Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 8
í.) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. apríl 1954 Frœgir iþróttamenn l. BOB MATHIAS Hingað til hafa þættir þessir eingöngu fjal'að um heims- fræga íþróttamenn, sem enn eru virkir þátttakendur í þeim íþróttum, er þeir upphaflega gátu sér mesta fraegð fyrir. Að þessu sinni verður brugðið venju og sagt frá Bandaríkja- manninum Bob Matihias, sigurvegaranum í tugþraut á ol- ympíuieikjunum 1948 og 1952. Hann er að visu enn virkur iþróttamaður, en ekki í sinni grein, tugþrautinni. Mathias vakti mikla athygli þegar í fyrstu .túgþráutar- keppni sinni olympíuárið 1948. Kann var þá aðeins 17 ára gamall. Á OL í London þetta sama ár keppti hann i þriðja skipti á ævinni í tugþraut og sigraði alla keppinau'.a sina, þ.á.m. Frakkann Heinrich og landa sinn Simmons. Keppni þessi var mjög illa skipu'ögð og slælega undirljúin, keppend- ur þurftu að h.aupa á rennvotum brautum og í sumum grein- um stóð keppnin fram í myrkur. Mathias hlaut alls 7129 stig í keppninni — langt undir hinu ágæta heimsmeti G'enn Morris frá OL í Beriín 1936, 7900 st. — en allt að einu þótt- ust menn sjá að hér var kominn maðurinn, sem slá myndi heimsmetið. Og það kom lika á daginn. Þegar Mathias var 19 ára. 1950, Hlaut hann 8042 stig í tugþrautarkeppni, sem var nýtt heimsmet. Tveim árum síðar, á OL í Helsingfors, lét hann svo aftur tii sín taka og sigraði í tugþrautarkeppninni með miklum yfirburðum og á nýju heimsmeti 7887 st. (stigatöíl- unni hafði þá verið breytt), en iandi hans Campbell varð annar með 6975 st. Heimsmet Mathias stendur óhaggað. Árangur hans i einstökum greinum er sem hér segir: 100 m hlaup 10.9, langstökk 6j98, kúluvarp 15.30, hástökk 1.90, 400 m h’aup 50.2, 110 m grindahiaup 14.7, kringlukast 46 8,9. stangarstökk 4.00, spjótkast 59 21, 1500 m hlaup 4.50.8. Bob Mathias. er réttilega talinp bezti fjöiþrautarmaður. sem uppi hefur verið, og hann hefur verið íþrótíunum og þjóð sinni tiii sóma ekki hvað sízt vegna prúðmannlegrar framgöngu á leikvelli og i keppni. % ÍÞRÖTT RlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Getraunahappdrættið góð tekjulind ef vei gengur Þegar stoínað vár til get- rauna hér á landi, var þáð gert með það fyrir augum að efla iþróttastarfsemina í •láridinu. í öðrum löndunv hafði þessi fjáröflunarleið verið notuð árum saman með svo góðum árangri að furðu sætir. í því sambandi má geta þess að í Noregi var meðal- veitan 1953 1 millj. og 930 þús. á viku hverri, þær 42 vikur sem getraunirnar voru í gangi, en hæst varð vikuveltan 2,5 milljón- ir norskra króna, og þá viku kom seðill á þriðja hvern íbúa Noregs, Og meðalfjöldi raða var milli 9 og 10 á seðli. Hér er um að ræða almenna þátttöku, eldri sem yngri, jafnt íþróttavina sem þeirra er ekki hafa lifandi áhuga fyrir íþróttum. Þrátt fyrir það að íþróttasamtökin hér hafa að því er skýrslur telja 22 þús. félagsbundinna meðlima og stór- an hóp áhugasamra manna þar fyrir utan, hefur ekki tekizt að fá áhuga fólksins ennþá fyrir get- raunastarfseminni, og þeim til- gangi sem hún á að þjóna, sem sé: auknum og bættum aðbún- aði til íþróttaiðkana oj^ svo tii kennslu. Er leitt til þess að vita ef rekja á þetta áhugaleysi til þeirrar ástæðu að hér sé áhuga- laust íþróttafólk og áhugalausir áhugamenn um þessi hagsmuna- mál íþróttahreyfingarinnar, og borgarar annarrá lánda skilji bet- ur þarfir og óskir íþróttahreyf- ingarinnar og þýðingu þeirra fyrir æsku landsins. Ekki þýðir annað en að horf- ast í augu við staðreyndirnar og þær eru: að getraunirnar hafa ekki gengið eins vel og búast hefði mátt við. Til þess að reyna að ráða bót á þessu og ná árangri með þess- ari velmeintu tilraun, hefur stjórn getraunanna fárið út í sérstakt happdrætti í sambandi við getraunirnar. í því sambandi hefur sérstaklega verið snúið sér til félaga bandal. héraðsstjórna og áhugasamra einstaklinga að beita sér af alefli fyrir sölu þess- ara happdrættismiða. Er þar um að ræða vinning sem getur orðið 50 þús. krónur.Auk þess eru 20 vinningar á 2000 kr. og 179 vinn- ingar á 135 krónur. Er þetta miðað við að 50% miðanna selj- ist og ætti ágóði þá að vera 60 þús. Seljist 75% verður aðalvinn- ingurinn 67 þús., 20 vinningar á 3000 og 179 á 200 kr. og ágóði 100.000. Seljist allir miðarnir upp verður aðalvinningurinn 88.130 kr., 70 vinningar á 3981 kr. og 179 vinningar á 265 kr.. Hvert félag eða hver