Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 12
Japanskir fiskimenn flýja af miðum Kyrrahafsins Geislavirkur fiskur veiddist 2200 sjó- mílur frá hœttusvœSinu í Kyrrahafi Japanska stjórnin hefur ákveSiÖ að láta hefja þegar í stað leit að nýjum fiskimiðum, þar sem engin hætta er á, að fiskurinn hafi eitrazt af geislunum vetnisspreng- inga. Þessi ákvörðun var tekin, eft- ir að enn einn fiskibátur kom til hafnar í Japan af veiðum á Kyrrahafi í gær með geisla- virkan fisk. Þessi bátur hafði verið staddiu- 2200 mílur frá hættusvæðinu umhverfis Bikini, þegar Bandaríkjamenn gerðu þriðju vetnissprengjutilraun Þjóðviljasöfnunin 1 gær náðum við var'a meðal- tali og engin deXd bsettist við á biaðið, en okkrar hafa bætt stöðu sína nokkuð frá því er við birtum síða'st. Laug'arnesdeild he’dur vel fyrsta sætinu og eykur jafnt og þétt bilið. Nú eru að- eins þrjár vikur til stefnu, og því betra fyrir þær deildir sem ,cru skammt á veg konar að fara að athuga sinn gang. Markið er það lágt hjá flestum deildunum að við þurfum helzt að hafa þær allar í 100% fyrir 1. maí. Herð- um söfnunina. Tekið er daglega á móti nýjum áskrifendum í af- greiðslu blaðsins Skótavörðustíg 19, simi 7500 og í skrifstofu Sós íalistafé'agsins Þórsg. 1. Sími 7510. Röð deildanna er nú þannig: 1. Laugarnesdeild 128 % 2. Bústaðadeild 112 — 3. Múladeild 67 — 4. Barónsdeild 50 — 5.—7. Skerjafjarðard. 40 — Skuggahverfisd 40 — Bolladeild 40 — 8. Túnadei’d 34 — 9.—10. Valladeild 33 -- Háteigsdeild 33 — 11.—13. Njarðardeild 30 — Sunnuhvolsdeild 30 — Sogadeild 30 — 14. Hafnardeild 26 — 15. Langholtsdeild 22 — 16.—19. Nesdeild 20 — Þingholtadeild 20 — Skóladeild 20 — VogadeilM 20 — 20,—21. Meladeild 17 — Hamradeild 17 — 22. Hlíðadeild 1Ó — Vesturdeild, Kleppsholtsdeild og sína þar 26. marz s.l. Báburinn kom með túnfisk og sýndu geislunarmælar 200 raf- eindahögg frá honum á mínútu, en það er fjórum sinnum meira en eðlilegt er. Fiskurinn er ekki talinn óætur, en ótti manna í Japan við að leggja sér fisk til munns, senj orðið hefur fyrir geislavirkunum er svo mikill, að Japansstjóm hefur séð sig tilneydda til að fyrirskipa leit að nýjum miðum í Indlandshafi, en þangað er um 3000 mílna sigling frá Japan. Reynist svo, að mikil brögð séu að geislavirkunum í fiski, sem veiðist í þessari órafjar- lægð frá sprengjustaðnum, er hætt við að allar fiskiveiðar í Kyrrahafi leggist niður, ámeðan Ba'ndaríkjamen halda áfram til- raunum sínum þar. bjóomiiN Sunnudagor 11. apríl 1954 •—- 19. árgangur — 85. tölublað 10 ára happdreeffl Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna Vinningar verða bílar, bátar, búvélar Ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í gær frumvarp um happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna, og var það afgreitt úr neðri deild á nokkrum mínútum með stuðn- íngi allra folkka. Er happdrætti þessu ætlað að afla fjár til byggingar dval- Haraldnr kosism formaðuz fram- leiðsludeiidas S.M.F. Aðalfundur Framreiðsludeildar Sambands matreiðslu og fram- reiðslumanna var haldinn 8. apríl s.l. Á fundinum var kosið í ýmsar trúnaðarstöður deildarinnar, þá var og lýst kjöri stjórnar og full- trúa á 5. ársþing S.M.F. Stjórn deildarinnar skipa þessir menn: Formaður Haraldur Tómasson, Varaform. Janus Halldórsson, Ritari Bjarni Guðjónsson, Gjald- keri Birgir Árnason, og með- stjórnandi Sigurður Sigurjónsson. Framhaldsaðalfundur deildarinn- ar verður haldinn á næstunni. 