarna- Það eina sem ríkisstjórnin virðist ætla að gera í málinu er þessi þingsályktunartillaga, sem lögð var fram í gær í sam- einuðu þingi: ,,Tillaga til þingsályktunar um athugun á hag togaraút- gerðarinnar. Alþingi ályktar að kjósa með hlutfallskosningu 7 manna nefnd til þess að athuga hag togaraútgerðarinnar. Sjái nefndin að lokinni rann- sókn ástæðu til, skal hún benda á úrræði, sem hún telur að megi verða útgerðinni að viðhlítandi gagni. Ríkisstjómin skipar fórmann nefndarinnar“. Lúftrik Jósefsson deildi fast á ríkisstjómina fyrir aðgerða- leysi og þá vesælu blekkingar- tilraun sem í tillögunni fælist. Rakti hann vanda togaraút- gerðanna og sjómanna og benti á þær leiðir sem sósíalistar liafa þegar sýnt í tillögum á Alþingi. Nýír samnieig" ar flugvirkja í fyrradag voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli Flug- virkjafélags íslands og flugfélag- anna. Hafði félagið sagt upp samningum og voru þeir útrúnn- ir 15. febr. s.l. en samningaum- leitanir hafa staðið yfir að undanförnu. Helztu nýmæli nýju samning- anna eru þau, að eftirleiðis þurfa flugvirkjar ekki að vinna á vöktum á tímabilinu frá kl. 24 að kvöldi til kl. 6 að morgni. £>á fá flugvirkjar 40 kr. á mánuði sem verkfærapeninga og er það svipuð upphæð og bifvélavirkj- ar fá í sama skyni samkvæmt samningum sínum við atvinnu- rekendur. Síldarlegt við Lófót Oslóarútvarpið sagði í gær, að nú væri óvenju síldarlegt á miðunum við Lófót og væri búizt við því, að fiskimönn- um yrði innan skamms leyft að hefja veiðarnar. I, Aðalfundnr Flugvirkjafélags íslands Fyrir nokkru hélt Flugvirkja- félag fslands aðalfund sinn. í stjórn voru kosnir: Ásmundur Daníelsson formaður, Jón Júlíus- son ritari og Jón Stefánsson gjaldkeri. Aðalfundarstörfum varð ekki lokið og verður hald- inn framhaldsaðalfundur síðar. Bandaríska herstjórnin vill hernaðar- aðgerðir gegn Kina þegar í stað Washíngfonfréffaritari brezka blaSsins The Times skýrir frá brjálæSisáformum Bandarikjamanna Sameiplegnr fundtir fulltrúa verk- lýðsfélaganna 11 saiiiingsuppöp Fundurinn veiður á þriðjudagskvöldið í húsnæði Þréiiar Sameiginlegur fundur verkalýösfélaganna 1 Reykjavík verður haldmn n.k. þriðjudagskvold í húsakynnum Vöru- Lílstjóraíélagsins Þróttar og er umræðuefnið hvort segja skuli upp kjarasamningum verkalýösfélaganna í vor. Skeyti sem Washingtonfréttaritari brezka stórblaðsins Tlie Times sendi blaði sínu í fyrradag hefur vakið mikla athygli í Evrópu. í skeytinu skýrir hann frá því, að bandaríska herstjórnin vilji, að þegar í stað verði hafnar hernaöaraðgerðir gegn Kína. Fyrirhuguö stríðshótun Bandaríkjastjórnar á hendur Kína eigi rætur sínar að rekja til þessara áforma herstjórnarinnar. Það er fulltrúaráð verkalýðs- félaganna sem gengst fyrir fund- inum og hefur boðið hverju verkalýðsfélagi í bænum að senda tvo fulltrúa á fundinn. Ó- hjákvæmilegt er orðið fyrir fé- lögin að fara að taka afstöðu til þess hvort segja skuli upp samningum þar sem tími til uppsagnar er aðeins til 1. maí en samningarnir renna út mán- uði síðar þ. e. 1. júní. Gert er ráð fyrir að fulltrúar frá flestum eða öilum verka- lýðsfélögunum sæki fundinn. Fundurinn hefst kl. 8,30 síð- degis. Auguste Lumiére, Frakkinn sem ásamt bróðurnum Louis, fann upp kvikmyndasýningarvél- ina árið 1894, lézt í Lyons í gær, 91 árs að aldri. Síðar gerði Auguste tsnargar uppfinningar á sviði læknavísinda. Fréttaritarinn segir, að ekki sé ljóst, hvaða aðgerðir her- stjórnin vilji, en að talið sé, að hún vilji beita flugher og flota Bandaríkjanna gegn meginlandi Kína þannig, að raunverulegt styrjaldarástand skapist. Hún hugsi sér, að bessar aðgerðir mætti hefja með þvi að setja hafnbann á Kína. Ríkisstjórnin sammála Fréttaritarinn bætir því við, að Bandaríkjastjórn vonist til að stjórnir Bretlands og Frakk- lands fallist á slíkar aðgerð- ir. Það sé enn ekki á vitorði neinna utan stjórnarinnar og helztu embættismanna hennar, hvaða boð Dulles muni gera þeim Churchill og Laniel í við- ræðum sínum við þá, en lík- legt er talið, að Dulles muni ó- fús til að hætta við þessi áform, en hinsvegar hugsanlegt, að hann fallist á að fresta þeim fram yfir Genfarfundinn, ef Bretar og Frakkar lofa fylgi sínu við þau, ef enginn árang- ur næst á honum. Churchill heimtaði að Dulles kæmi Dulles lagði af stað með flug- vél frá Washington á miðnætti í gær og kemur til London i dag, þar sem hann mun ræða ,við Churchill og Eden. Á þriðju- dag heldur hann áleiðis til Par- ísar og ræðir við Laniel og Bi- dault, en heldur síðan heim aft- ur. Fréttaritarar í Washingtori segja, að þetta ferðalag Dulles sé þannig til komið, að Eisenhow- er hafi fyrir nokkru hringt í Churchill og tilkynnt honum, að Bandaríkjastjórn hefði í hyggju að senda nokkra sérfræðinga til London til viðræðna við em- bættismenn brezka utanríkis- ráðuneytisins um öryggismál Suðaustur-Asíu. Churchill hafði þá sagt, að hér væri um stór- pólitískt mál að ræða, sem eng- ir aðrir en ábyrgir ráðamenn gætu fjallað um. Varð það úr, að Eisenhower lofaði að senda Dulles. Verkfall í Róm í dag og morgun munu engin almenningsfarartæki, strætis- vagnar, sporvagnar né neðan- jarðarlestir, ganga í Róm. Öll þrjú verkalýðsfélögin hafa efnt tjl verkfalls (starfsmanna við samgöngur borgarinnar til að fylgja á eftir kröfum þeirra um launahækkun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.