einstakl- ingur fær 9% í sölulaun og verð- ur það nær 40.00 kr. ef allt selst, og ágóði happdrættisins ef allt selst upp yrði um 150.000 krónur. Nú þegar hafa verið sendir miðar til um 160 íþróttáfélaga og hafa sum þeirra þegát seit allt sem þau fengu: Þ'egar ér farið út yfir 70% af miðunum og er enn nokkur tíriai til stefnu þar til dregið verður, svo von- andi tekst að selja alla miða, sem út eru gefnir. Eins og fyrr segir þýðir efling íþróttasjóðsins meiri möguleika fyrir íþróttafélögin að ráðast í byggingar íþróttamannvirkja, en þeirra er þörf um land allt. Þ0RSTEINN ÁSGRIMUR ■GULISHIÐIR- ms6.i8-mmb > ^9'Tr't er ltomið, f jölbreytt og skemmtilegt. Um EÆIUÆ og annaS Sýningin í Höfn — Cloisonné og garöasmett ktto Gelsted skrifar í Land og ' Folk mjög vinsamlega um fýninguna á íslenzkri myndlist, .-.em nú er lisfdin í anddyri ráð- hússins i Kaupmannahöfn, cn þaðan verður flutt til Árósa. Hann legg- ur engan dóm á ein- staka lista- menn og nefnir að- eins fáein nöfn, þó er Jjóst að honum þyk- ir minna koma til verka „ab- Otto Gelsted straktmá’- aranna" en binna, a.m.k. kemst hann þann- ig að orði, að þeir hafi lítið rjýtt fram að færa, nema þá Svavar Guðnason. Ge'.sted telur -sýningunni það helzt til gildis, að hún bregði upp fyrir áliorf- artdanum mynd af ísienzkri náttúru. • Jóhannes Jóhannesson listmál- ari heldur sýningu þessa dag- •ana i Listvinasalnum við Freyjugötu. Aúk málverka sýnir hann þarna smeltar eirskálar, -sem eru nýjung í íslenzkum nú- tímalistiðnaði. 1 myndlistarþætti útvarpsins í fyrri viku skýrðu þeir Björn Th. Björnsson og listamaðurinn sjá’fur frá sögu þessarar listgreinar, sem er í/ívagömul og var m.a. stunduð tiðr á landi fyrr á öldum, og hvernig slikir munir eru smið- aðir. 1 nýiegu hefti af tímarit- inu People’s Chiim (Kína fólks- ins), sem gefið er út í Peking, og fæst hér i bókabúðum, er sagt fiá þróun þessarar Qist- greinar i Kína frá upphafi til vorra daga. Gerður cr munur á tvenns konar smeltum munum: grópasmeltum og garðasmeltum. Grópasme't kal’ast þegar grafið er í málminn fyrir glerungnum, en garða3melt þegar g.erungn- um er komið fyrir milii má’m- ræma, sem festar eru við málm- flötinn. Kinverjár nota nær ein- göhgu seinni aðferðina og er aðalsetur þessarar listiðju í Pek- irig. Á iifflendum málum kall- ast garðasmelt frönsku orði cloisonné. Hinar smeitu ská'ar Ein af hlnum smeltu eirskálum sem Jóhannes sýnir í Listvina- salnum. Því miðuv gefur myndin enga hugmynd um hina fögru og sterku liti. Jóhannesar eru unnar eftir báð- um aðferðum, enda þótt þær garðasmeltu séu nokkuð frá- brugðnar kínverskum cloisonné- munum. Höfundur greinarinnar i PC, Vang Sjún, prófessor við listaakademíúna í Peking, lýsir eins og áður segir þróun þess- arar listgreinar í Kína. Hún barst til Kina með Aröbum á 13. öld, en vagga hennar mun hafa staðið í Egyptalandi. Um miðja fimmtándu öld hefst fyrsta blómaskeið smeltulistar- innar í Kína, en síðan hnignar henni aftur, en nær aftur há- marki fullkomnunar á átjándu öld. Nítjánda öldln var hins vegar hnignunarskeið og sú Cloisonnéskál frá Peking. Frið- ardúfa Picassos er komin í stað- inn fyrir hið gamla friðartákn Kínverja, gæsina. hnignun ágerðist eftir þvi sem leið á þá tuttugustu. Hin ger- spillta stjórn Kúómintangs lét sig litlu skipta hina þjóðlegu arfleifð í hvaða mynd sem var, og hinir frægu garðasmeltarar í Peking unnu að mestu fyrir er- lendan markað og þeir sem ekki gáfust alveg upp, neyddust til að lúta slæmum smekk hinna erlendu kaupmanna. Þetta gerbreyttist. strax fyrstu mánuðina eftir að allþýða Kina hafði tekið völdin í sínar hendur. Pekingstjórnin ka’laði þegar árið 1949 saman ráðstefnu til að fjalla um hvað ætti að gera til að vekja hinar gömlu listgreinar af dva’.a. Stofnað var llstiðnaðarfélag í Peking, sem átti að tryggja listiðnaðinum ör- uggan fjárhagsgrundvöll og listamönnunum betri afkomu, jafnframt þvi sem listmunirnir yrðu gerðir ódýrari og vandaðri. Þetta afit hefur tekizt og kín- verska smeltulistin er nú á nýju blómaskeiðl, eins og reyndar allt kinverskt þjóðlíf. ás. Kaupið HAUK! Lesið HAUK! um Sigíús Sigurhjartarson Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalista- flokksins, Þórsgötu I; af- greiðsiu Þjóðviljans; Bóka búð Kron; Bókabúð Máls og menningar. Skólavörðu- stíg 21; og í Bókaver/.lun Þorvaldar Bjarnasonnr i Hafnarfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.