18 þás. smálesta skip komst ekki að skipalegnnni við Skerjafjörð Shell vill fá að leggja olíuleiðslu frá norðurströnd bæjarins og að olíustöðinni þar Eins og skýrt hefur verið frá ér í ráði að kaupa hingað til lands tvö 18 þúsund smálesta olíuflutningaskip til að annazt þá olíuflutninga hingað sem nú eru framkvæmd- ir af erlendum flutningaskipum. í tilefni af þessu hefur Shell h.f. snúið sér til bæjarráðs og spurzt fyrir um mögu- leika á að fá heimild til að leggja leiðslu frá norðurströnd P.eykjavíkur að olíustöð sinni við Skerjafjörð þar eð svo stór skip komast ekki að skipalegunni þar. Segir í bréfi forstjóra Shell h.f. til bæjarráðs að óhjákvæmi- legt verði að dæla olíunni frá norðurströnd bæjárins !og að olíustöðinni við Skerjafjörð en til þess þurfi að leggja leiðslu þessa leið. Er gert ráð fyrir að leiðslan Hún er komin sunnan frá Níg- eríu og heyrði nafn Lönu Turn- er fyrsta sinni í gær Hún heitir Floretta Iyo, er 21 árs að aldri, á heima í Nígeríu og er stödd á ís- Þjóðdansafélag Reykjavíkur hefur danssýningar í dag Kl. 2 í dag hefst í Austurbæjarbíói samkoma er Þjóð- dansafélag Reykjavíkur efnir til, þar sem sýndir verða þjóðdansar frá ýmsum löndum og íslenzkir vikivakar. Ennfremur syngur Karlakór Reykjavíkur. Þetta er fyrsta opinbera sýn- ingin sem Þjóðdansafélag Reykjavíkur efnir til, en félagið verður þriggja ára í vor. Hefur starfsemi þess staðið með mikl- um blóma þessi ár, og mikill fjöldi barna og fullorðinna hefur stundað nám í þjóðdönsum, ís- lenzkum og erlendum, á vegum þess. í vetur munu t. d. um 300 manns hafa notið þessarar kennslu. Samkoman í dag er haldin til að vekja áhuga fólks fyrir þessari starfsemi og einnig til að sýna þann árangur sem þegar hefur náðst. Yngsta fólkið, sem tekur þátt í skemmtuninni eru 5 ára börn; en elztu þátttakendurnir munu vera um fimmtugt. Alls munu um 70 manns taka þátt í sam- komunni. Sýndir verða svonefndir söng- dansar, þar sem börnin syngja texta og leikið er undir á fiðlu. Þá eru þjóðdansar frá 15 lönd- um, og verða börnin klædd við- eigandi búningum. Norðmenn sem heima eiga hér í Reykja- vík hafa lánað búninga i einn norskan dans, en aðrir bún- ingar hafa verið sáumaðir; og hefur frú Nanna Magnúsdóttir annazt það verk. Þá eru viki- vakar íslenzkir. Karlakór Reykjavíkur syngur milli atriða, ennfren:ur tvöfald- ur kvartett úr kórnum. Þrír kennarar eru hjá Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur, en aðal- kennari og aðalstjórnandi er Sigríður Valgeirsdóttir. Fréttamaður Þjóðviljans sá nokkur skemmtiatriðin á loka- æfingu í gær, og þykist hann hafa umboð til að heita Reyk- víkingum góðum fagnaði í Aust- urbæjarbíói í dag. landi þessa dagana í boði ungra skólastúlkna sem ekki spyrja um lit heldur hjarta- lag. Þannig getur þetta byrjað, en annars kynntist Inga Rúna Ingólfsdóttir leikfimikennari henni í Englandi fyrir nokkru, og fékk þá hugmynd að bjóða henni hingaö til lands. Minnt- ist hún á þetta við nemendur sína i Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar, og eru það stúlkur í 2., 3. og 4. bekk sem bjóða henni heim. Ungfrú Iyo mun dveljast hér á Iandi til 27. apríl. Hún er að námi í í- þróttakennaraskóla í Liver- pool í Englandi, og ætlar upp á Hellisheiði á morgun að sjá hvernig menn hegða sér á skiðum, en sjálf hefur hún aldrei stigið á slík farartæki. Hún hlakkar mikið til. Um páskana dvelst hún á Akureyri í boði nokkurra menntaskólastúlkna þar. Fréttamaður blaðsins hitti þessa fjarkomnu stúlku snöggvast í gær. Hún sagði að sig hefði dreymt um að korna svo norðarlega á hnött inn, og var helzt á henni að heyra að henni hugnaðist því betur að veröldinni sem hún kæmi norðar. Á þriðjudag- inn verður birt hér í blaðinu viðtal við hana, þar sem hún segir að sunnan. verði niðurgrafin stálpípa, senni lega 12 þumlungar að þvermáli. Ekki hafa enn verið gerðar end- anlegar áætlanir um það hvaðan heppilegast myndi að dæla olí- unni né heldur um legu hinnar fyrirhuguðu leiðslu. Bæjarráð tók ekki endanlega afstöðu til málsins á fundi sín- um í fyrradag en samþykkti að leita umsagnar hafnarstjóra og slökkviliðsstjóra um málið. ’ \ Húsmæðradeild MlR hefur barnasýningu fyrir börn félagsmanna og gesti peirra í Þingholts- strœti 27 í dag kl. 3.30. Sýnd verður „Prinsess- an sem ekki gat hlegið“. Þessi mynd er við hœfi barna á aldrinum 7—15 ára. Hún er um prins- essu sem eyðilögð var á dálæti og var ami að öllu, en svo kom bóndasonur- inn léttlyndi og kippti öllu í lag. arheimilisins, því gert er ráð fyrir að þær 4 milljónir sem safnað hefur verið í byggingar- sjóð, endist ekki lengur en til þess hlufa af byggingunni, sem ljúka á i sumar. Happdrættisleyfið er bundið við 10 ár, og á ao draga máu- aðarlega. Verður happdrættið um bifreiðar. báta og búvélar. Félogsvisf í kvöld Félagsvist verður haldin á vegum Sósíalistafélags Reykja- víkur og ÆFR í kvöld kl. 8,30 í samkomusalnum Laugaveg 162. Skúli Norðdahl Á eftir vistinni flytur Skúli Norðdahl arkitekt erindi, sem hann nefnir Húsin, íbúðirnar, fólkið. Skúli er nýkominn heim frá námi á Norðurlöndum og gagnfróður háttum nágranna- þjóða okkar í húsnæðismálum. Verður því eflaust fróðlegt að heyra mál hans. Að loknu erindi Skúla verður dansað og leikur hljómsveit Magnúsar Randrup fyrir dans- inum. Sósíalistar fjölmennið! Senni- lega verður þetta síðasta vistin á þessum starfsvetri. RÍKISTEKJURNAR URÐU 506 MILLJÓNIR 1953 Fulltrúar þriqgja ílokka deila á stjórnina fyrir ráðstöfun tekjuafgangs án þess að leggja málið fyrir Alþingi Fjármálaráðherra flutti Alþingi í gær bráðabirgöayfir- lit um fjárhag ríkisins 1953. Reyndust ríkistekjurnar 506 milljón króna en voru áætlaðar 408 milljónir. Varð 84 milljón króna rekstraraf- gangur og um 38 milljóna króna greiðsluafgangur. Skýrði ráðherrann frá, að nær öllu þessu fé hefði þegar verið ráðstafað. Einar Olgeirsson átaldi, að ekki skyldi lagt fyrir Al- þingi frumvarp um ráðstöfun tekjuafgangsins. Haraldur Guðmundsson og Bergur Sigurbjörnsson deildu einnig á ríkisstjómina fyrir það, að leggja þau mál ekki fyrir Alþingi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.